Knattspyrna | 16.06.2011
Ég var beðin fyrir þó nokkru síðan að taka mér lyklaborð í hönd og pikka vel valin orð á vefsíðu BÍ/Bolungarvíkur. Markmiðið var að koma með kvenlegt innsæi á síðuna, ég gaf þetta frá mér enda nýgotin ef svo má segja og sagðist koma með pistilinn þegar andinn kæmi. En hver er
pikkarinn? Ég er Pálína Jóhannsdóttir, dóttir Jóa Torfa og Helgu. Ég hef leikið knattspyrnu með BÍ og þjálfað fyrir BÍ og Bolungarvík en stend nú í því verkefni að búa til framtíðarleikmenn fyrir okkur vestanmenn ásamt ektamanninum Jóni Steinari Guðmundssyni.
Nánar
Það verður seint sagt að veðrið hafi leikið við áhorfendur á Torfnesvelli í kvöld þegar BÍ/Bolungarvík og HK áttust við. Norðangarrinn var svo kaldur að fréttaritari greip til þeirra ráða að bregða sér í gamla góða föðurlandið í hálfleik.
Nánar
Knattspyrna | 14.06.2011
Á morgun stendur til að sýna frá leik BÍ/Bolungarvíkur og HK á Torfnesvelli. Leikurinn hefst kl. 20:00. Til stóð að sýna leikinn gegn ÍA en því miður þá tókst ekki að græja það í tæka tíð. Einar Bragi Guðmundsson og félagar hans í TronMedia gerðu prufuútsendingu á Torfnesvelli í dag og gekk allt að óskum þannig að við vonum það besta.
Útsendingin er í boði Bílaleigu Akureyrar og berum við þeim miklar þakkir fyrir það.
Knattspyrna | 13.06.2011
Bibol.is tók tal á fyrirliðanum og sameiningartákninu honum Gunnari Má Elíassyni. Herra Bolungarvík eða Wonderboy eins og hann er oft kallaður tók sér tíma frá því að slá albatrossa á golfvellinum og svaraði nokkrum spurningum um það sem af er tímabilinu.
Nánar
Knattspyrna | 12.06.2011
Leiknir 0-1 BÍ/Bolungarvík 0-1 Tomi Ameobi ('53)
Það var léttur hliðarvindur á Leiknisvelli í dag þegar heimamenn úr Leikni tóku á móti lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar úr BÍ/Bolungarvík. Nokkur rigning var í aðdraganda leiksins og völlurinn því háll sem áll.
Það var morgunljóst að Guðjón lagði leikinn upp að þétta vörnina eftir 0 - 6 skell liðsins gegn Skagamönnum um síðustu helgi. Handritið þekkjum við öll frá stjórnartíð Guðjóns með íslenska landsliðið. Legið til baka, sótt hratt á fáum mönnum og stillt uppí öll föst leikatriði. Nánar
Knattspyrna | 12.06.2011
Sökum hversu sorglega lélegt forrit Windows live movie maker er, verður aðeins hægt að sýna frá markinu úr Leiknisleiknum, en ekki öll færin og viðtal við Guðjón. Beðist er velvirðingar á þessum tækjakosti.
Nánar
Knattspyrna | 08.06.2011
Á dögunum var undirritaður samningur á milli TM og BÍ/Bolungarvíkur. TM leitast eftir því að styðja ungt og efnilegt íþróttafólk og endurspeglar samningurinn það. TM og BÍ/Bolungarvík vinna saman að uppbyggingu glæsilegs liðs.
Knattspyrna | 07.06.2011
Reynt verður að sýna frá BÍ/Bol - ÍA á þessari slóð í kvöld. Þetta er einungis bráðabirgðalausn þangað til að uppsetningu á almennilegu kerfi er lokið. LÁTIÐ GANGA....
Knattspyrna | 06.06.2011
BÍ/Bolungarvík tekur á móti ÍA á morgun kl. 19 á Torfnesvelli. ÍA eru efstir eftir fjórar umferðir með tíu stig en BÍ/Bolungarvík er í sjötta sæti sem stendur með sex stig.
Einnig er áhugasömum bent á að þeir pistlar sem birtust hér í vor eru allir komnir saman til hliðar í valmyndinni. Von er á fleiri pistlum í sumar.
Nánar