Fréttir - Körfubolti

Minnibolti drengja stóð sig vel í Borgarnesi

Körfubolti | 08.02.2012
Þessir hafa stækkað, en eru alltaf
Þessir hafa stækkað, en eru alltaf "púkarnir" okkar

"púkarnir" okkar í minnibolta drengja fóru í Borgarnes um síðustu helgi og kepptu ar þrjá leiki í Íslandsmótinu. Þeir unnu einn og töpuðu tveim, en einn þerra tapaðist með minnsta mun eða einu stigi.

 

Fyrsti leikur þeirra var gegn Borganesi og var rosaleg barátta í honum. Þeir gáfu sig alla í leikinn sem tapaðist með minnsta mun 36-35.

Stig gegn Borgarnes. Haukur Rafn 12, Hilmir 12, Hugi 4, Lazar 2, Bennsi 2, Steini 2 og Egill 1.

Það var erfitt fyrir strákana að tapa þessum leik, og er það örugglega ástaæða þess að þeir komu hálfvængbrotnir til næsta leiks sem var gegn Snæfell. Það er skemmst að segja að Snæfell landaði öruggum sigri, lokatölur 69-26 og strákarnir ekki sáttir.

Stig gegn Snæfell. Lazar 9, Hilmir 7, Haukur Rafn 6, Arent 2 og Egill 2.

 

Nú var komið að síðasta leiknum og var hann gegn Njarðvík. Þar komu okkar strákar tilbúnir til leiks og unnu öruggan sigur, lokatölur 52-39 og gleðin tekinn á ný. Þarna kom sóknin og vörnin hjá strákunum og sáu þeir hvað þeir geta ef hakan er ekki niður við gólf. Mikil reynsla kom úr þessari fer og flottir "púkar" komu sælir heim.

Stig gegn Njarðvík. Lazar 16, Haukur Rafn 12, Hugi 8, Hilmir 6, Steini 6 og Arent 4.

 

Þjálfari og fararstjórar vilja þakka strákunum kærlega fyrir góða ferð þar sem strákarnir voru flottir fulltrúar Ísafjarðarbæjar.

Nánar

Sláturtíðinni frestað í Keflavík

Körfubolti | 06.02.2012
Hlynur var góður í gærkvöld
Hlynur var góður í gærkvöld

Það er orðinn vani að segja að liðum verði slátrað í Sláturhúsi Keflvíkinga, en það er hús þeirra kallað. En Ísdrengirnir eru með "zwagger" og sýndu það í gærkvöld. Verkefni þeirra þessa helgi var strembið, fyrst var haldið norður á Akureyri og keppt þar erfiðan leik gegn Þór og svo haldið í bæinn til að keppa við Keflvíkinga í Poweradebikarnum. Það var þó enginn væll á okkar drengjum og tókust þeir á við þetta af mikilli fagmennsku og mættu tilbúnir til leiks gegn mjög vel mönnuðu liði Keflavíkur. Það mátti ekki anda á Magnús Gunnarsson á köflum og var hann fastagestur á vítalínunni þar sem hann kann vel við sig,  er góður leikmaður og reyndur í svona bardögum.

Nánar

Allt reynt til að geta sent út

Körfubolti | 05.02.2012

KFÍtv er statt í Keflavík þar sem átti að senda út frá leik Keflavík og KFÍ. En vegna ýmisskonar vandræða reyndist það ekki mögulegt. En við hér hjá KFÍtv deyjum ekki ráðalausir. Drögum upp okkar magnaða Samsung Galaxy S android síma og verðum með tilraunaútsendingu. Það má búast við hiksti og truflunum, en þetta sýnir bara að við gefumst ekki upp þótt móti blási.

 

Bein farsímaútsending

Nánar

Öruggur sigur gegn Laugdælum í meistaraflokki kvenna

Körfubolti | 05.02.2012

Stúlkurnar okkar í meistaraflokki léku gegn Laugdælum og unnu öruggan sigur 74-37.

Nánar

Keflavík-KFÍ í kvöld

Körfubolti | 05.02.2012
KPA sér allt í svart hvítu og mætir brjálaður !!!
KPA sér allt í svart hvítu og mætir brjálaður !!!

Láta berast til þeirra er ekki vita nú þegar að við eigum leik gegn firnasterki liði Keflavíkur í Keflavík í kvöld í fjögurra lða úrslitum Powerade bikarnum. 

 

ALLIR AÐ MÆTA !!! Og fyrir þá sem eru í þeirri stöðu að geta ekki mætt þá erum við að vinna í því að senda beint á KFÍ-TV. Við munum setja fréttir um það og slóð um leið og hægt er.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Ósigur gegn sterku liði Keflavíkurstúlkna

Körfubolti | 05.02.2012
Þung sókn Keflavíkur
Þung sókn Keflavíkur
1 af 3

Síðasti leikur KFÍ stúlkna á þessu fjölliðamóti var gegn sterku liði Keflavíkur, sem eru í algjörum sérflokki að þessu sinni og höfðu sigrað með yfirburðum í leikjum sínum hingað til.  Leikurinn var erfiður og vorum við yfirspilaðar frá upphafi.  Keflavík spilaði pressuvörn og gáfu ekki þumlung eftir.  Staðan í hálfleik var 43:11 og leikurinn þróaðist nákvæmlega eins í seinni hálfleik.  Að lokum sigraði Keflavík örugglega með 86 stigum gegn 22 stigum Ísfirðinga.  Það er erfitt að keppa gegn jafn sterku liði og Keflavík er.

 

Stelpurnar fá þó hrós fyrir góða baráttu og að mótslokum er það ljóst að þær hafa tekið framförum frá því síðast þegar þær voru í A-riðli í október á síðasta ári.  Það kom niður á okkur hversu fáliðaðar við erum og hefði verið gott að hafa einn til tvo leikmenn til viðbótar til þess að dreifa álaginu betur. Reynslan af þessu móti verður dýrmæt og nýtt til þess að taka næstu framfaraskref.  

 

Einhverjar ætla nú að fara og láta líða úr sér í heilsulindinni, Bláa Lóninu og svo munu stelpurnar fylgjast með stórleik kvöldins þegar meistaraflokkur karla mætir liði Keflavíkur í undanúrslitum Poweradebikarsins.  Við vonum að þeir muni hefna fyrir tapið í dag.  

 

Áfram KFÍ!

Nánar

KFÍ sigur á Hrunamönnum

Körfubolti | 05.02.2012
Pétur leggur línurnar!  Hvar er stólinn?
Pétur leggur línurnar! Hvar er stólinn?
1 af 3

Stúlkurnar í KFÍ tóku daginn snemma og voru greinilega búnar að hesthúsa morgunmorninu tímanlega, því þær mættu til Grindavíkur tvíefldar eftir gærdaginn.  Mótherjar okkar í fyrsta leik voru sterkt lið Hrunamanna-stúlkna.  Leikurinn fór af stað með miilli baráttu og greinilegt að liðin ætluðu sér að berjast um alla bolta.  KFÍ hafði frumkvæði frá byrjun og leiddi í lok leikhlutans með 10:8.  Annar leikhluti var í raun mjög svipaður en KFÍ hafði undirtökin áfram og segi fram úr sunnlensku stúlkunum, staðan í hálfleik 19:14.

 

Eftir mikil fundarhöld í hálfleik snéru liðin aftur á völlinn og voru greinielga búnar að skipuleggja varnarleikinn heldur betur. Allt var í járnum, mikið af töpuðum boltum beggja vegna vallarins.  Í samræmi við þetta var ekki mikið skorað en KFÍ leiddi þó að þriðja leikhluta loknum með 25 stigum á móti 22 stigum Hrunamanna.  Hörkuleikur og bæði lið með góða möguleika á hagstæðum úrslitum.  Leikurinn var nokkuð jafn framan af leikhluta og þrátt fyrir mjög hátt spennustig í lokin tókst liði KFÍ með mikilli báráttugleði og góðri liðsvinnu, að tryggja sér sigurinn á mjög góðu liði Hrunamanna. Staðan að leik loknum var 36:30 fyrir KFÍ! Góður stigandi í leik stúlknanna.  

 

 Stig KFÍ: Eva 17 (amk 8 varin skot), Kristín Erna 8, Lilja 5, Málfríður 4 (4/4 vítum) og Rósa 2.  Lovísa var eins og klettur í vörninni.

Nánar

Viðtal: Tómas Holton og Finnur Jónsson

Körfubolti | 04.02.2012
Tómas Holton og Finnur Jónsson
Tómas Holton og Finnur Jónsson

Félagarnir Tómas Holton landsliðsþjálfari U16 og Finnur Jónsson aðstoðarþjálfari hans voru að sjálfsögðu að fylgjast með leikjunum í dag.  Fréttari greip þá glóðvolga í stutt viðtal og Tómas varð fyrri til svars.  

Það er alltaf gaman að horfa á fjöllliðamót hjá yngri flokkunum.  Ég mæli með því að allir meistaraflokksmenn mæti reglulega á þessi mót svo þeir gleymi því ekki hvernig er að spila körfuboltaleik á fullum krafti allan tímann.  Yngri flokka leikmenn eru oft meira bara á stund og stað að gefa sig alla í augnablik leiksins. Það er þessi kjarni sem góðir leikmenn eiga að varðveita.  Mig langar alltaf til þess að fara að spila aftur þegar ég hef horft á leiki í svona móti, þegar ég svo stend aftur á fætur að leik loknum, man ég af hverju ég hætti á sínum tíma.  

Ástæðan fyrir því að við erum hérna, er að við erum að velja landsliðshóp fyrir komandi verkefni.  Vorum með æfingabúðir í desember 2011 og nú erum við að fylgjast með stúlkunum spila með liðunum sínum.  Ég get fullyrt að miklar framfarir hafi orðið í kvennakörfunni frá því í gamla daga (þegar ég var að spila) og verður gaman að taka þátt í næstu skrefum á þessum vettvangi.

Nánar

Tap gegn UMFN

Körfubolti | 04.02.2012
Kristín Erna Úlfarsdóttir setur sniðskot.
Kristín Erna Úlfarsdóttir setur sniðskot.
1 af 6

Njarðvíkingar voru andstæðingar KFÍ stúlkna í síðari leik dagsins.  Eins og í fyrri leiknum í dag virtist lið okkar ekki byrja á fullum krafti og það nýttu þær grænklæddu sér vel.  Þær náðu góðu forskotu og staðan eftir fyrsta fjórðung var 27:7.  Í öðrum leikhluta sáust nokkur batamerki í leik okkar en munurinn var þó enn nokkur í hálfleik, eða 47:19 og ljóst að KFÍ átti erfitt verkefni fyrir höndum.  KFÍ stúlkur höfðu spilað vörnina fulldjarft með höndum og uppskáru því sæg af villudómum á sig, en það átti eftir að reynast ansi dýrkeypt.

 

Þriðji leikhluti hófst af krafti og virtust KFÍ stúlkur hafa náð vopnum sínum.  Mikil barátta og betra skipulag í leiknum, í raun má segja að þær hafi þarna farið að sýna sitt rétta andlit loksins.  Staðan fyrir fjórða leikhluta var 63:36 og eygði KFÍ nokkra von um að laga stöðuna áður en yfir lyki.  Því miður komu núna villurnar í fyrri hálfleik all svakalega í bakið á okkur. Þegar skammt var liðið á lokaleikhlutann misstum við útaf með fimm villur, fyrst Rósu og svo Evu.  Þar var bersýnilega komið skarð fyrir skildi, því eftir stóðu eingöngu fjórir leikmenn KFÍ inni á vellinum.  KFÍ eru nefnilega fáliðaðar að þessu sinni eða eingöngu sex talsins.  Ísfirsku stúklurnar sýndu mikla baráttu í þessu mótlæti og börðust eftir mætti gegn sterkri pressuvörn UMFN.  

 

KFÍ stúlkur eru þreyttar en reynslunni ríkari og við töpuðum engu í dag en vorum sigraðar af sterkum liðum.  Við erum að færast nær þessum liðum jafnt og þétt.  Hlökkum til verkefna morgundagsins en í kvöld verður slappað af og batteríin hlaðin!.

 

Stig KFÍ: Kristín Erna 15, Eva 15,  Málfríður 9 (þristur úr Krísuvík), Lovísa 4, Rósa 2, Lilja 1

Nánar

Sigur í hörkuleik á Akureyri

Körfubolti | 04.02.2012
Edin var frábær í leiknum gegn Þór
Edin var frábær í leiknum gegn Þór

Það var fjör í Höllinni á Akureyri á gærkvöld þegar við öttum kappi við lærlinga Nebo vinar okkar úr Þór. Það var augljóst að þetta lið var alt annað en sótti okkur heim í haust og drengirnir frá Akureyri veittu okkur harða keppni og fór leikurinn í framlengingu 97-97, en þó eftir algjört klæður af okar hálfu þar sem við misstum niður 12 stiga forskot síðustu tvær mínúturnar og jösfnuðu þeir metin. Við áttum þó síðasta skotið til að klára leikinn, en það geigaði og fimm mínútna framlenging framundan og allt flæði með Þórsurum. Það var þó ljóst frá fyrstu mínútunni þar að strákarnir okkar voru meira tilbúnir í að taka leikinn og það varð raunin. Lokatölur 113-104 í stórskemmtilegum leik.

 

Í byrjun leiks voru okkar strákar enn með lappirnar í bílnum og fætur virkuðu þungar í vörn, en sóknin var á sínum stað og kom Hlynur Hreins tilbúinn inn á og lét strax að sér kveða og gerði 7 stig. Jafn á öllum tölum, en Þór með yfirhöndina eftir 1. leikhluta, staðan 30-28 og mikið fjör.

 

Áfram var jafn leikur í þeim þriðja og leiddu liðin til skiptis og voru mörg frábær tilþrif sýnd í vörn og sókn beggja liða Þegar haldið var í djúsherbergið í hálfleik var staðan 49-50 og ljóst að þetta yrði hraður og flottur leikur.

 

Í seinni hálfleik byrjuði Ísdrengirnir að herða tökin en þó aldrei þannig að Þór væri langt undan. Mest náðum við 9 stiga forskoti um miðjan leikhlutann en norðanmenn komu alltaf til baka sterkir. Við höfðum þó 6 stiga forskot þegar haldið var í síðasta leikhluta, staðan 69-75 og menn á því að þetta væri allt að smella saman.

 

Við komust í 73-85 og 82-95 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum, en þá var eins og okkar drengir hafi haldið að þetta væri komið og Þórsarar myndu bara dást að okkur, n svo var alls ekkiað gerast. Með Eric Palm sjóðheitan í broddi fylkingar komu Þórsarar brjálaðir til baka og náðu 15-2 lokakafla og komu þeir sér þar með í framlengingu. Þarna var Craig kominn á bekkinn fræga með 5 villur og fór um menn. En þar kom Hlynur enn inn sterkur og leiddi okkur áfram. Ari tók stjórn á okkar mönnum og fór mikinn ásamt Jón, Edin, Hlyn og Chris og kláruðu þeir leikinn og silgdu okkur í höfn. Lokatölur sem áður er skrifað 104-113 og fögnuður mikill enda voru Þórsarar ekki auðunnir í kvöld og eru á góðu skriði.

 

Stig KFÍ. Edin átti stótleik og var með 34 stig og 12 fráköst, Chris var með tröllatvennu 30 stig og 21 fráköst og varði 2 skot alveg svakalega. Ari heldur áfram að spila frábærlega og endaði með 20 stig (4/8 í þriggja og 4/4 í vítum). Kristján Pétur 9 stig og 5 fráköst. Craig 10 stig 7 stoðsendingar og 5 stolna. Hlynur steig heldur betur upp og var með 7 stig og 3 stosendingar. Jón Hrafn 3 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar og Leó átti góða innkomu.

 

Þreytt en ávallt jafn gaman að segja frá þá var þetta vinnusigur og liðsheild og er það sem sigrar leikina á endanum. 

Nánar