Körfubolti | 02.05.2011
Ekki velkomnir?
Enn einn ísbjörninn hefur verið felldur. Það fer að verða fullreynt með komur ísbjarna til landsins. Sumir stuðningsmanna KFÍ eru farnir að kalla eftir aðgerðum, þeim leiðist að sjá hræ blóðidrifins lukkudýrs félagsins í kvöldfréttunum. Segja þeir að annað hvort verði skapaðar viðunnandi aðstæður svo taka megi við þessum dýrum á mannúðlegan hátt, ellegar blasi við að félagið skipti um lukkudýr. Er svo komið að einhverjir þessara stuðningsmanna hafa tekið undir hugmyndir Besta flokksins í Reykjavík og urðu sumir jafnvel klökkir þegar þeir heyrðu af
söfnunarátaki þeirra.
Ekki eru svo mörg ár liðin síðan KFÍ mótmælti opinberlega ísbjarnardrapi, en mönnum brá ekki eins við þegar vigið var t.d. í hlíðum
Tindastóls, en spyrja sig nú hvort bangsi sé hvergi óhulltur lengur? Þetta síðasta ísbjarnarvíg er sem sagt litið jafnvel enn alvarlegri augum en þau hin fyrri, einkum sökum þess að nú var dýrið fellt nánast í bakgarði félagsins!
Rétt er þó að taka það fram að þetta ísbjarnarvíg
setur ekki áætlanir KFÍ um körfuboltabúðir 2011 í uppnám og viljum við fullvissa þá fjölmörgu sem hingað ætla að leggja leið sína í byrjun júni um að allt verður þá með felldu. Það er þó alveg ljóst að ekki verður pantaður hingað leikari til þess að fara í lukkudýrsbúninginn á þessari hátið barnanna, það þykir bara ekki óhætt.
Kannski er eðlilegt að félagið geri heimskautarefinn að nýju lukkudýri? Hann er að minnsta kosti friðaðir í griðlandi sínu hér í nágrenninu.
Nánar
Körfubolti | 27.04.2011
Daði Rafn og Elmar Breki minnibolti yngri. Mynd. Ingvi Stígsson / ingvi.stigsson.is
Pétur og Kjartan minnibolti eldri. Mynd. Ingvi Stígsson
Hekla og Sonia minnibolti eldri stúlkur. Mynd. Ingvi Stígsson
Hlynur, Helgi og Sverri Úlfur 13-15 ára. Mynd. Ingvi Stígsson
Málfríður og Linda mfl. kv. Mynd. Ingvi Stígsson
Siggi og Þórir mfl. ka. Mynd. Ingvi Stígsson
það var fjöldi fólks sem kom og sáu vel heppnaðan minningarleik um Þóreyju Guðmundsdóttur. Þar voru yngri iðkendur gegn eldri sem öttu kappi og var sérstaklega gaman að sjá nýja stúlkuna stíga sín fyrstu skref (Þórir Guðmundsson) og komst vel frá leiknum sem endaði 201-201 og hafa aðrar eins tölur vart sé dagsins ljós, en það skal þó tekið fram að gefin voru aukastig fyrir fegurð og skemmtilega takta :)
Að leik loknum hófst páskaeggjamót Nóa Siríusar KFÍ og voru þátttakendur um 80. Það var hart barist í öllum flokkum og virkiæega gaman að sjá hve vel er mætt á þennan skemmtilega viðburð. Allir sigurvegarar mótsins fengu vegleg pæaskaegg frá Nóa-Sírius og yngstu "púkarnir" fengu einnig glaðning að loknu móti.
Úrslit mótsins voru sem hér er skrifað:
Sigurður Þórsteinsson og Þórir Guðmundsson sigruðu mfl. flokkinn.
Haukur Hreinsson, Helgi Snær Bergsteinsson sigruðu 13-15 ára drengir
Eva Kristjánsdóttir, Linda Kristjánsdóttir og Málfríður sigruðu í kvennaflokki
Pétur Tryggvi Pétursson og Kjartan Helgason minnibolti drengja
Sonia Mazur og Hekla Hallgrímsdóttir sigruðu í minnibolta stúlkna
Elmar Breki Baldursson og Daði Rafn Ómarsson sigruðu í minnibolta yngri Guðni Ólafur Guðnason og Þorsteinn Þráinsson sáu um allt utanumhald og er þeim hér með þökkuð gott og óeigingjarnt starf !
Sjáumst að ári.
Áfram KFÍ
Nánar
Körfubolti | 26.04.2011
Sævar formaður ásamt stjórnarmönnunum Guðna Ó. Guðnasyni og Ingólfi Þorleifssyni handsala hér samninginn með Pétri Má. Sigurðssyni.
Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar og Pétur Már Sigurðsson hafa gert með sér 2 ára samning um þjálfun hjá KFÍ. Verður hann yfirþjálfari félagsins þar sem hann er ábyrgur fyrir daglegum rekstri og mun þjálfa meistaraflokka karla og kvenna og yngri flokka. Pétur er af mörgum talinn einn af allra efnilegustu ungu þjálfurum á Íslandi . Hann er lærður íþróttakennari og er að klára íþróttafræðinginn frá Háskóla Íslands.
Pétur hefur spilað með Val, Skallagrím, Laugdælum, Þór Akureyri og að sjálfsögðu KFÍ. Leikmannaferill Péturs hefst ´94 og er hann enn að og hefur hann spilað um 300 leiki í meistaraflokk. Hann spilaði samtals sex tímabil hjá okkur hér fyrir vestan og er öllum hnútum kunnugur. Þess má til gamans geta að stigamet hans í einum leik var 37 í leik KFÍ gegn KR í febrúar 2005.
Pétur hefur með góðum árangri þjálfað lið Laugdæla undanfarin ár og hefur verið gerður góður rómur af hans vinnu. Það er mikil tilhlökkun hér fyrir vestan að fá Pétur til starfa fyrir félagið og er enginn vafi í okkar huga að samstarfið mun verða farsælt. Við ætlumst mikils að drengnum, og hann af okkur og þannig á það að vera.
Pétur Már kemur hingað og tekur þátt í Körfuboltabúðum KFÍ 5-12. júní og mun eftir það setja upp sumaráætlun með styrktarþjálfara félagsins Jóni Oddsyni.
Við bjóðum Pétur Már velkominn aftur til KFÍ.
Nánar
Körfubolti | 16.04.2011
Þarna er Gaui annar frá hægri í aftari röð með unglingalandsliðinu 1977.
Þetta viðtal fengum við að setja hér inn með góðu leyfi karfan.is
Vatnaskil verða nú í körfuboltanum á Ísafirði þar sem Guðjón Þorsteinsson hefur ákveðið að segja skilið við stjórnarstörf KFÍ en hann hefur um árabil verið helsti prímusmótor þeirra Ísfirðinga í körfunni. Guðjón sem hefur verið viðriðinn körfuna sem leikmaður, þjálfari og stjórnarmaður síðustu þrjá áratugi hjá UMFB og KFÍ. Hann sat einnig í stjórnum Íþróttabandalags Ísfirðinga og Héraðssambands Vestfirðinga og var starfandi formaður þess um tíma. Guðjón vendir nú kvæði sínu í kross við almenn félagsstörf fyrir vestan til þess að geta einbeitt sér að verkefnum sínum sem stjórnarmaður hjá Körfuknattleikssambandi Íslands.
Guðjón mun þó áfram þjálfa allra yngstu iðkendur á Ísafirði.
Guðjón hefur verið búsettur á Ísafirði síðan árið 1980 en hann lék m.a. með KFÍ, UMFB, KR og Njarðvík á sínum tíma og hefur marga fjöruna sopið í íslenska boltanum. Hann hefur gefið sjálfum sér viðurnefnið ,,þingrotta“ og jafnan liðtækur og fyrirferðamikill á sambandsþingum KKÍ. Að eigin sögn sagðist Guðjón síðast hafa misst af KKÍ þingi þegar Ómar hafði hár eins og hann komst að orði. En grínlaust sagðist hann taka þingstörfum alvarlega og finnst alltaf jafn gaman að mæta þar til skrafs og ráðagerða með félögum sínum innan hreyfingarinnar.....
Nánar
Körfubolti | 09.04.2011
Sævar Óskarsson var kosinn formaður með dynjandi lófataki
Það var góð mæting á aðalfund KFÍ þar sem samankomnir voru t.d. þrír fyrrverandi formenn félagsins auk formanns HSV og sá sem hélt utan um fundinn og sá til þess að honum væri rétt stjórnað var rétt var fyrrverandi gjaldkeri félagsins, fyrrum forseti JC á Íslandi og dyggur stuðningsmaður KFÍ Gísli Elís Úlfarsson.
Nánar
Körfubolti | 02.04.2011
Úr leik gegn Snæfell/Borgarnes í vetur
Strákarnir í drengjaflokk KFÍ eru að keppa í úrslitakeppni í fyrsta sinn og fylgja eftir góðum árangri stelpnanna okkar. KFÍ náði þeim frábæra árangri að sigra 9 af 16 leikjum sínum í vetur og enduðu í 4 sæti af 8 liðum með sama stigafjölda og Snæfell/Borgarnes, en KFÍ strákarnir sigraðu báða leikina gegn þeim og komast því í úrslitakeppnina.
Andstæðingar okkar verða strákarnir frá Njarðvík sem eru þeir sterkustu í dag, og eru taplausir í vetur. Leikurinn fer fram í Njarðvík á morgun kl. 12.30 og ætla KFÍ strákarnir að gefa allt sitt í verkefnið.
Til hamingju með þetta strákar.
Áfram KFÍ
Nánar
Körfubolti | 30.03.2011
Aðalfundur KFÍ verður haldinn miðvikudaginn 6. apríl kl. 18.00
Fundarstaður: Íþróttahúsið Torfnesi, efri hæð.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn KFÍ
Athugið breyttan fundartími, áður auglýstur tími breytist úr 20.00 til 18.00.
Nánar
Körfubolti | 30.03.2011
Talsvert af fyrirspurnum um skráningar hafa borist undanfarna daga. Það er því ánægjulegt að geta greint frá því að skráning í æfingabúðirnar hefst frá og með deginum í dag. Verð er óbreytt frá því í fyrra og er það ekki síðra ánægjuefni.
Körfuboltabúðirnar sem hafa frá upphafi verið í náinni samvinnu við framkvæmdastjórn KKÍ, standa yfir í sjö daga. Þær hefjast sunnudaginn 5. júní og lýkur að kvöldi laugardagsins 11. júní með lokahófi og verðlaunaafhendingu.
Nánar
Körfubolti | 29.03.2011
Eva Margrét Kristjánsdóttir
Búið er að velja U15 ára landslið drengja og stúlkna, en Snorri Örn Arnaldsson og Tómas Holton þjálfarar, hafa valið 12 leikmenn sem munu taka þátt í sterku móti í Kaupmannahöfn í sumar.
Ísland hefur tekið þátt undanfarin ár og sigruðu meðal annars mótið fyrir tveimur árum í flokki drengja en mótið mun vera fyrir drengi og stúlkur í fyrsta sinn í ár. Síðasta ár léku stelpurnar nokkrar leiki við jafnöldrur sínar í danska liðinu.
U15 er fyrsta stig í landsliðsstarfi KKÍ og undanfari U16 liðanna sem taka þátt í Norðurlandamótinu ár hvert.
Nánar
Körfubolti | 29.03.2011
Jakob Einar afhendir Gaua styrkinn
Nú í dag, ákváðu
Vinnuvélar Einars að styrkja KFÍ tv um tækjabúnað til geymslu á upptökum KFÍ tv. Þetta er eitthvað sem KFÍ tv hefur vantað um langan tíma og er Gaui Þorsteins mjög ánægður með að vera kominn með þennan tækjabúnað í hús. Þetta mun koma sér að góðum notum í sumar fyrir
Æfingarbúðir KFÍ og svo komandi tímabili.
Áfram KFÍ
Nánar