Fréttir - Knattspyrna

Gunnar Már: Meiri breidd en hefur verið síðustu ár

Knattspyrna | 13.06.2011 Bibol.is tók tal á fyrirliðanum og sameiningartákninu honum Gunnari Má Elíassyni. Herra Bolungarvík eða Wonderboy eins og hann er oft kallaður tók sér tíma frá því að slá albatrossa á golfvellinum og svaraði nokkrum spurningum um það sem af er tímabilinu. Nánar

Sigur á útivelli gegn Leikni

Knattspyrna | 12.06.2011 Leiknir 0-1 BÍ/Bolungarvík
0-1 Tomi Ameobi ('53)

Það var léttur hliðarvindur á Leiknisvelli í dag þegar heimamenn úr Leikni tóku á móti lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar úr BÍ/Bolungarvík. Nokkur rigning var í aðdraganda leiksins og völlurinn því háll sem áll.

Það var morgunljóst að Guðjón lagði leikinn upp að þétta vörnina eftir 0 - 6 skell liðsins gegn Skagamönnum um síðustu helgi. Handritið þekkjum við öll frá stjórnartíð Guðjóns með íslenska landsliðið. Legið til baka, sótt hratt á fáum mönnum og stillt uppí öll föst leikatriði.
Nánar

Markið gegn Leikni

Knattspyrna | 12.06.2011 Sökum hversu sorglega lélegt forrit Windows live movie maker er, verður aðeins hægt að sýna frá markinu úr Leiknisleiknum, en ekki öll færin og viðtal við Guðjón. Beðist er velvirðingar á þessum tækjakosti. Nánar

TM styrkir BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 08.06.2011 Á dögunum var undirritaður samningur á milli TM og BÍ/Bolungarvíkur. TM leitast eftir því að styðja ungt og efnilegt íþróttafólk og endurspeglar samningurinn það. TM og BÍ/Bolungarvík vinna saman að uppbyggingu glæsilegs liðs.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur Nánar

Reynt verður að sýna frá leiknum á eftir

Knattspyrna | 07.06.2011 Reynt verður að sýna frá BÍ/Bol - ÍA á þessari slóð í kvöld. Þetta er einungis bráðabirgðalausn þangað til að uppsetningu á almennilegu kerfi er lokið. LÁTIÐ GANGA....

BÍ/Bol - ÍA í beinni Nánar

BÍ/Bolungarvík - ÍA

Knattspyrna | 06.06.2011 BÍ/Bolungarvík tekur á móti ÍA á morgun kl. 19 á Torfnesvelli. ÍA eru efstir eftir fjórar umferðir með tíu stig en BÍ/Bolungarvík er í sjötta sæti sem stendur með sex stig.

Einnig er áhugasömum bent á að þeir pistlar sem birtust hér í vor eru allir komnir saman til hliðar í valmyndinni. Von er á fleiri pistlum í sumar. Nánar

Markið og færin úr Gróttuleiknum

Knattspyrna | 03.06.2011 Nánar

Sumartaflan er tilbúin

Knattspyrna | 01.06.2011 Og er komin inn á vefinn undir liðnum "æfingatafla" hér til vinstri. Hún tekur gildi mánudaginn 6. júní nk. Nánar

KSÍ kemur í heimsókn laugardaginn 28.maí

Knattspyrna | 26.05.2011

KSÍ hefur látið framleiða fyrir sig dvd-disk sem að ber heitið Tækniskóli KSÍ, og er eins og nafnið gefur til kynna æfinga-og tæknisafn fyrir knattspyrnuiðkendur.

Þegar að KSÍ fór af stað með þetta verkefni, var ákveðið að allir knattspyrnuiðkendur á Íslandi fengju gefins eintak af Tækniskóla KSÍ.

 

http://www.ksi.is/fraedsla/nr/9344


Laugardaginn 28.maí ætlar KSÍ að koma til Vestfjarða og gefa knattspyrnuiðkendum eintak af disknum. Vestfirski knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson mun koma vestur fyrir hönd KSÍ og afhenda diskinn.

 

Dagskrá laugardaginn 28.maí:

 

11:00     Matthías Vilhjálmsson afhendir diskinn á Skeiðisvelli í Bolungarvík (einungis iðkendur UMFB)

12:00     Matthías Vilhjálmsson afhendir diskinn á Torfnesvelli á Ísafirði (einungis iðkendur BÍ88)

14:00     BÍ/Bolungarvík - Fjölnir  Torfnesvöllur    1.deild - allir iðkendur yngri flokka BÍ og UMFB boðið á leikinn

Nánar