Knattspyrna | 13.05.2011
Það er alltaf jafn gaman þegar nýtt knattspyrnutímabil hefst. Í fyrsta sinn í rúm 20 ár er 1.deildar leikur á Torfnesvelli. Á síðustu þremur árum hefur BÍ/Bolungarvík farið upp um tvær deildir og ljóst að gríðarlega spennandi verður að fylgjast með liðinu á komandi keppnistímabili. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir einungis rúmum sjö mánuðum sátu stjórnarmenn liðsins á fundi og veltu því fyrir sér hvort þeir ættu að þora að hringja í Gauja Þórðar! Að lokum var þó ákveðið að láta slag standa og hringja í kappann...það yrði þó aldrei verra en hann færi að hlæja og skellti síðan á okkur.
Framhaldið þekkja flestir enda hafa fjölmiðlar fylgst vel með liðinu eftir ráðninguna á þekktasta þjálfara Íslands fyrr og síðar. Það sem hefur gerst síðustu sjö mánuði hefur verið ævintýri líkast.
Knattspyrna | 13.05.2011
Að þessu sinni er það ísfirðingurinn góðkunni Gylfi Ólafsson sem leggur hönd á penna í pistli, en Gylfi hefur þá sérstöðu að geta horft á þróun knattspyrnunnar á vestfjörðum utanfrá, ekki aðeins vegna þess að hann er búsettur í Svíþjóð, heldur einnig vegna þess hve gríðarlega góðan leikskilning hann hefur á leiknum.
Nánar
Knattspyrna | 10.05.2011
BÍ/Bolungarvík vann góðan sigur á seigu liði KFG í
Valitorbikarnum í gærkvöldi, 1-3 og er komið í 32-liða úrslit. Leikið var á gervigrasinu á
Stjörnuvelli, en lið KFG leikur í 3. deild. Þess má geta að
bolvíkingurinn Karvel Pálmason lék í hjarta varnarinnar hjá KFG, en ekki
einu sinni hann náði að koma í veg fyrir sigur Djúpmanna.
Sjáið mörkin úr leiknum ásamt viðtali við Guðjón Þórðarson hér að neðan.
Nánar
Knattspyrna | 08.05.2011
Síðasta æfing liðsins í borginni fór fram í kvöld en á morgun er leikur í Valitor bikarnum gegn KFG á Stjörnuvelli. Í fyrsta skiptið náðum við að hafa 20 leikmenn á æfingu og það hefur ekki gerst í vetur eða frá því að liðið hóf æfingar í október. Það eru fæstir sem gera sér grein fyrir því að við vorum eina liðið í okkar riðli í Lengjubikarnum sem notaði ekki 25 leikmenn í þeirri keppni.
Nánar
Knattspyrna | 07.05.2011
Viðtal tekið af fotbolta.net
,,Ég lít á þetta sem viðurkenningu á okkar störfum að okkur sé ekki
spáð neðar. Ég held að það hljóti að vera hól fyrir nýliða að vera spáð
öruggu sæti,“ segir Guðjón Þórðarson þjálfari BÍ/Bolungarvík um spá
fyrirliða og þjálfara í fyrstu deildinni en liðinu er spáð áttunda
sætinu í sumar.
Nánar
Knattspyrna | 06.05.2011
Bolvíkingurinn Bjarni Pétur Jónsson er í fjölmiðlafræðinámi á Akureyri. Bjarni er bæði góður penni og fótboltamaður og mun í pistli sínum fræða oss almúgann um undirstöðuatriði í knattspyrnu og jafnframt eitt elsta bragðið í boltanum, hvar Sir Stanley Matthews, Ronaldinho og Andri Rúnar Bjarnason koma við sögu: Að rekja knöttinn. Við gefum Bjarna orðið.
Nánar
Yngri flokkar BÍ88 hafa fengið nýjan styrktaraðila. Skrifað var undir samstarfssamning 14.apríl sl. milli steinsmiðjunar Sólsteina og unglingaráðs BÍ88. Þar með verða Sólsteinar aðalstyrktaraðili yngri flokka félagsins næstu ár. Merki Sólsteina verður hér eftir framan á öllum keppnisbúningum yngri flokka BÍ/Bolungarvík. Svavar Þór Guðmundsson formaður BÍ88 og Brjánn Guðjónsson framkvæmdastjóri Sólsteina skrifuðu undir og staðfestu samningin á aðalfundi BÍ88 sem fram fór 14.apríl sl. Forsvarsmenn BÍ/Bolungarvík sjá nú fram á að yngri flokkar og meistaraflokkur félagsins, muni klæðast eins keppnisbúningum.
Knattspyrna | 04.05.2011
BÍ/Bolungarvík náði aðeins 1-1 jafntefli gegn Njarðvík í gærkvöldi, í fyrsta grasleiknum sínum á þessu ári. Njarðvík komst yfir á 45. mínútu með laglegu marki, en Óttar Kristinn Bjarnason jafnaði metin á 65. mínútu eftir laglega sókn.
Knattspyrna | 03.05.2011
BÍ/Bolungarvík óskar eftir að fá húsgögn gefins eða fyrir lítinn pening. Ísskápa, örbylgjuofna, sófa og margt fleira....þeir sem geta lagt okkur lið eru beðnir um að hafa samband við Nonna í síma 862-4443.
Nánar
Líkt og glöggir lesendur síðunnar hafa séð, er ætlunin að vera með reglulega pistla á vefnum í sumar. Söngfuglinn Birgir Olgeirsson reið á vaðið með lofgjörð um Gunnar Má Elíasson, fyrirliða BÍ/Bolungarvíkur. Að þessu sinni er komið að fjölmiðlastjörnu okkar vestfirðinga, Guðmundi Gunnarssyni.