Fjölnir Baldursson og KFÍ-TV voru á leik mfl. kvenna KFÍ-Stjarnan s.l. laugardag þar sem við sendum leikinn beint út, en leikurinn endaði 60-57 eftir æsispennandi lokamínútur og er afrakstur Fjölnis hér í MYNDBROTI
NánarStrákarnir voru að leggja Breiðablik í Kópavogi, lokatölur og fóru þar með að ráði stúlknanna sem unnu báða sína leiki gegn Stjörnunni og er frétt um þær hér neðar á síðunni.
Leikur drengjanna var aldrei í hættu og voru allir að spila vel. Lokatölur 78-100 og einn leikur eftir gegn Skallagrím frá Borgarnesi og er hann hér heima 9. mars þar sem við munum taka á móti bikarnum sem deildarmeistarar 1. deildar og lofum við miklu fjöri á Jakanum þar sem margt verður gert til að skemmta öllum Vestfirðingum.
Stig KFÍ. Chris 24 stig (19 fráköst og 3 varin skot), Edin 24 stig (5 fráköst og 5 stoðir), Jón Hrafn 16 stig (5 villur og spilaði 16 mínútur sem gerir 1 stig per mínútu), Ari 14 stig (4 stoðir og var 100% í þriggja), Craig 13 stig (3 fráköst, 7 stoðir og 5 rændir), Jón Kristinn 4 stig (2 fráköst), Kristján Pétur 3 stig (3 fráköst), Guðni Páll 2 stig (2 fráköst og 3 stoðir)
Liðsheild, vörn, sigur..
Áfram KFÍ !!!
NánarSeinni leikurinn var gegn Stjörnunni í dag, en stelpurnar okkar sigruðu þann fyrri í gærkvöld 69-53. Að þessu sinni varð leikurinn enn meira spennandi en fór svo að lokum að Ísstelpurnar okkar unnu aftur, en núna með þrem stigum, lokatölur 60-57.
Enn og aftur voru það stúlkurnar úr Garðabænum sem byrjuðu betur og náðu mest sjö stiga forustu, en KFÍ kom ávallt til baka. Í tedrykkjunni voru þó Stjörnustúlkur með yfirhöndina, staðan 32-37. Og aftur á innan við sólarhring messaði Pétur Már hressilega yfir þeim og komu þeir eins og naut í flagi í seinni hálfleik og hélst mikil spenna þar sem liðin skiptust á körfum. Þó voru KFÍ stúlkurnar með forskot lengstum, en gestirnir hættu aldrei og náðu að koma sér inn í leikinn og þegar skammt var eftir var staðan jöfn 52-52 og allt opið.
En taugarnar héldu okkar megin í dag og voru heilladísirnar okkar megin í restina og fyrsta sætið okkar í 1. deild með 20 stig með tvo tapaða, en Grindavík er með 18 einn leik tapaðan, en færri leiki spilaða og verða lokaleikirnir okkar í deildinni meiriháttar spennandi og erum við í baráttu um sæti í Iceland Express deildinni rétt eins og strákarnir eru búnir að tryggja sér. Það er gaman að sjá báða meistaraflokkana vera í efsta sæti í 1.deild á www.kki.is :)
Sýnt var beint frá leiknum á KFÍ-TV og var mikil ánægja með útsendinguna. Okkur telst að þetta sé í fyrsta skipti sem sent úr leik í 1. deildinni og von á meiru þar.
Tölfræðin kemur seinna í dag, en nú eru allir að horfa á leik UMFB í Bolungarvík í 2.deildinni þar sem strákarnir þar eru að berjast við að komast í úrslitakeppnina í 2. deild.
Áfram KFÍ
NánarMeistaraflokkur kvenna spilaði fyrri leik sinn gegn Stjörnunni í kvöld og náðu flottum sigri þar sem vörnin tók þetta eins og svo oft í vetur. Lokatölur 69-53.
Jafnt var með liðunum í byrjun, en gestir okkar voru þó með örlítið forskot þar sem við vorum ekki alveg að vanda sendingar og ekki nógu fljótar til baka í vörn og Stjörnustelpurnar voru með forskot á okkur eftir fyrsta leikhlutann, 16-19. Í öðrum leikhluta jafnaðist leikurinn og var jafnt á með liðunum og þegar haldið var til tedrykkju var staðan 32-34.
Pétur tók rándýra látúnsbarkaræðu á stelpurnar í pásunni og var allt annað að sjá til þeirra og tóku þær þriðja leikhlutann 14-9 og staðan 46-43 fyrir síðasta leikhlutann.
Í síðasta leikhlutanum reimdu stelpurnar á sig skóna og tóku leikinn í sínar hendur og litu aldei í baksýnisspegilinn og lönduðu öruggum sigri. Lokatölur eins og a´pur var greint frá 69-53.
Vörnin og fráköstin eru oft orsök og afleiðing góðra sigra og svo var í kvöld. Liðsheildin var til mikils sóma og erum við hreyknar af stúlkunum okkar.
Seinni leikurinn gegn Stjörnunni er á morgun kl. 14.00 og hvetjum við alla að koma og hvetja þær til dáða. Þeir sem ekki komast get horft á hann í beinni HÉR
Hér er tölfræðin
Ath að leikmaður #9 er Kristín Úlfarsdóttir og #4 er Málfríður Helgadóttir. Sólveig Páls og Stefanía Ásmunds voru ekki með.
NánarBara til að minna á okkur fyrir Vestan. KFÍ-TV, Fjölnir Baldursson og allt frábæra fólkið að verki !!! Og við erum hvergi nærri hætt. Það verður bein útsending frá seinni viðureign mfl. Kvenna KFÍ-Stjarnan laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00 á KFÍ-TV.
Fyrri leikurinn gegn Stjörnunni er á föstudagskvöldið 24. febrúar kl. 18.30
Það verður svo rosalega gaman að taka við bikarnum í beinni 9. mars eftir leik gegn Borgarnesi og við ætlum að fylla Jakann af fólki og gleðjast saman.
Njótið í botn hér fyrir neðan með að klikka á leikina.
Nánar
Grímuball KFÍ og Ísfólksins verður haldið laugardagskvöldið 10. mars og er undirbúningurinn á fullu. Þetta er í fjórtanda sinn sem við höldum grímuball og hefur metnaður fólks í búningahönnunn verið mögnuð. Ekkert verður gefið eftir og glæsileg verðlaun í boði eins og venjulega. Nánar verður sagt frá viðburðinum eftir helgina, en margt rosalega flott mun koma í ljós. Eitt er þó sem aldrei mun breytast og það er að þetta verður rosaleg skemmtun.
NánarÞað er klárt mál að stelpurnar í meistaraflokk ætla ekki að gefa neitt eftir í baráttu sinni í 1.deild kvenna og ætla þær sér sigur í deildinni.
Takmarkið er sett á að sigra 1. deildina en þær eru núna í 2-3 sæti með 14 stig og tvo tapaða leiki ásamt Stjörnunni, en Grindavík er á toppnum með 18 stig og einn tapaðan leik.
Núna um helgina kemur lið Stjörnunnar frá Garðabæ á Jakann og leika hér tvo leiki við stelpurnar. Sá fyrri er á föstudagskvöldið og hefst kl. 18.30 og sá síðari á laugardag kl. 14.00.
KFÍ-TV ætlar að vera með beina útsendingu frá síðari leik liðanna á laugardaginn.
Það er þó von okkar að við komum og stuðjum við bakið á stelpunum, þær eru búnar að standa sig frábærlega og eru tilbúnar fyrir verkefni helgarinnar.
Fjölmennum á leikina og öskrum stelpurnar áfram.
Áfram KFÍ
NánarÞá er það ljost eftir úrslit dagsins að ekkert lið getur náð okkur að stigum og erum við því Deildarmeistarar í 1. deild og sæti í Iceland Expressdeildinni staðreynd !!!!!!
Þetta er frábær árangur hjá strákunum og Pétri Má þjálfara. Núna erum við með 30 stig og aðeins með einn tapleik að baki í vetur. Við eigum eftir tvo leiki gegn Breiðblik úti og svo gegn frændum okkar úr Borgarnesi hér heima 9. mars, en Borgarnes er í öðru sæti eins og er með 22 stig og 4 tapleiki. Þetta hefur útheimt mikla vinnu og eru strákarnir og Pétur þjálfari vel að þessu komnir og erum við öll rosalega stolt af þeim
Það er samt ljóst að við erum ekkert að hætta og ætlum okkur sigur í þeim leikjum sem við eigum eftir. Deildin er mjög spennandi og eru liðin í 2-7 sæti í bullandi slag um sætin í umspili um sæti í IE deildinni og þar eru Höttur, Borgarnes, Hamar, ÍA og Þór Akureyri að berjast um heimavallarrétt og sæti í úrslitakeppninni.
Árangur KFÍ í vetur hefur verið frábær. Við enduðum í 2. sæti í okkar riðli í Lengjubikarnum og lögðum að velli bæði Hauka og Fjölni þar, en þau eru í IE deild. Og svo komust við í fjöggurra liða úrslit í Powerade bikarkeppninni þar sem við duttum út gegn Powerade meisturunum sjálfum Keflavík 77-90 í hörkuleik, þannig að uppskeran er frábær og framtíðin björt.
ÁFRAM KFÍ
NánarÞá, er komið að unglingaflokk að fara suður og ekki í fyrsta skipti í vetur. Núna er verkefnið verðugt, fyrst er það fjögurra liðaúrslit í bikarkeppni KKÍ og andstæðingar okkar gríðarlega sterkt lið Fjölnis úr Grafarvogi og fer það lið sem sigrar í úrslitaleik gegn KR, en þeir vesturbæjarpiltar unnu Njarvík í hörkuleik á miðvikudaginn s.l. Þessi viðureign er sett á laugardagskvöldið kl. 18.30 í Grafarvogi.
Á sunnudag fara drengirnir síðan til frænda okkar í Borgarnesi og etja þar kappi við SnæGrím (Snefell/Borgarnes), en síðasta viðureign hjá þesum liðum var rosalega spennandi og verður örugglega um jafnan leik þar að ræða og hefst hann kl. 16.00 í Fjósinu í Borgarnesi.
Við skorum á alla að mæta á þessa leiki og styðja við bakið á framtíð íslenks körfubolta, en þessi þrjú lið eru að nota drengi sína vel í meistaraflokki síns félags og eru þeir að standa sig frábærlega. Það er engin skortur á góðum íslenkum leikmönnum og er framtíðin björt.
Frá leik KFÍ og Njarvíkur um s.l. helgi
Áfram KFÍ
NánarStrákarnir úr KFÍ-TV og Fusijama-TV voru á leik unglingaflokks KFÍ-Njarðvíkur um síðustu helgi en leikurinn endaði með sigri Njarðvíkur, lokatölur 66-81 og tóku þeir Jakob Einar og Sturla Stígsson upp skemmtilegt myndband og er afraksturinn HÉR
Nánar