Fréttir - Knattspyrna

BÍ/Bolungarvík fær úthlutað úr mannvirkjasjóði KSÍ

Knattspyrna | 26.05.2011 Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að úthluta rúmlega 30 milljónum úr Mannvirkjasjóði KSÍ en þetta er í fjórða skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum. Alls var úthlutað til níu verkefna en umsóknir voru ellefu talsins. Nánar

32-liða úrslit í kvöld

Knattspyrna | 25.05.2011

BÍ/Bolungarvík tekur á móti Reyni frá Sandgerði á Skeiðisvelli kl. 18 í kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Torfnesvelli en hefur nú verið færður yfir á Skeiðisvöll. Leikurinn er í 32-liða úrslitum í Valitor bikarkeppninni, dregið er í 16-liða úrslit á föstudaginn.

Nánar

Mörkin og færin úr Hauka-leiknum

Knattspyrna | 22.05.2011 Nánar

Nýir keppnisbúningar frá Hummel

Knattspyrna | 19.05.2011  

Stjórn Boltafélags Ísafjarðar hefur ákveðið að yngri flokkar félagsins muni  klæðast nýjum keppnisbúningum frá Hummel. Einnig var ákveðið að hver og einn iðkandi myndi kaupa sinn búning og eignast hann. Þetta er víða þekkt í mörgum félögum, þar sem að hver iðkandi á sinn búning og mætir í honum í leiki og mót.


BÍ skrifaði nýverið undir samning við nýjan aðalstyrktaraðila steinsmiðjuna Sólsteina, og munu þeir vera framan á öllum keppnisbúningum yngri flokka BÍ/Bolungarvík. Þ.a.l. munu yngri flokkar félagsins og meistaraflokkur klæðast eins keppnisbúningum, bláum að lit.


Búningarnir verða keyptir í gegnum verslunina Leggur og skel á Ísafirði, umboðsaðila Hummel á Ísafirði.

Búningurinn samanstendur af blárri treyju( val um stutterma/langerma), bláum stuttbuxum og bláum sokkum.


Allir iðkendur eru því vinsamlegast beðnir um að fara í Leggur og skel, og máta búninga og finna stærðir dagana 18.maí - 25.maí.

Keppnisnúmerum verður útdeilt í versluninni, þeir sem fæddir eru á ári sem er oddatala fá oddatölunúmer. Og þeir sem fæddir eru á ári sem er slétt tala fá númer á sléttri tölu, er þetta gert til að hægt sé að nota búningana áfram þegar iðkandi færist upp á milli flokka.


Verð á búningum (án niðurgreiðslu)(birt með fyrirvara):

Stutterma barnabúningur, stuttbuxur, sokkar                      8.100kr

Langerma barnabúningur, stuttbuxur, sokkar                      9.000kr

Stutterma fullorðinsbúningur, stuttbuxur, sokkar                9.600kr

Langerma fullorðinsbúningur, stuttbuxur, sokkar                10.300kr

 

Boltafélag Ísafjarðar greiðir allar merkingar á búninginn, þ.e. logo styrktaraðila, logo félagana og keppnisnúmer. Einnig greiðir Boltafélagið niður einn búning á iðkanada um 1.600kr.

 

Kv. Stjórn Boltafélags Ísafjarðar

Nánar

Vormenn vestfjarða

Knattspyrna | 18.05.2011 Það má með sanni segja að megnan pungfnyk leggi frá pistlaskrifurum síðunnar hingað til, en nú mun verða breyting þar á. Fyrsti kvenpenninn af vonandi mörgum í sumar, er Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, sem fjallar um vorboðann ljúfa, BÍ/Bolungarvík.
Nánar

Farsi á Torfnesvelli

Knattspyrna | 15.05.2011 Síðast þegar 1.deildar leikur í knattspyrnu átti sér stað á Torfnesvelli var Justin Bieber ekki fæddur og Ómar Ragnarsson var ennþá með hár.  Þann 18.september 1993 öttu BÍ88 kappi við ÍR þar sem markamaskínan Jóhann Ævarsson tryggði heimamönnum 1-0 sigur.  Það var því við hæfi að BÍ/Bolungarvík skyldi mæta ÍR í fyrsta heimaleik sínum í 1.deildinni í ár.  Nóg hefur verið fjallað um mannabreytingar innan og utan vallar í fjölmiðlum í vetur og óhætt að segja að mikill spenningur hafi verið hjá leikmönnum og aðdáendum liðsins þegar flautað var til leiks. Nánar

Pistill frá stjórn BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 13.05.2011 Það er alltaf jafn gaman þegar nýtt knattspyrnutímabil hefst. Í fyrsta sinn í rúm 20 ár er  1.deildar leikur á Torfnesvelli. Á síðustu þremur árum hefur BÍ/Bolungarvík farið upp um tvær deildir og ljóst að gríðarlega spennandi verður að fylgjast með liðinu á komandi keppnistímabili. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir einungis rúmum sjö mánuðum sátu stjórnarmenn liðsins á fundi og veltu því fyrir sér hvort þeir ættu að þora að hringja í Gauja Þórðar! Að lokum var þó ákveðið að láta slag standa og hringja í kappann...það yrði þó aldrei verra en hann færi að hlæja og skellti síðan á okkur.

Framhaldið þekkja flestir enda hafa fjölmiðlar fylgst vel með liðinu eftir ráðninguna á þekktasta þjálfara Íslands fyrr og síðar. Það sem hefur gerst síðustu sjö mánuði hefur verið ævintýri líkast.

Nánar

Eyður í vopnabúrinu

Knattspyrna | 13.05.2011 Að þessu sinni er það ísfirðingurinn góðkunni Gylfi Ólafsson sem leggur hönd á penna í pistli, en Gylfi hefur þá sérstöðu að geta horft á þróun knattspyrnunnar á vestfjörðum utanfrá, ekki aðeins vegna þess að hann er búsettur í Svíþjóð, heldur einnig vegna þess hve gríðarlega góðan leikskilning hann hefur á leiknum. Nánar

Sigur í fyrsta leik tímabilsins-mörkin og viðtal

Knattspyrna | 10.05.2011 BÍ/Bolungarvík vann góðan sigur á seigu liði KFG í  Valitorbikarnum í gærkvöldi, 1-3 og er komið í 32-liða úrslit. Leikið var á gervigrasinu á Stjörnuvelli, en lið KFG leikur í 3. deild. Þess má geta að bolvíkingurinn Karvel Pálmason lék í hjarta varnarinnar hjá KFG, en ekki einu sinni hann náði að koma í veg fyrir sigur Djúpmanna.

Sjáið mörkin úr leiknum ásamt viðtali við Guðjón Þórðarson hér að neðan. Nánar

Síðasta æfing í borginni

Knattspyrna | 08.05.2011 Síðasta æfing liðsins í borginni fór fram í kvöld en á morgun er leikur í Valitor bikarnum gegn KFG á Stjörnuvelli. Í fyrsta skiptið náðum við að hafa 20 leikmenn á æfingu og það hefur ekki gerst í vetur eða frá því að liðið hóf æfingar í október. Það eru fæstir sem gera sér grein fyrir því að við vorum eina liðið í okkar riðli í Lengjubikarnum sem notaði ekki 25 leikmenn í þeirri keppni. Nánar