Fréttir - Körfubolti

KFÍ 1. deildarmeistarar 2012

Körfubolti | 14.03.2012
Iceland Express deildin er næsta verkefni
Iceland Express deildin er næsta verkefni

Hérna er smá myndbrot frá leiknum s.l. föstudagskvöld þegar við tókum við sigurlaununum úr hendi Hannesar S. Jónssonar formanns KKÍ.

 

Sjá myndbandið frá nýrri síðu Eyþór Jóvinssonar á www.vestur.is eða HÉR

Nánar

Viðtal við Gaua. Þ á sportrásinni á RÚV

Körfubolti | 13.03.2012
Gaui er hér með sjónvarpsstjóra KFÍ-TV
Gaui er hér með sjónvarpsstjóra KFÍ-TV

Hér er viðtal við Gaua. Þ sem tekið var að Dodda sem stýrir sportrásinni Rás 2 á RÚV. Þið hetið hlustað á viðtalið með því að ýta á linkinn HÉR

 

Gaui fer yfir ýmislegt svo sem árangur Péturs með strákana og stelpurnar í meistaraflokk og úrslitakeppnina sem byrjar á föstudagskvöldið n.k. í 1. deild þar sem ÍA, Skallagrímur, Höttur og Hamar berjast um að elta okkur upp í Iceland Express deildina.

Nánar

Ungu drengirnir okkar stóðu sig vel á Nettómótinu

Körfubolti | 13.03.2012
Guðni og drengirnir
Guðni og drengirnir
1 af 4

Það var mikil tilhlökkun í hópi vaskra drengja sem lögðu land undir fót suður á Nettómótið um daginn. Þjálfari drengjanna var enginn annar en Guðni Ólafur Guðnason meistari og fyrrum landsliðsmaður sem er búinn að fara í nokkrar svona ferðir. Þetta mót er einkar glæsilegt og þeim suðurnesjarmönnum til mikillar fyrirmyndar.

 

Keppni er þannig háttað að fá sem mesta gleði út úr krökkunum og allir eru sigurvegarar. Mikið er gert í félagslega þættinum og sameiginlegar máltíðar, skemmtigarður, sundferðir, bíóferð og kvöldvaka er fastur punktur í Nettmótinu, en það er nauðsynlegt að kenna börnum að karfan er meira en að drippla bolta og skjóta á körfu.

 

Drengirnir okkar stóðu sig mjög vel og voru okkur til mikillar fyrirmyndar sem og þjálfari og fararstjórar sem voru þau Birna Lárusdóttir og Ingólfur Þorleifsson.

 

Við viljum þakka Keflavík og Njarðvík fyrir gott mót og vonumst til að sjá alla félaga okkar að ári.

Nánar

KFÍ stal sigrinum á lokamínútunum!

Körfubolti | 09.03.2012
KFÍ deildarmeistarar 2012
KFÍ deildarmeistarar 2012

Í lokaleik deildarinnar á þessu tímabili voru gestir KFÍ, lið Skallagríms frá Borgarnesi.  KFÍ var búið að tryggja sér sigur í 1. deildinni fyrir nokkru síðan og höfðu ef til vill ekki að miklu að keppa í kvöld, nema heiðurinn. Skallagrímsmenn eru hins vegar í mikilli rimmu um innbyrðis stöðu liða í úrslitakeppni deildarinnar og þurftu á sigri að halda. Það var líka greinilegt á upphafsmínutum leiksins að Skallarnir voru mættir til leiks með mikið erindi.  Heimamenn virtust ekki alveg eins tilbúnir í átökin og hikstuðu virkilega á köflum.  Mikil spenna var í leiknum allt þart til lokaflautið gall, en þegar upp var staðið reyndist það vera KFÍ sem leiddi með einu stigi í lokinn. Niðurstaðan varð því seiglusigri á heimavelli í lokaleik þessa frábæra tímabils Ísfirðinga.  KFÍ sigraði 90:89 en Skallarnir voru virkilega óheppnir að ná ekki meiru og í raun ósanngjarnt í svona leikjum að annað liðið þurfi að tapa.

Nánar

Bein útsending í kvöld kl. 18.30 í hágæðum á Jakanum

Körfubolti | 09.03.2012
Koma allir sem einn á JAKANN eða í KFÍ-TV !!!
Koma allir sem einn á JAKANN eða í KFÍ-TV !!!

Þá er komið að spennuleik á Jakanum. Eins og fram hefur komið á kki.is eru mörg lið með allt undir í kvöld. Þar er um að ræða heimavallarrétt og rétt til að taka þátt í úrslitakeppni 1.deildar. Við á KFÍ-TV ætlum að senda beint út og ætlum að byrja kl. 18.30, en þá byrjar leikur Hattar og Breiðablik á Egilsstöðum. Klikka HÉR til að tengjast beinni

 

Einnig ætlum við að leyfa fólki að vera með í stuðinu á Jakanum, en Rúnar og Víðir ætla að sjá um múskina í kvöld og vera með "Teaser" fyrir Grímuballið er er annað kvöld í Krúsinni.

 

Það er því nóg að gerast í dag og eru menn þegar komnir í vinnugallann og ná í hljóðkerfi frá Gumma Hjalta töfraljóðmanni og ljósashow sem við fengum frá Hljóð-X

 

Hlökkum til að sjá ykkur á Jakanum

Nánar

Styttist í stóru stundirnar

Körfubolti | 08.03.2012
Sweet :)
Sweet :)

Þá er ekki nema rúmur sólarhringur í að KFÍ tekur á móti sigurlaunum fyrir að sigra 1. deildina. Allir hjá KFÍ hafa unnið hart til að ná þessum áfanga og var byrjað í júní á síðasta ári. Og það sem mestu máli skiptir eru fyrirtæki og stuðningsfólk okkar, en án þeirra værum við ekki í þessum sporum. Það er von okkar að Vestfirðingar komi á leikinn annað kvöld og taki þátt í að taka við sameiginlegum verðlaunum okkar Vestfirðinga.

 

Leikurinn hefst kl. 19.15, en við ætlum að byrja hátíðina kl. 18.00 með því að kveikja undir Múrikkunni, selja hamborgara og Coke og gefa krökkum ís. Það er enginn hætta á því að Ísdrengirnir okkar séu að fara að slaka á. Þeir eru vel stemmdir og ekkert annað en sigur er á matseðlinum eins og verið hefur í allan vetur. Og Borgnesingar verða að sigra leikinn til að tryggja sig með gott sæti fyrir úrslitakeppnina í 1. deild um laust sæti með okkur upp, þannig að þetta verður hörkuskemmtilegur leikur !!!

 

Rúnar og Víðir skífuþeytararnir vinsælu ætla að æsa upp liprar fætur og fá fólk til að dilla mjöðmum og eru þeir að kynda upp fyrir Grímuballið á laugardagskvöld sem öllum er farið að hlakka til að sækja, en þetta er í fjórtanda skiptið sem þetta vinsæla teiti er haldið.

 

Fyrir þá sem ekki hafa kost á að koma verða drengirnir á vinsælustu netstöð landsins KFÍ-TV með beina útendingu og hefst hún kl. 18.30, en KFÍ-TV var nú á dögunum valinn sú besta að mati lesendum karfan.is og erum við þakklátir fyrir þessa viðurkenningu og verður til þess að enn meiri metnaður verður settur í útsendingarnar okkar.

 

Þannig að málið er einfalt. Mætum öll á morgun kl. 18.00 og komum með góða skapið, fögnum því að vera komnir í Iceland Express deildina. Og síðan förum við heim eftir að hafa öskrað okkur hás, klárurm búningana okkar og mætum á Grímuball KFÍ á laugardag og dönsum upp að hnjám. Er þetta gott plan ? Já það höldum við nú !!

 

Áfram KFÍ og Vestfirðingar 

Nánar

KFÍ-TV með bestu netútsendingarnar að mati lesenda Karfan.is

Körfubolti | 07.03.2012
Gaman að sjá þetta
Gaman að sjá þetta

Það eru mikil gleðitíðindi að fá niðurstöður úr skoðannakönnun sem sýnir að útsendingar okkar hafa borið árangur. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera útsendingar okkar faglegar og eru margir sem koma að þessu. Yfirmaður KFÍ-TV er Jakob Einar Úlfarsson og hefur hann hóp af góðum mönnum með sér til að gera þetta sem best. Fjölnir Baldursson er einn af þeim og hefur hann klippt leiki og gert flott myndbrot sem hafa glatt marga.

 

KFÍ-TV er hvergi nærri hætt og ætlar sér að senda út á föstudagskvöldið. Og þegar hefur verið tekin sú ákvörðun að halda áfram í sumar og senda út leiki BÍ/Bolunarvíkur en mikil og góð samvinna er hjá körfunni og fótboltanum.

 

Við viljum koma á framfæri þakklæti til þeirra er horfa á útsendingar okkar og ætlum okkur að gera enn betur.

 

Niðurstaðan varð þessi.  KFÍ-TV 27%, Sport-TV 22%, Tindastóll-TV 18%, Haukar-TV 10%, KR-TV 9%, Fjölnir-TV 9% og Þór-TV 3%.

 

Það er innileg von okkar að sem flest félög komi sér upp búnaði til útsendingar og erum við ávallt tilbúnir til að aðstoða við tæknileg upplýsingar.

 

Hér er fréttin frá karfan.is

Nánar

KFÍ-Skallagrímur á föstudag

Körfubolti | 05.03.2012
Ískaldir Ísdrengir
Ískaldir Ísdrengir

Þá er komið að því. Stórleikur gegn Skallagrím á föstudagskvöldið 9. mars og efst leikurinn kl. 19.15 og að leik loknum tökum við á móti deildarbikarnum í 1. deild og eru drengirnir og þjálfari KFÍ Pétur Már Sigurðsson vel að þessum tittli komnir enda búnir að spila frábærlega í vetur. Það verður þó ekkert slakað á og ætla strákarnir að sýna mátt sinn gegn Skallagrím sem er með frábært lið og eru þeir í baráttu um heimavallarrétt í umspili um sæti í Iceland Express sæti.

 

Margt verður gert til að gera þennan leik sem skemmtilegastan fyrir alla úr fjölskyldunni. Byrjað verður að grilla kl. 18.00 en þá opnum við Jakann fyrir fólki og verða þeir Víðir Örn Rafnsson og Víðir Gauti Arnarson með upphitun fyrir Grímuball Ísfólksins og KFÍ með því að fremja músikgjörning og er hér tóndæmi

 

Skotleikir verða á leiknum og er meðal annars hægt að vinna sér inn forláta tölvu frá Snerpu með því að hitta frá miðju og svo er að sjalfsögðu hægt að vinna sér inn flug frá Flugfélagi Íslands einnig.

 

Frítt er á leikinn í boði Hraðfrysihúss Gunnvarar, Snerpu og Landsbankans og hvetjum við alla að koma og skemmta sér saman með okkur.

 

Áfram KFÍ

Nánar

"Púkarnir" á Nettómótið í Reykjarnesbæ

Körfubolti | 03.03.2012
Reykjanesbær hér komum við
Reykjanesbær hér komum við

Það er mikil tilhlökkun í yngri iðkendum okkar sem eru á leið suður til að taka þátt í hinu árlega Nettómóti í Reykjarnesbæ. Þetta mót er það stærsta fyrir "púkana" og allt hið glæsilegasta en allar upplýsingar eru á HEIMASÍÐU heimamanna. Á þessu móti eru allir sigurvegarar og tilgangurinn er að sýna sig, sjá aðra og gleðjast yfir skemmtilegustu íþrótt í heimi.

 

Góða ferð 

Nánar

KFÍ-TV ekki að standa sig ?

Körfubolti | 02.03.2012
Bretta þarf upp ermar
Bretta þarf upp ermar

Það vekur furðu margra áhangenda KFÍ að á karfan.is er skoðanakönnun í gangi þar sem spurt er hverjir séu með bestu beinu vef útsendingarnar. Við höfum hingað til talið okkur standa framarlega þar og hafa Þór frá Akureyri einnig sent út með miklum sóma, en einhverra hluta vegna eru þessi tvö félög ekki með í téðri könnun. Við verðum greinilega að bæta okkur, gera betur og vekja þá meiri eftirtekt á okkur fyrir næstu könnun

Nánar