Knattspyrna | 03.02.2011
Alexendar Veigar Þórarinsson skrifaði nú rétt í þessu undir tveggja ára samning við félagið. Alexander hefur æft með liðinu í vetur og tekið þátt í flestum æfingarleikjum liðsins. Hann er 22 ára gamall miðjumaður og á að baki 28 leiki með Grindavík og Fram í efstu deild karla. Hann hefur einnig leikið með Reyni Sandgerði.
Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með að fá Alexander til liðs við félagið. Hann hefur sýnt það á æfingum og í leikjum að þarna fer góður leikmaður á ferð. Hann mun klárlega styrkja hópinn fyrir komandi átök í 1. deildinni í sumar.
Nánar
Knattspyrna | 30.01.2011
BÍ/Bolungarvík mætti Selfossi síðastliðinn laugardag í Kórnum, Kópavogi. Selfoss voru nýliðar í Pepsi deildinni síðastliðið sumar en féllu um deild og mæta því okkur í sumar í 1.deildinni. Það vantaði nokkra sterka leikmenn hjá okkur í þessum leik. Atli, Birkir, Andri, Goran og Matti voru ekki með að þessu sinni.
Byrjunarliðið var þannig skipað:
Þórður - Haffi, Sigurgeir, Gunnar, Sigþór - Erlendur leikmaður á reynslu, Sölvi, Alexander Veigar - Óttar, Ásgeir og Jónmundur
Á varamannabekknum voru Nikulás og Erlendur leikmaður á reynslu.
Nánar
Knattspyrna | 25.01.2011
Búið er að setja inn alla næstu leiki BÍ/Bolungarvíkur inn í atburðir hér til hægri. Næstu fjórar helgar í röð eru fjórir æfingarleikir en eftir það taka við sjö leikir í Lengjubikar. Næsti leikur er við Selfoss í Kórnum á laugardaginn næsta kl. 13:30.
Nánar
Knattspyrna | 25.01.2011
Okkar maður, Emill Pálsson, var valinn úr myndarlegum hópi íþróttamanna við kjör á íþróttamanni ársins árið 2010. Skyldi engan undra, Emil var í fremstu röð knattspyrnumanna á sínum aldri á árinu, fyrirliði meistaraflokks BÍ88 og byrjunarmaður í liðinu. Hann lék 19 leiki síðasta sumar og skoraði í þeim þrjú mörk. Hann var og var fastamaður í U-19 ára landsliðinu sem er beint framhald af vinnu hans með yngri landsliðum KSÍ. Emil var valinn í lið ársins hjá knattspyrnuvefnum fotbolti.net og var hársbreidd frá því að verða valinn efnilegasti leikmaður landsins á sama vef.
Stjórn BÍ88 óskar Emil innilega til hamingju með árangurinn og vonar að honum gangi eins vel í framtíðinni sem hingað til.
Nánar
Knattspyrna | 23.01.2011
BÍ/Bolungarvík tók á móti Aftureldingu á laugardaginn síðasta og var leikið á Akranesi eins og svo oft áður. Byrjunarliðið var þannig skipað:
Þórður - Sigurgeir, Atli, Birkir, Sigþór - Axel, Gunnar, Óttar - Alexander, Sölvi og Arnór.
Á varamannabekknum voru Ásgeir Guðmunds, Haffi, Matti, Pétur Run, Andri og Jónmundur
Við byrjuðum leikinn vel og vorum að spila ágætar sóknir á köflum. Eftir góða sókn þá kom fyrirgjöf frá hægri sem varnarmaður Aftureldingar setti í sitt eigið mark. Oft á tíðum vorum við samt ekki nógu yfirvegaðir í sókninni og misstum boltann oft auðveldlega. Afturelding áttu líka sínar sóknir en ógnuðu markinu ekki mikið. Við komumst síðan í 2-0 eftir frábæra sókn þar sem boltinn ferðaðist frá vinstri yfir á hægri vænginn, þaðan kom flott fyrirgjöf beint á Arnór Þrastarson sem kom boltanum í netið. Afturelding náðu þó að minnka muninn þegar Þórður ver skot þeirra til hliðar og sóknarmaður þeirra var fyrstur til og skoraði. Staðan 2-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var mjög svipaður og sá fyrri, við mikið mun meira með boltann en andstæðingurinn með eina og eina sókn inn á milli. Pétur Run setti boltann í slá og átti líka gott skallafæri sem fór framhjá. Atli Guðjónsson skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu sem var reyndar mjög tæpt. Þriðja markið skoraði síðan Matti eftir að Jónmundur hafði farið upp að endanmörkum og sent boltann fyrir markið. Góður 3-1 sigur staðreynd og flestir leikmenn liðsins sem léku vel.
Á næsta laugardag er síðan æfingarleikur við Selfoss og á þriðjudaginn er von á Goran, Litháa og Letta til landsins
Nánar
Knattspyrna | 20.01.2011
það er að finna undir liðnum "gögn fyrir foreldra" hér vinstra megin á síðunni. Veitið því athygli að krakkarnir þurfa að mæta a.m.k. 30 mínútum fyrir fyrsta leik nema þjálfari segi annað.
Nánar
Knattspyrna | 19.01.2011
BÍ/Bolungarvík mætti Þrótti í Egilshöll í gærkvöldi. Leikmenn voru mættir kl. 20:30 í Egilshöll eða á svipuðum tíma og flautað var til leiks hjá Íslandi og Austurríki. Guðjón fór yfir leikaðferð og tilkynnti byrjunarlið á meðan stórglæsilegt þjálfarateymið sá til þess að allt var til staðar.
Byrjunarliðið var þannig skipað:
Þórður - Axel, Birkir, Atli, Sigurgeir - Gunnar Már, Sölvi, Alexander - Arnór, Óttar og Andri.
Á bekknum sátu þeir Ásgeir Guðmunds, Matti, Haffi og Sigþór.
Við hófum leikinn ágætlega, létum boltann ganga ágætlega í vörninni en erfiðlega gekk að skapa eitthvað marktækt fram á við. Þegar við svo komumst í góðar stöður á vellinum að þá vantaði upp á seinustu sendingu eða að menn væru almennilega á tánum. Þróttarar voru ágætir og gekk spil þeirra betur en okkar. Þeir sköpuðu sér þó ekki nein marktækifæri í leiknum en unnu þó 2-0. Fyrsta mark þeirra var sjálfsmark þegar undrabarnið Gunnar Már Elíasson ætlaði að hreinsa boltann burt en ekki vildi þó betur til en að sú hreinsun hafnaði í samherja og inn. Stuttu seinna komust Þróttarar inn fyrir vörn okkar, Þórður var kominn langt út og braut á sóknarmanni Þróttar utarlega í teignum. Dæmt var víti og úr því skoruðu þeir. 2-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn hófst á því að okkar menn klæddu sig í græn vesti þar sem búningar liðanna voru mjög líkir. Að sjálfsögðu verður búningunum kennt um mörk fyrri hálfleiksins. Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Þróttur mun meira með boltann en sköpuðu sér fá færi. Þórður í markinu greip líka vel inn í þegar á þurfti. Sóknarleikur okkar var nánast engin í seinni hálfleik og endaði leikurinn með 2-0 sigri Þróttar
Næsti æfingarleikur liðsins verður á laugardaginn á Akranesi kl. 13:00
Nánar
Knattspyrna | 18.01.2011
Eins og kom fram í síðustu frétt og á facebook að þá er æfingarleikur í kvöld. Síðan mun hefjast þétt leikjatörn fram á vor með vikulegum æfingarleikjum og deildarbikar. Um leið og komið er á hreint hvenær æfingarleikirnir verða leiknir, þá verða þeir uppfærðir í dagatalið.
Af leikmannamálum ber hæst að nefna að von er á Letta og Litháa til landsins á reynslu hjá félaginu. Goran Vujic er einnig væntanlegur og eru það frábærar fréttir að hann sé kominn á fulla ferð eftir erfitt meiðslaár í fyrra. Jónmundur Grétarsson sem kom til okkar á láni um mitt síðasta sumar og skoraði 10 mörk í 10 leikjum hefur einnig hafið æfingar hjá félaginu. Sigurgeir, Haffi og Matti eru allir komnir á höfuðborgarsvæðið til að taka þátt í undirbúningi liðsins fyrir sumarið.
Nánar
Knattspyrna | 18.01.2011
BÍ/Bolungarvík leikur æfingarleik í kvöld klukkan 21:30 við Þrótt. Leikurinn fer fram í Egilshöll. Liðin tvö munu einnig mætast í 1.deildinni í sumar.
Nánar
Knattspyrna | 15.01.2011
Þá er það ljóst: innanhúsmótið verður um næstu helgi, laugardag og sunnudag frá ca. 9:00-17:00 báða dagana. Þó má gera ráð fyrir að sunnudagurinn verði örlítið styttri. Eins og venjulega munu 7. og 8. flokkarnir bara spila á laugardeginum og byrja mótið þann daginn. Leikjaplanið verður sett inn á síðuna þegar það er tilbúið og verður það undir "gögn fyrir foreldra" hér vinstra megin.
Nánar