Fréttir - Körfubolti

Tvær fyrrum landsliðskonur í meistaraflokk kvenna KFÍ

Körfubolti | 16.09.2011
Sólveig og Svandís eru hér við undirskriftina ásamt formanni KFÍ Sævari Óskarsyni, Pétri þjálfara og hluta af mfl. kvenna
Sólveig og Svandís eru hér við undirskriftina ásamt formanni KFÍ Sævari Óskarsyni, Pétri þjálfara og hluta af mfl. kvenna

Þær Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir og Svandís Anna Sigurðardóttir skrifuðu undir samning við KFÍ og munu spila með meistaraflokk kvenna í vetur. Þetta mun styrkja liðið mjög enda hér á ferðinni tvær mjög leikreyndar stúlkur sem til samans eiga að baki 31 leik með landsliðinu.  

 

Sólveig spilaði hér á árum áður með KFÍ, en hefur einnig spilað með KR, Stjörnunni og Grindavík. Svandís hefur spilað með ÍS, Stjörnunni og KR og eru báðar stúlkurnar boðnar hjartanlega velkomnar í KFÍ.

Nánar

KFÍ TV ætlar sér stóra hluti í vetur

Körfubolti | 15.09.2011
Og við erum í loftinu
Og við erum í loftinu

Nú eru drengirnir í KFÍ TV að gíra sig upp fyrir veturinn og eru búnir að endurnýja búnað sinn. Ennfremur er ljósleiðaratenging að komast á og þá verða gæði útsendingar í hæstu gæðum. Það er mikil tilhlökkun í hópnum sem telur fimm manns og verið er að leggja lokahönd á frágang og er ætlun okkar einnig að gera okkur góða aðstöðu á Jakanum, en aðstaðan er slæm eins og er. En nú stendur til að laga það.

 

Við viljum einnig koma skilaboðum til aðkomuliða og dómara að taka með sér minnislykil. Við tökum þá fyrir leik og setjum leikina inn á fyrir þá.

Nánar

Körfuboltahátíð KFÍ 1. október

Körfubolti | 14.09.2011
Svona byrjar ballið. Mynd Helgi Sigmundsson
Svona byrjar ballið. Mynd Helgi Sigmundsson

Á fundi unglingaráðs s.l. mánudag var ákveðið að setja aftur upp körfuboltahátíð KFÍ, en sú hátíð tókst með eindæmum vel í fyrra og mættu um 250 manns. Þar var margt til gamans gert og voru meðal annars allir úr meistaraflokkum félagsins á staðnum og leikir og annað skemmtilegt á dagskrá. Þar verður 3 stiga keppni, "stinger" og margt fleira.

 

Það verður ekki síðra núna og er nefnd að störfum núna sem ætlar að gera þennan dag fjölskyduvænan og eru allir Vestfirðingar velkomnir. Nánar verður gert grein fyrir dagskránni þegar líður á september, en um að gera að hringa á dagatalið hjá sér strax 1. október kl. 11-13 í íþróttahúsinu á Torfnesi (Jakanum)

Nánar

Níu flokkar á mót í vetur

Körfubolti | 14.09.2011
Stelpurnar verða í eldlínunni í vetur
Stelpurnar verða í eldlínunni í vetur

Á keppnistímabilinu sem senn hefst hjá körfuboltanum hjá KKÍ mun KFÍ senda níu flokka á mót. Þetta eru frábærar fréttir og er mikil tilhlökkun hjá félaginu.

 

Á fundi sem haldin var á mánudagskvöldið s.l. var ráðist í skipulagningu vetrarins með unglingaráði og þjálfurum félagsins. Þar var ákveðið að taka þátt í mótum á vegum KKÍ en um er að ræða bikarkeppni og Íslandsmót ásamt föstum helgarmótum á vegum félaga fyrir sunnan s.s. Nettómótið og Póstmótið.

 

Einnig var ákveðið að stefna að keppni í Vestfjarðamóti og er undirbúningur þess á fullu fyrir yngri flokkana.

 

Nánar verður skýrt frá þessu þegar dagskrá er klár frá KKí og munum við setja þetta á síðuna um leið og við fáum frekari upplýsingar.

Nánar

Ný æfingatafla kominn inn

Körfubolti | 09.09.2011

Vegna mannlegra mistaka kom ekki rétt æfingatafla inn á síðuna okkar. Þetta hefur verið leiðrétt og biðjumst við velvirðingar á þessu. Við biðjum foreldra og forráðamenn um að kynna sér nýju töfluna sem er hér undir "skrár og skjöl" til vinstri á síðunni.

 

Það er þó jákvætt við þetta að krakkarnir geta farið beint á æfingu úr skólanum. Við vonum að þetta komi ekki til með að raska miklu hjá foreldrum og iðkendum.

 

Kær kv.

Stjórn KFÍ

Nánar

Krílaboltinn hefst í dag

Körfubolti | 07.09.2011
Það var gaman í fyrra
Það var gaman í fyrra

Loksins eru litlu krílin að byrja hjá KFÍ. Þessi hópur var mjög vinsæll í fyrra og var vel mætt.

 

Núna er þetta að byrja aftur og mun Kristján Pétur Andrésson sjá um æfingarnar.  Við mælum með að foreldrar sendi krakkana sína í dag og leyfi þeim að pústa og leika sér.  Krílaboltinn er gjaldfrjáls og því ætti kostnaðurinn ekki að vefjast fyrir neinum. 

 

Vonumst við til að sjá sem flesta. 

 

Æfingin er frá 16.00-16.50 á miðvikudögum og eru æfingarnar í íþróttahúsinu við Austurveg.

Nánar

Pétur Már á leið til Kína

Körfubolti | 06.09.2011
Pétur á leið til Kína
Pétur á leið til Kína

Okkar ástsæli þjálfari Pétrur Már Sigurðsson er að leggja í mikið ferðalag með íslenska landsliði karla til Kína sem mun leika þar í boði heimamanna. Kinverjarnir buðu KKÍ að senda landslið okkar þangað til að spila æfingaleiki og borga allan kostnað við ferðina sem mun taka viku. Pétur er aðstoðarþjálfari landsliðs KKÍ og er þetta einstakt tækifæri á að sjá þetta stórbrotna land. Það má áætla að ferðalagið þangað og til baka taki um 64 tíma. Þess má geta að Ísfirðingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson er í liðinu þannig að Ísfirðingar eiga smá í landsliðinu.

 

Við sendum Pétri góðar ferðakveðjur og segjum áfram Ísland.

Nánar

Krakkarnir á Patreksfirði ánægðir með æfinguna

Körfubolti | 05.09.2011

Strákarnir okkar stjórnuðu æfingu fyrir körfuboltakrakkana á Patró.  Mjög góð mæting var og tókst æfingin mjög vel.

Nánar

Frábær ferð til Patreksfjarðar í alla staði

Körfubolti | 04.09.2011
Jón að stjórna teygjum
Jón að stjórna teygjum
1 af 3

Það er óhætt að segja að Patreksfjarðarferðin hafi tekist vel.  Tíminn vel nýttur í æfingar.  Strákarnir kynnast betur og liðsandinn styrktur.

Nánar

Craig og Chris komnir

Körfubolti | 04.09.2011
Chris og Craig á Patreksfirði
Chris og Craig á Patreksfirði

Bandaríkjamennirnir okkar, Craig Schoen og Cristopher Miller-Williams eru komnir til landsins og klárir í slaginn.  

Nánar