Við komum nokkuð vel tilbúnir í leikinn gegn KR. Allavegana í upphituninni og litum ágætlega út. En svo byrjaði leikurinn og þá sýndu KR af hverju þeim er spáð góðu gengi í vetur. Þeir létu boltann fljóta vel og opnuðu sig vel og fengu ódýrar en góðar körfur. Á hinum enda vallarins var annað upp á teningnum, við vorum að stunda einspil af stakri príði sem gekk samt ekki upp því þetta er liðsíþrótt og staðan eftir fyrsta leikhluta orðinn 29-18.
NánarLeikur KR-KFÍ í Lengjubikrnum verður sýnt beint á Edinborg annað kvöld 21.október og hefjumst við handa kl.19.00. Leikgreinir leiksins verður Gaui.Þ og honum til aðstoðar verður Kristján Pétur Andrésson.
Það var góð stemning á föstudagskvöldið þegar við horfðum saman á leik Tindastóll-KFÍ og gæðin flott frá vinum okkar frá Sauðárkrók.
Við hvetjum alla að koma og fá þér borgara og horfa á leik í góðum félagsskap. Það eru bræðurnir Gummi og Siggi vertar á Edinborg sem bjóða til leiks og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir gestrisnina.
Áfram KFÍ
NánarLitla systir Craig er komin til Ísafjarðar. Brittany 23 ára gömul er gengin í raðir meistaraflokk kvenna KFÍ. Hún útskrifaðist fráIndiana State University og sló nokkur met. Þar spilaði hún sem bakvörður/skotbakvörður . Hún er mikil skytta líkt og bróðir hennar og þegar hún útskirfaðist í vor og endaði í átjánda sæti yfir stigahæstu stúlkum ISU frá með 1.118 stig. Alls hafa 24 stúlkur komist í hinn fræga 1000 stiga klúbb.
NánarÞað var ekki mikið sem benti til þess að við væru að fara sækja stig á Sauðárkrók. Leikur okkar, serstaklega í vörn var stirð og sóknin tilviljunarkennd. Mirko byrjaði af krafti og hélt okkur inn í leiknum í upphafi. Staðan eftir fyrsta leikhluta 23-25.
NánarFjölnir Baldursson frá BB Sjónvarp var á leiknum í gærkvöldi þar sem okkar strákar fóru með sigur af hólmi og tók upp myndbrot úr leiknum. Hér er afraksturinn
NánarÞað var rétt í byrjun leiks að Hamar stóð í hárinu á KFÍ og var eins í síðasta leik hjá heimamönnum eins og menn væru enn að koma beint úr fleti sínu til leiks. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og Hamar með Lalla Jón sem þjálfara lætur ekki segja sér tvisvar að sækja fast. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 12-10 og ekki neitt í gangi eiginlega, en Hamar að spila ágætlega. Hjá KFí var Momci að sýna að hann er kominn til að vera og var með fína innkomu.
NánarÁ föstudag kom Momcilo loksins heim til Ísafjarðar og er ákaflega ánægður að vera kominn. Hann fór í haust til Boras í Svíþjóð og spilaði þar þrjá leiki á undirbúningstímabilinu með þeim. Þar var hann stigahæstur í öllum leikjunum en Boras ákvað að skirfa ekki undir við hann þar sem drengur frá BNA sem var búinn að gefa afsvar breytti um skoðun og má segja að það hafi verið okkur til happs.
NánarJóhann Waage snillingur (Skallinn) hefur hannað leikjaplakat sem er í prentun hjá BB og verður afhent stuðningsfólki okkar til þess að setja á ískapinn eða á góðan stað. Plakatið er einfalt í uppsetningu og sést þar heima og útileikir félagsins í vetur. Við erum ákaflega ánægð með þessa hönnun hjá Jóa og prentun hjá BB. Ef klikkað er á myndina hér sést plakatið.
NánarFyrsti leikur okkar í Lengjubikarnum í ár er gegn Hamri á Jakanum n.k. sunnudag kl.19.15 og eru það drengirnir hans Lalla Friðfinns úr Hveragerði sem koma og etja kappi við okkur.
Lengjubikarinn er skemmtileg keppni sem veitir marga leiki inn í vertíðina hjá körfunni og gefur einnig 1.deildar liðum tækifæri. Þarna vorum við í fyrra og gékk vel hjá okkur. Það er ekkert annað á dagskrá en að gera vel þarna og hlakkar öllum til að mæta til leiks.
Steini mun verða með Muurikka pönnuna á sínum stað kl.18.15 ,,þetta er ekki grill. þetta er ekta" og galdra fram frábæra borgara.
KFÍ-TV og BB Sjónvarp verða á staðnum og verður bein útsending að sjálfsögðu frá KFÍTV fyrir þá fjölmörgu sem fylgjast með. Við byrjum útsendingu kl.19.00 og leikur hefst kl.19.15.
Áfram KFÍ
NánarEkki var boðið upp á áferðafallegan körfubolta af okkur hálfu í kvöld. Drengirnir úr Grafarvogi voru einfaldlega miklu betri en við lungann úr leiknum og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 67-95.
Það var rétt í byrjun leiksins sem við vorum að gera hlutina rétt. Koma boltanum vel af stað, dreifa spilinu og fá opin skot. Og staðan eftir fyrsta leikhluta var 27-30. En svo fóru Fjölnismenn á flug og allir sem settir voru inn skiluðu sínu og vel það. Þeir tóku annan leikhluta 9-23 og héldu til leikhlés með góða forustu 53-36. Þegar þarna var komið héldu allir að við myndum hrista af okkur slénið og það reyndist rétt varnarlega fyrst um sinn í þriðja leikluta, en sóknarleikur okkar var einhæfur og einkenndist af miklu einspili.
Þegar haldið var til síðasta leikhluta var staðan 46-69. Síðasti leikhlutinn var lauslega þýddur "jó-jó" þar sem boltinn fór fram og til baka, en varla mikil barátta til staðar nema hjá yngri strákunum sem börðust vel, en enginn meira en Stebbi Diego hjá okkur. Þar var hjartað og fær hann mikið lof fyrir frá okkur. leiklutinn fór 21-26 og voru allir hjá Fjölni að leggja sitt í púkkið. Lokatölur eins og áður kom fram 67-95 og þessi farinn, búinn, bless.
Það skal ekki dæma KFÍ strákana á þessum eina leik. Við vitum að það býr miklu meira í þessu liði og það sást greinilega að við erum ekki komnir jafn langt og Fjölnir í undirbúningnum og eru menn enn að læra á hvorn annan. Við eigum eftir að sjá allt annað lið í næstu leikjum, því menn eru ekkert að gefast upp og aðeins tveir leikir búnir af löngu tímabili.
Næsti leikur er hér á Jakanum n.k. sunnudag 14.október kl.19.15 og er sá leikur Í Lengjubikarnum gegn Hamri frá Hveragerði og það er klárt mál að þeir koma dýrvitlausir til leiks. Það munum við einnig gera.
Hér er Myndbrot frá Fjölni Baldrussyni og BB Sjónvarpi frá leiknum
Áfram KFÍ
Nánar