Knattspyrna | 15.02.2011
BÍ/Bolungarvík tók á móti Víkingi frá Ólafsvík síðastliðinn laugardag í Akraneshöllinni. Bæði þessi lið komust upp í 1.deild eftir síðasta tímabil og voru leikir liðanna mikil skemmtun. Okkur vantaði Birki, Sölva, Goran og Nikulás í leikinn ásamt því að 1-2 leikmenn voru ekki heilir.
Nánar
Knattspyrna | 11.02.2011
Framherjinn Jónmundur Grétarsson skrifaði nú í dag undir eins árs samning við félagið. Jónmundur er 25 ára gamall og kom á láni til BÍ/Bolungarvíkur síðasta sumar frá Haukum. Hann lék fjóra leiki með Haukum í Pepsi deildinni í fyrra áður en hann kom vestur. Þar áður lék hann með Stjörnunni en hann hefur síðastliðinn tvö ár verið í Haukum. Jónmundur skoraði 10 mörk í 10 leikjum fyrir BÍ/Bolungarvík síðasta sumar.
Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með að fá Jónmund til liðs við félagið. Hann sýndi það síðasta sumar að þarna fer góður leikmaður á ferð, 10 mörk í 10 leikjum segir allt sem segja þarf.
Nánar
Knattspyrna | 07.02.2011
Dagur Elí Ragnarsson leikmaður 3.flokks BÍ88, var valinn til að taka þátt í landsliðsúrtaki U-16 ára dagana 22. og 23.janúar sl. Í þessum úrtakshóp voru 36 leikmenn víðs vegar af landinu og fóru æfingarnar fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum. Við fengum þær fréttir að Dagur Elí hefði staðið sig vel á æfingunum og verið félagi sínu til sóma. Boltafélag Ísafjarðar óskar Degi til hamingju með þennan árangur og vonar að áframhald verði á þessum úrtaksæfingum hjá Degi.
Nánar
Knattspyrna | 06.02.2011
BÍ/Bolungarvík sigraði í gær Hamar frá Hveragerði 2-1 í æfingarleik á Akranesi. Í liðið vantaði Goran, Óttar, Jónmund og Matta. Með liðinu spilaði Dani sem heitir Nicolai og spilar með Vejle í Danmörku.
Byrjunarliðið var þannig skipað:
Þórður - Sigurgeir, Atli, Nicolai, Sigþór - Ásgeir, Gunnar, Birkir, Sölvi, Alexander - Andri
Á varamannabekknum voru Nikulás og Haffi
Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og Hamarsliðið var mjög sprækt. Við áttum nokkrar ágætar sóknir og hefðum getað leitt í hálfleik en 0-0 var samt sem áður sanngjarnt. Birkir kom útaf í hálfleik og Nicolai var færður upp á miðjuna. Strax í seinni hálfleik komst Hamar í 1-0, þeir áttu þá langskot í slá og út í teig þar sem sóknarmaður þeirra var fyrstur að átta sig og kom boltanum í netið. Ennþá var mikið jafnræði með liðunum en þegar um 20. mínútur voru eftir þá skildu leiðir og okkar menn tóku öll völd á vellinum. Andri jafnaði leikinn eftir hornspyrnu, hann var fyrstur að átta sig þegar boltinn datt niður í teignum. Stuttu seinna kom hann okkur í 2-1 úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á honum innan teigs. Í kjölfarið flautaði dómarinn til leiksloka, 2-1 sigur staðreynd.
Nánar
Knattspyrna | 03.02.2011
Alexendar Veigar Þórarinsson skrifaði nú rétt í þessu undir tveggja ára samning við félagið. Alexander hefur æft með liðinu í vetur og tekið þátt í flestum æfingarleikjum liðsins. Hann er 22 ára gamall miðjumaður og á að baki 28 leiki með Grindavík og Fram í efstu deild karla. Hann hefur einnig leikið með Reyni Sandgerði.
Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með að fá Alexander til liðs við félagið. Hann hefur sýnt það á æfingum og í leikjum að þarna fer góður leikmaður á ferð. Hann mun klárlega styrkja hópinn fyrir komandi átök í 1. deildinni í sumar.
Nánar
Knattspyrna | 30.01.2011
BÍ/Bolungarvík mætti Selfossi síðastliðinn laugardag í Kórnum, Kópavogi. Selfoss voru nýliðar í Pepsi deildinni síðastliðið sumar en féllu um deild og mæta því okkur í sumar í 1.deildinni. Það vantaði nokkra sterka leikmenn hjá okkur í þessum leik. Atli, Birkir, Andri, Goran og Matti voru ekki með að þessu sinni.
Byrjunarliðið var þannig skipað:
Þórður - Haffi, Sigurgeir, Gunnar, Sigþór - Erlendur leikmaður á reynslu, Sölvi, Alexander Veigar - Óttar, Ásgeir og Jónmundur
Á varamannabekknum voru Nikulás og Erlendur leikmaður á reynslu.
Nánar
Knattspyrna | 25.01.2011
Búið er að setja inn alla næstu leiki BÍ/Bolungarvíkur inn í atburðir hér til hægri. Næstu fjórar helgar í röð eru fjórir æfingarleikir en eftir það taka við sjö leikir í Lengjubikar. Næsti leikur er við Selfoss í Kórnum á laugardaginn næsta kl. 13:30.
Nánar
Knattspyrna | 25.01.2011
Okkar maður, Emill Pálsson, var valinn úr myndarlegum hópi íþróttamanna við kjör á íþróttamanni ársins árið 2010. Skyldi engan undra, Emil var í fremstu röð knattspyrnumanna á sínum aldri á árinu, fyrirliði meistaraflokks BÍ88 og byrjunarmaður í liðinu. Hann lék 19 leiki síðasta sumar og skoraði í þeim þrjú mörk. Hann var og var fastamaður í U-19 ára landsliðinu sem er beint framhald af vinnu hans með yngri landsliðum KSÍ. Emil var valinn í lið ársins hjá knattspyrnuvefnum fotbolti.net og var hársbreidd frá því að verða valinn efnilegasti leikmaður landsins á sama vef.
Stjórn BÍ88 óskar Emil innilega til hamingju með árangurinn og vonar að honum gangi eins vel í framtíðinni sem hingað til.
Nánar
Knattspyrna | 23.01.2011
BÍ/Bolungarvík tók á móti Aftureldingu á laugardaginn síðasta og var leikið á Akranesi eins og svo oft áður. Byrjunarliðið var þannig skipað:
Þórður - Sigurgeir, Atli, Birkir, Sigþór - Axel, Gunnar, Óttar - Alexander, Sölvi og Arnór.
Á varamannabekknum voru Ásgeir Guðmunds, Haffi, Matti, Pétur Run, Andri og Jónmundur
Við byrjuðum leikinn vel og vorum að spila ágætar sóknir á köflum. Eftir góða sókn þá kom fyrirgjöf frá hægri sem varnarmaður Aftureldingar setti í sitt eigið mark. Oft á tíðum vorum við samt ekki nógu yfirvegaðir í sókninni og misstum boltann oft auðveldlega. Afturelding áttu líka sínar sóknir en ógnuðu markinu ekki mikið. Við komumst síðan í 2-0 eftir frábæra sókn þar sem boltinn ferðaðist frá vinstri yfir á hægri vænginn, þaðan kom flott fyrirgjöf beint á Arnór Þrastarson sem kom boltanum í netið. Afturelding náðu þó að minnka muninn þegar Þórður ver skot þeirra til hliðar og sóknarmaður þeirra var fyrstur til og skoraði. Staðan 2-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var mjög svipaður og sá fyrri, við mikið mun meira með boltann en andstæðingurinn með eina og eina sókn inn á milli. Pétur Run setti boltann í slá og átti líka gott skallafæri sem fór framhjá. Atli Guðjónsson skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu sem var reyndar mjög tæpt. Þriðja markið skoraði síðan Matti eftir að Jónmundur hafði farið upp að endanmörkum og sent boltann fyrir markið. Góður 3-1 sigur staðreynd og flestir leikmenn liðsins sem léku vel.
Á næsta laugardag er síðan æfingarleikur við Selfoss og á þriðjudaginn er von á Goran, Litháa og Letta til landsins
Nánar
Knattspyrna | 20.01.2011
það er að finna undir liðnum "gögn fyrir foreldra" hér vinstra megin á síðunni. Veitið því athygli að krakkarnir þurfa að mæta a.m.k. 30 mínútum fyrir fyrsta leik nema þjálfari segi annað.
Nánar