Fréttir - Körfubolti

Við heitum Ari Gylfason og Kristján Pétur Andrésson

Körfubolti | 22.01.2012
Ari og Kristján Pétur voru kátir
Ari og Kristján Pétur voru kátir
1 af 9

Fallbyssurnar voru heldur betur mundaðar í kvöld og náðu að sprengja hveradrengina frá Hamar. Það var alveg sama hvaðan skotið var fyrir utan þriggja stiga línunar, öll skot rifu netmöskvana og þegar upp var staðið skoruðu Ísdrengirnir 57 stig fyrir utan landamærin, og voru þeir Kristján Pétur og Ari Gylfason með sannkallaða skotsýningu og settu samtals 15 stykki og voru með frábæta nýtingu (Ari 54% og Kristján 64%) og Craig var rétt á eftir með 50% nýtingu (2/4). Lokatölur í hreint út sagt frábærum leik okkar drengja 104-69.

 

Það vað rétt í byrjun sem Hamar stóð í okkur en það stóð ekki lengi og eftir fyrsta leikhluta var staðan 24-19.  En í öðrum leikhluta small allt saman hjá KFÍ á meðan lítið sem ekkert gékk eftir hjá Hamar og var Louie Kirkman sá eini sem var með rænu og sótti hart að körfunni og Halldór átti ágætis spretti sem og Bjartmar, en reynsluboltarnir þeir Lalli og Svavar voru týndir í þessari orusstu og munar um minna. Ragnar náði sér heldur ekki á strik, en fékk heldur engan frið til þess að athafna sig . Hálfleikstölur voru 52-35 og drengirnir frá Hamri langt frá sínu besta.

 

Ekki tók betra við í þeim þriðja þar sem okkar strákar fóru hamförum og spiluðu frábæra vörn og þegar haldið var í fjórða og síðasta leikhlutann var staðan orðin 89-53. 

 

Eftirleikurinn var auðveldur og lokastaðan 104-69 og KFÍ komið í fjögurra liða úrslit Poweradebikarkeppinnar.

 

Það var rífandi stuð á Jakanum í kvöld og frábær stemming hjá Ísfólkinu okkar sem hefur nú sem svo oft áður verið okkar prímusmótor. Þökkum við kærlega fyrir stuðninginn, Án ykkar værum við ekki í þessum sporum.

 

Stig KFÍ. Kristján Pétur 27 (7/11 í þriggja), Ari Gylfa 26 (8/15 í þriggja), Craig 18, 11 fráköst, 6 stoðir og 4 stolna. Chris 13 stig, 14 fráköst og 2 varin. Edin 10 stig, Hlynur 7 stig, 4 stoðir. Leó 3 stig.

 

Liðsheildin var frábær og hvöttu strákarnir hvorn annan óspart. Vörnin var þétt og sóknin eins og dýrasta silki. Sem sagt ískaldur og hressandi dagur á Jakanum 

 

Myndir frá leiknum tók Halldór Sveinbjörnsson.

 

Hérna er brot frá leik KFÍ og Hamar fyrir þá sem misstu af honum í boði Fjölnis Baldurssonar og KFÍ-TV.

 

Áfram KFÍ.

Nánar

Stór stund á Jakanum á sunnudagskvöldið 22. janúar

Körfubolti | 21.01.2012
Pétur Már er tilbúinn, en þú ??
Pétur Már er tilbúinn, en þú ??

Góðir hálsar.

 

Nú er komið að stórum tímapunkti hjá KFÍ. Við erum komnir í 8 liða úrslit í Poweradebikarkeppninni og með góðum stuðnings frá okkar fólki getum við komist í 4 liða úrslit sem væri stór stund hjá okkur og höfum við ekki komist svo langt síðan 1998 og tími til kominn að endurtaka leikinn.

 

Það eru vinir okkar frá Hamar, Hveragerði sem mæta til leiks, en þeir eru einmitt liðið sem var fyrst til að leggja okkur í hörkuleik fyrir tveim vikum síðan 81-80.

 

Við eigum harma að hefna og ætlum okkur langt, en til þess að allt gangi upp þurfum við mikil læti á Jakann og skorum við á ALLA að koma og styðja okkur áfram.

 

Leikurinn hefst kl. 19.15 og og viljum við fá alla inn 18.45 til að taka þátt í þessu með okkur.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Sóttum tvö stig á Akranes

Körfubolti | 20.01.2012
Kristján Pétur var stigahæstur í kvöld
Kristján Pétur var stigahæstur í kvöld

Það voru margir farnir að naga á sér neglurnar sem horfðu á Live-stattið, en i restina fannst fólki skagapiltarnir komnir óþægilega nálægt, en það var ekki svo. Pétur Már var með allt á þurru og spilaði leikmönnum jafnt og þétt. Það var svo litla krílið hann Craig sem skoraði 11 síðustu stig okkar og koma drengirnir okkar heim með tvö stig í skottinu, en þeir fóru keyrandi í dag og koma heim í nótt og ná nokkrum hrotum áður en æfing er á morgun fyrir leikinn gegn Hamar á sunnudag.

 

Það er ENN og AFTUR ekkert að marka tölfræðina en til að mynda erum við skráðir með HEIL 16 fráköst í öllum leiknum. Við vonum að félög bæti sig þarna svo eitthvað sé að marka tölfræðina.

 

Stig: Kristján Pétur 21, Craig 20, Edin 19, Chris 16, Jón Hrafn 10, Ari 8, Siggi Haff 2, Hlynur 2 og Sævar 1.

Nánar

Fsu ekki mikil fyrirstaða í kvöld

Körfubolti | 15.01.2012
Edin á flugi. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Edin á flugi. Mynd Halldór Sveinbjörnsson

Einhvern veginn bjuggumst við meiri mótspyrnu í kvöld frá Fsu, en síðasti leikur þessara liða var dapur á að horfa og áttu þeir harma að hefna. Fsu mætti með nýjan leikmann Steven Terrel Crawford, en hann hafði frekar hægt um sig ef frá er talin ágæt troðsla og endaði með 19 stig, en hann hefði mátt beita sér meira í leiknum bæði í vörn og sókn. Það breytti ekki miklu í restina og öruggur sigur okkar drengja staðreynd lokatölur 93-61.

 

Okkar menn gáfu tóninn strax í fyrsta leikhluta og voru með 23-14 eftir fyrsta leikhluta og menn kannski aðeins að slaka á sem veit aldrei á gott, enda sýndu strákarnir hans Gylfa Þorkelssonar (skrifar fréttaritari þar sem Gylfi á suðurlandið) að þeir ætluðu ekkert að leggjast í gólfið og láta nota sig sem einhverja mottu. Drifnir áfram af Orra Jónssyni komu þeir til baka og staðan í háfleik 47-35.

 

En þriðji leikhluti var algjörlega eign okkar og sama hvaða menn komu inn á,  spilið hélst ágætt og tókum við þann þriðja 27-13 og staðan fyrir fjórða og síðasta leikhluta 74-48 og einbeitingin ágæt.

 

Í þeim fjórða spiluðu húnarnir að mestu og héldu sínu og gott betur og tóku leikhlutann 19-13 og lokatölur 93-61. Vörnin hans Pésa skilaði þessum leik eins og svo oft áður og verða menn að vera á tánum í vörninni, því vörnin vinnur leiki.

 

Það var gaman að sjá bæði lið nota all sína leikmenn og nýttu strákarnir okkar tækifærið og allir nema einn skoruðu stig. Fsu  geta horft til Orra Jónssonar en hann var með stríðsmálninguna á andlitinu frá upphafi og gafst aldrei upp. Núna bíður þeirra erfitt ferðalag austur á Egilstaði og óskum við þeim góðrar ferðar og góðs gengis. Strákarnir hans Kjartans eru mun betri en þeir sýndu í kvöld og sína það örugglega í framhaldinu.

 

 HÉR ERU MYNDBROT ÚR LEIKNUM  Frá meistara Fjölni frá KFÍ-TV

 

Stig. KFÍ. Edin 22, 7 fráköst og 2 varin skot. Chris 20 stig, 13 fráköst og 2 varin skot.  Kristján Pétur 14 stig (4/7 í þristum). Ari Gylfason 12 stig, 2 stolna. Craig 7 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolna. Hlynur 5 stig og 3 stoðsendingar. Jón Hrafn 4 stig, 7 fráköst. Óskar 3 stig. Leó 2 stig, 2 stolnir. Sigmundur 2 stig. Siggi Haff 2 stig.

 

Stig Fsu. Steven 19, 6 fráköst. Orri Jóns 15 stig, 7 fráköst. Svavar 10 stig (átti að sækja meira inn í teiginn). Bjarni 6 stig, Kjartan 4 stig, 9 fráköst. Sæmundur 4 stig (átti einng að sækja meira að körfunni). Þorkell 1 stig.

 

Dómarar leiksins voru þeir höfðingjar Kristinn Óskarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson og voru mjög öruggir í sínum verkum. 

Nánar

Meistaraflokkur kvenna með góðan sigur á útivelli gegn Breiðablik

Körfubolti | 15.01.2012
Eva var dugleg í dag
Eva var dugleg í dag

Stelpurnar úr mfl. kvenna unnu frækinn sigur á Breiðablik í dag, lokatölur 49-60. Það byrjaði ekki glæsiega hjá stúlkunum að sem Hafdís snéri sig mjög illa og hvarf af velli strax á sjöttu mínútu, en þá stigu hinar einfaldlega upp og lönduðu góðu sigri og settu okkur í 2.sæti í 1. deild.

 

Stigahæst var Sólveig Helga með 18 stig og tók 15 fráköst. Næst henni var Eva Kristjánssdóttir með 15 stig og flotta nýtingu. Anna Fía 13 stig, Vera 8, Svandís 4 og Sunna 2. 

 

Frábært hjá stelpunum okkar.

 

Hér er TÖLFRÆÐIN

Nánar

Gríðarlegur vinnusigur í spennandi leik hjá unglingaflokk karla

Körfubolti | 14.01.2012
Kristján Pétur var frábær í dag í vörn og sókn
Kristján Pétur var frábær í dag í vörn og sókn

Það er óhætt að segja að leikur unglingaflokks KFÍ gegn Snæfell/Skallagrím hafi boðið upp á spennu og var hægt að fá hjartatöflur við innganginn á Jakanum á lokamínutunum. Háspenna lífshætta alveg fram á síðustu sekúndu þegar Hlynur Hreinsson skoraði sigurstigin þegar 3 sekúndur voru eftir og kom okkur í fjögurra liða úrslit bikarkeppni KKÍ. Lokatölur 91-89.

 

Bæði lið sýndu mikla baráttu og mega allir sem tóku þátt í dag hjá báðum liðum vera hreyknir af sínu framlagi og gat sigurinn dottið fyrir bæði lið en í dag voru okkar menn heppnari og munar um að setja 47% af þristum niður (26/12) á meðan S/S var með 27% nýtingu (9/33).

 

Fyrsti leikhluti fór í þreifingar og jafnt var framan af og staðan 20-19 og bæði lið að henda sér á alla lausa bolta. Áfram var sama vinnuaðferðin við lýði, en við aðeins á undan og leiddum í hálfleik 46-40.

 

Þriðji leikhuti var hins vegar eign S/S og náðu þeir góðu áhlaupi á okkur og unnu leikhlutann 25-17 og staðan fyrir þann síðasta 63-65 og allt á fullu beggja vegna vallarins því miður misstum við Sævar Vignisson út af með 5 villur, en hann var aðeins of ákafur í vörninni, en drengur kemur í drengs stað og sannaðist það með baráttu allra þeirra sem komu inn á hjá KFÍ.

 

Nú síðasti leikhutinn var ekki fyrir hjartaveika og sáust rosaleg tilþrif hjá báðum liðum og jafnt á flest öllum tölum nema þegar við komumst 8 stigum yfir, en drengirnir í S/S komu brjálaðir til baka og náðu að jafna á örskömmum tíma. Það var síðan eftir að Kristjan Pétur klikkaði á skoti og Hlynur Hreinsson náði frákastinu og setti það þremur sekúndum fyrir lok leiks, að við tókum leikinn með tveim stigum eins og áður kom fram, lokatölur 91-89 og góður sigur liðsheildarinnar í höfn.

 

Hjá KFÍ var Kristján Pétur frábær og endaði með 30 stig (6/12 í þriggja), 17 fráköst og 4 stola bolta. Alls ekki langt á eftir kom Hlynur Hreinsson með 18 stig (2/4 í þriggja), 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Leó kom með einn sinn besta leik og var með 16 stig (2/3 í þristum) 5 fráköst og 2 stolna, Óskar var þéttur og bætti 9 stigum, Sævar 8 ( (16 mínútum), Sigmundur 4 stig, Hermann Harðjaxl 3 stig og leiddi okkur í vörninni ásamt Guðna sem setti 2 stig og Jón Kristinn setti 1 stig.

Heildarfráköst: 42 þar af 8 í sókn. Vítanýting 43% (9/21), Tveggja stiga nýting 50% (46/23), þriggja stiga nýting 47% (26/12) Tapaðir 18.

 

Hjá Snæfell/Skallgrím var Sigurður Þórarins jafnbestur með 20 stig, 10 fráköst og 2 stolna. Næstur var Snjólfur Björnsson með 18 stig, Þorbergur 12 stig, Egill 11 stig, Birgir 9 stig, Davíð 9 stig, Elfar 5, Andrés 3 og Magnús 2 stig.

Heildarfráköst: 47 þar af 12 í sókn.  Vítanýting 69,2% (26/18), Tveggja stiga nýting 50% (44/22), þriggja stiga nýting 27,3% (9/33) Tapaðir boltar 16.

 

Það var ekki auðvelt að vera dómari í dag, en það hlutverk leystu þeir Ari Gylfason og Sigurður Hafþórsson mjög vel af hendi í mjög erfiðum og krefjandi leik og eins og áður hefur komið fram gat leikurinn dottið fyrir Snæfell/Skallagrím, en lukkudísirnar voru með okkur á mikilvægum augnablikum og því fór sem fór.

 

Bæði lið eiga að vera hreykinn af sínum drengjum.

Nánar

Bikarleikur hjá unglingaflokk karla á Jakanum.

Körfubolti | 13.01.2012
Leó biðlar til allra að mæta og sjá skemmtilegan leik
Leó biðlar til allra að mæta og sjá skemmtilegan leik

Á morgun laugardag 14. janúar taka strákarnir á móti liði Snæfells/Skalagrímur og hefst leikurinn kl. 15.00 og hvetjum við alla til að mæta og hvetja strákana til sigurs og áframhaldandi þátttöku í bikarkeppninni.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Fyrsti heimaleikur á nýju ári gegn Selfoss á Jakanum

Körfubolti | 11.01.2012
Allir á Jakann á sunnudag
Allir á Jakann á sunnudag

Sunnudaginn 15. janúar koma strákarnir frá Selfoss í heimsókn og verða þar með fyrstu gestir okkar á nýju ári. Sunnandrengirnir eru komnir með erlendan leikmenn í hóp sinn og eru vel mannaðir í öllum stöðum og verður þessi leikur án nokkurs efa erfiður fyrir okkar Ísdrengi, enda tveir síðust leikir okkar tæpir og fyrsti tapleikruinn var einmitt gegn frændum þeirra úr blómabyggð, en spennandi var leikurinn.

 

Leikurinn er kl. 18.00 sem er góður kristilegur tími sem á að tóna vel fyrir fjölskylduna. Við hvetjum alla Vestfirðnga að mæta með látúnsbarkana sína og söngla okkur áfram.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Heimaleikur gegn Hamri í 8 liða úrslitum Powerade bikarnum

Körfubolti | 10.01.2012
Heimavöllur er málið
Heimavöllur er málið

Í dag kl. 14.00 var dregið í 8. liða úrslitum Powerade bikarsins og var dregið í höfustðvum Vífilfells sem er dreifingarðili Powerade. Nú það er ekkert leyndarmál að við eins og öll liðin sem voru pottinum vildu fá heimaleik og varð okkur að ósk þar. Við drógumst gegn Hamri sem var einmitt liðið sem sigraði okkur s.l. föstudag og verður því um hörkuleik að ræða.

 

Leikurinn mun að öllum líkindum verða sunnudaginn 22. janúar kl. 18.00 og ekkert að gera núna nema hlakka til enn eins heimaleiksins.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Ískalt og hressandi í Kópavogi

Körfubolti | 08.01.2012

Það var spennuleikur í Smáranum í Kópavogi í Powerade bikarnum og var leiknum rétt að ljúka með öruggum sigri Ísdrengja okkar, lokatölur 73-82. 

 

Það var varnarleikur okkar sem skilaði þessum sigri og Ísdrengirnir búnir að hirsta af sér tapið frá síðasta leik. Þeir tóku æfingu í gær g fóru yfir það sem fór fogörðum í blómabænum. Það sýndi sig í dag að æfingin skilaðr sínu og núna voru menn að spila saman sem heild og vörnin sterk sem skilar sigri.

 

Stig. Chris 27 (13 fráköst, 3 stolnir), Edin 19 (4 fráköst, 2 stolnir), Craig 16 (5 stoðs.), Ari 9 stig (5 fráköst, 5 stolnir), Kristján Pétur 5 stig, Siggi Haff 4 stig (6 fráköst, 1 varið skot), Jón Hrafn 2 stig.

 

Gaman var að sjá að við vorum með 40 fráköst og þar af var liðið (TEAM) með 8 stykki (geri ráð fyrir að allir inná hafi haft tök á boltanum í einu)

 

 

Myndir frá leiknum HÉR í boði karfan.is (Jan)

 

Nú er að fylgjast með hvaða liði við mætum í 8 liða úrslitum, en dregið verður þriðjudaginn 10. janúar kl. 14.00 í húsakynnum Vífilfells og verður að öllum líkindum í beinni á visir.is.

 

Áfram KFÍ.

Nánar