Fréttir - Körfubolti

Jakob Sigurðarson og Hlynur Bæringsson komu og töluðu við krakkana

Körfubolti | 10.06.2012
Jakob og Hlynur í hörku samræðum
Jakob og Hlynur í hörku samræðum
1 af 6

Félagarnir frá Sundsvall í Svíþjóð Jakob Sigurðarson og Hlynur Bæringsson komu og héldu góðan fyrirlestur fyrir krakkan og tóku á móti spurningum frá krökkunum í búðunum og voru þær allt frá því hvað þeir borða í morgunmat upp í hver uppáhaldsleikmaður þeirra er. Landsliðsmenn okkar gáfu sér nægan tíma til að svara og léku svo við þau ásamt því að sýna góða takta á vellinum undir dynjandi lófaklappi glaðra krakka.

 

Við viljum þakka þeim kærlega fyrir aðstoðina.  

Nánar

Hannes S. Jónsson formaður KKÍ kom í æfingabúðirnar

Körfubolti | 10.06.2012
Hannes var í sínu besta formi
Hannes var í sínu besta formi

Við fyrir Vestan fengum heldur betur góða heimsókn í æfingabúðirnar þegar Hannes S. Jónsson formaður KKÍ kom hingað til að kynna sér aðstæður og heilsa upp á krakkana, foreldrana þjálfarana og umsjónarmenn æfingabúða KFÍ. Við á kfi.is tókum hann tali og settum nokkrar spurningar fyrir hann og hér er afraksturinn.

 

Nú ert þú kominn hingað Vestur til okkar, er alltaf gaman að koma á Ísafjörð ?

Já að sjálfsögðu. það er alltaf gaman að koma hingað og sérstaklega þegar maður hittir marga úr körfuboltastarfinu.

 

Hvað finnst þér um æfingabúðir KFÍ í ár ?

Þetta eru flottar búðir og mikill metnaður lagður í að gera þær sem bestar. Það er nóg um að vera fyrir krakkana frá morgni til kvölds bæði í æfingum og kennslu, og er gaman að sjá hvernig kennslu og þjálfaranámskeiðin fara vel saman við skipulagið. Krakkarrnir fá svo ð heyr frá Jóni Arnóri, Jakob og Hlyn að heyra hvernig það er að vera atvinnumaður í körfubolta og hvað þarf til að til þess að ná þessum áfanga. Það var einnig mjög áhugavert að fylgjast með Mörthu Ernstdóttur með Jógatímann, en krakkarnir voru einbeitt og sýndu henni mikinn áhuga, það er nefnilega gríðarlega vanmetið hvað andlegu fræðin eru mikilvæur partur af lífi íþróttamanns. Ef einbeiting, hvíld og næring er ekki með í pakkanum þá nær íþróttafólk ekki tilskildum árangri. þetta er margsannað í íþróttum.

 

Það er mikil vinna við skipulagningu svona verkefnis og eiga stjórnarmenn og sjálfboðaliðar miklar þakkir skildar fyrir ómetanlegt framlag og vona ég svo sannarlega að bæjaryfirvöld kunni að meta það sem hér fer fram hjá KFÍ.

 

Er nauðsynlegt að vera með svona æfingabúðir utan keppnistímabils ?

Já það er það er það svo sannarlega og er þessum æfingabúðum alltaf að fjölga sem er mjög jákvætt fyrir hreyfingun í heild sinni og gefur krökkum gott tækifæri á að verða betri. Sumarið er tíminn !

 

Nú eru hér krakkar frá 19 félögum í æfingabúðunum, ertu með skilaboð til þeirra ?

Verða áfram dugleg að æfa utan keppnistímabils, hlusta á þjálfarana sína og leiðbeinendur og hafa trú á sjálfum sér.

 

A-landslið karla er að taka þátt í stærsta verkefni hingað til, er komin tilhlökkun í drengina ?

Já það er mikið um að vera í starfinu okkar á vorin og sumrin og núna eru yngri landslið okkar nýkominn úr keppni á NM og A-landslið kvenna sem náði besta árangri kvenna frá upphafi einnig nýkomnar. Og núna eru U-15 ára landsliðin að fara til Danmerkur, U-16 ára stúlkna á EM til Gíbraltar og U-18 ára til Bosníu á EM. Svo byrjar EM A-landslið karla í ágúst-september þar sem strákarnir spila tíu leiki á innan við mánuði gegn stórþjóðum eins og Serbíu og eigum við fyrsta heimaleikinn gegn þeim 14.ágúst í Laugardalshöll. Lið Serbíu er ansi sterkt og í raun hefur svona öflugt lið ekki komið hingað til okkar áður. Lið Serbíu er og hefur verið með eitt allra sterkasta lið í heiminum s.l. 20 ár og verður gríðarlega gaman að fá þá hingað og reyndar öll hin liðin og er þetta veisla sem engin getur látið fram hjá sér fara. Evrópski boltinn er sífellt að nálgast NBA standartinn og margir af bestu leikmönnum NBA hafa komið frá Evrópu og verður mjög spennandi að fylgjast með keppninni í haust. Það er von okkar að allir komi og sjái þessa leiki í haust og styðji við bakið á okkar bestu leikmönnum. Þetta er og verður erfitt verkefni, en það er engin minnimáttarkennd í okkar strákum.

 

Ertu með einhverja visku að lokum til körfuboltafólks ?

Höldum áfram að hlúa að þessari stórkostlegu íþrótt. Körfuboltinn er orðinn ein vinsælasta íþrótt landsins og ef við erum áfram dugleg að styrkja körfuna þá eru enn bjartari tímar framundan, nægur er efniviðurinn á Íslandi.

 

 

 

 

 


Nánar

Scott Stabler með góðan fyrirlestur

Körfubolti | 09.06.2012
Scott er snillingur
Scott er snillingur

Í dag var Scott Stabler með enn eitt námskeiðið og var það afar fróðlegt. Scott er drengur sem á létt með að koma orðum og verkum saman á mjög skiljanlegan máta og voru þjálfarar og aðrir sem á horfðu og hlýddu afar ánægðir með daginn. Scott strfar allt árið með krökkum í Alabama Basketball Academy og er greinilegt að hann hefur gaman af þessu starfi. Á morgun heldur hann áfram ásamt Pétri Má og er tilhlökkun miklil.

Nánar

Mikil og góð umfjöllun á körfuboltabúðunum

Körfubolti | 09.06.2012
Karfan er svo svöl íþrótt
Karfan er svo svöl íþrótt

Það er mikill áhugi á búðunum okkar og hafa strákarnir á Vestur.is sett inn frábært innslag og núna er það Fjölnir Baldurson á bb.is sjónvarp  sem setur inn þetta góða myndskeið

 

Við erum himinlifandi yfir þessari frábæru umfjöllun og þökkum þessu aðilum kærlega fyrir.Vestfirðir eru ríkir af því að hafa svona kunnáttumenn í faginu og skorum við á alla að fylfjast með þessum síðum.

 

Nánar

Fyrirlestur Borce Ilievski

Körfubolti | 09.06.2012
Borce stjórnar fyrirlestrinum
Borce stjórnar fyrirlestrinum
1 af 2

Núna eru þjálfararnir á fullu í námskeiðum fyrir kollega sína og er Borce Ilievski þessa stundina og eru öll eyru spennt og móttökusvæði heilans á fullu nýta sér upplýsingaflæðið. Arnar Guðjónsson var með flottan fyrirlestur í gær um hvernig hann "scoutar" andstæðinga sína og setur upp prófil fyrir hvern og einn leikmann. Arnar er vel að sér í þessari tækni og mun þetta koma sér að góðu fyrir þá sem það nota. Vitað er að með því að kortleggja andsæðinga sína vel þá eru mun meiri líkur á sigri. þetta hefur til dæmis Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta viðurkennt margsinnis og notar hugbúnað "Sideline sport" sem er afurð hins íslenska Brynjar Karls Sigurðassonar og er þetta kerfi mikið notað í íþróttum víðs vegar um heim. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um þennan frábæra búnað og hvetjum við alla að kynna sér þetta kerfi það virkar Sideline Sports

Nánar

Martha með jóga fyrir krakkana

Körfubolti | 09.06.2012
Martha að hefja lesturinn
Martha að hefja lesturinn
1 af 2

Þegar Martha tók fyrst þátt í æfingabúðum KFÍ og sagði krökkunum sem tóku þátt að hún ætlaði sér að vera með jógatíma, þá mátti heyra stunur og fliss. Núna er annar tími og sjálfur Jón Arnór Stefánsson sjálfur okkur og krökkunum að þetta væri nauðsynlegur partur af æfingaferlinu. Við vissum það mjög vel því að vélin (líkaminn) þarnast viðhalds og hvíld og andleg fræði eru partur af því að geta orðið góðum íþróttamaður. Krakkarnir  hlustuðu vel og tóku virkan þátt í æfingunum og var einbeitingin til mikillar fyrirmyndar.

 

Nánar

Stór dagur fyrir krakkana þegar hetjurnar mættu á svæðið

Körfubolti | 08.06.2012
Jón Arnór er flottur drengur og frábær fyrirmynd
Jón Arnór er flottur drengur og frábær fyrirmynd
1 af 8

Það er óhætt að segja að krakkarnir jafnt sem fullorðnir hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð þegar Jón Arnór Stefánsson, Hlynur Bæringsson og formaður KKÍ Hannes S. Jónsson mættu galvaskir.

 

Jón Arnór og Hlynur hafa margsannað ágæti sitt með innlendum og erlendum vettvangi. Jón kom inn og talaði við krakkana í salnum og mátti heyra saumnál detta þegar hann útlistaði feril sinn og sagði krökkum hvernig á að verða betri í þessari göfugu íþrótt. Ræða hans var heilar 35 mínútur sem er nýtt met og erum við himinlifandi með hans framlag.

 

Hlynur mun halda áfram hér yfir helgina en Jón og Hannes halda suður í kvöld. Við þökkum þessum herramönnum kærlega fyrir að koma hér og miðla af reynslu sinni og visku. Það er nauðsynlegt að fyrir okkur öll að miðla af þekkingu okkar til allra og þetta er góð leið til þess að fá svör við hinum ýmsu spurningum sem kunna að brenna á öllum sem koma að þessari frábæru íþrótt.

 

Hannes tók góðan fund með stjórn KFÍ og fór eins og stormsveipur á meðal allra iðkenda og foreldra og reitti af sér fróðleik og visku. 

 

Sjá hér góða umfjöllun á www.vestur.is

 

Kærar þakkir að Vestan 

Nánar

Gleði og gaman í bland við erfiði

Körfubolti | 08.06.2012
ÆÆiiiiiiii stífir vöðvar
ÆÆiiiiiiii stífir vöðvar
1 af 12

Þá er kominn föstudagur og krakkarnir með harðsperrur sem táknar að æfingarnar eru að virka og krakkarnir að taka virkan þátt og hlusta á þjálfarana. Í gær tók Jón Oddson hraðaþjálfun og svo voru þeir Borce, Arnar, Pétur, Hjalti og Patechia með sínar æfingar eftir það. Krakkarnir voru ansi lúin í gærkvöld og hávaðastuðullinn fór úr 100 decibel niður í 50 decibel á vistinni og er það vegna líkamlegrar og andlegrar þreytu og þau nánast sofnandi standandi. þannig á þetta að vera :)

 

Áfram karfa.

Nánar

Við reddum öllu fyrir Vestan

Körfubolti | 07.06.2012
Góð þjónusta
Góð þjónusta

það kemur ýmislegt upp á í svona stóru heimili. Eitt afþví er þegar krakkar slíta skóm sínum vegna stanslausra æfinga, eða þá að þau einfaldlega eru vaxinn upp um svona 1-2 númerum.Og þá er bara farið í Hafnarbúðina og málinu reddað fyrir krakkana. Það er gott að eiga góða að með flotta þjónustu og kunnum við þeim í Hafnarbúðinni bestu þakkir fyrir góða hjálp og svona stundum.

Nánar

Dagur 2: ,,Ready, steady, go"

Körfubolti | 07.06.2012
Tilbúin !
Tilbúin !
1 af 10

Krakkarnir vöknuðu tímanlega kl.06.45 og fóru í morgunmat og voru svo komin á hurðarsnerilinn vel fyrir kl.08.00 áköf í að byrja daginn. Það var fjör hér á Jakanum þegar þjálfararnir þeir Arnar, Borce, Scott, Finnur, Hjalti og Patechia settu upp stöðvaræfingarnar fyrir hópa 1-3 sem byrjuðu kl.08.00 og svo koma hópar 4-5 kl.09.30.

 

Síðan er dagskrá alveg á fullu í allan dag með séræfingum sem settar verða upp fyrir eldri "púkana"

 

,,La vita é bella"

Nánar