Það er óhætt að skrifa hér að haustbragur hafi verið á leik okkar manna gegn ÍR sem komu vel stemmdir til leiks á Jakann í gærkvöld. KFÍ drengir voru ekki alveg að átta sig á í byrjun og enn og aftur að elta andstæðina sína og má segja að það sé normið hjá okkur. KFÍ virðist vera að búa til trend sem gengur út að fá mörg stig á sig og koma svo til baka með látum. En það kostar úthald og mikla vinnu. Það er þá betra að koma vakandi til leiks frá byrjun og vera með jafnan leik.
Og það er best að byrja á því að skrifa hér að dómgæslan var ekki góð, hreinlega alls ekki og sáust dómar á gær sem eiga líka heima á haustinn á hraðmótum. Það er alveg eins og gott að koma þessu frá strax og vera hreinskilinn. Það er þriggja dómara kerfi í gangi og þá ætlast allir til að dómgæslan fari batnandi, því betur sjá augu en auga ? Og þá er það frá.
ÍR er með flott lið og góðan bekk. Þeir byrjuðu mun betur á leiknum með Eric Palm sjóðandi heitan og restin fylgdi. Góð barátta einkenndi þeirra leik og náðu þeir strax forustu 6-14, en þá kom fínn kafli hjá KFÍ og staðan að loknum fyrsta leikhuta 15-19.
Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrri og staðan allt í einu orðin 17-26 en þá kom góður kafli hjá KFÍ á ný og staðan allt í einu 25-26 og kominn leikur á ný. Jafnt var á flestum tölum þangað til um þrjár mínútur voru eftir af hálfleiknum en þá kom fínn kafli hjá ÍR sem fór til leikhlés með sjö stiga forustu, staðan 33-40.
Seinni hálfleikur var spegilmynd fyrri leikhlutanna, en ÍR komu tilbúnir og KFÍ að elta og voru gestirnir með þetta gott forskot sem náði mest 15 stigum og staðan 40-55. Þá kom fínn kafli aftur hjá KFí og náðu þeir jafnt og þétt að komast inn í leikinn á ný og náðu þessu í sex stig 54-60 þegar síðasti leikhlutinn var eftir.
ÍR byrjar aftur betur og náðu leiknum í tíu stig 67-57, en þá komu KFÍ strákarnir með flotta baráttu og náðu að minnka muninn í þrjú stig og allt í einu var þetta orðið mögulegt í stöðunni 70-73, en því miður voru KFÍ komnir í villuvandræði og missa bæði Tyrone og Jón Hrafn út af og þar með fór meðalhæðin niður fyrir lágmark gegn stóru liði ÍR og gestirnir silgdu þessum leik í höfn og lauk leiknum 86-90.
Hjá okkur var Damier mjög góður og hefðum við viljað sjá hann strax í haust. Hann er enn að koma sér inn í leik okkar en þetta er maðurinn sem okkur vantaði frá upphafi tímabils. Hann endaði leikinn með 37 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Næstur honum kom Tyrone með 18 stig og flotta nýtingu, en hann fékk því miður ekki að spila allan leikinn þar sem stórir dómar héldu honum á bekknum. Kristján Pétur barðist eins og sæljón allan leikinn og endaði með 14 stig og 11 fráköst. Mirko var flottur með 15 stig og 8 fráköst. Jón Hrafn var fínn í vörninni meðan hann fékk að spila en var í villuvandræðum. Hlynur kom með fína baráttu af bekknum en var óheppinn með skotin sín.
Það sem er að tefja okkur frá því að ná að halda jöfnum leikjum er vörn, eða öllu heldur ekki vörn. Við erum of staðnaðir í okkar varnarleik og hjálparvörnin er stundum alls engin og þá er voðinn vís. Andstæðingar okkar fá auðveldar körfur og ódýrar. Eins er með sóknina að menn hreyfa sig stundum lítið án bolta og gleyma þeirri gullnu reglu að láta boltann vinna verkin.
En við tökum samt inn í þetta að mikil breyting hefur verið á liði okkar og slæm meisli hafa verið að hrjá okkur. KFÍ verður seinni hluta lið og verður gaman að sjá liðið eftir áramót þegar Momcilo er kominn til baka. Það má ekki gleyma því að hann er okkar stigahæsti leikmaður til þessa.
En þangað til verður KFÍ að muna að hætta ekki og fylla í skarðið með baráttu og eljusemi. Sigurleikir koma ekki í pósti og alls ekki án fyrirhafnar. Það kostar ekkert nema smá aukaúthald að berjast og henda sér á alla lausa bolta. Það sást í gær, en ekki næganlega oft.
Áfram KFÍ
Nánar
Fréttaritari KFí ákvað að taka sér það gullkorn að skrifa ekki reiður frétt og svo verður núna.
Frétt um leikinn mun því koma á morgun og þangað til áskylur fréttaritari sér þann rétt að þegja þunnu hljóði, eða öllu heldur orði.
Nánar
Þá er komið að Domineos deildinni eftir smá hlé og eru gestir okkar að þessu sinni lið ÍR úr Breiðholtinu. Þar eru flottir drengir samankomnir með mikla reynslu og verða þeir án efa gjörsanlega klárir í viðureign þessa á Jakanum.
Hér eru þeir helstu frá ÍR.
Eric James Palm er þeirra stigahæstur og leiðir liðið með 24 stig í leik. Hann er eitruð þriggja stiga skytta með um 52% nýtingu.
Nemanja Sovic er frábær leikmaður hokinn af reynslu og er með 18 stig í leik og 7 fráköst.
Hreggviður Magnússon kann þetta allt og var undafarin tvö át með KR, en er nú kominn heim. Hann er með 14 stig í leik.
Isac Miles er nýr leikmaður ÍR en lék áður með Tindastól. Hann er mjög duglegur og spilar stöðu leikstjórnanda. Hann er með 10 stig og 5 stoðsendingar.
Sveinbjörn Claessen hefur verið óheppinn með meiðsl undanfarin ár, en er nú í toppformi og bætir við 8 stigum í leik.
Hjalti Friðriksson er öflugur og góður varnarmaður og er með 6 stig í leik og 5 fráköst.
Það er engan bilbug á okkar mönnum að finna og allir klárir í slaginn. Þetta verður án efa hörkuleikur og mikilvægur fyrir bæði lið. ÍR er með jafnmörg stig og við eða fjögur og því um fjögurra stiga leik að ræða. Við þurfum á öllum að halda á Jakann á fimmtudaginn 29. nóvember og hefst leikurinn kl.19.15
Pulsur "a la Guðni Ólafur" verða á staðnum þannig að fólk getur nært sig fyrir leik. Skotleikur Flugfélags Íslands og KFÍ verður að sjálfsögðu í boði. Þannig að nú er ekki eftir neinu að bíða. "Upp úr sófa og inn á Jakann"
Fyrir þá sem eru fyrir utan svæðið þá er leikurinn að sjálfsögðu í beinni hjá KFÍ-TV og er hlekkur hér til hægri á síðunni, BB sjónvarp verður einnig á staðnum til að taka "háljós" af leiknum
Áfram KFÍ
Nánar
Minniboltastrákarnir okkar gerðu góða ferð suður og unnu 3 leiki en því miður tapaðist einn á flautukörfu og því missum við af því að fara upp í C-riðil.
NánarStelpurnar spiluðu sinn fyrsta heimaleik í vetur og voru gestir okkar Fjölnir-b. Bæði lið komu ákveðin til leiks og var mikil barátta um alla lausa bolta. KFÍ stelpurnar voru þó skrefinu á undan og leiddu 18-16 eftir fyrsta leikhluta.
Taflið snérist örlítið við í öðrum leikhluta og voru stelpurnar úr Fjölni duglegar að finna opin skot undir körfunni og sóttu hart. Annar leikhluti var þeirra og staðan í hálfleik hnífjöfn 31-31.
Eftir tedrykkjuna í hálfleik komu Ísdrottningarnar vel stemdar til leiks og tóku þann þriðja 21-15 og þegar haldið var til síðasta leikhlutans var staðan 52-46.
Það var þó ekkert auðvelt að hrista gestina af sér sem börðust vel og náðu að halda sér í leiknum. Fór svo að lokum að við tókum þennan og var það liðsheildin sem hélt og allir að leggja sitt af mörkum. Lokatölur 73-68 og fyrsti heimleikur endar með sigri.
Í liði KFÍ er Brittany Schoen og sýndi hún flotta atkta í dag og endaði stigahæst með 31 stig og 5 stoðsendingar. Næst henni kom Eva Margrét með 20 stig og 7 fráköst. Stefanía endaði með 7 stig og 5 fráköst. Vera var með 5 stig og 5 fráköst og Linda litla systir Evu var með 5 stig og er gríðarlegt efni og aðeins 13 ára. Sunnar var með 3 stig en var frákastahæst okkar stúlkna með 8 stykki og munar um minna í svona baráttuleik.Lilja var með 2 stig og 1 frákast. Mareller var með 5 fráköst og þar af 2 stór í sókn. Rósa og Málfríður tóku sitt hvort frákastið en stóðu vaktina vel.
Lið okkar er byggt á mjög ungum stelpum sem eiga eftir að verða enn betri. Það sem okkur vantar eru leikir, en við höfum einungis spilað þrjá leiki ef þessi er talin með og verður gaman að sjá þær þegar líður á tímabilið.
Þessi kom á liðsheild og sérstaklega í vörninni þegar mestu máli skiptir.
Tölfræðin var eilítið einkennileg hjá okkur þar sem við vorum með 29% nýtingu í tveggja stiga skotum en 40% í þriggja, 70% á línunni og 42 fráköst þar af 12 í sókn sem er mjög fínt.
Áfram KFÍ
NánarHermann Hermannson eðalmaður færði KFÍ búningana sem okkur grunar að Gísli Elís Úlfarsson okkar hafi farið með í heinsun 1996. Hermann var að taka til á slökkvistöð Ísafjarðar og þar voru búningarnir tilbúnir þar. Það tók því aðeins 16 ár að fá þá heim í hús.
Á þessu tímabili voru stjörnur okkar Guðni Ólafur Guðnason, Hrafn Kristjánsson, Magnús Gautur Gíslason, Ómar Ómarsson, Ingimar Guðmundsson, Pétur Sigurðsson, Finnur Þórðarson, Baldur Ingi Jónasson, Chiedu Odiadu og Derrick Bryant.
Margir þessara kappa eru enn að. Baldur Ingi er á fullu með KR-B, Frikki er að spila með Njarðvík í Dominos deildinni. Hrafn Kristjánsson þjálfar hjá Stjörnunni, Guðni Ólafur er í stjórn KFÍ og Pétur Sigurðsson er að þjálfa hjá KFÍ sem yfirþjálfari sem á sínum tíma var algjörlega óhugsandi enda sá sem sá um búningatöskuna.
Frikki spilaði hjá okkur árið eftir og varð íþróttamaður Ísafjarðar í kjöri þá. Hrafn og Baldur þjálfuðu báðir mfl. KFÍ og Nú er Pétur við verki og Guðni Ólafur er í stjórn KFÍ. Það er ekki dónaleg innheimta frá góðum drengjum til félagsins og körfuboltans á Íslandi.
Það er mikil nostalgía sem fylgir svona fundi og koma minningarnar til baka í bunkum. Á þessum tíma vorum við fyrsta félagið sem datt í hug að selja hvern leikmann eða öllu heldur hvern einstakan búning á sitthvort fyrirtæki og þótti mjög sniðugt þar sem hvert fyrirtæki fékk mikla athygli og er þetta ekki vitlaus hugmynd fyrir körfuna í dag. Við munum þó að þetta var algjör nýjung hjá KKÍ og fengum við sérstakt leyfi til þessa framkvæmda.
Nú liggjum við undir feld með hvað skal gera við búningana.
NánarBirna Lárusdóttir stjórnarkona okkar sat málþing sem haldið var um s.l. helgi og var mjög fróðlegt að sitja fundinn og verður gaman að sjá niðurstöðurnar og samantekt þegar þær liggja fyrir. Hér fyri neðan er smá frétt um þingið.
Málþing um konur og íþróttir var haldið í íþróttamiðstöðinni laugardaginn 17. nóvember. Um var að ræða tvö boðsþing þar sem umræðuefnið á fyrra þinginu var konur í stjórnunarstöðum innan íþróttahreyfingarinnar og á því síðara var rætt um brottfall stúlkna úr íþróttum. Helga Magnúsdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og framkvæmdastjórn EHF, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður fimleikasambandsins og Helga Steinunn Guðmundsdóttir, ritari framkvæmdarstjórnar ÍSÍ ávörpuðu þingin.
Þingfulltrúar ræddu málefnin, deildu reynslu sinni og komu með tillögur að úrbótum, leiðum og verkefnum.
Fjölnir Baldursson hjá BB sjónvarp var á leiknum í gær og tók upp skemmtilegt myndband sem er hér fyrir neðan.
Myndbandi hjá Fjölni er HÉR
NánarÞað er greinilegt að breytingar sem gerðar voru hjá KFÍ eru jákvæðar. Bros sást hjá leikmönnum, þjálfara og stuðningsfólki okkar og heilt yfir var leikur okkar drengja miklu mun betri en sést hefur í vetur. Snæfell sýndi þó af hverju þeir eru toppliðið og kláruðu leikinn á hárrettum tíma, lokatölur 74-87.
Dameir Pitts er klárlega leikmaðurinn sem okkur hefur vantað. Hann er ekta leikstjórnandi og sýndi flotta takta í kvöld. Hann er þó enn á lókal tíma heima fyrir og á eftir að jafna svefn og venjur að okkar venjum. Hann skilaði þó fínum leik og var óheppinn að fá ekki meira frá dómurum í kvöld en ansi oft var stuggað við honum og slegið. En eigi síður skilaði hann 23 stigum tók 5 fráköst og var með 4 stoðsendingar.
Maður leiks KFÍ í kvöld var þó "gamli" maðurinn Mirko Stefán sem setti 17 stig tók 11 fráköst var með 2 stoðsendingar og stal 4 boltum. Kristján Pétur var flottur með 14 stig og 7 fráköst. Ty var með 9 stig og 10 fráköst, Jón Hrafn var með 6 stig og 6 fráköst. Hlynur Hreins setti 5 stig tók 3 fráköst var með 6 stoðsendingar og var með 2 stolna. Það flotta í kvöld var að við tókum 46 fráköst gegn 38 Snæfells og það hefur verið dragbítur á leik okkar.
Snæfell er með þéttan hóp af eðalmannskap og þar er varla hægt að tak einn út, en þó verður að velja Svein Arnar sem þeirra bestan, þó meðal jafningja og steig upp þegar mest þurfti. Tölfræðin er hér fyrir neðan. Það er þó víst að Snæfell r liðið til að sigra þessar vikurnar og verða erfiðir í vetur.
Eins og ég gat um áður er liðið að koma saman eiginlega upp á nýtt sem liðog er þetta eru flott fyrirheit um framhaldið í vetur. Þegar Pitts og Hlynur finna taktinn með Ty og co verður gaman að sjá liðið. Það er ekki hægt að ætlast til of mikils á fyrsta sprettinum og þolinmæði er dyggð.
Nú er bara að byggja á þessu
Áfram KFÍ
Nánar
Sunnudagskvöldið 18.nóvember kemur topplið Snæfells í heimsókn á Jakann og er það liður í Lengjubikarnum. Leikurinn hefst kl.19.15.
Lið Snæfells trjónir á toppi Dominos deildarinnar verðskuldað og hafa einungis tapað einum leik þar. Í Lengjubikarnum eru þeir einnig á toppi B-riðils og eru með einn tapleik á bakinu.
Í liði Snæfells eru toppleikmenn í öllum stöðum. Þeirra helstu vopn er að bekkurinn er djúpur, en hér eru þeirra helstu menn
Asim McQueen er þeirra stigahæstu og reyndar með flest fráköst eða 17.8 stig og 9.8 fráköst
Jay Threat er leikstjórnandi þeirra og með 16.0 stig og 5.8 stoðsendingar
Nonni Mæju er ekki langt á eftir með 15.8 stig og 5.8 fráköst
Haffi Gunn er að standa sig frábærlega og er að skila 11.2 stigum
Sveinn Arnar eru búinn að vera með flott mót og er með 11.0 stig í leik
Pálmi Freyr er með 10.0 stig og bræðurnir Stefán Karel er með 7.4 og Óli Torfa með 5.4.
Þjálfari Snæfells er hinn flotti Ingi Þór sem er heldur betur búinn að sýna hve góður hann er með frábærum árangri beggja meistaraflokksliða Snæfells.
Við erum með ungt og skemmtilegt lið hjá KFÍ og ætlum að verða flottir í vetur. Það hafa verið ýmsir þröskuldar á vegi okkar en við klífum þá og tökumst á við verkefnin sem bíða okkar. Damier er mættur í leikstjórnanda hlutverkið og hann á eftir að gera góðan vetur.
Það verður enginn svikinn af því að mæta á Jakann á sunnudag og sjá flotta pilta spila.
Áfram KFÍ
Nánar