KSÍ hefur látið framleiða fyrir sig dvd-disk sem að ber heitið Tækniskóli KSÍ, og er eins og nafnið gefur til kynna æfinga-og tæknisafn fyrir knattspyrnuiðkendur.
Þegar að KSÍ fór af stað með þetta verkefni, var ákveðið að allir knattspyrnuiðkendur á Íslandi fengju gefins eintak af Tækniskóla KSÍ.
http://www.ksi.is/fraedsla/nr/9344
Laugardaginn 28.maí ætlar KSÍ að koma til Vestfjarða og gefa knattspyrnuiðkendum eintak af disknum. Vestfirski knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson mun koma vestur fyrir hönd KSÍ og afhenda diskinn.
Dagskrá laugardaginn 28.maí:
11:00 Matthías Vilhjálmsson afhendir diskinn á Skeiðisvelli í Bolungarvík (einungis iðkendur UMFB)
12:00 Matthías Vilhjálmsson afhendir diskinn á Torfnesvelli á Ísafirði (einungis iðkendur BÍ88)
14:00 BÍ/Bolungarvík - Fjölnir Torfnesvöllur 1.deild - allir iðkendur yngri flokka BÍ og UMFB boðið á leikinn
NánarBÍ/Bolungarvík tekur á móti Reyni frá Sandgerði á Skeiðisvelli kl. 18 í kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Torfnesvelli en hefur nú verið færður yfir á Skeiðisvöll. Leikurinn er í 32-liða úrslitum í Valitor bikarkeppninni, dregið er í 16-liða úrslit á föstudaginn.
NánarStjórn Boltafélags Ísafjarðar hefur ákveðið að yngri flokkar félagsins muni klæðast nýjum keppnisbúningum frá Hummel. Einnig var ákveðið að hver og einn iðkandi myndi kaupa sinn búning og eignast hann. Þetta er víða þekkt í mörgum félögum, þar sem að hver iðkandi á sinn búning og mætir í honum í leiki og mót.
BÍ skrifaði nýverið undir samning við nýjan aðalstyrktaraðila steinsmiðjuna Sólsteina, og munu þeir vera framan á öllum keppnisbúningum yngri flokka BÍ/Bolungarvík. Þ.a.l. munu yngri flokkar félagsins og meistaraflokkur klæðast eins keppnisbúningum, bláum að lit.
Búningarnir verða keyptir í gegnum verslunina Leggur og skel á Ísafirði, umboðsaðila Hummel á Ísafirði.
Búningurinn samanstendur af blárri treyju( val um stutterma/langerma), bláum stuttbuxum og bláum sokkum.
Allir iðkendur eru því vinsamlegast beðnir um að fara í Leggur og skel, og máta búninga og finna stærðir dagana 18.maí - 25.maí.
Keppnisnúmerum verður útdeilt í versluninni, þeir sem fæddir eru á ári sem er oddatala fá oddatölunúmer. Og þeir sem fæddir eru á ári sem er slétt tala fá númer á sléttri tölu, er þetta gert til að hægt sé að nota búningana áfram þegar iðkandi færist upp á milli flokka.
Verð á búningum (án niðurgreiðslu)(birt með fyrirvara):
Stutterma barnabúningur, stuttbuxur, sokkar 8.100kr
Langerma barnabúningur, stuttbuxur, sokkar 9.000kr
Stutterma fullorðinsbúningur, stuttbuxur, sokkar 9.600kr
Langerma fullorðinsbúningur, stuttbuxur, sokkar 10.300kr
Boltafélag Ísafjarðar greiðir allar merkingar á búninginn, þ.e. logo styrktaraðila, logo félagana og keppnisnúmer. Einnig greiðir Boltafélagið niður einn búning á iðkanada um 1.600kr.
Kv. Stjórn Boltafélags Ísafjarðar
Nánar