Fréttir - Körfubolti

Uppgjör helgarinnar hjá KFÍ

Körfubolti | 21.11.2011
Meistaraflokkruinn stóð sig með ágætum
Meistaraflokkruinn stóð sig með ágætum

Það voru margir leikir á dagskrá KFÍ um helginga og hér er uppgjörið.

 

Meistaraflokkur karla lék tvo leiki. Sá fyrri var gegn ÍG ítoppslagnum í 1. deild og eins og áður kom fréttum sigruðu okkar menn örugglega 120-78.

Meistaraflokkurinn tók svo við liði Hauka hér á Jakanum og fór með sigur af hólmi 93-82.

 

Unglingaflokkur karla keppti við ÍR í Reykjavík og sigrðuðu okkar drengir örugglega 97-68.

 

10. flokkur stúlkna keppti á fjölliðamóti í B-riðli og unnu alla leiki sína og komust í A-riðil og eru því komnar á meðal fimm bestu liða landsins. Þær sigruðu Tindastól og Fjölni í tvöfaldri umferð.

 

7. flokkur stúlkna keppti á fjölliðamóti á Patreksfirði og unn tvo og töpuðu einum, sem er glæsilegur árangur. Þær unnu Snæfell og Hörð Patreksfirði, en töpðuðu gegn Kormák.

 

Og síðast en ekki síst var fyrsta fjölliðamót minnibolta drengja 11 ára hér á Jakanum og komu hingað lið Njarðvíkur og Víkingur Ólafsvík. Okkar drengir unnu Njarðvík, en töpuðu gegn Víking Ólafsvík.

 

Niðurstaðan er 9 sigrar og 2 tapleiki sem er góð uppskera.

 

Áfram KFÍ

Nánar

KFÍ lagði Hauka annað sinn í Lengjubikarnum

Körfubolti | 20.11.2011
Chris var rosalegur í kvöld. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Chris var rosalegur í kvöld. Mynd Halldór Sveinbjörnsson

Það var boðið upp á alvöru leik í kvöld og mikil barátta var í lofti og á láði. KFÍ þurfti að hafa fyrir þessu í kvöld og léku haukar vel í þrjá leikhluta, en síðan fjaraði undan þeim og drengirnir á klakanum settu Hauka á ís og lönduðu sigrinum, lokatölur 93-82.

 

Haukar byrjuðu leikinn mun betur en KFÍ og voru greinilega komnir til að sýna hinum nýja þjálfara sínum Pétri Rúðrik að þeir væru klárir í verkefni vetrarins. Og það virkaði vel og eftir fyrsta leikhluta var staðan 16-23 og KFÍ í hálfgerðu móki. En Björn bóndi hresstist í seinni helming fyrri hálfleiks og jafnt var með liðunum á lengstum, en þegar tehléð var blásið á var staðan 42-46 fyrir spræka drengi frá Hafnarfiði.

 

Eitthvað hefur tebollinn staðið í okkar mönnum í upphafi þriðja leikhluta því Haukar náðu 7 stiga forskoti hann miðjan (48-55) og fór um suma, en tvær góðar körfur frá Ara og Jóni Hrafni á hálfri mínútu kom okkur í 53-55 og það sem eftir lifði leikhlutans skiptust liðin á körfum og staðan var 63-66 þegar haldið var til þess fjórða.

 

Haukar byrjuðu betur í lokafjórðungnum og náðu 65-70 forskoti eftir tvær mínútur og aftur 67-73 og 69-75. En þarna kom að kafla Craig nokkrum Schoen. Hann stal þremur boltum og hreinlega flaug í gegn um göttótta vörn Hauka og kom okkur í 77-75 með góðri hjá Ara Gylfasyni sem setti stóran þrist. Núna snerist taflið við og ´"Ísdrengirnir" spóluðu sig í gang og settu í "afldrif" restina af leiknum, tóku 16-7 rispu og leikhlutann 30-16. Lokatölur 93-82.

 

Stig KFÍ Chris Miller-Williams 27 stig og 17 fráköst. Craig Schoen kom næstur með 26 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Ari Gylfason heldur áfram að spila vel, var með 25 stig og var með 100% vítanýtingu (11/11). Siggi Haff átti góðan leik og endaði með 7 stig og þeir Jón Hrafn og Kristján Pétur settu 4 stig hvor.

 

Stig Hauka. Jovanni Shuler var besti maður Hauka og setti 28 stig og tók 9 fráköst. Smith 19, Haukur 15 (átti góðan leik), Davíð 13, Guðmundur, Andri og Helgi 2 hvor og Emil 1 stig, en var í góðri gæslu Craig allan leikinn og er það erfitt verkefni. 

 

Enn var það liðsheild KFÍ sem landaði þessum sigri og var báráttan til fyrirmyndar.

 

Dómarar leiksins voru þeir Davíð Jensson og Gunnar Thor Andrésson.

Nánar

10. flokkur stúlkna, 7. flokkur stúlkna og unglingaflokkur KFÍ að gera það gott.

Körfubolti | 19.11.2011
7. flokkur stúlkna
7. flokkur stúlkna

Unglingaflokkur karla keppti við ÍR í Reykjavík fyrr í dag og unnu öruggan sigur. Lokatölur KFÍ 97 ÍR 68.

 

7 flokkur stúlkna er á Patreksfirði og keppti í dag þrjá leiki gegn Kormáki, Herði Patreksfirði og Snæfell. Þær léku vel í dag og sigruðu tvo leiki, en töpuðu leiknum gegn Kormák.

 

Úrslit.

KFÍ 27 Kormákur 40. leikurinn var samt jafnari en lokatölur gefa til kynna og hefði með smá heppni verið okkar.

KFÍ 34 Hörður 33. Þetta var hörkuleikur og Linda Kristjánsdóttir fór mikinn og endaði með 20 stig.

KFÍ 49 Snæfell 20. Þarna spiluðu allar stelpurnar mikið og stóðu sig frábærlega.

 

Jón Hrafn þjálfari sagði heimasíðunni að miklar framfarir séu merkjanlegar og gaman verður að flygjast með stelpunum í áframhaldinu. En einnig verður að koma því til skila til ákveðinna að nota ekki ólöglega leikmenn. það er ekki sanngjarnt og er ekki körfunni til sóma.

 

10. flokkur stúlkna er á Sauðárkrók og kepptu tvo leiki í dag og unnu þá báða.

KFÍ 48 Tindastóll 27

KFÍ 44 Fjölnir 33

 

Það er greinilegt að vestfirsku valkyrjurnar og ungu karlmennirnir okkar eru að gera það gott fyrir félagið og heimabæ sinn.

Nánar

Skemmtilegu móti minnibolta 11. ára lokið á Jakanum

Körfubolti | 19.11.2011
Þeir stóður sig vel
Þeir stóður sig vel "púkarnir"

Rétt í þessu lauk fjölliðamóti Mb.11 ára hér á Jakanum og voru gestir okkar Njarðvík og Víkingur Ólafsvík, en Fjölnir varð að hætta við á síðustu stundu og voru það því þrjú lið sem háðu keppni í dag.

 

Fyrsti leikur dagsins var á milli KFÍ og Njarðvíkur og tóku strákarnir okkar þann leik örugglega, lokatölur 57-32.

Stig KFÍ. Hugi 14 stig. Hilmir 14, Haukur Rafn 12, Lazar 11, Arent 2, Egill 2, Benedikt 2.

Stig Njarðvíkur.Garðar 12 stig, Jan 6,  Óskar 6,  Auðunn Snorri 2, Mikael Máni 2, Viktor Freyr 2, Sverri Þór 2..

 

Leikur tvö var leikur Víking og Njarðvíkur og lauk honum með sigri Víkings. Lokatölur 60-19. 

Stig Víkings. Sumarliði 18 stig, Arnleifur 8,  Pétur 6, Brynjar 6, Birta 6,   Einar 4, Ívar 3, Baldur 3,  Trausti 2, Brigir 2, Pétur 2.

Stig Njarðvíkur. Viktor 6 stig, Jan 4, Hilmar 4, Garðar 3, Jökull 2.

 

Lokaleikur mótsins var svo leikur Víkings og KFÍ og fóru Víkingar með sigur þar og fara upp. Lokatölur 59-27.

Stig Víkings. Arnleifur 11 stig, Baldur 10, Einar 6, Sumarliði 6,  Pétur 6, Brynjar 6, Hjörvar 6, Ívar 4,  Árni 2, Birgir 2.

Stig KFÍ.Haukur Rafn 8 stig, Lazar 6,  Þorleifur 6,  Kjartan 2,  Hugi 2,  Óli 2.

 

Það eru greinilegar framfarir hjá strákunum okkar. Við náðum að sigra Njarðvík sem við töpuðum fyrir fyrr í haust og töpuðum svo einum leik, þannig aðp við erum mjög sátt og gaman að sjá öll þessi lið hér. Nú er bara að æfa vel fyrir næsta mót og mæta vel stemmdir þar.

 

Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir komuna til Ísafjarðar og óskum þeim góðrar heimferðar.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Haukar koma í stutta heimsókn á Jakann

Körfubolti | 19.11.2011
Ari er tilbúinn
Ari er tilbúinn

Sunnudagskvöldið 20. nóvember koma Haukar frá Hafnarfirði á Jakann og etja kappi við "Ísdrengina" úr KFÍ í Lengjubikarnum. Hefst leikurinn kl. 19.15. Haukar hafa skipt um þjálfara en Pétur Ingvarsson sagði sig frá þjálfun á dögunum og hinn gríðarlega væni drengur úr Grindavík Pétur R. Guðmundsson er tekinn við og verður gaman að fá strákana úr firði hafna í heimsókn.

 

Að sjálfsögðu er leikruinn í beinni útsendingu hjá KFÍ-TV og fyrir þá sem eigi hafa ráð að koma bendum við á þennan stórkostlega möguleika sem er fyrir hendi.

 

Við skorum á sem flesta að mæta og taka þátt í að hvetja drengina okkar til sigurs.

Nánar

Logn í Grindavík

Körfubolti | 18.11.2011
Frá leiknum í kvöld og myndasmiður Óðinn Gestsson
Frá leiknum í kvöld og myndasmiður Óðinn Gestsson

Toppslagur var í Grindavík í kvöld þar sem okkar drengir fóru suður með sjó og öttu kappi gegn ÍG sem hefur heldur betur látið að sér kveða í 1. deildinni og fyrir leikinn í kvöld höfðu þeir einungis tapað einum leik. Leikurinn var jafn í fyrstu og bæði lið að þreyfa fyrir sér og heimamenn byrjuðu betur og komust í 10-4 áður en vestanmenn rönkuðu við sér og komu sér betur í takt við leikinn og komust við fljótlega í 12-19 og þegar fyrrsti leikhluti var úti var staðan 20-26.

 

Annar leiklhuti var nokkuð jafn en í stöðunni 24-28 kom fínn kafli og tókum við leikhlutann 20-30 og héldum við með 16 stiga forskot til hálfleiks, staðan 40-56.

 

Í þriðja leikhluta voru allir okkkar drengir að spila og var Pétur duglegur að nota allan bekkinn. Leikhlutinn varð jafn og nokkuð skemmtilegur á að horfa og var búist við jöfnum og skemmtilegur fjórða leikhluta, en annað kom á daginn. Þegar þarna var komið kom úthald okkar greinilega í ljós og er skemmst frá því að segja að þann fjórða tókum við 37-12 og lönduðum okkar stærsta sigri í vetur, lokatölur 78-120.

 

Stigin í kvöld. Ari G. 28 stig, Chris 20 (13 fráköst), Jón Hrafn 18, Craig 17 ( fráköst og 8 stoðir), Leó 10, Kristján Pétur 9, Siggi Haff 8 (6 stoðir), Hlynur 7 (3 fráköst), Jón Kristinn 2 og Hermann 1 stig. Sævar og Gautur settu ekki stig en stóðu sig vel og komust allir vel frá sínu.

 

Öflugur stuðningshópur var á leiknum og voru þeir ekki af verri endanum. Þeir Óðinn Gestsson, Helgi Sigmundsson og Jóhann Torfason létu vel heyra í sér og hvöttu strákana óspart þannig að engin í Grindavík mun gleyma því í bráð.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Toppslagur í Grindavík í kvöld

Körfubolti | 18.11.2011
Lið Íþróttafélags Grindavíkur.
Lið Íþróttafélags Grindavíkur.

Það verður sannkallaður toppslagur í Röstinni í Grindavík í kvöld þegar topplið KFÍ mætir spútnik liði ÍG í 1. deildinni.

Nánar

Frábær sigur gegn Fjölni í Lengubikarnum

Körfubolti | 16.11.2011

Í kvöld tókum við á móti liði Fjölnis í Lengjubikarnum og var leikurinn hraður og skemmtilegur og frábær tilþrif sáust hjá báðum liðum. Lokatölur 101-83.  Strax í fyrsta leikhluta kom í ljós að bæði lið ætluðu sér að spila hraðan bolta og eftir að honum lauk var staðan 26-28 fyrir gestina og opið fyrir mikla skemmtun fyrir fjölmarga áhorfendum á Jakanum. Í öðrum leikhluta kom góður kafli hjá KFÍ og fórum við til tedrykkju í hálfleik með 6 stiga forustu, staðan 50-44.

 

Þriðji leikhluti byrjaði jafn hratt og sá fyrri endaði og bæði lið að hitta vel, en þeir Nathan og Chris öttu þarna skemmtilegt einvígi þar sem tilþrif þeirra voru einkar skemmtileg. Staðan fyrir lokahlutann var 76-69 og KFÍ ekki að hrista sprækt lið Fjölnis af sér. En það breyttist í lokaleikhlutanum það sem drengirnir á klakanum tóku öll völd og skautuðu fram hjá Fjölnispiltum og tóku lokahlutann 25-14 og lokatölur eins og áður kom fram því 101-83.

 

Liðið KFÍ lék mjög vel í kvöld og sáust oft á tíðum "tilþrif úr sparibuknum" Þar áttu Craig, Chris, Ari og Siggi Haff  og Jón Hrafn hlut að máli og munum við klippa það saman og setja á netið sem allra fyrst. En eins og oft þegar lið okkar sigrar er það vegna liðsheildar og í þetta sinn er ekkert nýtt þar. Strákanir eiga allir skilið eitt stórt "KLAPP" fyrir sitt framlag og má með sanni segja að áhorfendur hafi fengið skemmtun af betri endanum frá þeim piltum.

 

Stigahæstir hjá okkur í kvöld var Chris Miller-Willimas með 27 stig og bætti 21 frákasti við auk þess að stela 2 boltum og verja 2 skot. Craig kom næstur með nálgun á þrefaldri tvennu, 21 stig. 9 fráköst og 9 stoðsendingum auk þess að stela 3 boltum. Unglingurinn Kristján Pétur var með 19 stig (5/9 í þristum). Ari kom gríðalega heitur til leiks með nýja klippingu og þakkaði fyrir sig með 19 stigum og 4 fráköst. Jón Hrafn var frábær í vörninni og setti 7 stig auk þess að taka 7 fráköst. Siggi Haff kom svo með 6 stig og Sævar Vignisson með 2 stig.

 

Hjá gestunum var Nathan "skywalker" Walkup með 27 stig og fráköst. Calvin O´Neil kom næstur með 24 stig, 6 fráköst. Árni Ragg var með 12 stig 6 fráköst. Haukur ( 7 fráköst ), Björgvin og Arnþór bættu við 6 stigum hver og Trausti Eiríksson setti 2. það var gaman að sjá til ungu drengjana hjá Fjölni og Örvar að leyfa þeim að springa út og hoppa úr hreiðrinu. Það er besta leiðin til að kenna þeim að fljúga og verður gaman að fylgjast með þeim í vetur.

 

Hérna er brot úr leiknum og frá KFÍ-TV genginu frá meistara Fjölni Baldurssyni

 

Dómarar kvöldsins voru þeir Jón Bender og Davíð Tómasson.

 

Næsti leikur á Jakanum er n.k. sunnudagskvöld 20. nóvember í Lengjubikarnum og koma Haukar frá Hafnarfirði í heimsókn og verður það án efa hins besta skemmtun og hvetjum við alla að fjölmenna !!

 

Áfram KFÍ.

Nánar

Margfrestaður leikur við Fjölni á morgun

Körfubolti | 15.11.2011

KFÍ mætir (vonandi) úrvalsdeildarliði Fjölnis á morgun, miðvikudag, í Lengjubikar karla. Þetta verður fjórða tilraunin til að halda leikinn en honum var frestað þrívegis vegna þess að ekki var flogið seinnipart sunnudags, mánudags og þriðjudags í síðustu viku.

Nánar

Tap gegn Grindavík í Lengjubikarnum

Körfubolti | 14.11.2011
Craig ver bestur
Craig ver bestur

Strákarnir okkar héldu suður til Grindavíkur og léku gegn taplausu efstudeildarliði Grindvíkinga.  Veittum við þeim samakeppni framan af leik en að lokum fóru leikar þannig að Grindavík vann með 16 stigum 103-87.

Nánar