Körfubolti | 08.03.2011
Palli er tilbúinn, en þú !
Hið árlega grímuball KFÍ og Ísfólksins verður haldið n.k. laugardag 12. mars í Krúsinni. Hinn stórkostlegi Páll Óskar Hjálmtýsson mun þeyta skífum og syngja fyrir gesti. Þetta er í 14 sinn sem ballið er haldið og fer ágóðinn í að styrkja KFÍ. Þessi viðburður hefur fengið mikla athygli enda mikið í lagt af gestum til að koma í alls kyns búningum og er óhætt að segja að ímyndunaraflið eflist ár frá ári og er alltaf jafn ótrúlegt hvað fólk leggur á sig til að skemmta sér og öðrum
Vinningar eru ekki af lakari taginu og eru fyrirtækin alltaf jafn yndisleg þegar kemur að því að standa við bakið á okkur og eru frábærir vinningar í boði. Gefin eru verðlaun fyrir 1-4 sæti og fyrir frumlegasta búninginn. Nú er bara að láta hugann reika fyrir þá sem eiga eftir að finna sér búning. Það er ekki á hverjum degi sem þú getur verið annar en þú ert !
Dansleikurinn hefst kl. 23 og stendur til 03.00.
Tilkynning frá Palla og Ísfólkinu. Palli byrjar alltaf á slaginu 23.00 !!! Og við veitum verðlaunin fyrir búningana kl. 01.00. Þannig að ef þið viljið skemmta ykkur í botn og eiga séns á að vinna til verðauna, þá mætir þú snemma.
Og hlakkar okkur til að sjá ykkur öll.
Við viljum koma þökkum til eftirtaldra fyrirtækja.
Snyrtistofa Sóleyjar, Jón og Gunna, Hamraborg, J.O.V föt, Konur og Menn, Bókahornið, Ametyst, Netheimar, Gamla Bakaríið, Hafnarbúðin, Samkaup, Birkir Ehf, Gullauga, Hótel Ísafjörður, Efnalugin Albert, Dekurhús Dagnýjar, Thai Koon, Bakarinn, Studio Dan, Snerpa, Þristur/Ormsson, Monro, Húsasmiðjan, Krúsin, Landflutningar Samskip,
Nánar
Körfubolti | 06.03.2011
Craig fyrirliði leiddi okkur til sigurs í kvöld
KFÍ lagði Njarðvíkinga af velli nú fyrr í kvöld 102-97. Leikurinn var hnífjafn í byrjun og skiptust liðin á að leiða. Um miðjan annan leikhluta nær KFÍ svo forustunni 40-53 og lét hana aldrei af hendi eftir það. Mestur varð munurinn 13 stig í fjórða leikhluta og náðu Njarðvíkingar aldrei að brúa það bil þrátt fyrir skæðadrífu af þriggjastiga körfum í lokin.
Bestur hjá KFÍ var Richard McNutt sem setti 21 stig á einungis 19 mínútum í tvímælalaust sínum besta leik í KFÍ búning. Annars mættu strákarnir til leiks eftir að vera straujaðir í Keflavík. Þeir sýndu að þegar þeir spila sem lið eiga þeir verðskuldað að vera í deild þeirra bestu. Það var gaman að sjá alla leikmennina berjast saman og þá var enginn munur á þeim sem voru inn á hverju sinni eða þeirra sem voru á bekknum.
Kærar þakkir fyrir frábært kvöld strákar.
Tölfræði leiksins
Nánar
Körfubolti | 03.03.2011
Ari er á leið suður !!
Meistaraflokkur karla hjá KFÍ er á leið suður til að spila gegn Keflavík og er leikurinn á föstudagskvöldið kl. 19.15. Hann átti að vera í fimmtudag en vegna slæms veður í borginni var ekki fært vestur.
Til þess að af leik yrði örugglega og vegna skyldna við leiki sem eru á laugardag hér fóru menn í að keyra suður.
Á laugardag er mfl. kvenna að spila gegn Val og hefst leikurinn kl. 12.00 á Jakanum.
Næst eru strákarnir í UMFB að spila gegn Patrek og hefst sá leikur í Bolungarvík kl. 15.00 og síðast en ekki síst eru strákarnir í drengjaflokk að spila gegn Haukum og er sá leikur á Jakanum kl. 17.00.
Þess má svo geta að lokum að rúmlega 40 manna/kvenna hópur af galvöskum minnibolta iðkendum og foreldrum er að fara á hið frábæra
Nettómót sem Keflavík og Njarðvík halda saman og er tilhlökkunin alveg að bera fólk orfuliði.
Það er því nóg að gerast á stóru heimili KFÍ þessa dagana
Nánar
Körfubolti | 27.02.2011
Eins og kemur fram í eldri fréttum fór drengjaflokkur suður til Reykjavíkur að spila 2 leiki gegn Sindra frá Hornafirði. Fóru leikar þannig að KFÍ vann báða leikina, þann fyrri 80-68 og þann síðari 64-58. Stigaskor og umfjöllun hér í meira:
Nánar
Körfubolti | 27.02.2011
Strákarnir eru á leið heim
Strákarnir úr drengjaflokk kepptu í morgun gegn Sindra öðru sinni og tóku þeir leikinn aftur. Lokatölur 66-58. Frekari umfjöllun kemur þegar strákarnir koma vestur, en það var þó samdóma álit þeirra að Jói Friðriks hefði verið "nagli" leiksins og spilaði hann mjög vel.
Við viljum þakka KR kærlega fyrir alla þeirra hjálp. Án þeirra hefði þessi helgi ekki orðið að veruleika. Baldur, Hrafn, Finnur og co. TAKK
Áfram KFÍ
Nánar
Körfubolti | 26.02.2011
Guðni er hér í neðri röð nr. 29
KFÍ vill senda Guðna Ólafur Guðnasyni hjartans hamingjuóskir, en hann heldur upp á 75 ára afmæli sitt núna. Guðni er faðir Guðna Ólafur Guðnasonar okkar og afi Guðna Páls Guðnasonar.
Guðni "heldri" spilaði í langan tíma með ÍS og KR á átti farsælan feril þar. Hann spilaði meðal annars í fyrsta landsliði Íslands sem spilaði fyrir 52 árum síðan. Við vonum að þessi dagur verði góður, hann byrjaði ekki illa þar sem afabarnið átti sinn þátt í sigri í dag gegn Sindra í KR höllinni :)
Innilega til hamingju.
Nánar
Körfubolti | 26.02.2011
Strákarnir voru grimmir
Strákarnir í drengjaflokk voru rétt í þessu að leggja Sindra frá Hornafirði. Lokatölur 80-68. Leikruinn var spilaður í DHL-höllinni hjá KR, en þes má geta að KR er búið að liðsinna okkur frábærlega og viljum við skila bestu kvejum til þeirra Finns Jónssonar, Hrafns Kristjánssonar og Baldur Inga Jónassonar sem hafa verið okkur afar liðlegir ásamt öllum starfsmönnum hallarinnar.
Strákarnir spila síðan aftur við Sindra í fyrramálið kl. 10.00 í DHL-höllinni áður en lagt er af stað vestur. Í lið KFí vantar leikmenn og sérstaklega var sárt að hafa ekki Sævar Vignisson sem meiddist illa í leik meistarflokks gegn Fjölni þar sem hann fékk slæma byltu og uppskar vægan heilahristing og svakalegt glóðurauga. Viljum við skila bestu batakveðjum til hans úr borg óttans.
Meira um leikina á morgun frá fararstjóranum Guðna Ó. Guðnasonar.
Nánar
Körfubolti | 26.02.2011
Nýr leikdagur verður auglú
Leikurinn sem fara átti fram í dag í 1. deild kvenna er frestað og verður nýr leiktími auglýstur hér um leið og fréttir berast um það.
Nánar
Körfubolti | 24.02.2011
Richard Mcnutt í skoti.
Jón Sverrisson er einn af þessum ungu og efnilegu úr Grafarvoginum.
Fjölnisliðið var samhent í kvöld og það er til fyrirmyndar...
Strákarnir hans Ara G!
Það er alveg á hreinu að flestir strákanna í KFÍ mættu til leiks í kvöld á meðan drengirnir hans Örvars voru tilbúnir í verkefnið og krass, búmm, bang.. við töpuðum illa, lokatölur 94-101. Það er sagt að maður eigi ekki að skrifa, eða taka ákvarðanir reiður og fréttaritari ætlar að notfæra sér þessa speki og koma með frekari fréttir á morgun. Skástir í kvöld voru Carl, Darko, Pance og Ari og Nebo.
Fjölnisstrákarnir voru allir til sóma og Ægir Þór fór fyrir þeim í kvöld, en allir voru þeir ákveðnir að taka þetta frá því að þeir fóru í í sokkana. Nýji kanninn þeirra er nokkuð fínn og sækir vel að körfunni. Hann á eftir að koma vel inn hjá þeim.
Mjög góðir dómarar í kvöld voru þeir Jón Guðmundsson og Sigmundur Már Herbertsson.
Nánar
Körfubolti | 22.02.2011
Gaui og Kristján Jóakimsson kátir!
Fyrir síðasta heimaleik greip KFÍ tækifærið og óskaði HG til hamingju með 70 ára afmæli fyrirtækisins. HG hefur einmitt verið einn ötulasti styrktaraðili félagsins frá upphafi. Guðjón M. Þorsteinsson afhenti mynd og afmæliskveðju frá KFÍ, sem Kristján Jóakimsson veitti móttöku fyrir hönd HG. Takk fyrir okkur og til hamingju með afmælið HG!
Nánar