Í dag spilaði stúlknaflokkur gegn Þór Akureyri og ÍR og sigruðu þær í þeim báðum.
Fyrri leikurinn var gegn Þór Ak. og svæðisvörnin virkaði mjög vel, baráttan mikil og lönduðu þær auðveldum sigri, lokatölur 63-28.
Í seinni leiknum var svæðisvörnin ekki að virka jafnvel og staðan í hálfleik 26-21. Í seinni hálfleik skipti Anna Fía yfir í maður á mann vörn og þá duttu stelpurnar í gang og lönduðu öruggum sigri. Lokatölur 59-33 og fengu þær sem sagt aðeins á sig 8 stig í þeim síðari.
Niðurstaðan tveir sigrar og tvö töp, en stelpurnar að slípast vel saman og er þjálfari þeirra ánægð með framfarirnar. Þær eru á leið heim og er búist við þeim heim í hlað um kl. 20.00 og báðu þær um kveðjur vestur.
Áfram KFÍ
NánarStrákarnir kepptu fyrr í dag gegn sterku liði Fjölni þar sem gestirnir úr Grafarvogi tóku stigin með sér í rútuna suður, lokatölur 77-60.
Leikrurinn bryjaði með miklu jafnræði og voru bæði lið að þreifa fyrir sér og spila fast. og var staðan eftir fyrsta leikhluta 17-20 fyrir gestina. Í öðrum leikhluta settu Fjölnispiltarnir í fluggír og tóku völdin gegn hriplekri vörn okkar og þegar haldið var til klefa í hálfleik höfðu gestirnir tekið annar fjórðung 27-13 og staðan því í hálfleik 30-47.
Seinni hálfleikur var í járnum og var mikil barátta hjá báðum liðum sem hélst út leikinn, en eins og glöggir lesendur geta séð endaði seinni hálfleikur 30-30 og Fjölnir tók því sigur með sér heim í farangrinum.
Það var annar fjórðungurinn sem fór með leikinn hjá okkur. Við misstum einbeitinguna bæði í vörn og sókn og tókum illa ígrundum skot í bland við að setja út rauða dregilinn inn í miðjuna hjá okkur til að bjóða sókn Fjölnis opin færi án þess að vera með hjálparvörnina á verði og því fór sem fór.
Það er ekkert að örvænta hjá okkur. Við erum á uppleið, höfum ekki mikla hæð og gætum þegið plankastrekkjara á flesta leikmenn okkar, en bætum yfirleitt úr því með mikilli baráttu. Við áttum (hefðum) átt að vera meira inn í leiknum , en hengdum haus oft og töpuðum boltum oft klaufalega. Þetta mun þó allt verða lagast þegar við slípumst betur saman og verður gaman að fylgjast með framhaldinu. það er mikið spunnið í þessa stráka og ekki má gleyma því að þarna vorum við að tapa gegn liðinu í efsta sæti í unglingaflokk.
Stig KFÍ. Kristján Pétur 19 og 7 fráköst (5/7 í þristum). Hlynur hreinsson 12. Sævar Vignisson 8. Leó 7., Sigmundur Helga 5. Jón Kristinn 4. Gautur Arnar 3. Óskar Kristjánsson 2.
Áfram KFÍ
NánarStelpurnar í stúknaflokk KFÍ léku tvo leiki í dag. Sá fyrri var gegn Haukum og var sá leikur erfiður enda stelpurnar úr Hafnarfirði með gríðarlega gott lið. Skemmst er frá því að segja að við töpuðum þeim leik, lokatölur 59-29. En þess ber að geta að seinni hálfleikur var mun mikið betri eftir að við skiptum yfir í svæðisvörn.
Seinni leikur dagsins var gegn Breiðablik og var allt annað að sjá til stelpnanna, mikil barátta og boltinn að ganga vel. Við töpðum þeim leik með aðeins 9 stigum, lokatölur 39-30.
Sunna Sturludóttir er ekki með stelpunum vegna meiðsla og munar um minna, og er erfitt fyrir hana að sitja hér heima og geta ekki verið með.
Á morgun er það Þór Akureyri og ÍR. Stelpunar eru núna í skemmtigarðinum í Smáralind með Óðni Gestssyni fararstjóra sem bað um kveðjur heim.
Áfram KFÍ.
NánarÞað var rétt í byrjun sem Þór hékk í okkar mönnum en í stöðunni 15-15 skildu leiðir og eftir fyrsta leikhluta var staðan 32-18 0g í hálfleik 52-37 og Pétur búinn að koma öllum tólf drengunum inn á til að taka þátt. Chris meiddist á hné í byrjun leiks og fór um suma áhorfendum, en það skipti engu máli. það var alveg sama hver kom inn á, allir spiluðu frábæra vörn sem skilaði sér í góðu sóknum. Staðan fyrir síðasta leikhluta var 77-50 og þá kláruðu yngri leikmenn KFÍ með Sigga Haff sem aldursforseta 21 árs sildgdu skútunni að Jakanum og lokatölur 92-65.
Næsti leikur KFÍ er á föstudagskvöldið 11. nóvember kl. 19.15. Þá koma góðvinir okkar frá Akureyri með þá Atla Hreinsson sem lék með okkur hér um árið og Nebojsa Vidic sem hefur verið einn af þjálfurum körfuboltaskóla KFÍ s.l. þrjú ár og þjálfar nú hjá Þór Ak.
Það verður fjör á Jakanum og taka skal góða skapið með sér á leikinn. Og fyrir þá sem ekki komast þá er beina útsending hjá KFÍ-TV. Hér er tengillinn
Og hér er linkur á efni frá Fjölni Baldurssyni meistara og meðlim í KFÍ-TV
OG ÞEIR KOMA KEYRANDI ÞANNIG AÐ LEIKURINN ER "Á" !!!!
NánarEkki reyndist hægt að fljúga vestur í dag og ekki gátu þeir keyrt þannig að nú er leikdagur miðvikudagur 16. nóvember s.s. í næstu viku.
Nú er bara að einbeita sér að leik okkar gegn Þór Akureyri sem verður á föstudagskvöldið n.k. 11.nóvember.
NánarÞá er komið að hinum eina sanna Ara Gylfasyni að koma í "örmynd" hjá Fjölni Baldurssyni meistara. Ari er að bíða eftir leik KFÍ og Fjölni sem er settur á þriðjudagskvöldið 8. nóvember kl. 19.15. En á meðan beðið er er gott að kynnast kauða örlítið í "örmynd" Hér er viðtalið
NánarÞriðja tilraun til að setja leik KFí og Fjölnir á dagskrá er á morgun þriðjudag 8 nóvember. Það hefur ekki alveg gengið þó dómarar hafi skroppið hingað í óvissuferð. Núna er að vona það besta, að flugveðurguðir verði okkur hliðhollir.
Búið er að setja leikinn á kl. 19.15 í dag þriðjudag, allt er þegar þrennt er, allir á völlinn.
NánarMeistaraflokkur kvenna lék sinn annan leik við Breiðablik um helgina og vann aftur sigur, 67-55 að þessu sinni.
NánarMeistaraflokkur kvenna lék gegn Breiðablik í dag og vann nokkuð öruggan og þægilegan sigur 58-36.
Nánar