Fréttir - Körfubolti

Nýtt Unglingaráð byrjar af krafti

Körfubolti | 01.09.2011
Kristín Örnólfsdóttir formaður unglingaráðs
Kristín Örnólfsdóttir formaður unglingaráðs

Nýtt Unglingaráð KFÍ fyrir starfsárið 2011-2012  hefur tekið til starfa og hélt það fyrsta fundinn sinn á mánudaginn var. Kristín Örnólfsdóttir var kjörin formaður ráðsins en Birna Lárusdóttir ritari. Ráðið er skipað öflugu fólki sem allt á það sameiginlegt að vilja vinna vel að uppbyggingu félagsins. Fjölmörg verkefni eru á döfinni en fyrsta verk ráðsins var að samþykkja þjálfara og æfingatöflu yngri flokka en æfingar hefjast einmitt í dag. Eftirtaldir sitja í unglingaráði, ýmist sem aðal- eða varamenn:

  • Elvar Ingason
  • Erna Björk Jónsdóttir
  • Zvezdan Smári Dragojlovic
  • Martha Ernstdóttir
  • Kristín Örnólfsdóttir
  • Júlíus Ólafsson
  • Auður Rafnsdóttir
  • Birna Lárusdóttir
  • Stefanía Ásmundsdóttir

Áhugasömum er bent á að fundargerðir Unglingaráðs eru aðgengilegar á heimasíðunni okkar en þar má einnig finna allar fundargerðir síðasta starfsárs.

Nánar

Yngriflokkastarfið hefst 1. september

Körfubolti | 30.08.2011
Nú byrjar fjörið
Nú byrjar fjörið

Þá er loksins komið að því.  Yngri flokka starfið hefst fimmtudaginn 1. september.  Búið er að stilla upp æfingatöflu.

 

Okkur er það mikið gleðiefni að meginþorri þjálfara okkar eru útskrifaðir íþróttakennarar og er það mikið gleðiefni fyrir félagið sem hefur sett sér þau markmið í langan tíma að hafa sem flesta þjálfara á vegum félagsins menntaða. Yfirþjálfari KFÍ er Pétur Már Sigurðsson og er hann á fullu þessa dagana að setja saman stefnu fyrir þjálfara KFÍ.

 

Nóg er á dagskrá hjá flokkum okkar og er keppnisdagatal KKÍ að taka á sig mynd og mun verða birt hér fljótlega. Unnið er að því að senda tölvupóst á alla foreldra til að koma á tengslum við forráðamenn og hvetjum við alla til að senda spurningar til baka um hvað sem ykkur dettur í hug sem varðar starfsemi og annað tengt félaginu.

 

Áfram KFÍ 

Nánar

Fundargerðir stjórnar aðgengilegar á netinu

Körfubolti | 30.08.2011

Öllum þeim sem láta sig málefni KFÍ varða er bent á að nú eru fundargerðir stjórnar komnar á vef KFÍ og eru öllum aðgengilegar.   Með þessu vill félagið koma til móts við þá sem vilja fylgjast með því sem er til umfjöllunar hverju sinni.

 

Það skal þó áréttað að í fundargerðir verða ekki skráð persónuleg málefni einstaklinga eða önnur þau mál sem verða að lúta trúnaði vegna hagsmuna KFÍ þar til þau hafa fengið endanlega niðurstöðu. Er það von stjórnar að þessi nýbreytni mælist vel fyrir hjá stuðningsmönnum og velunnurum KFÍ.

 

Fundargerðirnar má finna hér efst til vinstri á síðunni undir

Um KFÍ-> Málefni stjórnar -> Fundargerðir 2011-12

Nánar

Edin Suljic kemur þrátt fyrir allt

Körfubolti | 29.08.2011
Edin í action.  Mynd:  Halldór Sveinbjörnsson
Edin í action. Mynd: Halldór Sveinbjörnsson

Stjórn KFÍ ákvað á fundi sínum síðasta föstudag að halda sig við fyrri ákvörðun um að Edin “einhenti” Suljic komi og spili með KFÍ í vetur.  

 

Eins og áður hefur komið fram handleggsbrotnaði Edin seinni part sumars og var því útlit fyrir að hann léki ekki með liðinu á nýjan leik eins og fyrirhugað var. Hann virðist hinsvegar ætla að ná sér fyrr en reiknað var með og er hann ákafur í að koma aftur vestur. 

 

Reiknað er með að hann komi til Ísafjarðar í byrjun október til æfinga og endurhæfingar og verði orðinn leikfær í nóvember.

Nánar

Hafdís Gunnarsdóttir komin á samning

Körfubolti | 25.08.2011
Pétur ánægður með að Hafdís sé klár í slaginn
Pétur ánægður með að Hafdís sé klár í slaginn

Einn af okkar reyndustu leikmönnum Hafdís Gunnarsdóttir skrifaði undir samning nú á dögunum.  Okkar unga kvennalið með góðri blöndu af reyndari leikmönnum er nú á fullu að undirbúa sig fyrir veturinn.

 

Það er mikið ánægjuefni að Hafdís sé klár í slaginn,  Það er mikill styrkur fyrir yngri stúlkurnar að hafa reynsluboltana til halds og trausts.

Nánar

Anna Fía kominn heim

Körfubolti | 19.08.2011
Anna Fía ásamt Sævari formanni og Pétri þjálfara meistaraflokkskvenna.
Anna Fía ásamt Sævari formanni og Pétri þjálfara meistaraflokkskvenna.
1 af 2

Anna Soffía Sigurlaugsdóttir hefur skrifað undir samning og mun leika með kvennaliði félagsins í vetur. 

 

Við bjóðum Önnu Fíu hjartanlega velkomna í hópinn aftur en hún lék einmitt með meistaraflokki KFÍ þegar liðið lék í úrvalsdeild á sínum tíma. Síðastliðin ár hefur hún leikið með Stjörnunni í Garðabæ við góðan orðstý.

Nánar

Edin handleggsbrotinn - kemur ekki

Körfubolti | 19.08.2011
Edin handleggsbrotinn.   Mynd:  Halldór Sveinbjörnsson
Edin handleggsbrotinn. Mynd: Halldór Sveinbjörnsson

Þær leiðu fréttir voru að berast af hrakfallabálknum Edin Suljic að hann hefði handleggsbrotnað síðastliðna helgi.  Eins og kom fram á síðunni um daginn var Edin á leiðinni til okkar aftur en af því verður því miður ekki vegna meiðslanna. 

 

Stjórn KFÍ ásamt Pétri þjálfara eru að skoða aðra valkosti í stöðinni og ættu þau mál að skýrast innan mjög skamms

Nánar

Hlynur Hreinsson í KFÍ

Körfubolti | 10.08.2011
Það var
Það var "Clint Eastwood" svipur á köppunum í sólinni í kvöld

Það var breitt bros sem var á andliti Pétur Más þjálfara og Sævars Óskarssonar formanns KFÍ þegar þeir gengu frá samning við Hlyn "speedy Gonzales" Hreinsson í kvöld. Hlynur er kærkomin viðbót í breiðan hóp stráka í unglinga og meistaraflokk KFÍ, og eru mörg ár síðan við höfum getað státað af eins öflugum hóp. 

 

Nú tekur alvaran við. Pétur Már er kominn á fullt í vinnu og yfirgefur aðeins Jakann til að nærast og sofa. Hann er með einstaklingsæfingar og núna eftir helgina fer hópurinn að koma saman af alvöru. Það er mjög spennandi verkefni sem bíður flokka KFÍ í vetur og á það við um stelpurnar og strákana.

 

Báðir meistaraflokkarnir eru byrjaðir að æfa og er tilhlökkunin mikil fyrir átök vetrarins. Það er frétta að vænta úr meistaraflokk kvenna og verður það sett hér á síðuna á næstunni.

 

Hlynur Hreinsson, velkominn í hópinn. Nú er verk að vinna...

 

Áfram KFÍ

Nánar

Edin Suljic kemur heim

Körfubolti | 09.08.2011
Edin er á leið heim. Mynd. Halldór Sveinbjörnsson
Edin er á leið heim. Mynd. Halldór Sveinbjörnsson

Enn bætist í leikmannahóp KFÍ fyrir átök vetrarins. Það eru mikil gleðitíðindi að Edin Sulijc sem spilaði með okkur fyrri part síðasta tímabils hefur ákveðið að snúa heim og taka þátt í slagnum í vetur. Edin er eins og allir vita gríðarlega öflugur leikmaður og áður hann meiddist í fyrra var hann að spila mjög vel og var með um 20 stig og 10 fráköst í leik og það á annarri löppinni. Hann fór í aðgerð og þurfti lengri tíma til að ná sér og þurfti því að fara, en nú er kappinn kominn á fulla ferð og hlakkar mikið til að snúa heim til KFÍ.

 

Edin kemur í stað Darco sem hefur verið hjá KFÍ undanfarin ár og skilaði sínu og gott betur. Hann hefur ákveðið að reyna fyrir sér annars staðar og þökkum við honum kærlega fyrir allt sem hann gerði fyrir félagið. Darco var vinsæll innan sem utan vallar og er mikil eftirsjá af drengnum sem sífellt brosti.

Nánar

Nýr leikmaður til KFÍ

Körfubolti | 05.08.2011
Kristján er hér með Sævar Óskarssyni formanni og Pétri Má þjálfara við undirritunina.
Kristján er hér með Sævar Óskarssyni formanni og Pétri Má þjálfara við undirritunina.

Þær góðu fréttir voru að berast að Kristján Pétur Andrésson hafi skrifað undir samning við okkur í KFÍ. Þetta er frábær viðbót í leikmannahóp okkar og ekki aðeins mun hann styrkja meistaraflokkinn, heldur mun Kristján verða frábær viðbót í unglingaflokk félagsins.

 

Kristján spilaði með Snæfell í fyrra og í sameiginlegu liði Snæfells/Borgarnes í unglingaflokk, þar sem hann var ein aðaldrifjöðurin og var með um 20 stig og 7 fráköst í leik. Hann var núna í vor valinn í U-20 landsliðshópinn hjá Benedikt Guðmundssyni.

 

Nú þegar hafa þeir Siggi Haff of Jón Hrafn ritað undir og núna hefur Kristján gert slíkt hið sama. Greinilegt að koma Péturs Más er að skila sér.

 

Við bjóðum Kristján Pétur kærlega velkominn.

 

Áfram KFÍ

Nánar