Fréttir - Körfubolti

Allt að verða klárt fyrir veturinn hjá KFÍ

Körfubolti | 05.09.2012
B.J. Spencer er orðinn spenntur líkt og við öll
B.J. Spencer er orðinn spenntur líkt og við öll

Unnið er hörðum höndum að undirbúning keppnisdagagatalinu hjá KFÍ. Við byrjum tímabilið hér heima 7.október og svo hefst veislan. Við munum keppa rúmlega 50 heimaleiki í öllum flokkum og um svipað magn af útileikjum. Það verður því nóg að gera hjá KFÍ fjölskyldunni og er stjórn og þjálfarar í óða önn að klára þetta púsluspil. Það er að mörgu að hyggja enda erum við að keppa um allt land og má nefna hér nokkra staði. Akureyri, Sauðárkrókur, Stykkishólmur, Reykjavík, Grindavík. Keflavík, Njarðvík, Ólafsvík, Hella, Hveragerði, Laugarvatn, Borgarnes, Akranes, Hafnarfjöðru, Kópavogur.

 

Það sýnir á þessari upptalningu að mikið er um að vera og þurfum við að fá stuðning allra til að vel takist til. Svona dagskrá útheimtir mikla vinnu sem margir koma að. Við hvetjum ykkur að fylgjast með og mæta á leikina okkar. Við verðum með yngri flokkana frá minnibolta upp í unglingaflokk og svo meistaraflokka kvenna, karla og KFÍ-b.

 

 

 

Áfram KFÍ.

Nánar

Æfingatafla yngri flokka tilbúin

Körfubolti | 03.09.2012

Æfingatafla yngriflokka er klár.

Hægt að nálgast hana hér.

 

Endanleg tafla sem inniheldur meistaraflokka verður komin á vefinn innan skamms.

Nánar

Vetrarstarfið í yngri flokkum hefst þriðjudaginn 4. september

Körfubolti | 03.09.2012

Iðkendur okkar orðnir óþreyjufullir að hefja æfingar.  Búið er að opna íþróttahúsið eftir sumarfrí og æfingar hefjast af fullum krafti strax á morgun.

 

Ekki er enn urt að birta endanlega æfingatöflu þar sem örfá atriði eru ekki endanlega klár.

 

Eftirfarandi flokkar hefja leikinn á morgun  og munu hafa þessa tíma á þriðjudögum í vetur.

 

Minnibolti stúlkna (10-11 ára)   15.35 - 16.25

8. flokkur drengja (12-13 ára)   15.35 - 16.25

8. flokkur stúlkna (12-13 ára)    15.35 - 16.25

11. flokkur drengja (14-16 ára) 17.20 - 18.20

 

Fylgist með hér á kfi.is, restin af töflunni fer í loftið innan skamms

Nánar

Vetrarstarfið að hefjast

Körfubolti | 22.08.2012
Minniboltinn á góðri stundu
Minniboltinn á góðri stundu

Nú þegar skólar eru komnir í gang styttist í að æfingatafla vetrarins birtist.

 

KFÍ mun bjóða upp á æfingar fyrir stráka og stelpur frá 10 ára aldri í Torfnesi og frá leikskólaaldri að Austurvegi.

 

Fyrir liggur að 7 yngri flokkar munu taka þátt í íslandsmóti, minniboltahópar munu fara á sín mót og að ógleymdum meistaraflokkunum okkar.  Spennandi vetur er framundan í úrvalsdeild hjá meistaraflokki karla og í 1. deild  hjá meistaraflokki kvenna.

 

Æfingatafla ætti að vera klár strax í byrjun næstu viku og viljum við biðja alla að fylgjast vel með hér á kfi.is.

 

Öflugir þjálfarar undir öruggri stjórn Péturs Más Sigurðssonar yfirþjálfara félagsins og aðstoðarlandsliðsþjálfara munu sinna þjálfun.

 

Nánar

Dagbjartur Jónsson (Oddssonar) með silfur á ULM

Körfubolti | 08.08.2012
Glæsilegur piltur
Glæsilegur piltur

Dagbjartur Jónsson náði silfri í spjótkasti á ULM um verslunarmannahelgina. Við erum stolt af pilti en hann er að sjálfsögðu að æfa og keppa með KFÍ og faðir hans hinn síungi Jón Oddsson er aðstoðarþjálfari meistaraflokks og móðir hans Marta Ernstdóttir er í unglingaráði. Þau eru að sjálfsögðu landsþekkt í íþróttaheimnum og strákurinn ætlar greinilega að fylgja þeim fast á eftir 

 

Til hamingju með árangurinn

Nánar

Dregið í Lengjubikar karla

Körfubolti | 07.08.2012
Stefán mótastjóri og Hannes formaður klárir í slaginn
Stefán mótastjóri og Hannes formaður klárir í slaginn

Í dag var dregið í riðla í Lengjubikarnum og erum við í B-riðli ásamt KR, Snæfell og 1.deildarliði Hamars úr Hveragerði. Borce fyrrum þjálfari KFÍ fær að keppa gegn Tindastól með sínu nýja liði Breiðablik. Leikið er heima og að heiman og hefjast leikirnir 14.október  

Nánar

KFÍ grillaði fyrir áhöfn og gesti Júlíusar Geirmundssonar

Körfubolti | 17.07.2012
Klár á grillið
Klár á grillið
1 af 3

Á sunnudagskvöldið kom skip HG, Júlíus Geirmundsson eftir að setja nytt met en þeir komu á land með aflaverðmæti upp á 360 milljónir króna eftir 39 daga veiðiferð. KFÍ setti upp grill og sá um að gefa áhöfn Júllans, fjölskyldur þeirra og gesti að borða en boðið var upp á pylsur og hamborgara. 

 

Til hamingju HG og áhöfn Júlíusar Geirmundssonar

Nánar

Pance Ilievski kominn heim

Körfubolti | 11.07.2012
Pance Ilievski. Mynd: Karfan.is
Pance Ilievski. Mynd: Karfan.is

Pance Ilievski er genginn aftur í raðir Ísfirðinga eftir að hafa leikið síðasta tímabil með Bolungarvík. Pance er flestum áhangendum KFÍ kunnur enda lék hann með liðinu á árunum 2006-2011 og sigraði með þeim í 1. deildinni árið 2010.

Nánar

Mirko Stefán Virijevic á leið til KFÍ

Körfubolti | 10.07.2012
Mirko Stefán Virijevic.
Mirko Stefán Virijevic.

Miðherjinn snjalli Mirko Stefán Virijevic (201 cm, 107 kg) hefur samið við KFÍ um að leika með félaginu á næstu leiktíð, en hann gerði garðinn frægann með Snæfell, Breiðablik og Haukum á árunum 2000-2005.

Nánar

Íþróttahúsið lokað - engar æfingar þessa vikuna

Körfubolti | 09.07.2012

Vegna viðhalds verður íþróttahúsið Torfnesi lokað þessa vikuna og því verða engar inni æfingar þessa vikuna.  Æfingar yngri flokka sem verið hafa falla því niður þar til annað verður auglýst.

 

Unglingaráð

Nánar