Fréttir - Knattspyrna

Færin gegn Haukum

Knattspyrna | 25.07.2011 Nánar

Svekkjandi jafntefli gegn Haukum

Knattspyrna | 23.07.2011 BÍ/Bolungarvík 0-0 Haukar

Spánýtt stuðningsmannalag BÍ/Bolungarvíkur ómaði um Skutulsfjörðinn í dag þegar Haukamenn komu í heimsókn. Bæði lið hefðu með sigri getað blandað sér af fullri alvöru í toppbaráttuna, eða öllu heldur baráttuna um annað sætið eins og þetta er nú orðið. Fyrirfram hefði því mátt búast við blússandi sóknarbolta á báða bóga. Nánar

Stuðningsmannalagið tilbúið

Knattspyrna | 22.07.2011 Birgir Örn Sigurjónsson og Benedikt Sigurðsson hafa lokið við stuðningsmannalag BÍ/Bolungarvíkur og hægt er að nálgast lagið hér
BÍ/Bolungarvík(texti):
Vestfirskir, við stöndum saman eins og her
kraftmiklir, við getum klifið hvað sem er Nánar

Stuðningsmannalag BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 18.07.2011 Tónlistarmennirnir Birgir Örn Sigurjónsson (Biggibix) og Benedikt Sigurðsson (Benni Sig) eru um þessar mundir í hljóðveri að taka upp stuðningsmannalag fyrir BÍ/Bolungarvík. Þeir félagar voru fengnir til að semja stuðningsmannalag fyrir félagið og var það frumflutt á karlakvöldi BÍ Bolungarvíkur sem haldið var í apríl. Lagið þótti gott og með góðu gengi liðsins í 1. deildinni, var ákveðið að fara með lagið í hljóðver og taka upp enda hafa margir stuðningsmenn liðsins kvartað yfir því að liðinu vanti alvöru stuðningsmannalag. Þetta er því í fyrsta skipti sem liðið á sitt eigið lag þótt stuðningsmenn hafi oft samið nýja texta við gömul lög.

Lagið er eftir Biggabix og textinn eftir Benna Sig. Helga Margrét Marzellíusardóttir syngur einnig lagið ásamt Benna en lið BÍ Bolungarvíkur trallar undir. Tónlistarfólkið gefur vinnu sína til styrktar félaginu. Lagið verður aðgengilegt á netinu og mun bibol.is láta vita um leið og það er klárt. 
Nánar

Mörkin úr ÍR-leiknum

Knattspyrna | 17.07.2011 Nánar

Skrifuðu undir þriggja ára samning við félagið

Knattspyrna | 15.07.2011 Um síðustu helgi skrifuðu fjórir leikmenn undir þriggja ára samning við félagið. Þetta eru fyrirliðinn Gunnar Már Elíasson, miðjumaðurinn Hafþór Atli Agnarsson og frændurnir Sigurgeir Sveinn Gíslason og Sigþór Snorrason. Eins og menn hafa líklega tekið eftir eru þetta allt leikmenn sem hafa alist upp hjá félaginu.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með undirskriftir leikmannanna því þrátt fyrir að vera heimamenn eru þetta algjörir lykilleikmenn í hóp liðsins. Nánar

BÍ/Bolungarvík snéri taflinu við í seinni hálfleik

Knattspyrna | 13.07.2011 BÍ/Bolungarvík 2 - 1 KA
0-1 Elvar Páll Sigurðsson ('19)
1-1 Matthías Króknes Jóhannsson ('73)
2-1 Tomi Ameobi ('79)

Boðið var uppá landsbyggðarslag af bestu gerð á Torfnesvelli í kvöld þegar Akureyringar, Ísfirðingar og Bolvíkingar leiddu saman sína bestu hesta. Við stjórnvölin hjá báðum liðum eru svo þjálfarar frá knattspyrnubænum Akranesi, hinn afskaplega vel nefndi Gunnlaugur Jónsson og Guðjón Þórðarson. Uppskriftin fyrir einstaklega góðri knattspyrnu var því til staðar. Raunin varð þó önnur. Nánar

Fótbolti og drulla 2011

Knattspyrna | 11.07.2011 Helgina 23.-24. júlí verður hið árlega Vestfjarðamót, ef svo mætti kalla, haldið í Bolungavík og á Ísafirði. Hefðbundinn fótbolti verður leikinn á laugardeginum í Bolungarvík, þar munu 4.-8. flokkar leiða saman hesta sína. Sunnudaginn 24. verður þetta aðeins öðruvísi, þá verður alheimsmót Landsbankans í drullubolta haldið í Tungudal við Skutulsfjörð. Þar mega leikmenn 4.-7. flokks etja kappi. Reynt verður að raða leikjum þannig upp að hver flokkur dembi sér í drulluna og ljúki sér af sem fyrst svo að enginn verði alvarlega kaldur. Þátttökugjald fyrir bæði mót er kr. 3000 en kr. 6000 með gistingu. Nánar

Mörkin og færin í Ólafsvík

Knattspyrna | 09.07.2011 Nánar