Fréttir - Körfubolti

Þá er komið að stóru stundinni hjá stelpunum

Körfubolti | 27.03.2012
Þær eru klárar í verkefnið
Þær eru klárar í verkefnið

Í kvöld 28.mars er komið að stóru stundinni hjá stelpunum. Úrslitaleikur um laust sæti í Iceland Express deildinni og fer hann fram í Röstinni, Grindavík. Bæði lið hafa unnið sitthvorn leikinn og eru þau rosalega öfn að burðum og er klárt að það stefnir í svakalegt einvígi.

 

Við viljum hvetja alla brottflutta Vestfirðinga að fjölmenna suður með sjó og hvetja þær til dáða. Þær hafa staðið sig frábærlega í vetur og erum við rosalega stolt af þeim.

 

Allir á völlinn og áfram KFÍ

Nánar

Myndband frá leik KFÍ og Skallgrím

Körfubolti | 27.03.2012
Yes :)
Yes :)

Margir hafa beðið okkur um að setja inn myndband frá viðureign okkar gegn Skallagrím 9.mars s.l þar sem við tókum við sigurverðlaunum okkar fyrir deildarmeistaratitilinn í 1.deild og farseðilinn upp í Iceland Expressdeildina.

 

Nú eru Borgnesingar komnir upp með okkur og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn !

 

Við viljum sýna þessi tvö lið og verðum að sjálfögðu við þessu erindi og hér er LEIKURINN

 

Áfram KFÍ

Nánar

Frábær barátta og oddaleikur staðreynd

Körfubolti | 26.03.2012
Eva á fullu
Eva á fullu
1 af 6

Stelpurnar sýndu mátt sinn í kvöld og náðu að leggja Grindavík og fá tækifæri á að spila úrslitaleik um sæti í Iceland Express deildinni næsta vetur og gefa þar með strákunum ekkert eftir og sína það að starfið hjá félaginu í vetur er heldur betur að skila sér. Lokatölur 54-48.

 

Bæði liðin eru mjög jöfn og hafa leikirnir í vetur sýnt það, en þetta sinn voru það Ísdrottningarnar sem höfðu betur og var það vörnin sem skóp þennan sigur ásamt því að vera einungis með 9 tapaða bolta sem er eins og lagt er upp með fyrir hvern leik, en vörn KFÍ fékk Grindavík til að henda frá sér boltanum 18 sinnum.

 

Liðin skiptust á að vinna fjórðungana og þegar sá síðasti hófst var staðan 34-39 og Grindavík með tökin á leiknum, en Pétur er klókur og tók leikinn í sínar hendur og stelpurnar tóku þann síðasta 19-9 og leikinn 54-48

 

Það er því hreinn úrslitaleikur á miðvikudagskvöldið 28. mars í Grindavík og hvetjum við alla Vestfirðinga að fjölmenna og hvetja stelpurnar áfram og það lið sem sigrar þann leik leikur í Iceland Express deildinni næsta vetur.

 

Stig KFÍ. Sólveig 15 stig, 6 fráköst. Eva 14 stig, 3 fráköst (6 leikir á 3 dögum hjá henni). Hafdís 12 stig 2 fráköst. Svandís 9 stig, 18 fráköst. Anna Fía 4 stig, 9 fráköst.

 

Stig Grindavíkur.Berglind 15 stig, 10 fráköst. Ingibjörg 14 stig, 6 fráköst. Ingibjörg E. 6 stig, 2 fráköst. Jóhanna 6 stig, 4 fráköst. Jeanne 5 stig, 6 fráköst. Sandra 2 stig, 5 fráköst.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Þá er komið að stelpunum !

Körfubolti | 25.03.2012
Stelpurnar okkar að gera það gott
Stelpurnar okkar að gera það gott

Stelpurnar í mfl. kvenna taka á móti Grindavík í umspili um laust sæti í Iceland Express deild næsta vetur og er leikurinn hér á Jakanum og hefst kl. 19.15. Leikurinn er í boði Klofnings á Suðureyri og er því öllum boðið frítt á leikinn og væntum við húsfyllis.

 

Stelpurnar töpuðu leiknum á laugardaginn naumlega og ætla að hefna ófaranna og komast í oddaleikinn á miðvkudagskvöldið í Grindavík, en til þess að svo megi verða verðum við að fá alla á Jakann !

 

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður því miður ekki hægt að sýna leikinn beint og biðjum við velvirðingar á því, en leikurinn verður tölfræðivef KKÍ hér

 

Stelpurnar okkar eru málið þessa dagana og ætla mfl. stelpurnar að fara að fordæmi 7.flokks og 10.flokks sem stóðu sig frábærlega og greint er frá hér neðar á síðunni.

 

Áfram KFÍ

Nánar

7.flokkur stúlkna upp um riðil og 10.flokkur stúlkna komnar í úrslit á Íslandsmótinu

Körfubolti | 25.03.2012
7.flokkur hér með Auði þjálfara :)
7.flokkur hér með Auði þjálfara :)

Það var nóg um að vera hjá KFÍ þessa helgi og eru hetjur helgarinnar stúlkurnar í 7.flokk og 10.flokk. Og eru stelpurnar í 10.flokk fyrstar frá KFÍ til að komast í úrslitakeppnina og er það ekki dónalegt þar sem þær komust bara fimm suður vegna meiðsla og veikinda og á tímabili leit ekki út fyrir að við gætum klárað fjölliðamótið þar sem ein stúlknanna lenti á spítala eftir gærdaginn, en þær eru ekkert annað en valkyrjur og kláruðu leik gegn KR í framlengdum leik og sem meira er þá voru þær bara fjórar eftir inn á vellinum í framlengingu eftir að Eva var komin með 5 villur. Hinar fjórar spýttu í lófana og kláruðu leikinn sterkt og úrslitakeppni í Íslandsmóti staðreynd !! GLÆSILEGT STELPUR

 

Og ekki gáfu stelpurnar í 7.flokk neitt síðra í helgina og eftir fjörugt og skemmtilegt fjölliðamót hérna heima á Jakanum fór svo að lokum að KFÍ stelpurnar unnu sig upp í B-riðil þar sem þær byrja næsta vetur og eru vel að þessu komnar.

 

Við viljum einnig þakka Herði, Kormáki og Val kærlega fyrir góða helgi, en þessar stúlkur voru félögum sínum til mikillar fyrirmyndar.

 

Úrslit 7.flokks

 

Kormákur-Valur 36-22

KFÍ-Valur 34-25

Kormákur-KFÍ 34-31

Valur-Hörður 24-25

Hörður-KFÍ 24-31

Kormákur-Hörður 47-24

Nánar

Naumt tap hjá stelpunum í Grindavík

Körfubolti | 24.03.2012
KOMA SVO ALLIR Á JAKANN !!!!!!!
KOMA SVO ALLIR Á JAKANN !!!!!!!

Fyrsti leikurinn í umspilinu um sæti í IE deildinni var í kvöld í Grindavík. Úr varð hörkuleikur það sem Grindavík fór með sigur af hólmi, lokatölur 54-51. Við getum hefnt ófaranna á mánudagskvöldið n.k. 26 mars og hefst leikurinn kl.19.15 og viljum við sjá fullt hús, en frítt er inn á á leikinn í boði Klofnings, þess ótrúlega stuðningsaðila okkar og er von okkar að Jakinn verði þétt setinn af stuðningfólki okkar. Stelpurnar ætla að hefna ófaranna og vilja fá sem flesta með sér !!!!

 

Stelpurnar voru rosalega góðar í kvöld og börðust um alla lausa bolta, en þær lentu 10 stigum undir í seinni hálfleik en með margnaðri baráttu komu þær til baka og var mikil stemning í Grindavík og góð skilaboð fyrir seinni viðureignina eftir helgina. Ef við förum með sigur í þeim leik er hreinn úrslitaleikur á miðvikudagskvöldið í Grindavík og þangað ætla stelpurnar að fara.

 

Stig KFÍ. Svandís 18 stig, 6 fráköst. Eva Kristjánsdóttir 13 stig (3/4 í þristum). Sólveig 8 stig, 13 fráköst. Hafdís 4 stig, 4 fráköst . Vera 4 stig, 3 fráköst. Anna Fía 4 stig, 4 fráköst.

Nánar

Tap gegn góðu liði KR í unglingaflokk

Körfubolti | 24.03.2012
Nonni var flottur í dag
Nonni var flottur í dag

KR undir stjórn Hrafns Kristjánssonar komu í heimsókn í dag og öttu kapi gegn unglingaflokki okkar. Leikurinn var mjög skemmtilegur og hraður og sáust mjög góð tilþrig hjá báðum liðum. KR drengirnir voru mjög góðir og eru með frábæran efnivið og fengu drengirnir á Jakanum að hafa fyrir öllu í vörn og sókn. Lokatölur 98-80 sem hefði þó hæglega geta verið minna ef við hefðum nýtt öll opnu færin undir körfunni og fækkað töpuðu boltum (20).

 

KR sem eru leiddir áfram af  Martin, Kristófer (flugmann) og Bjössa Kristjáns sýndu í dag hvers vegna þeir eru bikarmeistarar með makkerum sínum úr KR. Þeir leiddu vagninn í dag og lokuðu leiknum en þeir Jónas, Oddur, Egill og Kormákur voru þó langt fyrir að vera í fríi og settu sitt mark á leikinn. Verðskuldaður sigur hjá drengjunum úr Vesturbænum sem voru í dag að spila sinn fjórða leik á þrem dögum sem telst ágætis framlag til boltans.

Stig KR. Martin 24, 7 fráköst. Bjössi 20 stig (3/5 Í þristum). Kristó 20 stig 11 fráköst. Kormákur 10 (2/2 þristum). Oddur 9 og Egill 7.

 

Hjá KFÍ voru strákarnir að spila mjög vel, en misstu leikinn frá sér á nokkrum mikilvægum augnablikum þegar þeir misstu einbeitninguna, en gáfust ekkert upp og létu KR hafa fyrir hlutunum. Það var gaman að sjá Nonna og Óskar berjast eins og Ísbirnir og var Óskar frákastahæstur KFÍ í dag með 10 fráköst og setti 10 stig, sem sagt flott tvenna hjá Bolungarvíkurundrinu :)

 

Nonni átti sinn besta leik á tímabilinu og setti 13 stig og tók 6 fráköst og stal 2 boltum.  Leó var mjög góður, setti 16 stig og sýndi hvað hann getur með hraða sinn og stökkkraft. Hlynur vex með hverjum leik og er að verða að topp leikstjórnanda. Hann setti 10 stig, tók 6 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Hemmi var ekki alveg í sinkinu en barðist þó eins og tuðra og sama á við um Guðna Jr. en við vitum alveg hvað þeir hafa fram að færa og munu sína það í næstu leikjum. Gautur Arnar gaf ágætis mínútur en er á eftir í formi þar sem hann hefur verið veikur undanfarið. Haukur Hreinsson kom inn og gaf allt sitt í leikinn og er auðvitað mikið yngri en þessir tappar en sýndi ekki neina taugaveiklun og er mikil framtíð í þeim dreng. Og þá á aðeins eftir að nefna einn dreng, en það er Kristján Pétur sem spilaði frábærlega í dag og var að mati fréttaritara maður leiksins. Hann var með 29 stig ( 6/8 í tveggja,5/9 í þristum og 2/2 í vítum) og 9 fráköst.

 

Það verður gaman að fylgjast með strákunum í næstu leikjum.

 

Áfram KFÍ.

Nánar

Nóg að gera um helgina hér heima

Körfubolti | 22.03.2012
þeir verða í búning á laugardag :)
þeir verða í búning á laugardag :)

Það er nóg að gera um helgina hjá KFÍ. Unglingaflokkur og 7.flokkur stúlkna keppa á Jakanum og eru leikir þeirra á laugardag og sunnudag.

 

Unglingaflokkur KFÍ keppir gegn KR og er leikurinn kl. 12.00 laugardag.

 

7.flokkur stúlkna keppir hér heima gegn Kormák, Herði og Val. og hefjast leikar kl. 17.00 á laugardag og standa yfir til kl. 19.00 um kvöldið.

 

Hafist er síðan handa kl. 09.00 á sunnudag og lýkur fjölliðamótinu kl. 13.00 á sunnudag.

 

10. flokkur stúlkna er síðan að leika í Keflavík í A-riðli á laugardag og sunnudag.

 

Meistaraflokkur kvenna spila gegn Grindavík á laugardagskvöldið í úrslitakeppni 1. deildar, leikur hefst kl. 18.15.  Það lið sem fyrr er til að vinna 2 leiki kemst upp í úrvalsdeild.

 

Svo eru drengirnir í Minnibolti eldri drengja að fara til Borgarness að keppa á laugardag, þannig að nóg er um að vera á stóru heimili.

 

Við hvetjum alla til að koma og hvetja strákana og stelpurar áfram og er rjúkandi kaffi og með því í sjoppunni og skemmtilegt fólk til viðtals.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Stelpurnar í meistaraflokk komnar í úrslit

Körfubolti | 17.03.2012
Við erum stolt af stelpunum
Við erum stolt af stelpunum

Þá er það komið á hreint að stelpunar munu spila til úrslita um laust sæti í Iceland Express deild kvenna næsta vetur. Þetta er frábært hjá stelpunum og Pétri þjálfara sem er á sínu fyrsta ári kominn með fínan árangur og er gríðarlega gaman að sjá hvað meistaraflokkarnir hafa lagt á sig til að ná árangri, en þetta hefst ekki með neinu nema "Nennu"

 

Stelpurnar sigruðu í dag lið Laugdæla örugglega að Laugarvatni. Lokatölur 73-31. Nánari fréttir um leið og þær berast.

 

Hér er MYNDBROT frá stelpunum svona til að minna á þær, en við erum að undirbúa leikinn þeirra hér heima gegn Grindavík og þá verða allir að mæta aftur !!

 

 

Og að sjálfsöðu verður hann í beinni á KFÍ-TV 

 

Áfram KFÍ

Nánar

KFÍ-ÍR í unglingaflokk verður ekki

Körfubolti | 16.03.2012
Engin karfa á morgun ;(
Engin karfa á morgun ;(

Leikur okkar drengja í unglingaflokk gegn ÍR sem vera átti á morgun laugardag verður ekki. ÍR mæta ekki og gefa því leikinn. Þetta er ömurlegt, og sérstaklega vegna þess að KFÍ mætir í sína leiki suður en því miður er þetta staðreynd og drengirnir eðlilega fúlir.

 

Nánar