Fréttir - Körfubolti

Nóg að gera um helgina hjá KFÍ

Körfubolti | 27.10.2011
Unglingaflokkur byrjar um helgina
Unglingaflokkur byrjar um helgina

Næg verkefni liggja fyrir hjá KFÍ um helgina. Fyrst er það mfl. karla sem tekur á móti toppliði ÍA og er sá leikur á Jakanum kl. 19.15 á morgun föstudag 28. okt.

 

Næst eru það dömurnar í mfl. kvenna sem byrja leik sinn í Íslandsmóti 1. deildar hér heima með því  að spila gegn liði Grindavíkur tvisvar. Fyrri leikurinn er kl. 14.30 á laugardag og sá seinni er á sunnudaginn kl. 13.00. Báðir á Jakanum.

 

Unglingaflokkur drengja mun spila hér heima gegn liði Snæfells/Skallagríms og hefst sá leikur kl. 17.00 á laugardag.

 

10. Flokkur drengja tekur á móti ÍR, Snæfell og Njarðvík í fjölliðamóti og er leikið í Bolungarvík á laugardag og hefjast leikar kl. 15.00 þar og er leikið til kl. 20.00. Síðan er haldið áfram og klárað á sunnudeginum á Jakanum kl. 09.00 á sunndudeginum og klárast mótið kl. 12.00.

 

Síðast en ekki síst fer 7. flokkur drengja til Hvammstanga á laugardag og tekur þátt í fjölliða móti þar með Kormák, Fjölni og Ármann.

 

Nú er að láta sjá sig um helgina, hvetja alla flokkana  og áfram KFÍ

Nánar

Vaktaskipti í sjoppu - allur ágóði rennur í unglingastarfið

Körfubolti | 26.10.2011
Þetta er allt fyrir krakkana
Þetta er allt fyrir krakkana

Líkt og undanfarin ár stendur Unglingaráð KFÍ fyrir sölu á veitingum og varningi í sjoppunni í íþróttahúsinu á Torfnesi á öllum heimaleikjum í vetur. Á það jafnt við um leiki meistaraflokks karla, meistaraflokks kvenna og unglingaflokks. Unglingaráði telst til að þetta séu ríflega 50 leikir og því er mikilvægt að skipuleggja sölustarfið vel og fá sem flesta foreldra og forráðamenn til að taka þátt í starfinu með Unglingaráði í vetur.

 

Búið er að útbúa töflu með verkaskiptingu og er hún aðgengileg hér á heimasíðunni undir skrár og skjöl. Eru allir sem eiga iðkendur í KFÍ hvattir til að kynna sér töfluna til að sjá hvenær þeir eiga sjoppuvakt í vetur. Margar hendur vinna létt verk og ef allir taka virkan þátt verður vinnan óveruleg fyrir hvern og einn. Allur ágóði af sölu veitinga og varnings á borð við hettupeysur og fleira rennur óskiptur til Unglingaráðs sem nýtir féð fyrst og fremst til að greiða niður ferðir iðkenda á mót. Einnig hefur ágóðinn verið nýttur til að styðja við annað uppbyggilegt starf á vegum yngri flokkanna.

Nánar

Fjölnir Baldursson gerir upp leikina KFÍ-Hamar og KFÍ-Grindavík

Körfubolti | 24.10.2011
Fjölnir snillingur
Fjölnir snillingur

Fjölnir Baldursson er kominn í hóp KFÍ-TV og er honum fagnað. Hér má sjá afrakstur hans eftir tvo fyrstu heimaleiki okkar á Jakanum gegn Hamri og Grindavík. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og munum koma með viðtöl og fleita nýtt þegar líður á.

 

Í KFÍ-TV eru núna Jakob Einar Úlfarsson Sturla Stígsson, Einar Guðmundsson, Gautur Arnar Guðjónsson, Fjölnir Baldursson og Guðjón Þorsteinsson sem fær að röfla með á leikjum. Ekki amaleg grúbba þarna og mikil tilhlökkun að takast á við verkefni vetrarins

 

Hérna er myndbandið frá leik KFÍ-Hamar og hér er myndbandið frá KFÍ-Grindavík Hér er svo linkur á síðu Fjölnis og skorum við á ykkur að kíkja á hana. Hæfileikaríkur maður á ferð.

 


Nánar

Grindvíkingar einu númeri of stórir í kvöld

Körfubolti | 23.10.2011
Ari var besti maður vallarins í kvöld. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Ari var besti maður vallarins í kvöld. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
1 af 5

Við mættum grimmir til leiks og tilbúnir í slaginn við eitt af bestu liðum landsins og á köflum sýndum við bjarnarhramminn, en því miður voru Grindvíkingar of stór biti fyrir okkur að þessu sinni, en við grátum ekki Björn bónda lengur en það tekur að fara í góða sturtu, stígum upp og gerum betur næst.

 

Leikurinn byrjaði með því að Grindvíkingar sýndu að það má ekki gefa þeim neitt og refsuðu þeir illilega og eftir fyrsta leikhluta var staðan orðinn, 13-24,. Í öðrum leikhluta tókum við slaginn með þeim og varð leikurinn jafnari fyrir vikið. Á þessum kafla sýndum við mikla baráttu og staðan í hálfleik. 33-46.

 

Í byrjun seinni hálfleik áttum við mjög góðan kafla þar sem menn hentu sér á alla lausa bolta tókum 8-2 sprett og komum við stöðunni í 41-48 og fólkið á Jakanum farið að hressast. En Adam var ekki lengi á Jakanum og fljótlega vöknuðu piltarnir hans Helga Jónasar og breyttu stöðunni aftur í 43-60 og í lok þriðja var staðan orðinn  49-77 og fátt um fína drætti.

 

Í síðasta hlutanum tókum stigum við aftur í hringinn og héldum okkar og betur skorðum á þá 26 stig gegn 23 stigum og leik lauk 75-100. 

 

Það er margt hægt að taka út og gagnrýna, en við látum það í friði. Strákarnir vita alveg hvað fór úrskeiðis og bæta úr því, svo mikið er víst. En við viljum samt benda á að skotnýting okkar í þriggja stiga landinu var víðs fjarri því sem við eigum að venjast og var Kristján Pétur sá eini sem var í landhelgi, en það er vitað mál að þetta vopn er okkar styrkur og munu byssurnar ekki þagna í bráð.

 

Að mati fréttamanna kfi.is var Ari Gylfason maður KFÍ í kvöld og reyndar maður leiksins. En barátta drengjanna í KFÍ var til staðar og er það akkur okkar, þeir leggja sig altaf fram og gefast ekki upp. Chris var góður á meðan við nutum hans krafta og varð hann að vinna mikið fyrir sínu í kvöld. Hann blokkaði Bullard aka "Bulldog" illa tvisvar og náði 12 stigum og 7 fráköst á rúmum tuttugu mínútum. Kristjá Pétur og Siggi Haff voru traustir, en mega alveg ráðast meira á körfuna. Þeir hafa máttinn til þess. Jón Hrafn kom til leiks hálfmeiddur en barðist sem ísbjörn og átti einnig tvö góð varinn skot. Craig átti dapran dag og hafði sig ekki mikið frammi og munar um minna. Og ungu strákarnir eru enn að komast í gang, en reynslan sem þeir fá er ómetanleg í svona leikjum og þeir eiga eftir að blómstra.

 

Hjá Grindavík var Watson virkilega traustur og stjórnaði leik sinna manna vel. Það er þó erfitt að taka einhvern út þar, en átta af leikmönnum Grindavíkur skoruðu 9 stig eða meira í kvöld sem er traust framlag af þeirra hálfu. Helgi Jónas hefur úr miklu að moða af bekk sínum og gerir það vel. Við gefum þó Birni Brynjólfssyni "high five" dagsins fyrir hans framlag. Hann var með hundrað prósent nýtingu úr skotum sínum og svona á að nota mínúturnar sem gefnar eru.

 

Við þökkum fyrir okkur í kvöld. Næsti leikur KFÍ er á föstudagsköldið n.k. hér heima á Jakanum gegn toppliði ÍA og verður gaman að takast á við þá kátu pilta úr kútternum Haraldi.

 

Tölfræði leiksins.

Nánar

Stórleikur á Jakanum n.k. sunnudagskvöld í Lengjubikarnum

Körfubolti | 22.10.2011
Chris fær verðugt verkefni en er klár. Mynd. bb.is/Halldór Sveinbjörnsson
Chris fær verðugt verkefni en er klár. Mynd. bb.is/Halldór Sveinbjörnsson

Þá er komið að stóru stundinni. Lengjubikarinn að hefjast og fyrstir sem koma á Jakann er hið gíðarlega sterka lið Grindavíkur sem er með okkar fyrrverandi liðsmann og Ísfirðing Sigurð Gunnar Þosrsteinsson innan sinna raða.

Nánar

7. flokkur stúlkna stóð sig vel á sínu fyrsta Íslandsmóti í dag

Körfubolti | 22.10.2011
7. flokkur eru framtíðarefni KFÍ
7. flokkur eru framtíðarefni KFÍ

7. flokkur stúlka tekur þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti sem haldið er á Hvammstanga. Stelpurnar léku tvo leiki í dag sá fyrri var gegn Njarðvík og töpuðu þær honum, lokatölur 33-15.

Nánar

Tap hjá unglingaflokk í Njarðvík

Körfubolti | 22.10.2011

Unglingaflokkur byrjaði vertíð sína með leik gegn Njarðvík. Þetta var hálffurðulegur leikur og er óhætt að segja að dómararnir hafi verið í stóru hlutverki þar sem dæmdar voru heilar 37 villur á KFÍ og vorum við snemma í villuvandræðum. Þeir gerðu þó ekki útslagið því Njarðvík er með mjög gott lið og unnu öruggan sigur. Lokatölur 90-69.

Nánar

Frumraun í Íslandsmóti hjá minnibolta eldri

Körfubolti | 22.10.2011
"púkarnir stóðu sig vel

Minnibolti eldri er að taka þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti og léku ''púkarnir'' okkar fyrsta leikinn gegn Njarðvík og töpuðu honum. Lokatölur 38-30, en góðir taktar sáust enga að síður. Leik 2 töpuðum við gegn Borgarnesi 29-42 en unnum góðan sigur gegn Ármanni í síðasta leik 29-24.  Mikilvægt og nauðsynlegt að enda með sigri. Þetta þýðir að við urðum í 3. sæti í rilinum og höldum okkar sæti í D-riðli.  Góður árangur.

Nánar

Strögl á Selfossi

Körfubolti | 21.10.2011
1 af 4

Það mætti halda að við hefðum verið búnir að sigra leikinn í matarboðinu hjá Gylfa Þorkelssyni og hans kæru frú. Súpan og brauðið reyndust sitja í mönnum sem var einum of góð, enda skylst okkur hér heima að þau hjú hafi setið sveitt við pottinn.

Nánar

KFÍ á ferðinni um helgina

Körfubolti | 18.10.2011
Gaman, saman í körfu
Gaman, saman í körfu

Það er nóg að gerast hjá KFÍ um helgina. Minnibolti eldri fer til Njarðvíkur og tekur þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti. 7.flokkur stúlkna fer á Hvammstanga og tekur einnig þá í sínu fyrsta Íslandsmóti. 10.flokkur stúlkna fer á Flúðir. Meistaraflokkur karla fer til Selfoss og etur kappi við lið Fsu og síðast en ekki síst fer unglingaflokkur til Njarðvíkur og keppir þar við heimamenn.

 

Það er því næg verkefni um helgina og er tilhlökkun mikil hjá öllum. Má gera ráð fyrir að um 50-60 frá KFÍ séu á ferðinni þessa helgi.

 

Áfram KFÍ

Nánar