Knattspyrna | 05.07.2011
Þá eru búningarnir tilbúnir til afgreiðslu í Leggur og skel, frá og með miðvikudeginum 6.júlí. "Nýr styrktaraðili" kom óvænt fram þegar hefja átti prentun á búningunum í síðustu viku. Steiniðjan ehf. sem er eigandi Sólsteina, festi kaup á S.Helgason í síðustu viku. Og þ.a.l. verður S.Helgason framan á búningum yngri flokka félagsins.
Allir iðkendur sem hafa pantað sér búning, hafa fengið niðurgreiðslumiða frá félaginu. Hver iðkandi verður að afhenda miðann í versluninni til að fá búningin afhentan og einnig til að fá niðurgreiðsluna. Þeir iðkendur sem ekki hafa fengið niðurgreiðslumiða afhenta, geta nálgast þá á skrifstofu félagsins Vallarhúsinu, miðvikudaginn 6.júlí milli 10:00-12:00.
Nánar
Knattspyrna | 03.07.2011
BÍ/Bolungarvík 3 - 2 Þróttur 0-1 Guðfinnur Þórir Ómarsson ('1)
1-1 Nicholas Deverdics ('4)
2-1 Alexander Veigar Þórarinsson ('9)
3-1 Nicholas Deverdics ('65)
3-2 Sveinbjörn Jónasson ('66)
Brekkan við Torfnesvöll var þétt setin af bæði heimamönnum sem og þónokkrum Kötturum sem gerðu sér ferð vestur á leik BÍ/Bolungarvíkur og Þróttar. Í deildinni eru liðin á svipuðu róli og aðeins munar einu stigin á liðunum. Það er hins vegar ekki spurt um stöðu í deild þegar kemur að bikarkeppninni eins og bæði þessi lið sönnuðu í 16-liða úrslitunum þegar þau lögðu úrvalsdeildarliðin Fram og Breiðablik að velli.
Nánar
Knattspyrna | 01.07.2011
BÍ/Bolungarvík 0 - 1 Selfoss 0-1 Ibrahima N'Diaye ('38)
Sumarið lét loksins á sér kræla fyrir vestan í dag og aðstæður voru eins og best verður á kosið þegar BÍ/Bolungarvík tók á móti Selfyssingum. Þétt var setið í brekkunni á Torfnesvelli, góð stemmning og ánægjulegt hversu margir stuðningsmenn ferðuðust með gestaliðinu.
Nánar
Knattspyrna | 28.06.2011
BÍ/Bolungarvík og tölvu-og netþjónustufyrirtækið Snerpa á Ísafirði hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára. Snerpa er þá kominn í hóp fjölmargra fyrirtækja sem ætla að taka slaginn með liðinu næstu árin. Í kjölfar samstarfsins var vefur félagsins tekinn í gegn og er útkoman vægast sagt stórglæsileg.
Snerpa ehf. rekur alhliða tölvu- og netþjónustu. Starfsmenn Snerpu hafa m.a. sérhæft sig í vefforritun og hugbúnaðargerð sem byggir á fjarvinnslu og Internetstöðlum. Stór þáttur í starfsemi félagsins er rekstur á alhliða Internetþjónustu og nær þjónustusvæði Snerpu yfir allt landið og í mörgum tilfellum víðar. Snerpa hefur yfir að ráða einu af stærri víðnetskerfum landsins og rekur m.a. hnútpunkta í öllum þéttbýliskjörnum á Vestfjörðum. Snerpa hefur jafnframt mjög öflugar tengingar við Internetið um útlandagáttir Símans og OgVodafone og skiptistöð fyrir innanlandsumferð í Tæknigarði í Reykjavík (RIX).
Nánar
Knattspyrna | 27.06.2011
Jafntefli varð niðurstaðan í viðureign Þróttar og BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni í dag. Skástrikið tefldi aftur fram fimm manna vörn eins og gegn Breiðabliki í bikarsigrinum fræga en BÍ/Bolungarvík og Þróttur mætast einmitt í 8-liða úrslitum bikarsins.
Nánar
Knattspyrna | 25.06.2011
Gríðarleg stemmning hafði myndast á stór Ísafjarðar- og Bolungarvíkursvæðinu fyrir leiknum í kvöld enda ekki á hverjum degi sem Íslandsmeistaranir koma í heimsókn. Veðrið var eins og best verður á kosið og Áhorfendur gátu gætt sér á grillmat fyir og á meðan leik stóð. Tímabær stofnun á stuðningsmannakvöld fór fram fyrr um daginn og hlaut hann nafnið blár og marinn, í takt við baráttuna sem einkennir 1.deildina.
Nánar