Fréttir - Körfubolti

Skemmtileg ferð í Hólminn fagra

Körfubolti | 15.02.2012
Auður að messa yfir stelpunum
Auður að messa yfir stelpunum

7. flokkur stúlkna hélt til Stykkishólm og tók þátt í Íslandsmóti 7. flokks stúlkna. Ferðinn gekk vel enda veður gott og félagsskapurinn enn betri. Auður Rafnsdóttir þjálfari fór ásamt Lalla lækni sem var fararstjóri. Og stúlkurnar sem voru með í ferð voru þær Þorsteina, Linda Marín, Sonia, Hekla, Eva, Ingigerður og Þuríður.

 

Fyrsti leikurinn var gegn heimastúlkum úr Snæfell. Leikurinn var í járnum í byrjun og skiptust liðin á að skora, en við náðum fjögurra stiga forskoti í hálfleik, 12-16. En svo settum við í fluggír og unnum öruggan sigur, lokatölur 22-32 og gleði og góð spil var málið.

 

Stig KFÍ. Linda 12, Sonia 8, Eva 8, Hekla og Ingigerður 2.

 

Næsti leikur okkar var gegn Herði frá Patreksfirði og komum við ekki alveg nógu tilbúnar til þess leiks, gleymdum að fara í fráköstin og hittnin ekki alveg næginlega góð. Hálfleikstölur 11-14 fyrir Patró. Við komum til seinni hálfleiks með miklu meiri baráttu, en það dugði ekki til og við töpuðum leiknum með einu litlu stigi 29-30.

 

Stig KFÍ. Linda 12, Sonia 12 og Hekla 5.

 

Síðasti leikrurinn var síðan gegn liði Vals úr Reykjavík. Og núna mættu stelpurnar stemmdar og ætluðu frá upphafi að taka þennan leik. Boltinn flaut vel, baráttan um fráköst og vörn til mikillar fyrirmyndar og staðan í hálfleik 16-6. Þrátt fyrir að vera vel yfir héldu stelpurnar áfram að sækja vel og unnu öruggan sigur. Leikgleði, barátta og vörn er alltaf uppskrift að sigri. Lokatölur 39-19.

 

Stig KFÍ. Hekla 14, Linda 12, Eva 7, Sonia 6.

 

Allar stelpurnar lögðu vel á sig á þessu móti og var mórallinn og leikgleðin til mikilar fyrirmyndar. Vert er að minnast á Soniu í þessu móti, hún barðist gríðarlega vel og er algjör baráttuhundur. Svo mikil læti voru í henni í fráköstum að hún tók oft boltann og manninn með sér í fráköstum :)

 

Það er mjög gaman að ferðast með svona góðum stelpum og sérstakar þakkir fær Lalli fararstjóri fyrir sitt framlag en hann var ómetanlegur. Núna er bara að sækja fram á veg, mæta vel á æfingar og taka næsta fjölliðamót, það var tæpt að þessu sinni og munaði einu stigi í einum leiknum. Nú sjá stelpurnar að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og er Auður mjög sátt við þær allar og er brosandi allan hringinn eftir ferðina.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Strembin ferð á Akureyri

Körfubolti | 13.02.2012
Flottir strákar
Flottir strákar
1 af 2

Strákarnir í 7. flokk lögðu land undir fót með þeim Seko þjálfara, Guðna Ó Guðna og Gumma sem fararstjóra. Þung færð var á leiðinni, en sóttist ferðir ágætlega þótt fleiri mínútur hafi farið í ferðina, en heilir á húfi komu þeir til Akureyrar þar sem fjölliðamótið var.

 

Fyrsti leikurinn var gegn Aftrueldingu og í 32 mínútur vorum við áhorfendur og dáðumst andstæðingum okkar sem komu tilbúnir til leiks og unnu auðveldan sigur.

Stig KFÍ. Pétur Tryggvi 7, Haukur 3.

 

Næsti leikur var gegn Þór og komu strákarnir tlbúnir í þann leik. Eftir 10 mín. var staðan 10-8 fyrir heimamenn og staðan í hálfleik 18-12 og við farnir að spila körfubolta loksins. En aftur urðum við stressaðir og ekki nógu grimmir og lokatölur 62-26 sem skrifast á einbeitingarleysi.

Stig KFÍ. Haukur Rafn 6, Lazar 6, Pétur Tryggvi 4, Rúnar 4, Bennsi 2, Arent 2 og Steini 2.

 

 Þá var komið að síðasta leik mótsins að þessu sinni gegn lið Kormáks. Og nú voru drengirnir klárir í leik og ætluðu að kvitta fyrir tvo tapleikina. Við komum mjög einbeittir í leikinn, spiluðum grimma vörn og létum boltann ganga vel. Lokatölur 45-31 fyrir okkur og gleðin tekin að ný.

Stig KFÍ. Lazar 14, Pétur Tryggvi 12, Haukur Rafn 8, Steini 6, Hrannar 3 og Rúnar 2. Bennsi stal 5 boltum, Arent var með 3 stoðsendingar, og Jakob með 4 fráköst, þannig að allir léku sem einn og verðskuldaður sigur staðreynd.

 

Nú er Jakinn brotinn. Fyrsti sigur drengjanna staðreynd og taka þeir mikið úr þessum leikjum. Nú þarf að fylgja þessu eftir, mæta vel á allar æfingar og vera harðir. Við sýndum að við getum spilað körfubolta, en verðum að gera það allan leikinn en ekki bara nokkrar mínútur í einu. Einnig má taka fram að meira en helmingur þessara stráka eru enn í minnibolta þannig að framtíðin er björt hjá okkur.

 

 

Seko, Guðni og Gummi vilja taka fram að strákarnir voru frábærir utan vallar og er nú sem áður félagi sínu og Ísafjarðarbæ góð fyrirmynd og þakka þeim fyrir skemmtilega ferð

 

Áfram KFÍ

Nánar

Stórsigur gegn ÍG á Jakanum

Körfubolti | 12.02.2012
Óskar mætti öskrandi í kvöld. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Óskar mætti öskrandi í kvöld. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
1 af 9

Það var rétt í upphafi sem ÍG veitti okkur einhverja keppni, en sú keppni var skammvinn og leikurinn aldrei í hættu, en fín tilþrif sáust hjá báðum liðum í kvöld, en þessi leikur fer ekki í neinar sögubækur nema fyrir þær sakir kannski að ÍG fékk dæmdar á sig 32 villur og við tókum heil 42 vítaskot en vorum ekki alveg með einbeitinguna í lagi þar og nýttum aðeins 27 þeirra sem er ekki gott á okkar mælikvaðra. Lokatölur 126-80.

 

Allir leikmenn KFÍ skouðu í leiknum og er það flott og framlagsstuðull okkar var 155 sem er ansi frambærilegt verður að telja, en erfitt var að halda einbeitingunni 100% allan leikinn.

 

Ungu húnarnir okkar komu vel inn og verður að taka sérstaklega fyrir Óskar Kristjánsson sem setti 11 stig og spilaði eins og hann væri hokinn af reynslu og fúlskeggjaður. Spilatímanum var dreyft vel og voru menn að deila tímanum vel og koma af bekknum með flott framlag, þó enginn meira en Chris sem náði 29 stigum 17 fráköstum og varði 3 skot á 25 mín.

 

Það er þó ekkert stórt að frétta frá þessum leik annað en að fólkið okkar gerði sér glaðan dag í áhorfendastúkunni á Jakanum og skemmtu allir sér konunglega.

 

Stig. KFÍ Chris 29 (17 fráköst), Kristján Pétur 20 (4 fráköst), Edin 20 (fráköst), Craig 16 ( 6fráköst, 9 stoðsendingar), Óskar 11 stig ( 3 fráköst), Ari 7 (3 fráköst), Jón Hrafn 6 stig (5 fráköst) Guðni Páll 5, Hlynur og Leó 4, Jón Kristinn og Sigmundur 2 stig.

 

Hjá ÍG voru þeir Bergvin, Halli, Eggert fínir og gaman var að sjá Hjalta heima aftur, en hann er núna fyrir sunnan við nám.

 En baráttujaxl kvöldsins hjá gestunum var Helgi Már Helgason.

 

Það var gaman að sjá strákana skemmta sér og öðrum og var létt yfir Jakanum í kvöld.  

Nánar

Stelpurnar unnu öruggan sigur í Borgarnesi

Körfubolti | 12.02.2012
Stelpurnar í Borgarnesi
Stelpurnar í Borgarnesi
1 af 2

Stúlkurnar okkar gefa strákunum okkar ekkert eftir og fóru í dagsferð til Borgarnes og sóttu þar öruggan sigur. Lokatölur 64-30.

 

Allar stelpurnar spiluðu vel og var vörnin sem áður vopn okkar og sést það best á lokatölum leiksins. Allar skiluðu sínu og vel það, en Rósa átti mjög góða innkomu og Guðlaug spilaði frábæra vörn. Sem fyrr voru það skytturnar þrjár þær Anna Fía, Sólveig og Svandís sem voru stighæstar en skammt á eftir komu Rósa og hin unga og efnilega Eva Kristjánsdóttir.

 

Pétur tekur enga út í þetta sinn en var kampakátur með varnaleikinn...

 

Stelpurnar eru nú í öðru sæti 1. deildar og verður mjög spennandi lokakafli deildarinnar sem háð verður næsta mánuð.

 

Stig KFÍ. Sólveig Helga 21, Svandís Annar 17, Anna Fía 9, Eva 8, Rósa 6 og Vera 4.

Nánar

Bein útsending í kvöld kl. 19.05 í hágæðum á Jakanum

Körfubolti | 12.02.2012

Fyrir þá sem ekki komast á Jakann að sjá leik KFÍ og ÍG í 1. deildinni

 

Hér er slóð á útsendinguna. BEIN ÚTSENDING

 

Við munum byrja að senda út 19.05 og leikur hefst 19.15. 

 

For those of you that can not come to the game 12th of feb. click on the link HERE and you can see the game live.

 

HÉR klippa frá leik gegn Haukum frá Fjölni Baldurssyni og KFÍ-TV

 

Kv.

Gaui, Gautur, Gummi, Sturla, Fjölnir, Jakob, Jói, Gunnar Bjarni og Einar Bragi.

Nánar

Öruggur sigur hjá meistaraflokki kvenna í Borgarnesi

Körfubolti | 11.02.2012
Við erum á ferðinni, ekki skjóta :)
Við erum á ferðinni, ekki skjóta :)

Ísdrottningarnar okkar unnu öruggan sigur í Borgarnesi. Lokatölur 30-64 og eru þær á leið heim, en þær lögðu af stað í morgun. Þær og Pétur biðja kærlega að heilsa heim.

 

7. flokkur unnu einn og töpuðu tveim á Akureyri í dag en þeir fóru þeir keyrandi í gær með Guðna, Seko og Gumma, þeir eru væntanlegir kl. 03.00 í nótt..

 

10. flokkur drengja komst loks fljúgandi í dag og eru búnir að keppa tvo leik. Tap gegn Val í fyrsta leik 56-59 og svo sjö stiga tap 55-62 gegn Snæfell í tvífremlengdum leik. Það er samt miklar framfarir merkjanlegar hjá strákunum hans Ara Gylfa. Á morgun tveir leikir og svo heim..

 

KFÍ á ferðinni alltaf, allstaðar...

 

Áfram KFÍ

Nánar

Tap gegn Njarðvík í ágætis leik

Körfubolti | 11.02.2012
Hlynur var bestur í dag og fer stigvaxandi með hverjum leik
Hlynur var bestur í dag og fer stigvaxandi með hverjum leik

Unglingaflokkur KFÍ tók á móti Njarðvík í dag og var um hörkuleik að ræða fram að miðjum þriðja leikhluta, þá hertu Njarðvíkingar tökin og fengu auðveld sniðskot sem dró þá í hæfilega fjarlægð frá okkur og innbirtu grænir sanngarnan 15 stiga sigur. Lokatöli 66-81.

 

Fram eftir leik voru okkar strákar að spila mjög vel og var Hlynur Hreinsson að draga vagninn og fékk um borð þá Kristján Pétur, Gaut og Leó, en við vorum ekki nógu grimmir og hengdum haus á kafla sem má aldrei gegn svona sterku liði sem Njarðvík er og þá er ekki að sökum að spyrja. En það býr mikið í þessu liði okkar og taka skal frá þessum leik sem gott er og læra af hinu.

 

Fín frammistaða engu að síður og ekkert til að hugsa um nema í 15 mínútur, næsti leikur og þessi búinn takk fyrir.

 

Stig KFÍ. Hlynur 26, Kristján Pétur 13, Leó 11, Gautur 6, Jón Kristinn 6, Sigmundur og Óskar 2.

 

Stig Njarðvík. Styrmir 21, Ólafur 19, Egill 15, Einar 11, Óli Alexander 8, Einar Örn 7.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Heimaleikir um helgina

Körfubolti | 11.02.2012
Leó er tilbúinn
Leó er tilbúinn

Meistaraflokkur karla og unglingaflokkur munu keppa hér heima um helgina. Fyrst er komið að unglingaflokk sem fær Njarðvík í heimsókn og er sá leikur á laugardaginn 11. febrúar og hefst kl. 15.30 !

 

Síðan mun meistaraflokkur taka á móti ÍG og er sá leikur á sunnudaginn 12. febrúar og hefst kl. 19.15

 

Við hvetjum alla að koma á leikina og taka þátt í leiknum !

 

Einnig er gaman að segja frá því að KFÍ-TV og Sport-TV munu hefja tilraunaútsendingu kl. 19.05 frá leiknum með það í huga að hefja samstarf og er mikil tilhlökkun hjá báðum aðilum.

Nánar

Troðslur Edins gegn Keflavík í HD

Körfubolti | 10.02.2012
"Come fly with me"

Þar sem um einkar góð tilþrif var að ræða hjá Jóni, Ara, Hlyn, Craig og Edin gegn Keflavík vildum við setja troðslurnar hér inn aftur í HD. Hér slóðin

Nánar

Áfram með Vífilfell næstu fjögur ár

Körfubolti | 09.02.2012
Guðni Ólafur Guðnason gjaldkeri KFÍ og Þorsteinn Haukur Þorsteinsson umdæmisstjóri Vífilfells við undirritun samningsins.
Guðni Ólafur Guðnason gjaldkeri KFÍ og Þorsteinn Haukur Þorsteinsson umdæmisstjóri Vífilfells við undirritun samningsins.

KFÍ og Vífilfell skrifuðu undir nýjan fjögurra ára samning í dag, en samstarf á milli okkar og Vífilfells hefur verið einkar gott og höfum við verið í samstarfi til margra ára. Báðir aðilar eru mjög ánægð með samvinnuna og er samningurinn til árið 2016. Vífilfell mun nú sem áður vera einn af okkar aðalstyrktaraðilum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir og hlökkum til framhaldsins.

Nánar