Fréttir - Körfubolti

Ögn skárri leikur gegn Snæfell i kvöld en tap 108-95

Körfubolti | 03.11.2012
Momci var okkar besti maður í kvöld
Momci var okkar besti maður í kvöld

Það var sama upp á teningum í kvöld eins í síðasta leik okkar gegn Snæfell. Fyrsti leikhluti heimamanna og staðan að honum loknum 26-15 og Hólmarar að fá of opin skot og lítið um "contact" hjá okkur.

 

Annar leikhluti var ögn skárri þrátt fyrir að heimamenn hafi komist 20 stigum yfir, þá hsysjuðu við upp buxurnar og komum til baka, unnun leikhlutann 19-21 og staðan í hálfleik 47-36.

 

Aftur fengu þeir fyrstu skoyin og er óhætt að segja að leikurinn hafi farið þarna. Hólmarar tóku hlutann 37-25 og við plasti ormahreinsun að hætti Hólmara, en sem betur fer sýndum við karakter og tókum þann fjórða og síðasta 26-34 og smá plástur á annars lélegum leik þar sem Snæfell tók okkur 49-31 í fráköstum sem er barasta bull.

 

Góðu fréttirnar eru þær að Kristján Pétur spilaði sinn fyrsta leik og skilaði sínu með 16 stig og 50% fyrir utan þriggja. Mirco var seigur og skilaði 17 stigum og 9 fráköstum. BJ sýndi líf, og var með 20 stig og 40% í þriggja. Momci er okkar bresti maður í dag. Hann skilaði 28 stigum 75% +i þriggja og 100% í vítum ásamt því að hrifsa 7 fráköst. Ungu strákarnir stóðu fyrir sínu þó þeir ahfi ekki allir sett stig, og var Leó með 3 stig og 2 fráköst og 50% í þriggja. Pance fann sig ekki í kvöld og CMW er gjörsamlea týndur með 6 stig og 3 fráköst. Það er nú þannig í þessum bolta að það gerir þetta enginn fyrir þig.

 

Hólmararnir voru/eru með fantagott lið og verða ofarlega. Þeir spila sem ein heild og eru að dreyfa stigaskorinu vel.og voru sjö þeirra með 6 stig eða meira sem segir margt. Ennfremur fara þeir í öll fráköst og er það mat ritara að mun meiri möguleiki sé að ná þeim þannig.

 

Nú er að gíra sig upp fyrir leikinn gegn Hamar annað kvöld í Lengjubikarnum. Þeir eru komnir af stað og tóku meðal annars KR á heimavelli síðast. Við erum þó vonandi klárir þótt spilaðir séu tveir leikir á einum sólarhring. Það er bara verkefni.

 

Áfram KFÍ

 

Tölfræðin

Nánar

Leikurinn gegn Snæfell á laugardag kl.17.45

Körfubolti | 01.11.2012
Pance er tilbúinn
Pance er tilbúinn

Strákarnir komust heilir í Hólminn og rúmin heilla. Færðin var fín, smá vindur og blint á köflum en Guðni Ólafur réði ferð og keyrði af öryggi og leiddi hópinn. Við erum á góðum bílum og allir komnir í hús.

 

Nú er komið í ljós að leikurinn er á morgun laugardag kl.17.45. Margir hafa gefið í skyn að ekki hafi verið skynsamlegt að fara af stað. En ferðin fór vel og strákanir í góðu yfirlæti hjá frændum okkar í Hólminum.

 

Við fáum æfingu þar og þegar leik lýkur fara drengirnir suður og gista laugardagskvöld. Síðan er leikur gegn Hamar í Lengjubikarnum á sunnudagsköld kl.19.15 og svo er haldið heim.

 

Spáin er góð fyrir sunnudag og eru allir kátir og einn ef drengjunum er að undirbúa pasta með kjúlla fyrir hópinn. Svona ferðir binda menn saman og félagslegi þátturinn er dýrmætur.

 

Unglingaflokksleikurinn sem átti að vera fyrir sunnan gegn Breiðablik er frestað og einnig leikirnir hjá mfl. kvenna sem áttu tvo leiki úti gegn Blikum og Grindavík. Nánar verður ákveðið með nýja leikdaga eftir helgina.

Nánar

Úti er veður vont

Körfubolti | 01.11.2012
Birnir á ferð
Birnir á ferð

Nú er úti veður vont og búið að fresta einum leik í Dominos deild karla. Við eigum leik gegn Snæfell annað kvöld og var ákveðið að leggja af stað í Stykkishólm í dag til leiks vegna slæmrar spár á morgun föstudag hér heima og víðar. Erum við búnir að vera í sambandi við Vegagerð og aðra sem hafa farið suður í dag til að tryggja sem bestar upplýsingar. Ef leikurinn verður ekki annað kvöld er hann settur á laugardag í staðinn í Hólminum.

 

Ástæða þess að lagt er af stað er að við eigum einnig leik gegn Hamar og er sá leikur á sunnudagskvöld í Hveragerði. Það er dýrt að ferðast og reynt eftir fremsta megni að takmarka ferðirnar sem farnar eru, nægar eru ferðirnar samt í vetur.

 

Við munum láta vita hvernig gengur að ferðast en Guðni Ó. Guðnason okkar er fararstjóri í ferðinni og traustari mann er ekki hægt að fá í þetta verkefni.

 

Stelpurnar í meistaraflokk eiga einnig leiki fyrir sunnan um helgina og eiga að leggja í hann á laugardag. Nánar verður skýrt frá því á morgun föstudag, en þær eiga tvo leiki fyrir sunnan gegn Breiðablik og Grindavík-b.

 

Og til að toppa leikina eiga strákarnir í unglingaflokk einnig leik fyrir sunnan gegn Breiðablik þannig að hægt er að segja að fjölmenni sé á ferðinni frá KFÍ þessa helgi til keppni.

 

Áfram KFÍ

 

Nánar

Ískaldir á Ásvöllum

Körfubolti | 29.10.2012
1 af 2

Stórlið KFÍ-b lagði land undir fót á helginni og hélt alla leiðina til Hafnarfjarðar þar sem þeir mættu heimamönnum og núverandi meisturum Hauka í B-liða deild karla. Í hópi Ísfirðinga í leiknum voru margir af efnilegustu leikmönnum KFÍ í gegnum árin, sem ekkert varð svo úr, í bland við léttari og frárri leikmenn af Justin Bieber kynslóðinni.

Nánar

Fámennt en skemmtilegt "fjölliðamót" í minnibolta lokið

Körfubolti | 29.10.2012
Kristján Pétur að setja upp kerfi og strákarnir fylgjast spenntir með
Kristján Pétur að setja upp kerfi og strákarnir fylgjast spenntir með

Enn og aftur gerist það að fjölliðamót sem haldið er út á landi hverfur nánast á nokkrum dögum. Upphaflega áttu að vera fjögur lið hér að keppa, en Fsu og Haukar drógur sig úr keppni og var þá eitt lið utan okkar í KFÍ sem skipuðu mótið.

 

Það voru hressir krakkar frá Ármanni sem komu hér glöð og hress og öttu kappi við KFÍ. Ármann var með A og B lið og voru þetta því þrjú lið sem kepptu. Ármann sigraði að lokum, en blandað lið þeirra setti skemmtilegan svip á með stelpur og stráka.

 

Kjartan Daníel í KFÍ datt illa og handleggsbrotnaði og sendum við honum baráttukveðjur.

 

Fyrsti leikurinn var KFÍ gegn Ármann-B og tóku heimadrengirnir þann slag, lokatölur 31-24. Allir spiluðu og áttu fínan leik.

Stig KFÍ: Hilmir 13, Hugi 8, Þorleifur 6, Egill 6 og Gísli 2. 

 

Seinni leikur okkar var gegn Ármann-A og þar reyndust Ármenningar mikið mun betri og sigruðu örugglega, lokatölur 29-67.

Þess ber þó að geta að við börðumst vel og var gaman að sjá Egil sem setti 18 stig vel matyaður af flottum sendingum frá Hilmi.

Stig KFÍ: Egill 18, Hilmir 9, Þorleifur 2.

 

Svo var að lokum leikur Ármann-A og Ármann-B þar sem nokkrir piltar frá KFÍ léku með B-liðinu og fór svo þar að B-liðið sigraði, lokatölur 36-35.

 

Krakkarnir skemmtu sér vel og voru þau hress og kát með daginn. það setti þó óneitanlega leiðinlegan svip á að þau fengu ekki fleiri leiki og vonum við til að svona verði ekki oft á dagskrá í vetur. 

Nánar

Ungu strákarnir stóðu vaktina gegn sterku liði Snæfells

Körfubolti | 29.10.2012
Pance var heitur í gær
Pance var heitur í gær

Við sóttum ekkert í Stykkishólm nema gott heimboð til foreldra Kristjáns Pétur og svo að fá ljómandi fína innkomu frá ungu strákunum þeim Óskari, Leó og Gumma ásamt því að Pance og Mamci áttu fína spretti og BJ var fínn. Mirko spilaði minna en hann ætlaði sér þar sem hann fékk þungt högg á hausinn og varð að skreppa aðeins á sjúkrahúsið til aðhlynningar.

 

Chris var annan leikinn í röð algjörlega týndur og mátti sín lítils gegn sprækum Hólmurum.

 

Það er ekki mikið um þennan leik að skrifa annað en að villurnar voru heldur okkur í óhag og við komumst í 10-0 þar og ekkert fengum við frá dómaraparinu og enduðum við í 23 villum gegn 14 hjá Snæfell. Það var samt ekki það sem fór með leik okkar. Við áttum bara ekkert skilið á tímablli og Snæfellingar gengu á lagið. Og með svona gott lið sem Snæfell er þá er ekkert hægt að gefa þeim millimeter. En sem áður sagði voru það ungu strákarnir sem sýndu baráttu og voru með fínan

leik og fá mikið hrós fyrir.

 

Skotnýting okkar var góð sérstaklega utan þriggja stiga línunar eða 48% (14/29) og tókum við einnig frákastabaráttuna, en við hentum boltanum frá okkur í 23 skipti sem er allt of mikið.

 

Lokatölur 108-87.

 

Stig KFÍ: Pance 17, Momci 15, BJ 15, Óskar 14, Leó 8, Gummi 6, Chris 6, Mirko 6.  

 

Tölfræði leiksins.

 

Við viljum koma þeim orðum frá formanni okkar til dómara að vera ekki með persónulegar athugasemdir við þjálfara okkar eins og gert var eftir leikinn í gær. Við þekkjum ekki þannig vinnubrögð. Það er hægt að koma með ábendingar til stjórnar KFÍ og er sjálfsagt að taka við þeim og svara.

Nánar

Settir á ís á Jakanum

Körfubolti | 26.10.2012
Momci var fínn í kvöld
Momci var fínn í kvöld

Það er óhætt að segja að þessi leikur fari í sögubækurnar. Fyrir það fyrsta litu Keflvíkingar vel út í KFÍ búningum og helst til of vel þar sem sá sem átti að setja búningana í bílinn klikkaði og þarf sá hinn sami að sjá um þvott þeirra næsta árið ef við þekkjum Sigga rétt.

 

Við byrjuðum leikinn ágætlega og áttum fyrstu 4 stigin, en þá kom flott áhlaup hjá Kef og snéru þeir leiknum sér í hag og komust í 6-16 og þá tók Pési leikhlé. Það virkaði ágætlega og komum við til baka og minnkuðum muninn í 19-24 í byrjun öðrum leikhluta, en þá jóku drengirnir úr Keflavík aftur við sér og komu þessu í 10 stig og staðan 21-31. Enn komum við inn í leikinn minnkuðum muninn í 3 stig 28-31 og aftur í 1 stig 37-38 og leikur í gangi á Jakanum, en  Keflavík sá til þess að halda okkur í fjarlægð og staðan verðskulduð í hálfleik 39-43.

 

Í þriðja leikhluta var ótrúlegur tröppugangur í leik beggja liða og sáust misheppnaðar sendingar sem fóru ýmist á dómara eða á varamannabekk liðanna.  Keflavík var samt með tögl og haldir á leiknum og komust í 46-65 og fólk farið að minnast á leik KR í gær gegn Snæfell þar sem við vorum gjörsamlega á hælunum líkt og KR. En þá kom frábær kafli hjá KFÍ og náðum við leiknum í 60-65 eða 14-0 áhlaup og allt opið. Keflvikingar tóku þá til sinna ráða og með Greion í broddi fylkingar hendandi sér út og suður náðu þeir aftur taki á leiknum og 63-72 og horfðu ekki til baka.

 

Leikurinn endaði með verðskulduðum sigri Keflavík, lokatölur urðu 69-79 og drengirnir út bítlabænum með sín fyrstu stig í fjórum leikjum og önduðu léttar.

 

Hjá Keflavík áttu þeir Glitner, Graion og Lewis ágætis leik og skoruðu samtals 57 stig Keflvíkinga ásamt því að taka 27 fráköst. Valur skilaði sínu og Almar var þéttur í vörninni. Þeir þurftu að hafa fyrir þessum sigri og að fá 79 stig á sig er ekkert slæmt hjá KFÍ, en sóknin var slök og var einstaklingsframtakið allsráðandi.

 

Momci var góður og stigahæstur okkar drengja með 25 stig. Ungu strákarnir þeir Gummi og Óskar sýndu fínan leik og spiluðu mikið sem við erum ánægðir með því að svona leikreynsla skilar sínu. BJ, Pance, Jón Hrafn og Mirko áttu fína spretti, en Chris var týndur í kvöld.

 

Við eigum þó mikið inni og þetta er enginn endir. Nú þarf bara að leggja þennan inn á bókina miklu og einbeita sér að næsti leikjum sem eru gegn Snæfell á sunnudag og fimmtudag í Stykkishólmi. Annar í Lengjubikarnum og hinn í Dominosdeildinni.

 

Það fer að styttast í endurkomu Kristjáns Péturs og er það flott mál. Svo kemur þetta jafnt og þétt. Það er ekki alslæmt að vera með tvo sigra í fjórum leikjum, en ekki gott að gera það að vana að sætta sig við 50% hlut. 

 

Við vitum að KFí koma sterkir til leiks í átökum næstu vikna og læra af þessum leik sem örðum sem tapast. Það er hollt að læra og koma til baka sterkari en í síðasta leik.

 

Tölfræði leiksins

Nánar

Erfitt verkefni framundan hjá mfl. karla í kvöld. Allir á Jakann

Körfubolti | 26.10.2012

Þá er komið að næsta heimaleik KFÍ og eru það drengirnir úr bítlabænum Keflavík sem koma í heimsókn. Keflavík hefur ekki farið af stað í deildinni eins og þeir eru vanir, en það skal enginn halda að þrátt fyrir slæmt gengi í byrjun séu þeir auðveld bráð. Þeir eru með mjög gott lið og líkt og við hafa þeir ekki haft mikinn tíma til að slípa sig saman að fullu. Þetta Íslandsmót er langt og strangt og það tekur misjafnan tíma fyrir liðin að koma sér í toppform og er það mat okkar á siðunni að Keflavík verði meðal toppliðanna í vetur og er algjörlega bannað að hafa af þeim augun.

 

Þeirra helstu vopn eru Maggi Gunn sem er einn af bestu þriggja stiga skyttum sem alist  hafa upp í bítlabænum. Valur Valsson er að verða einn af bestu bakvörðum landins þrátt fyrir ungan aldur og er með tæp 13 stig í leik. Michael Greion er flottur og þeirra stigahæstur með um 20 stig a.m.t og 9 fráköst. Darryl Lewis er fantagóður og gríðalega reynslumikill leikmaður sem hefur spilað víða og er um 18 stig í leik og 5 fráköst. Kevin Glittner er ás/tvistur og er með 12 stig og 4 fráköst. Almar Guðbrandsson okkar fyrrum leikmaður er með 9 stig og 6 fráköst og hefur farið mikið fram. Svo er Snorri Hrafnkelsson kominn til þeirra frá Blikum og hefur vaxið, hann er með tæp 6 stig í leik og 4 fráköst. Það er því ljóst á þessari upptalningu að verkefnið er ærið hjá KFÍ.

 

Það er þó engan bilbug að finna á okkur hér heima í KFÍ. Við erum að skríða saman, hægt en örugglega og líkt og Keflavík tekur það okkur tíma að ræsa vélina og ná fullum snúning. Það er eitt víst að leikurinn á föstudagskvöldið verður svakalega skemmtilegur.

 

Það er von okkar að fólk komi á Jakann og styðji við bakið á drengjunum. Muurikka pannan hans Steina verður á staðnum og "Borgarísjakar" eldaðir að finnskum hætti með íslensku handbragði og verður pannan ræst kl.18.15.

 

Komið á Jakann og munið að ,,betri er einn borgari í brauði en alls enginn"

 

KFÍ-TV verður á sýnum stað eins og alltaf og hefst útsending kl.19.00 og er linkurinn HÉR

 

KFÍ-TV will show the game live click HERE to view

 

Áfram KFÍ

Nánar

Jón Hrafn setur blek á blað hjá KFÍ

Körfubolti | 25.10.2012
Sævar formaður og Jón Hrafn hrista paðana hvor á öðrum
Sævar formaður og Jón Hrafn hrista paðana hvor á öðrum

Í dag er tilefni til að brosa en þá skrifaði hinn yndislegi drengur og ekki síðri leikmaður okkar Jón Hrafn Baldvinsson undir nýjan tveggja ára samning. Þetta er góðar fréttir fyrir félagið en Jón Hrafn hefur reynst okkur vel og er frábær liðsmaður og strákur góður. Hann er fyrirliði KFÍ og sýndi í verki núna að hann er ekkert að yfirgefa klúbbinn í bráð. Einnig er Jón Hrafn ákaflega vel liðinn hér í bænum og er dugnaðarforkur mikill innan sem utan vallar.

 

Til hamingju KFÍ og Ísafjarðarbær

 

Áfram KFÍ

Nánar

Stelpurnar okkar með góðan útisigur gegn Skallagrím

Körfubolti | 22.10.2012
Eva var stigahæst í gær
Eva var stigahæst í gær

Í gær fóru stelpurnar í Borgarnes og spiluðu gegn Skallagrím. Við erum með gjörbreytt lið frá því í fyrra. og höfum misst mikið úr liði okkar en þær Svandís, Sólveig og Hafdís eru hættar og munar svo sannarlega og um minna. En við erum búin að fá Stefaníu til baka og svo er litla systir Craig komin en það er orkuboltinn Brittany Schoen þannig að við verðum flott í vetur. Það eru yngri stelpur að koma upp og er yngsta stelpan 13 ára. 

Nánar