Fréttir - Knattspyrna

Guðjón Þórðarson: World Class verið félagsheimilið okkar

Knattspyrna | 07.05.2011 Viðtal tekið af fotbolta.net

,,Ég lít á þetta sem viðurkenningu á okkar störfum að okkur sé ekki spáð neðar. Ég held að það hljóti að vera hól fyrir nýliða að vera spáð öruggu sæti,“
segir Guðjón Þórðarson þjálfari BÍ/Bolungarvík um spá fyrirliða og þjálfara í fyrstu deildinni en liðinu er spáð áttunda sætinu í sumar. Nánar

Að komast framhjá andstæðingnum

Knattspyrna | 06.05.2011 Bolvíkingurinn Bjarni Pétur Jónsson er í fjölmiðlafræðinámi á Akureyri. Bjarni er bæði góður penni og fótboltamaður og mun í pistli sínum fræða oss almúgann um undirstöðuatriði í knattspyrnu og jafnframt eitt elsta bragðið í boltanum, hvar Sir Stanley Matthews, Ronaldinho og Andri Rúnar Bjarnason koma við sögu: Að rekja knöttinn. Við gefum Bjarna orðið. Nánar

Sólsteinar nýr aðalstyrktaraðili yngri flokka BÍ88

Knattspyrna | 04.05.2011

Yngri flokkar BÍ88 hafa fengið nýjan styrktaraðila. Skrifað var undir samstarfssamning 14.apríl sl. milli steinsmiðjunar Sólsteina og unglingaráðs BÍ88. Þar með verða Sólsteinar aðalstyrktaraðili yngri flokka félagsins næstu ár. Merki Sólsteina verður hér eftir framan á öllum keppnisbúningum yngri flokka BÍ/Bolungarvík. Svavar Þór Guðmundsson formaður BÍ88 og Brjánn Guðjónsson framkvæmdastjóri Sólsteina skrifuðu undir og staðfestu samningin á aðalfundi BÍ88 sem fram fór 14.apríl sl. Forsvarsmenn BÍ/Bolungarvík sjá nú fram á að yngri flokkar og meistaraflokkur félagsins, muni klæðast eins keppnisbúningum.

Nánar

Jafntefli í slökum leik gegn Njarðvík

Knattspyrna | 04.05.2011 BÍ/Bolungarvík náði aðeins 1-1 jafntefli gegn Njarðvík í gærkvöldi, í fyrsta grasleiknum sínum á þessu ári. Njarðvík komst yfir á 45. mínútu með laglegu marki, en Óttar Kristinn Bjarnason jafnaði metin á 65. mínútu eftir laglega sókn.






Nánar

Félaginu bráðvantar húsgögn!

Knattspyrna | 03.05.2011 BÍ/Bolungarvík óskar eftir að fá húsgögn gefins eða fyrir lítinn pening. Ísskápa, örbylgjuofna, sófa og margt fleira....þeir sem geta lagt okkur lið eru beðnir um að hafa samband við Nonna í síma 862-4443. Nánar

Fíkill kemst í fíling

Knattspyrna | 02.05.2011

Líkt og glöggir lesendur síðunnar hafa séð, er ætlunin að vera með reglulega pistla á vefnum í sumar. Söngfuglinn Birgir Olgeirsson reið á vaðið með lofgjörð um Gunnar Má Elíasson, fyrirliða BÍ/Bolungarvíkur. Að þessu sinni er komið að fjölmiðlastjörnu okkar vestfirðinga, Guðmundi Gunnarssyni.

Nánar

Góður sigur gegn Gróttu - mörkin úr leiknum

Knattspyrna | 30.04.2011 BÍ/Bolungarvík vann góðan sigur gegn Gróttu í snjóblautum æfingarleik í morgun, 3-1. Þeir Colin, Gunni Wonder, og Sölvi gerðu mörkin, en mark Gunnars var einkar glæsilegt. Mark Gróttu var sjálfsmark.

Nánar

Olís og Bílaleiga Akureyrar styrkja BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 28.04.2011 Stjórn BÍ/Bolungarvíkur hefur skrifað undir styrktarsamning við fyrirtækin Olís og Bílaleigu Akureyrar. Samningurinn við Olís er til tveggja ára en Bílaleigu Akureyrar til þriggja ára. Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með fá þessa öfluga bakhjarla til liðs við sig næstu árin. Samningarnir munu klárlega styðja við það öfluga starf sem unnið hefur verið og aðstoða okkur á komandi tímabilum.

 „Við erum virkilega ánægðir með styrktarsamningana og berum miklar væntingar til samstarfs við jafn öflug fyrirtæki. BÍ/Bolungarvík er metnaðarfullt íþróttafélag og sá öflugi stuðningur sem félagið fær með samstarfi þessu er okkur mjög mikilvægur. Við erum vissir um að samstarfið verði gæfuríkt fyrir alla aðila." sagði Mangús Pálmi Örnólfsson, framkvæmdarstjóri BÍ/Bolungarvíkur. 

Nánar

Gunnar Már a.k.a. Wonderboy

Knattspyrna | 28.04.2011 Bolvíkingurinn Birgir Olgeirsson tók sig til og sendi okkur skemmtilegan pistil um fyrirliða liðsins og Herra Bolungarvík sjálfan, Gunnar Má Elíasson. Nánar

Mörkin gegn KA

Knattspyrna | 18.04.2011 Nánar