Fréttir - Körfubolti

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Dagur 6

Körfubolti | 10.06.2011
NBA stofan
NBA stofan
1 af 7

Þá fara búðirnar að styttast í annan endann og næst síðasti dagurinn upp runninn að þessu sinni. Æfingar skv. dagskrá.  Geoff fór yfir sóknarkerfi og post-hreyfingar með elsta hópnum (hópur 4). Hópur 3 fékk góðar æfingar og leiðbeiningar hjá Nebosja í boltameðferð. Tony var með hóp 2 og fór yfir fjölbreytt undirstöðuatriði og boltatilfinningu og meðferð. Finnur stýrði æfingu hjá hópi 1 og þar voru viðeigandi undirstöðuatriði áfram á dagskrá. 

 

Það er gaman að segja frá því að loksins var fiskur í matinn í hádeginu og fögnuðu krakkarnir mikið.  Lúlu og Dagný reiddu fram dýrindis stektan fisk með soðnum kartöflum, kokteilsósu og hrásalati. Að hádegisverði loknum byrjaði NBA stofan þar sem sigurleikur Dallas yfir Miami var sýndir á breiðtjaldi í setustofu matsalsins. Talsverð stemning ríkti á staðnum. Núna kl. 15:00 í dag mun Jón Oddsson halda fyrirlestur um styrktarþjálfun og fara sérstaklega með sýnikennslu á s.k. plyometrics-æfingum

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Tómas og Ægir í heimsókn

Körfubolti | 10.06.2011
Tómas H. Tómasson og Ægir Þ. Steinarsson
Tómas H. Tómasson og Ægir Þ. Steinarsson
1 af 5

Tómas og Ægir eru á leið suður eftir góða heimsókn í Körfuboltabúðirnar í gær.  Þeir voru gripnir í stutt viðtal á leiðinni inn á flugvöll. 

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Fyrirlestur Geoff Kotila

Körfubolti | 09.06.2011
Horfðu á boltann!
Horfðu á boltann!
1 af 4

Nú var röðin komin að Geoff Kotila, sem í upphafi kynnti fyrir áheyrendum hvernig hans ferill hófst sem þjálfari og lýsti á mjög svo fróðlegan hátt hvernig hann hefði lært m.a. af mistökum sínum og ekki síður lærimeisturum. Geoff á langan og farsælan þjálfaraferil að baki svo hann hafði frá mörgu að segja á þessu sviði. Hann ræddi um helstu reglur sem hann vinnur eftir við þjálfun og lýsti hvernig hann reyndi að byggja upp lið sín.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Dagur 5

Körfubolti | 09.06.2011
Orri Stínuson bregður á leik
Orri Stínuson bregður á leik
1 af 5

Krakkarnir eru farin að venjast æfingunum og skipulaginu í búðunum. Æfingar gengu vel hjá þeim og var fram haldið með vinnu undir stjórn sömu þjálfara og stýrðu hópunum í gær að mestu leyti. Hápunktur dagsins var alveg örugglega hjá flestum þeirra þegar þeir liðsfélagarnir Tómas H. Tómasson og Ægir Þór Steinarsson komu í heimsókn.

Nánar

Körfuboltabúðir 2011 - Viðtal: Tony Garbelotto

Körfubolti | 09.06.2011
Tony Garbelotto
Tony Garbelotto

Tony þekkja Ísfirðingar vel og snéri nú til baka til þess að taka þátt í Körfuboltabúðunum, en hann hefur ekki komið til Ísafjarðar frá því hann var hér þjálfari KFÍ 1998-2000. Við báðum hann um að gefa sér nokkrar mínútur til þess að ræða við KFÍ síðuna og það reyndist auðsótt.

Nánar

Körfuboltabúðir 2011 - Viðtal: Sævar Harðarson

Körfubolti | 09.06.2011

Sævar Harðarson kenndur við Skipavík frá Stykkishólmi er ekki alls ókunnugur körfuboltastarfinu og hann er nú staddur á Ísafirði að fylgja hvorki fleiri né færri en þremur af börnum sínum í Körfuboltabúðir KFÍ (geri aðrir betur!). Hann var auðvitað gripinn í stutt viðtal við fyrsta tækifæri.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Dagur 4

Körfubolti | 08.06.2011

Æfingar gengur fyrir sig með samskonar sniði og hingað til og óþarft að telja það í smáatriðum.  Í dag voru æfingabúðirnar hálfnaðar og eins og fyrirséð var, nokkrir orðnir svolítið þreyttir, sárir og meiddir.  Ekkert þó alvarlegt svo vitað sé og krakkarnir hafa sum hver eignast nýja "bestu vini" í bæði Deep Heat (hitakremi) og Hansaplast plástrum.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Fyrirlestur: Pétur og Tony

Körfubolti | 08.06.2011
Fyrir áhugasama!
Fyrir áhugasama!
1 af 3

Pétur Már þjálfari KFÍ hóf daginn með umfjöllun um uppbyggingu snarpra æfinga á undirbúningstímabili eingöngu með boltaæfingum á samþáttun þeirra við sóknar- og varnarkerfi sem hann innleiðir síðar á undirbúningstímabilinu. Þetta var mjög góð fræðsla og sýnikennslan hjálpleg.  Skiptar skoðanir komu fram hjá fjólþjóðaliðinu og voru þeir lengi fram eftir degi að útkljá þær - en það er orðin dagleg venja hér.

Nánar

Körfuboltabúðir 2011 - Viðtal: Ásmundur Guðmundsson

Körfubolti | 08.06.2011
Ásmundur Guðmundsson
Ásmundur Guðmundsson

Ásmundur Guðmundsson kemur úr Stykkishólmi en hann stundaði körfuknattleik í yngri flokkum Snæfells og lék þar m.a. með Nonna Mæju og félögum. Ásmundur er hingað kominn til þess að fylgja Viktori syni sínum, en hann er bráðefnilegur 9 ára körfuboltapúki sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Fréttaritari KFÍ greip Ásmund glóðvolgan að loknum fyrirlestrum þjálfaranámskeiðsins í dag, en hann ákvað að grípa tækifærið og setjast á skólabekk hjá þessum meisturum sem þar boða fagnaðarerindið.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Fyrirlestur Mörthu Ernstdóttur

Körfubolti | 07.06.2011
Martha Ernstdóttir
Martha Ernstdóttir
1 af 2

Eins og þegar hefur komið ítrekað fram í fréttum okkar af búðunum er álag á iðkendur töluvert.  Bæði líkami og sál þurfa endurnæringu og hvíld.  Það var því mjög við hæfi að fá þau hjónin Mörthu Ernstdóttur og Jón Oddson í heimsókn til krakkanna í búðirnar í dag. 

Nánar