Fréttir - Körfubolti

KFÍ semur við B.J. Spencer

Körfubolti | 07.07.2012
Velkominn B.J. Spencer
Velkominn B.J. Spencer

KFÍ var að ganga frá samning við hinn 28 ára gamla bakvörð B.J. Spencer. Spencer, sem er 193 cm og 90 kg, útskrifaðist frá Jacksonville State háskólanum og hefur meðal annars leikið í Portúgal og á Spáni. Drengur þessi á að falla vel að leikskipulagi KFÍ næsta vetur en fyrir var búið að ganga frá samning við Chris Miller-Williams um að koma aftur, en hann reyndist KFÍ ákaflega vel síðasta vetur. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá Spencer síðan hann var á Portúgal og á Spáni.

 

Spencer á Spáni

 

Spencer í Portúgal

 

Áfram KFÍ

Nánar

KFÍ-TV og Tron Media senda út víða

Körfubolti | 27.06.2012
Alltaf viðbúnir
Alltaf viðbúnir

Það er óhætt að segja að KFÍ-TV sé víða með útsendingar. Við erum að sjálfsögðu að senda út körfuboltann á veturna og svo núna fótboltann á sumrin, en við tökum allt að okkur. Núna síðast erum við ásamt Einar Braga og Jóa Guðbjarts í Tron Media að senda frá kosningafundi Ólafs Ragnars Grímssonar í kvöld og erum við að sjálfsögðu til í að senda út fyrir alla aðra frambjóðendur, enda erum við alþýðulegir þegar kemur að útsendingum og drögum enga í dilka.

 

 

Endilega látið okkur vita ef við getum sent út viðburði.

Nánar

Við minnum á opnar æfingar fyrir alla yngri flokka

Körfubolti | 18.06.2012
Æfingin skapar meistarann
Æfingin skapar meistarann

KFÍ er með opnar æfingar fyrir alla yngri flokka sína og eru þær á mánud.-þriðjud. og fimmtudögum frá 16-17.00 og hvetjum við stelpur okkar og drengi að mæta.

 

Þjálfari er Pétur Már Sigurðsson.

Nánar

Fram tók öll stigin á Torfnesvellinum í dag

Körfubolti | 16.06.2012
Flott hjá stelpunum þrátt fyrir tap
Flott hjá stelpunum þrátt fyrir tap

Stelpurnar í BÍ/Bolungarvík tóku á móti Fram í dag og þrátt fyrir 0-4 tap eru greinilegar framfarir hjá liðinu og var haft eftir þjálfara gestanna Agli Þórarinssyni að þetta hafi verið erfiðasti leikur þeirra í sumar. Munur liðanna í dag var stórleikur Maríu Rós Arngrímsdóttur en hún setti í rándýra þrennu (20-65 og 92 mín) og Dagmar Ýr Arnarsdóttir skoraði fjórða mark Fram eftir glæsilega sendingu frá Maríu Rós.

 

Það eru miklar og merkjanlegar framfarir hjá stelpunum okkar og þegar þær fá meiri leikreynslu vitum við að þær munu þokast upp töfluna.

 

Stelpurnar okkar voru mjög góðar í fyrri hálfleik og settu pressu á Fram og sköpuðu sér góð færi, en eftir að Fram skoraði annað markið á 65 mínútu fóru þær að gefa eftir, en gáfust aldrei upp og það má segja að við höfum fengi tvö ódýr mörk á okkur, en hin voru verðskulduð. En mörkin segja ekki alla söguna hér ídag eins og kom fram hjá þjálfara gestana. 

 

Jónas þjálfari BÍ/Bol var ánægður heilt yfir og hrósaði stelpunum fyrir mjög góðan fyrri hálfleik , en viðurkenndi að þær hafi gefið gestunum og mikið pláss til að athafna sig í þeim síðari.

 

Að mati KFÍ-TV var dómari leiksins ekki samkvæmur sjálfum sér í dómum og fengu stúlkurnar okkar engan afslátt þar á bæ og uppskáru þær Marilia og Talita gul spjöld og þar af fékk Talita að sjá gult og rautt fyrir litlar sakir á 93 mínútu sem hefði átt að vera í mesta lagi gult og hafði engin áhrif á leikinn.

 

En skemmtilegur dagur eigi að síður þar sem sjáanlegar eru miklar framfarir hjá ungu liði BÍ/Bolungarvíkur og gaman að sjá hve margir mæta í brekkuna og styðja þær áfram.

 

Samba stúlkurnar frá Brasilíu voru fínar í dag sem og Silja sem var sterk í vörninni. En það er samt mikill stígandi í liðinu og gaman að sjá Regínu, Sigrúnu og Helgu Guðrúnu þegar þær komast á sprettinn, þær skapa oft mikinn usla.  Thelma og Margrét eru að stíga upp og læra meira með hverjum leik og þurftu að taka á honum stóra sínum ansi oft í tæklingum. Kristín varði margoft glæsilega og hafði nóg að gera á heimili sínu, og ekkert við hana að sakast í mörkunum. Sem sagt í heildina séð fín spilamennska og ekkert nema framfarir.

 

Næsti leikur hjá stelpunum er 23.júní kl.12.00 á Skeiðisvelli í Bolungarvík og skorum við að alla að mæta og hvetja liðið okkar Vestanmanna áfram.

Nánar

Chris Miller-Williams skrifar undir á ný við KFÍ

Körfubolti | 12.06.2012
Nautið er á leiðinni á Jakann á ný
Nautið er á leiðinni á Jakann á ný

Hinn öflugi framherji Chris Miller-Williams sem kom með okkur upp í efstu deildina hefur undirritað nýan samning við félagið um að spila hérna næsta vetur. Chris var geysilega öflugur og sýndi í leikjum í Lengjubikarnum og Powerade bikarnum að hann er vel samkeppnshæfur á vellinum og fyrir utan góðan leik innan vallar er hann mikill og góður karakter utan vallar sem er mikill og góður plús. Það er ávallt fagnaðarefni þegar leikmenn vilja vera áfram hjá félögum á Íslandi. Það sýnir festu og ábyrgð af beggja hálfu.

 

Við fögnum hans heimkomu og verðum með frekari fréttir næstu daga.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Körfuboltabúðum KFÍ slitið í rjómablíðu

Körfubolti | 11.06.2012
Allir í grilli :)
Allir í grilli :)
1 af 9

Þá er komið að lokum hjá okkur þetta árið. Við erum himinlifandi með hvernig til tókst. Metfjöldi iðkenda og foreldra sóttu búðirnar ásamt fríðum flokki þjálfara sem sóttu fyrirlestrana sem voru hér hjá okkur á meðan æfingabúðum stóð.

 

Hér er myndskeið frá grillinu okkar tekið af  BB sjónvarpinu sem meistari Fjölnir Baldursson sér um. 

 

Við erum komin með Æfingabúðir KFÍ 2013 eru komnar á dagskrá og verða í byrjun júní á næsta ári og er okkur strax farið að hlakka til að sjá um þær.

 

Við viljum koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem hjálpuðu til við að gera þessar Æfingabúðir KFÍ mögulegar !!!  

 

Ella og Lúlú eru núna heimsfrægar en matur þeirra þótti það góður að mati erlendu gesta okkar að þau báðu um sérstakar kveðjur til þeirra.

 

Erna og Ása Dóra stóðu vaktina upp að handleggjum allar búðirnar og Auður var frábær á vistinni. Foreldrarnir sem voru á matarvöktunum voru snilld. Krakkarnir í vinnuskólanum voru dugleg og ekki hefði þetta gengið smurt án starfsfólks íþróttahússins þeirra Gaua, Sigga og Súna. Steini kokkur var með Murrikka pönnuna sína og eldaði steinbít og pylsur eins og honum einum er lagið og er alltaf boðinn og búinn að hjálpa.

 

Einnig viljum við þakka Halldóri Sveinbjörnssyni og Gunnari Bjarna kærlega fyrir að hafa reddað  viðurkenningarskjölunm til okkar á mettíma yfir helgina til að afhenda krökkunum úr búðunum við búðarslitin.

 

Myndirnar sem fylgja fréttum okkar eru frá Ernu Jónsdóttur, Ingólfi Þorleifssyni, Mattíasi og Þóru. Takk fyrir :)

 

Ísafjarðarbær, MÍ, Flugfélag Íslands, Íslandssaga, Klofningur og Hótel Ísafjörður fá sérstakar þakkir fyrir sitt framlag sem er ekki lítið, en þetta ,,geymt en alls ekki gleymt "

 

Kærar þakkir yndislega fólk. Þið eruð ómetanaleg.

 

F.h. stjórnar KFÍ

Gaui.Þ

Nánar

Keppni lokið og viðurkenningar afhentar fyrir þrautirnar

Körfubolti | 11.06.2012
Verðlaunahafar ásamt þjálfurum
Verðlaunahafar ásamt þjálfurum
1 af 15

Í morgun komu allir iðkendurnir með smá extra kraft enda komið að lokum og keppni í öllum flokkunum fimm að hefjast. Mikil en góð keppni var háð í vítum, þriggjastiga keppni og 1 á1. Síðan voru viðurkenningar afhentar fyrir mestu framfarir og mikilvægasti leikmaður í hverjum flokki. Og að lokum voru valin Duglegasti, mikilvægasti og mestu framfarir yfir heildina. 

 

Hér eru þeir sem hnossið hnepptu.

 

Flokkur 1.

Vítakóngur: Daði Rafn Ómarsson

3ja stigakóngur: Orri Gunnarsson

Flokkur 2.

Vítakóngur: Rúnar Guðmundsson

3ja stigakóngur: Alfonso B. G. Söruson

1 á 1: Atli Berg Kárason

Flokkur 3.

Vítadrottning: Linda Kristjánsdóttir

3ja stigadrottning: Rósa Överby

1 á 1: Kristín Helgadóttir

Flokkur 4.

Vítakóngur: Hákon Örn Hjálmarsson

3ja stigakóngur: Ingimar Baldursson

1 á 1: Hákon Örn Hjálmarssonir

Flokkur 5.

Vítakóngur: Nökkvi Jarl Óskarsson

3ja stigakóngur: Geir Elías Helgason

1 á 1: Andrés Kristleifsson

 

Viðurkenningar:

Duglegasti leikmaðurinn: Karen Embla Guðmundsdóttir

Mestu framfarir: Filip Jan Jozefik

Mikilvægasti leikmaðurinn: Andrés Kristleifsson

 

Snyrtilegustu herbergin ( óskuðu nafnleyndar ): Nr. 328 og 313 en þess má geta að ótrúlegt en satt þá voru þetta karlkynsverur. En við svindlum samt og segjum að þeir koma frá Laugdælum og Egilsstöðum.

Nánar

Kristján Pétur Andrésson og Ari Gylfason skrifa undir nýja samninga við KFÍ

Körfubolti | 10.06.2012
Kristján Pétur og Sævar Óskarsson hrista spaða
Kristján Pétur og Sævar Óskarsson hrista spaða
1 af 2

Í sumarblíðunni við Jakann skrifuðu Kristján Pétur Andrésson og Ari Gylfason undir nýjan tveggja ára samning við KFÍ og erum við himinlifandi að hafa þessa drengi áfram hjá félaginu. Nú er starfið framundan að koma saman góðu liði og er Pétur Már þjálfari bjartur á næsta vetur sem er sem allir vita í efstu deild eftir góðan vetur í 1.deildinni.

 

Von er á fleiri fréttum í næstu viku. "stay tuned"

 

Áfram KFÍ

Nánar

Frábær dagur í alla staði

Körfubolti | 10.06.2012
Scott að byrja fyrirlesturinn
Scott að byrja fyrirlesturinn
1 af 6

Það skín sol og andlit barna ljóma hér fyrir Vestan. Dagskrá hófst kl.08.00 og voru krakkarnir löngu kominn og orðin sólgin í æfingar. Eftir æfingar allra hópanna var Pétur Már með mjög góðan fyrirlestur sem lauk um 12.30 og þá var tekið matarhlé. Strax eftir ljúfengan mat hjá Lúlú og Ellu kom Scott Stabler með fyrirlestur um æfingar og áherslur fyrir stóra menn og notaði Birgir Björn, Gaut Arnar, Hafrúnu Hálfdánar og Jónas Már og er gaman að fylgjast með svona snilling kenna.

 

Hlynur Bæringsson tók einnig æfingu með Gaut Arnari og skólaði piltinn til.

 

Eftir þetta tók Hjalti Vilhjálmsson við með hörkuæfingu og var Jakob Sigurðarson með strákunum við æfingarnar og við það kom meiri keppni, enda vildu þeir sýna hvað þeir geta fyrir meistaranum frá Sundsvall.

 

Í kvöld verða keppnir á dagskrá og svo er framundan lokadagur búðanna hjá okkur á morgun. Þetta er búið vera algjör snilld og er ekki að sjá annað en allir séu að skemmta sér vel og læra mikið. Einnig eflast vinabönd hjá krökkunum sem öllu jöfnu hittast engöngu á keppinsvellinum og er það virkilega mikilvægt aðrækta. Það að eignast vini, leika sér saman og kynnast betur eru góð gildi sem ber að leggja meiri metnað í að kenna.

Nánar

Landsliðskonurnar okkar eru flottastar

Körfubolti | 10.06.2012
Hafrún er hér að tala við stelpurnar og láta þær teygja í leiðinni
Hafrún er hér að tala við stelpurnar og láta þær teygja í leiðinni
1 af 2

Þær Hafrún Hálfdánardóttir og Sigrún Ámundardóttir eru nýkomnar frá Finnlandi þar sem þær tóku þátt í NM og náðu ásamt félögum sínum besta árangri sem kvennalandslið í körfu hefur náð á norðulandamóti frá upphafi. Það er virkilega gaman að hafa þær hjá okkur og eru stelpurnar miklar fyrirmyndir. Við þökkum þeim kærlega fyrir allt og vonumst til að sjá þær sem fyrst aftur hér fyrir Vestan.

Nánar