KFÍ tekur á móti KR í Lengjubikarnum á morgun sunnudag kl.19.15 á Jakanum. Fyrri leikur okkar gegn KR í bikarnum fór 91-76 þar sem við áttum ágætis spretti, en það þarf meira til gegn sterkum KRingum.
Við teflum fram nýjum leikmanni á sunnudag Tyrone Bradshaw sem kemur til með að styrkja teiginn hjá okkur, en strákarnir eru búnir að hrista af sér síðasta leik og tilbúnir í slaginn.
Við verðum með Muurikka pönnuna með borgarana og einnig pylsurnar klárar 18.15 og er tilvalið að koma með fjölskylduna fyrir leik og fá sér "Borgar-ísjaka" og/eða pylsu fyrir leik.
Komum saman og hvetjum drengina til góðra verka. Það er nauðsynlegt að fá hvatningu þegar gefur á bátinn og það þekkja allir sem hafa lent í að illa gengur á vellinum þá þarf hvatningu. Það eru ávallt ný markmið hjá KFÍ eftir hvern leik og það er að koma til næsta leiks og gera betur.
Komum saman og gerum okkar til að hjálpa við verkin.
Leikurinn verður að sjalfsögðu í beinni á KFÍ-TV og hefst útsending kl.19.00
Áfram KFÍ
NánarÁ morgun byrja strákarnir í KFÍ-B sinn fyrsta heimaleik á þessu tímabili. Þeirra fyrsti leikur var gegn Haukum-B fyrir sunnan og töpuðu þeir honum eftir erfiða byrjun en þeir náðu aðeins að setja 24 stig í fyrri hálfleik en fengu á sig 53. leikurinn endaði 61-86 og voru þeir því að komast í gang og í takt við leikinn í þeim síðari. En þess má geta að spilað var snemma morguns á laugardegi sem er ekki vinsælt.
NánarKFÍ er að fá liðsauka inn í teiginn. Þar er kominn Tyrone Bradshaw sem spilaði með University of Southern Indiana og spilaði síðast í Þýskalandi hjá Licher Basket Bear í B-deildinni þar sem hann var með 14.7 stigum, tók 7.8 fráköst og varði tæp 2 skot í leik.
NánarSilfurliðið úr úrvalsdeildinni í fyrra, Þór frá Þorlákshöfn, átti ekki í erfiðleikum með KFÍ í kvöld og fóru heim með öruggan 84-128 sigur í farteskinu.
NánarMfl. Kvenna fær lið Stjörnunnar í heimsókn á Sunnudaginn 9.desember og hefst sá leikur kl.14.00 og skorum við á alla að koma og styðja stúlkurnar.
Stjarnan er í efsta sæti í 1.deild og er þetta krefjandi verkefni fyrir Ísdrottningarnar
Við vonum að allir fjölmenni á Jakann og styðju við bakið á stelpunum, þær eiga það svo sannarlega skilið og var síðasti leikur þeirra góð skemmtun.
Við ætlum einnig að senda beint frá leiknum á KFÍ-TV
Áfram KFÍ
NánarÞá er það heimaleikur á Jakanum og nú eru það strákarnir hann Benna Gumm sem koma til okkar. Þeim er spáð ofarlega í vetur og er það ekki innistæðulaus spá. Benni er frábær þjálfari og er með feykilega gott lið í höndunum. Þar er bland af ungum strákum með léttu mixi af reynsluboltum.
Hér er svona létt statt okkar á þeirra liði. Þeir eru sem stendur með tvo sigra og tvö töp, og tóku Íslandsmeistara úr Grindavík í sínum síðasta leik í Dominosdeildinni og það gera ekki nema góð lið.
Þeirra stigahæstur er B.C. Smith er með 21.8 stig 4 fráköst og 5 stoðir.
Næstur honum er Robert Diggs með 14.9 stig og 11.3 fráköst og "sópar" 2.3 boltum frá körfunni í leik.
Ofvirki drengurinn hann Gummi Jóns er ekki langt á eftir með 13,0 stig og 3 fráköst.
Baráttujaxl Ísland Darri Hilmarson er með 10, 3 stig og 4,5 fráköst.
"Gamli hundurinn" (sem er respect) Darrell Flake sem spilaði með Borgnesingum s.l. vetur töltir ekki langt á eftir með 13,9 stig og rífur niður 8,3 fráköst svona upp á gamanið.
"The Chef" Grétar Ingi Erlendson matreiðir 9,5 stig og í eftirrétt fylgja 5,8 frákost.
Og síðast en ekki síst er Baldur Þ. Ragnarsson með virðingarfyllst 3,3 stig og er frábær varnarmaður.
Lið Þórs er snöggt og spilar hörkuvörn. Það verður verðugt vekefni að ná að stöðva þá en við eigum að vera klárir í það verkefni.
Á morgun spilar Kristján Pétur sinn fyrsta leik á þessu tímabili á Jakanum eftir að vera kominn úr meiðslum. Hann átti góða leiki í "langferðinni" um síðustu helgi og verður gaman að fá hann aftur svellkaldan á Jakann.
Leikurinn er að sjálfsögðu sýndur á KFÍ-TV og hefst útsending kl.19.00.
Áfram KFÍ
NánarÞað er óhætt að segja frá því að íþróttir eru vinsælar hjá almenning hér á Íslandi og að sjálfsögðu er það svo hér fyrir vestan einnig. Við eignumst hetjur í leikmönnum og þjálfurum og þau fara oftar en ekki til stærri félaga og margir til landsliðsverkefna eins og hefur sýnt sig í íþróttasögu Vestfirðinga.
Það er þó verkefni íþrótta að krakkar eru alin upp með gildum sem sett eru upp af foreldrum og félögum sameiginlega. Þar eru grunngildin þau að standa sig vel í skóla og virða lög og reglur. Þetta hefur sýnt sig að er að takast og það er tilgangurinn fyrir þessu starfi og þá má segja að þeir sem eru við stjórnvölinn fái sín verðlaun þegar þetta tekst vel.
Það er nú svo að í stjórnum félaga er fólk við vinnu fyrir ekkert nema það að gefa af sér til samfélagsins. Það eru auðvitað allir þar með metnað og vilja ná sem lengst til að vinna til verðlauna þegar lengra er komið með iðkendur sína í eldri flokkum, en fram að því er uppeldið og félagslegu gildin í fyrirrúmi.
Það er erfitt að starfa í stjórn félaga og það getur verið ákaflega einmannalegt áhugamál þegar illa gengur, því sama hvernig fer verður að halda félaginu gangandi og þá þarf að vinna enn meira. Þarna koma sjálboðaliðar einnig inn í dæmið, því án þeirra væri stjórnin ekki virk. Verkefnin eru svo ærin að án þeirra væri ekkert gert og engir leikir spilaðir.
Það sem rekur mig til að skrifa þennan pistil núna er að fá fólk til að þakka þessu fólki fyrir sitt starf. Það kostar ekkert að stoppa einhvern á íþróttavellinum eftir leik og þakka þeim fyrir sitt starf. Það er nefnilega þannig að allt þetta fólk er án nafns og fæstir sem koma á leiki þekkja þau. Það veit enginn hver er að týna upp ruslið, manna ritaraborðið, búa til auglýsingar, baka kökurnar, hella upp á kaffið, selja miðana, sinna gæslunni og vera á moppunni. Þeirra nöfn eru ekki í dagskránni né á leikskýrslunni, en án þeirra væri enginn leikur.
Þetta er ekki sjálfsagt mál, þessi verk eru jafn mikilvægt og þjálfarar og leikmenn eru að gera. Þetta er partur af einni heild sem gerir það að verkum að allt virkar. En þegar leikir falla okkur í hag og fögnuðurinn er úti er þetta fólk eftir við að ganga frá og gera sig svo klár fyrir næsta leik. Og það sem meira er að þetta fólk hefur gert þetta alla þessa leiki, hvort sem leikir falla okkur í hag eða ekki og svo er bara allt í einu kominn næsti leikur og hver er þetta aftur sem er þarna að týna ruslið ?
Ég er hreykinn af því að þekkja þetta fólk sem skipar stjórn KFÍ, Unglingaráð og sjálboðaliða. Og ég hvet ykkur að senda þessu fólki kveðjur og þakka þeim fyrir. Ég veit hvað margt smátt gerir meira stærra og það byrjar allt með smá brosi og klappi á bakið.
Trúið mér að það er ótrúlegt hvað fólk er til í að gera þegar það finnur fyrir smá þakklæti.
-GÞ
NánarÁ laugardaginn 10. nóvember munu KFÍ og BÍ/Bolungarvík blása til heljarinnar sviðaveislu í sal Frímúrara og verður þetta mikið fjör.
Veislustjóri verður Halldóra Björnsdóttir leikkona
Ræðumaður er enginn annar en Halldór Halldórsson
Tónlistaratriði koma frá Hreim, Rúnari F. og Benna Sig.
Pantanir taka Samúel Samúelsson, netfang; samuel@bibol.is og Birna Lárusdóttir netfang; bil@snerpa.is
Við hvetjum alla að koma og styrkja gott málefni og skemmta sér í leiðinni.
Verð er aðeins kr.3000.- isk
NánarStjórn KFÍ hefur ákveðið að slíta samningum við Chris Miller Williams, en hann hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Stjórn og Chris töluðu saman og hafa gengið frá sínu í sátt og óskum við honum velfarnaðar í næstu verkefnum.
Stjórn KFÍ
NánarKFÍ mætti Hamar í Lengjubikar karla í Hveragerði í kvöld. Liðin voru jöfn fyrir leikinn í 2-3. sæti í B-riðli keppninnar en Hamar kom gríðarlega á óvart í síðasta leik er þeir lögðu KR að velli 80-83.
Nánar