Fréttir - Körfubolti

Þá er komið að stóru stundinni hjá KFÍ

Körfubolti | 01.10.2012
Pétur Már þjálfari er tilbúinn. Mynd. Halldór Sveinbjörnsson/bb.is
Pétur Már þjálfari er tilbúinn. Mynd. Halldór Sveinbjörnsson/bb.is

Loksins er vetrarstarfið að hefjast og það af fullum krafti. Stelpurnar í meistaraflokki KFÍ hefja leik í 1.deild á sunnudaginn og leika gegn hinu feykisterka liði Hamars úr Hveragerði sem féll úr efstu deild í fyrra og ætla sér beint upp aftur. -

Nánar

Sigur í síðasta æfingarleiknum gegn Breiðablik

Körfubolti | 30.09.2012
BJ  var flottur í dag
BJ var flottur í dag

Þriðji og síðasti leikur KFÍ í æfingarferð okkar suður þessa helgi var gegn Breiðabliksdrengjum Borce og unnum við sigur þar. Lokatölur 74-66. Allir komust vel frá sínu, en við vorum í miklum villuvandræðum allan leikinn. En það er ekkert töff við að vera villulaus og þannig rúllum við ekki. Pétur notaði skiptimiðann vel í þessum leik og voru ungu strákarnir flottir. Það er gaman að sjá hve vel þeir eru að láta að sér kveða og ætla að sparka í dyrnar, ekkert bank þar.

 

Stighæstur okkar manna í dag var Pance með 22 stig.

 

Nánari fréttir verða settar inn í kvöld en núna er það sturta, matur og svo heim.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Naumt tap í Garðabæ

Körfubolti | 29.09.2012
Jón Hrafn var sterkur í dag
Jón Hrafn var sterkur í dag

Fyrstu mínútur leiks Stjörnunnar og KFÍ gáfu þeim 6 gestum sem mættir voru til að horfa á, vísbendingu þess efnis að skollið væri loks á haust, þar sem bæði lið virkuðu afar ryðguð, ekkert flot í sóknarleiknum og miðið í skakkari kantinum, enda var staðan lengi vel 4-7 KFÍ í vil.

 

En um miðbik fyrsta leikhluta hrukku heimamenn að einhverju leyti í gang þar sem að kani Garðbæinga, Brian nokkur Mills fór mikinn en á stundum virtist hann vera allsstaðar og í öllum stöðum, þar sem að hann skoraði hverja körfuna á fætur annari, tróð að minnsta kosti tvisvar, stal boltum, tók fráköst og varði skot Ísfirðinga.

 

En þegar leiktíminn í fyrsta fjórðungi var við það að renna út og staðan var 25-8 Stjörnunni í vil, gerði Chris sitt besta til að kveikja neistann í sínu liði og skoraði flautukörfu og úr víti að auki. Staðan 25-11 Stjörnunni í vil.

Nánar

Tap í fyrsta æfingarleik í Borgarnesi

Körfubolti | 29.09.2012

Við mættum til leiks í Borgarnes í kvöld og má segja að ryðgaðir drengir hafi tapað fyrir glaðbeittum fjósamönnum sem voru einfaldlega betri en við. Lokatölur 89-73, en við skulum samt muna að þetta er fyrsti leikur okkar þetta tímabilið með gjörbreytt lið mínus orkuboltann Kristján Pétur sem er að ná sér eftir uppskurð. Ljósi punktur kvöldsins var Gummi Gumm sem sýndi flotta takta ásamt Mirko Stefáni.

 

Þetta er byrjun en enginn endir og við öskrum okkur saman næstu vikuna. Næsti leikur okkar er gegn Stjörnunni og síðan endum við helgina með leik gegn Borce og hans lærisveinum á sunnudag.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Æfingarferð á helginni

Körfubolti | 28.09.2012
KFÍ leikur á helginni sína fyrstu leiki á tímabilinu.
KFÍ leikur á helginni sína fyrstu leiki á tímabilinu.

Meistaraflokkur karla heldur í æfingarferð á helginni og mætir þremur liðum á þremur dögum, Skallagrím, Stjörnunni og Breiðablik.

Nánar

Allt á fullu hjá KFÍ

Körfubolti | 25.09.2012
Momcilo er að lenda á næstu dögum
Momcilo er að lenda á næstu dögum

Þá er þetta að bresta á hjá KFÍ. Í morgun komu B.J. Spencer og Chris M.W. heim og eru að leggja sig eftir strembið ferðalag. En þeir voru báðir með bros á vör og hlakka til vetrarins.

 

Í morgun var einnig gengið frá samningum við dreng að nafni Momcilo Latinovic. Hann útskrifaðist frá New Mexico Highland University núna í vor þar sem hann var með 14.5 stig og 3.5 fráköst í leik. Hann er 198 cm. á hæð og getur spilað flestar stöður á vellinum. Hann er mikil skytta og var með 44% þriggja stiga nýtingu s.l. vetur.

 

Momcilo er væntanlegur á næstu dögum og hér má sjá myndband af kappanum.

 

Kristján Pétur fór í aðgerð á hné fyrir helgina og er kominn í sjúkraþjálfun og kemur vonandi til baka fljótt, en hann er í öruggum höndum hjá frábærum sjúkraþjálfurum hér fyrir Vestan.

 

Þá er allt að verða klárt hjá mfl. karla og tilhlökkun að fara að byrja tímabilið.

Nánar

Pétur Már kominn heim

Körfubolti | 13.09.2012
Pétur er kominn heim
Pétur er kominn heim

Þá er allt að komast í eðlilegt horf á Jakanum. Pétur þjálfari er kominn heim eftir ansi langt og erfitt verkefni með landsliðinu út um alla Evrópu. Það er gott að fá hann til baka og núna eru erlendu leikmenn okkar þeir Chris og B.J. Spencer að koma á næstu dögum sem og að Mirko er að detta í hús og er þá hópurinn að verða klár fyrir veturinn.

 

Þetta verður mjög krefjandi vetur hjá KFÍ í öllum flokkum, en öllum er farið að hlakka til verkefna tímabilsins. KFÍ-TV er búið að vera í útsendingum í allt sumar með fótboltanum og eru komnir með ýmislegt nýtt sem áhugavert verður að sjá.

 

Yngri flokkar okkar eru komnir á fullt og stjórn KFÍ og unglingaráð eru á fullu. Sem sagt allt að gerast hjá okkur og tilhlökkun í hverju horni.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Krílakarfa KFÍ að hefjast

Körfubolti | 11.09.2012

Krílakarfa KFÍ hefst á morgun miðvikudag 12.september, en þessar æfingar eru ætlaðar börnum á leikskólaaldri, 4-5 ára. Hún fer fram í íþróttahúsinu á Austurvegi og verður á miðvikudögum kl. 16 í vetur.

 

Shiran Þórisson verður þjálfari krílanna. Æfingarnar eru iðkendum að kostnaðarlausu. Þetta er þriðja árið sem KFÍ býður uppá krílakörfuna og hefur hún notið mikilla vinsælda hjá yngsta körfuboltafólkinu og foreldrum þeirra.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Mikil ánægja í körfufjöri

Körfubolti | 09.09.2012
Þjálfararnir klárir
Þjálfararnir klárir
1 af 3

Körfufjör KFÍ fór fram með pompi og prakt á laugardaginn var.

 

Um 60 börn komu og prófuðu körfubolta undir öruggri handleiðslu þjálfara KFÍ.

 

Farið var í gegnum ýmsar æfinar og þrautir og körfubolti spilaður.

 

Það voru síðan þreyttir og ánægðir krakkar sem færðu sig yfir í menntaskóla eftir um tveggja tíma körfufjör.  Þar var boðið upp á pizzur og drykki og fylgst með landsleik Íslendinga og Svertfellinga í körfu og einnig var horft á körfuboltamynd. 

 

Dagurinn tókst mjög vel og gaman að sjá hversu margir komu og prófuðu okkar skemmtilega leik.

 

Fleiri myndir frá deginum er hægt að finna hér.

 

 

 

Nánar

Körfufjör á laugardag

Körfubolti | 06.09.2012
Körfubolti er fyrir alla !
Körfubolti er fyrir alla !

Mikil körfuboltaveisla verður haldin í íþróttahúsinu á Torfnesi á morgun, laugardaginn 8. september, þar sem Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar mun halda einskonar mini-körfuboltabúðir til að kynna grunnskólanemum þessa skemmtilegu íþrótt. Allir eru velkomnir en sérstaklega er horft til nemenda í 4-8. bekk sem hafa áhuga á körfu og vilja kynnast henni betur.

 

Körfufjörið hefst kl. 13 þar sem þjálfarar félagsins stýra stöðvaþjálfun og körfuboltaleikjum. Holl hressing verður á staðnum en að afloknum æfingum verður krökkunum boðið í pizzuveislu og skemmtilegheit í Gryfjunni í Menntaskólanum á Ísafirði. Þar verður einnig skemmtilega körfuboltamynd á skjánum sem og bein útending frá leik Íslands og Svartfjallalands með Þjálfara KFÍ sem er aðstoðarþjálfari Íslands og þar eru einnig Jón Arnór, Jakob Sigurðarson og Hlynur Bæringsson á meðal leikmanna, en þessir drengir komu hingað í æfingabúðir KFÍ í sumar og létu að sér kveða.

 

Segja má að þetta séu einskonar mini-körfuboltabúðir þar sem krökkum gefst kostur á að kynnast starfsemi KFÍ og fá upplýsingar um starfið framundan í vetur. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að koma og fylgjast með æfingum krakkanna en heitt verður á könnunni auk þess sem hægt verður að nálgast upplýsingabækling um starfið framundan í yngri flokkunum í vetur. Það er unglingaráð KFÍ sem stendur fyrir Körfufjörinu og er það von ráðsins að sem flestir kíki við á Torfnesi á laugardag til að kynna sér hvað KFÍ hefur upp á að bjóða fyrir yngri aldurshópa.

Nánar