Knattspyrna | 30.04.2011
BÍ/Bolungarvík vann góðan sigur gegn Gróttu í snjóblautum æfingarleik í morgun, 3-1. Þeir Colin, Gunni Wonder, og Sölvi gerðu mörkin, en mark Gunnars var einkar glæsilegt. Mark Gróttu var sjálfsmark.
Knattspyrna | 28.04.2011
Stjórn BÍ/Bolungarvíkur hefur skrifað undir styrktarsamning við fyrirtækin Olís og Bílaleigu Akureyrar. Samningurinn við Olís er til tveggja ára en Bílaleigu Akureyrar til þriggja ára. Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með fá þessa öfluga bakhjarla til liðs við sig næstu árin. Samningarnir munu klárlega styðja við það öfluga starf sem unnið hefur verið og aðstoða okkur á komandi tímabilum.
„Við erum virkilega ánægðir með styrktarsamningana og berum miklar væntingar til samstarfs við jafn öflug fyrirtæki. BÍ/Bolungarvík er metnaðarfullt íþróttafélag og sá öflugi stuðningur sem félagið fær með samstarfi þessu er okkur mjög mikilvægur. Við erum vissir um að samstarfið verði gæfuríkt fyrir alla aðila." sagði Mangús Pálmi Örnólfsson, framkvæmdarstjóri BÍ/Bolungarvíkur.
Knattspyrna | 28.04.2011
Bolvíkingurinn Birgir Olgeirsson tók sig til og sendi okkur skemmtilegan pistil um fyrirliða liðsins og Herra Bolungarvík sjálfan, Gunnar Má Elíasson.
Nánar
Keflavík 2 - 1 BÍ/Bolungarvík 0-1 Óttar Kristinn Bjarnason 1-1 Guðmundur Steinarsson 2-1 Jóhann Birnir Guðmundsson
Við mættum Keflavík í æfingarleik í dag í Reykjaneshöll. Alexander var ekki með í dag ásamt því að Aco Pandurevic er haldin heim á leið eftir stutta dvöl. Birkir var kominn af sjónum og var með ásamt því að leikmaður að nafni Ivan hóf leik á miðjunni. Hann á lék eitt sumar með Grindavík, býr hér á landi og á einhver tengsl við Ísland sem ég hef ekki deili á. Zoran Stamenic var mættur til landsins í dag en sat hjá og horfði á leikinn. Colin var með eftir smávægileg meiðsli en hann lék ekki gegn Þrótti og ÍR.
Knattspyrna | 08.04.2011
Mörkin í leiknum gegn ÍR í gær. Spilað var í brjáluðu roki og því var lítið um fallegan fótbolta. Annað mark BÍ/Bolungarvíkur sem Sölvi Gylfason skoraði var mjög glæsilegt. Nánar
Knattspyrna | 05.04.2011
Aðalfundur Boltafélagsins verður haldinn í íþróttahúsinu við Torfnes, 2. hæð, fimmtudaginn 14. apríl næstkomandi kl. 20:00. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir og eru velunnarar og áhugamenn um starfið hvattir til að mæta enda þarf nú að fara að finna nýjan formann. Kaffi og meðlæti í boði.
BÍ/Bolungarvík tók á móti Þrótti Reykjavík á laugardaginn síðasta. Leikið var á gervigrasvellinum við Laugardal í fínu veðri og við góðar aðstæður. Menn ánægðir að leikirnir séu komnir út úr höllunum. Hjá okkur vantaði Zoran Stamenic og Birki ásamt því að Jónmundur, Sigþór og Colin eru allir að glíma við lítilsháttar meiðsli en von er á þeim aftur í hópinn fyrir leikinn gegn ÍR á fimmtudaginn.
Nánar
Knattspyrna | 01.04.2011
á morgun, laugardaginn 2. apríl ætlum við í 8. flokki að heimsækja vini okkar og félaga í sama flokki í Bolungavík. Mæting í Bolungavík er í iþróttahúsið þar kl. 10 stundvíslega og munum við taka æfinguna þar. Henni lýkur um kl. 11 og er þá tilvalið að fara með fjölskylduna í sund í Vikinni enda afar góð laug þar og mögulega verður rennibrautin í gangi ef vel viðrar.