Fréttir - Körfubolti

Flottur endir á góðum vetri hjá 9.flokki stúlkna.

Körfubolti | 27.03.2011
KFÍ 9. flokkur stúkna 2010-2011
KFÍ 9. flokkur stúkna 2010-2011
1 af 9
Stelpurnar í 9.flokki stúlkna sýndu það og sönnuðu um helgina að þær ætla sér stóra hluti í körfuboltanum eftir að hafa unnið sig upp í A-riðil. Þar með eru þær komnar í hóp fimm bestu liðanna í þeirra árgangi á landinu.

Stelpurnar tóku á móti Tindastól og Haukum á Torfnesi bæði laugardag og sunnudag í 9. flokk B-rilðli fjölliðamóts Íslandsmóts KKÍ. Nánar

Íslandsmót 9. flokks stúlkna á Torfnesi

Körfubolti | 25.03.2011
Koma svo stelpur :)
Koma svo stelpur :)
Á morgun laugardaginn 26. mars spila stelpurnar í 9. flokk í B riðli. Hefjast leikar kl 17.00 á Jakanum og hér er dagskráin

Allir að koma og kvetja
Kveðja KFÍ Nánar

Orðnir heims(ó)frægir

Körfubolti | 23.03.2011
Ekki til eftirbreytni
Ekki til eftirbreytni
Það er óhætt að segja og skrifa að þegar eitthvað fer á netið verður það aldrei tekið aftur. Og eftir að Haukar létu frá sér myndband af látum í leik okkar gegn þeim pikkaði ESPN sportrásin myndbandið og túlkar það á sinn einstaka hátt. Þetta var ekki með okkar samþykki að myndbandið fór af stað og nú erum við orðnir heimsfrægir og það fyrir kjánlega tilburði sem á ekkert skylt með körfubolta. Sjá hér http://espn.go.com/sportsnation/post/_/id/6248113/ Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 (uppfært)

Körfubolti | 22.03.2011
Tony kemur heim í sumar
Tony kemur heim í sumar
Nú fer að styttast í að við tökum við skráningum í körfuboltabúðirnar 2011. Það er hér til vinstri á síðunni tengill sem við uppfærum reglulega. Þar koma fram helstu upplýsingar um búðirnar. Og komum við hér aftur með smá upprifjun.

Það er okkur mikið ánægjuefni að geta tilkynnt það núna að Hrafn Kristjánsson þjálfari meistaraflokka KR og nýkrýndur bikarmeistari KKÍ verður yfirþjálfari körfuboltabúðanna í sumar.  Með honum munu starfa einvalalið þjálfara og fyrstan ber að nefna Finn Stefánsson, sem hefur borið þjálfun yngri flokka KR á herðunum undanfarið.  Þar er á ferðinni mjög athyglisverður þjálfari sem getur svo sannarlega kennt leikmönnum eitt og annað í fræðunum.  

Vinur okkar hann Eggert Maríuson hefur einnig boðað komu sína enda teljum við þá feðga fastagesti búðanna.  Eggert hefur langa reynslu af þjálfun yngri flokka og meistaraflokks kvenna.  Hann hefur leikið stórt hlutverk í æfingabúðum okkar síðustu tvö ár og frábært að hann sé klár í slaginn eina ferðina enn. Nánar

Markmiðum helgarinnar náð hjá stúlknaflokki

Körfubolti | 21.03.2011 Stelpurnar í stúlknaflokki lögðu land undir fót og skelltu sér til Akranes um helgina. Þar tóku þær þátt í síðasta fjölliðamóti vetrarins þetta árið. Markmið var að koma sér upp um riðill og hafðist það þrátt fyrir þó nokkuð strögl á sunnudeginum. Nánar

9. flokkur drengja í fjölliðamóti

Körfubolti | 20.03.2011
9. flokkur drengja
9. flokkur drengja
9. flokkur átti góða ferð suður um helgina,  unnu einn leik og töðuðu 2.  Nánar hér í meira: Nánar

Stelpurnar í stúlknaflokk KFÍ unnu báða leikina í dag

Körfubolti | 19.03.2011
Lilja og félagar að standa sig
Lilja og félagar að standa sig
Srtelpurnar í stúlknaflokk KFÍ sigruðu ÍA og Tindastól í dag. Leikurinn gegn ÍA fór 62-29 fyrir okkur og svo lögðum við Tindastól 51-29. Við setjum frekari fréttir þegar þær berast. Flott stelpur !

1,2,3 KFÍ  Nánar

Tilkynning frá KFÍ

Körfubolti | 19.03.2011 Stjórn KFÍ vill koma því á framfæri að við hörmum þá atburðarrás sem komin er í fjölmiðla vegna slagsmála tveggja leikmanna í leik KFÍ-Haukar. Það er ekki með okkar samþykki sem þetta var birt og var leikmaður okkar og stjórn KFÍ tilbúin að taka þeirri refsingu sem leikmanni okkar bar að fá vegna atviksins. Við tökum þeirri refsingu án mótmæla, og eins og áður hefur komið fram harmar viðkomandi leikmaður okkar atburðinn. Meira höfum við ekki um málið að segja og munum ekki tjá okkur frekar um þetta mál.

Við viljum þó að skýrt sé að þetta er ekki körfuboltanum til framdráttar og öll umfjöllun um málið hefur verið stórlega ýkt. Við vonum að hægt sé að ljúka þessari leiðinda umræðu og einbeita sér að stórglæsilegri úrslitakeppni karla og kvenna sem nú er í gangi.

Virðingafyllst
Stjórn KFÍ Nánar

Minni bolti stúlkna var til fyrirmyndar á Nettómótinu

Körfubolti | 17.03.2011
"birnurnar" okkar ásamt Lindsay þjálfara
Það er óhætt að segja að stúlkurnar okkar í minnibolta KFÍ hafi komið á með látum á Nettómótið í Keflavík. Níu valkyrjur mættu til leiks ásamt hinni frábæru Lindsay þjálfara og stóðu þær sig frábærlega innan sem utan vallar. Það var gaman að sjá baráttu þeirra og er virkilega ánægjulegt að sjá hvað þær hafa náð miklum framförum á stuttum tíma.

Það er mikil gróska hjá félaginu í dag og er mikil aukning í yngstu flokkum. Það er pottþétt að þessar stúlkur munu bara gefa í og mæta sterkar til leik á Patreksfjörð á eins konar Vestfjarðamót (mini) sem er í bígerð. Haldið áfram á þessari braut stúlkur.

1,2,3 KFÍ  Nánar

Craig skrifar undir nýjan samning við KFÍ

Körfubolti | 16.03.2011
Craig er hér ásamt formanni KFÍ Sævari Óskarsyni og Guðna Ólafi Guðnasyni gjaldkera
Craig er hér ásamt formanni KFÍ Sævari Óskarsyni og Guðna Ólafi Guðnasyni gjaldkera
Hinn magnaði leikstjórnandi og fyrirliði KFÍ skrifaði undir nýjan samning við KFÍ núna í morgun. Það þarf ekki að taka fram að allir innan KFÍ eru gríðarlega ánægðir með að fá Craig aftur til okkar, en það verður hans fjórði vetur með félaginu. Það er strax farið að skipuleggja næsta tímabil og von er á fleiri fréttum á allra næstu dögum. Craig vill koma fram þökkum til allra stuðningsmanna KFÍ og hlakkar til að sýna sig og sjá aðra sem allra fyrst.

Áfram KFÍ Nánar