KFÍ tók á móti Stjörnunni í kvöld og var hart tekist á. Stjörnumenn hafa verið á góðu róli í haust en töpuðu reyndar síðasta leik í deildinni á móti KR á heimavelli. Það hlýtur að hafa verið gríðarlega erfitt tap og pottþétt að Teitur og lið hans voru mættir til þess að takmarka þessa taphrinu við einn leik. KFÍ hefur verið að endurskipuleggja sig eftir mannabreytingar og þurft að aðlaga sinn leik eftir því. Í síðustu leikjum hefur verið viss stígandi en þó hafa þeir ekki ennþá uppskorið sigur í síðustu sex deildarleikjum, eða frá því þeir lögðu Tindastól á útivelli fyrir tveimur mánuðum.
NánarÞá er komið að síðasta heimaleik mfl.karla KFÍ og ekki eru gestir okkar af lakari endanum, en það er hið gríðarsteka lið Stjörnunnar úr Garðabæ sem sækir okkur heim. Þar er hvert sæti skipað gríðarlega reyndum köppum og er hér smá upptalningu.
Justin Shouse fer fyrir þeim drengjum með 24 stig í leik og 10 stoðsendingar sem geirr hann að besta leikstjórnanda Domonos deildarinnar að okkar mati sem af er leiktíðar.
Brian Mills er eiturklár framherji með 19 stig og 11 fráköstt í leik og erfiður við að eiga við körfuna.
Marvin Valdimarsson er ekki langt á eftir með 18 stig og hefur átt frábært tímabil í vetur.
Dagur Kár Jónsson er ungur og efnilegur leikmaður sem hefur skorað 10 stig í leik og 3 stoðsendingar.
Jovan Zdravevski er reyndasti kappinn þeirra sem má ekki fá millimeter og er með 9 stig og 3 fráköst, en hann hefur unnið leiki upp á sitt einsdæmi oft og mörgum sinnum.
Fannar Helgason Skagamaðuinn sterki er með 8 stig og 9 fráköst í leik.
Guðjón Lárusson er sterkur og reyndur leikmaður sem oft gleymist, en það má alls ekki.
Þjálfari þeirra er enginn annar en hinn ofursnjalli Teitur Örlygsson sem er óþarfi að kynna, en hann er algjört "legend" á Íslandi sem leikmaður og nú er hann að bæta um betur með frábærri þjálfun.
Það er mikil tilhlökkun hjá strákunum hjá KFÍ sem hafa verið að spila undir getu upp á síðkastið. Nú á að koma á Jakann vel gyrtir og brjálaðir.
Ekki láta þig vanta. Muurikka pannann og Steini með "Ísborgarana" og Guðni Ó. Guðna á kantinum með pylsur og byrja þeir kumpánar kl.18.15 tímalega. Þetta verður eitthvað en þeir Steini og Guðni ætla að setja nýtt met í fljótri afgreiðslu á mat sínum. Fyrra metið var sett í Moldóvíu 2005 af Shepprek Krirujaljakiski sem var 11.9 sekúndur frá pönnu á diskinn !
Ýmislegt óvænt verður á Jakanum einnig í formi happaforms og er því ekki sniðugt að vera heima í sófa í þetta sinn.
Áfram KFÍ
Nánar
B-lið KFÍ hélt út á land og mætti Reykjavíkurstórveldinu KR og Vesturlandsstórveldinu ÍA í B-deild karla á helginni. Fyrri leikurinn var í DHL-höllinni á móti KR-b en þessi lið höfðu einmitt mæst mánuði áður í Jakanum á Ísafirði þar sem borgarbörnin sluppu með 4 stiga sigur eftir æsispennandi leik. Ljóst var að þeir ætluðu ekki að taka neina sénsa í leiknum og mættu því með A-liðsmennina Svein Blöndal og Ágúst Angatýsson sem eru Ísfirðingum vel kunnir.
NánarSmávæginlegar breytingar hafa verið gerðar á æfingatöflu KFÍ og er hér fyrir neðan listað upp.
8.flokkur stúlkna og minnibolti stúlkna verða héðan í frá með sameigilegar æfingar og mun Marelle Maekalle vera með þær þangað til að Brittney kemur úr jólafríi. Æfingarnar eru:
Mánudagar kl.14.45
Þriðjudagar kl.15.35
Föstudagar kl.15.35
11.flokkur er búin að fá viðbót við æfingar sínar og verður sú æfing á fimmtudögum kl.15.35. Pétur Már verður með æfingar þangað til Mirko kemur til baka en hann er á leið út að sækja konu sína og barn.
Áfram KFÍ
NánarÞað var ungt lið sem Pétur hafði höndunum í dag þar sem Brittany var þeirra elst tuttugu og þriggja ára og svo var Linda Kristjánsdóttir yngst eða þrettán ára en það var ekki að sjá á hennar leik í dag. Meðalaldur KFÍ var því rétt rúmlega sautján ár og okkur vantaði bæði Stefaníu og Annu Fíu í liðið.
Leikurinn byrjaði fjörlega og skiptust liðin á körfum en KFÍ stelpurnar leiddu eftir fyrsta leikhluta 14-8 og var barátta beggja liða til fyrirmyndar.
Annar leikhkuti var jafn og spennandi til að byrja með en svo kom Stjarnan með góðan kafla og tók leikhlutann 22-15 og staðan í hálfleik 29-30.
Þriðji leikhluti var anski skrautlegur og baráttan um boltann til staðar, en skot beggja liða voru ekki að detta sem skildi og fór svo að leikhlutinn endaði 11-13 og staðan hnífjöfn 41-41 og mikil stemming á Jakanum.
Þegar fjórði byrjaði voru tvær stúlkur úr báðum liðum komnar með fjórar villur þær Guðrún Ösp og Heiðrún hjá Stjörnunni og Eva Margrét og Sunna hjá KFÍ. Það fór svo að lokum að Ísdrottningarnar tóku leikinn og var vörnin lykillinn að sigrinum. Lokatölur 60-53 og héldu KFÍ stelpurnar Stjörnunni í 23 stigum í seinni hálfleik.
Það var aðdáunarvert að sjá kraftinn í báðum liðum. Allir að henda sér á lausa bolta og fara í öll fráköst. Gamla klysjan um að liðsheildin hafi tekið þetta er einfaldlega sönn. Við tókum 63 fráköst þar af 19 í sókn, og var Vera Óðins í "killer mode" og tók 14 stykki.
Stig KFÍ. Eva Margrét 17 stig, 13 fráköst, 4 varin skot og 4 stoðs. Brittany 12 stig, 10 fráköst og 2 stoðs. (spilaði veik og lét það ekki hafa áhrif á sig). Linda 9 stig 3 fráköst og lék eins og herforingi. Vera 8 stig, 14 fráköst. Sunna var með 5 stig og 5 fráköst. Lilja fylgdi henni eftir með 5 stig og 4 fráköst. Marelle 3 stig, 2 fráköst. Rósa 2 stig, 2 fráköst og síðast en ekk síst koma Málfríður sterk til leiks hélt boltanum vel undir pressu tók 3 fráköst og var með 3 stoðsendingar.
Sem sagt frábær liðsheild í dag og svakalega góður karkakter sem meistaraflokks strákarnir mega horfa til og læra af.
Þá er fyrri hluta móts stúlknanna lokið og næsti leikur hjá þeim 12.janúar á næsta ári. Þær fara í jólafrí með þriðja sætið sem er flott hjá þeim.
Leikurinn var í beinni á KFÍ-TV og voru margir að horfa á og þökkum við þeim fyrir innlitið.
Áfram KFÍ
Áfram stelpur.
Nánar
Þá er komið að öðrum heimaleik hjá meistaraflokki kvenna og er sá leikur gegn stúlkunum frá Stjörnunni og er leikurinn kl. 14.00 á sunnudaginn 9.desember og hvetjum við alla til að koma og hvetja þær áfram. Þetta er síðasti heimaleikur stelpanna fyrir áramót . Það er því nauðsynlegt að koma og æpa drottningar okkar áfram á Jakanum.
Við munum sýna beint frá leiknum á KFÍ-TV
Áfram KFÍ
NánarDamier Pitts minnti á í kvöld gegn Grindavík að hann var verðugur leikmaður áttundu umferðar en hann endaði leik með 32 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar. Það dugði þó engan veginn til gegn frábæru liði Grindavíkur sem sigruðu okkar menn örugglega. Lokatölur í Röstinni 110-82.
Grindavík byrjaði með látum og við vorum ekki einu sinni á hælunum, við vorum á rassinum og staðan fljótlega 7-0 og við eitthvað utan við okkur. Damier og Kristján Pétur settu okkur inn í leikinn og minnkaði munurinn í 7-5, en þá gáfu Grindvíkingar einfaldlega í aftur, hirtu felst öll fráköst og leiddu eftir fyrsta leikhluta 35-26 og vörn okkar ekki til.
Við náðum að koma okkur inn í leikinn að nýju og minnka forskotið í 45-40 og héldum við þá að þetta væri að lagast, en svo var ekki og á augabragði komu Grindvíkingar aftur forskotinu í 55-40 og leiddu í hálfleik 57-41.
Sami kraftur var í leik andstæðinga okakr og munaði þar um að allir sem einn fóru í fráköst og börðust vel í vörn og eftir þann þriðja var staðan orðin 92-63.
Sá fjórði var hálf tilgangslaus því forskotið var bara einum og mikið og fengu allir tólf leikmenn Grindvíkinga að spila og allir þeirra settu stig. Hjá okkur var sama upp á teningum, allir fengu að spreyta sig þar af einn 15 ára gutti Haukur Hreinson sem komst vel frá sínu og er þetta dýrmæt reynsla fyrir hann.
Hjá okkur var Damier lang bestur og þessi minnsti maður okkar er með hjarta á við fólksbíl og eiga aðrir að taka hann sér til fyrirmyndar. Stóru menn okkar voru slakir og verðum við að heimta meira frá frá þeim. Það kostar ekkert að svitna og berjast.
Við vitum vel að okkur sárvantar Momci og hann er á leit til okkar um jólin, en þangað til verða aðrir að stíga upp og taka slaginn fyrir hann og okkur.
Við eigum leik gegn Laugdælum á morgun í Powerade bikarnum sem verður að vinnast og síðan er það undirbúningur fyrir síðasta heimaleik okkar á þessu ári er við fáum Stjörnuna í heimsókn á Jakann.
Við hér fyrir Vestan viljum þakka Sporttv.is kærlega fyrir að senda leikinn beint til okkar.
Áfram KFÍ
NánarDamier Pitts var valinn Gatorade-leikmaður áttundu umferðar Dominos-deildarinnar af fréttasíðunni karfan.is. Damier skoraði 37 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar á móti ÍR í áttundu umferðinni.
Nánar má lesa um útnefninguna á karfan.is.
Strákarnir í mfl. karla fara suður á morgun og byrja á því að etja kappi við Íslandsmeistara Grindavíkur í Röstinni í Grindavík. Það þarf varla að skrifa hér að þeir hafa á að skipa frábært lið og er valinn maður í hverri koju þar á bæ og er þetta verðusgt verkefni fyrir strákana. Leikurinn er á morgun föstudag kl.19.15 og hvetjum við Vestfirðinga sem búa fyrir sunnan að skella sér suður með sjó og hvetja þá áfram. Fyrir þá sem ekki komast er leikurinn sýnur á Sporttv.is og kunnum við þeim drengum þar kærlega fyrir þessa þjónustu. Stuðningfólk okkar hér heima ætlar að hittast á Húsinu kl.19.00 og horfa saman á leikinn og öskra á skjáinn.
Seinni leikurinn í þessari ferð er svo leikur í Powerade bikarnum gegn Laugdælum og er hann á laugardag kl.14.00 á Laugarvatni. Sigurvegarar þeirrar viðureignar keppa svo gegn Stjörnunni helgina 14-16 desember í Garðabæ.
Áfram KFÍ
Nánar8. flokkur drengja hélt suður yfir heiðar um helgina og lék 2 leiki, uppskera ágæt, einn sigur gegn Aftureldingu en tap gegn Breiðabliki
Nánar