Fréttir - Körfubolti

Fall er fararheill!

Körfubolti | 04.02.2012
KFÍ stúlkur voru grimmar í vörninni í seinni hálfleik
KFÍ stúlkur voru grimmar í vörninni í seinni hálfleik
1 af 4

Lið KFÍ í 10. flokki kvenna hóf keppni í A-riðli Íslandsmótsins, en þar eru saman komin fimm bestu lið landsins.  Það eru Grindavíkur, Hrunamanna, Keflavíkur og frá Njarðvík, sem við munum etja kappi við um helgina.  Í fyrsta leik mættum við heimamönnum sem eru með mjög skemmtilegt lið og verður að segjast eins og er að þær voru svo sannarlega heimahagar.  Á meðan hvorki gekk né rak hjá okkar stúlkum virtist allt verða UMFG að vopni í upphafi leiks.  Enda vorum við undir í hálfleik 25:5.  

 

Í seinni hálfleik fóru KFÍ stúlkur að hressast mikið og sýndu flottan leik á köflum.  Vörnin fór að vinna betur og ágætistaktar sáust líka í sóknarleiknum.  Það fór þó svo að þessi bratta brekka sem KFÍ var komið í, reyndist of erfið og sigruðu Grindavíkurstúlkur að lokum 47:24.

 

Það er greinilegt á þeim leikjum sem hafa farið fram nú þegar að á þessu stigi skilur verulega á milli liðanna í t.d. töpuðum boltum, og þær sem ná að takmarka þá, ná hagstæðari úrslitum.  Þetta er eitthvað sem hægt er að vinna í og ætti KFÍ að eiga ágætis möguleika á hagstæðum úrslitum í framhaldinu.  Auk þess verður ekki hjá því komist að minnast á vítanýtingu KFÍ sem var vægast sagt ekki glæsileg, þ.e. eitt af fjórtán skotum ofani og munar öll lið um minna!!!  Þetta er líka eitthvað sem við getum auðveldlega bætt.

 

Fyrir okkar leik höfðu lið Keflavíkur og Hrunamanna mæst í mjög ójöfnum leik, sem lauk með yfirburðasigri Keflavíkur 83:23. Nú er svo hálfleikur hjá Njarðvík og Hrunamönnum og staðan 27:29 fyrir Hrunamenn.

 

Stig KFÍ: Eva 13, Rósa 4, Lovísa 4, Kristín Erna 3, Málfríður og Lilja skiluðu öðrum tölfræðiþáttum skilmerkilega í hús!

Nánar

Poweradebikarinn á sunnudagskvöldið í Keflavík

Körfubolti | 01.02.2012
Á fljúgandi ferð með Flugfélag Íslands
Á fljúgandi ferð með Flugfélag Íslands

Leiktími hefur verið settur á vegna leiks okkar í fjögurra líða úrslitum Poweradebikarsins. Leikurinn er settur á sunnudagskvöldið 5. febrúar kl. 19.15.

 

Vegna leiksins hefur Flugfélag Íslands bætt við nettilboðum og er hægt að fá flug fram og til baka laugardag eða sunnudag og til baka á mánudagsmorgun á 14.040 krónur sem er mjög gott verð og hér LINKUR.

 

Við hvetjum alla sem geta að koma með okkur suður og hvetja drengina áfram gegn gríðar sterku liði Keflvíkinga.

Nánar

Akureyri, Borgarnes, Grindavík, Stykkishólmur, Keflavík og Ísafjörður

Körfubolti | 30.01.2012
Urrrrrrrrrr.....
Urrrrrrrrrr.....

Þá fer að líða að stórri helgi hjá KFÍ og ferðagírinn settur í "Overdrive".

 

Fyrst fer meistaraflokkur karla til vina okkar á Akureyri og mun leikurinn vera á föstudagskvöld 3. febrúar. Síðan verður keyrt heim og gert klárt fyrir leik stúlkanna í meistaraflokks kvenna sem spila gegn Laugdælum hér á Jakanum.

 

Síðan mun meistaraflokkur karla fara til Keflavíkur og spila gegn gríðarsterku liði úr bítlabænum í fjögurra liða úrslitum Poweradebikarsins. Gert er ráð fyrir að leikruinn sé á sunnudagskvöldinu 5. febrúar eða mánudagskvöldinu 6. febrúar. Við munum láta vita um leið og tími er staðfestur.

 

7. flokkur stúlkna fer í Stykkishólm og keppir þar við Hörð, Val og heimastúlkur út Snæfell.

 

10. flokkur stúlkna fer til Grindavíkur og keppir þar við Hrunamenn/Hamar, Njarðvík, Keflavík og heimastúlkur úr Grindavík

 

Minni bolti drengja heldur til Borgarnes og tekur þá í fjölliðamóti og keppa strákarnir við Njarðvík, Sæfell og heimadrengina Skallagrím. 

Nánar

KFÍ og Ármann úrslit ráðin

Körfubolti | 30.01.2012
Þá er bara að einbeita sér að næstu leikjum, enda næg verkefni framundan.
Þá er bara að einbeita sér að næstu leikjum, enda næg verkefni framundan.

Leikurinn sem átti að vera í gær gegn Ármann í 1. deildinni hefur verið útskurðaður sem 20-0 fyrir okkur á stigatöfluna. Ekki er þetta eitthvað sem við vildum enda ekki of margir heimaleikir og drengirnir vilja spila leikina og láta þá úrslitin ráðast á vellinum. En þetta er niðurstaðan og óskum við Ármenningum alls hins besta í framhaldinu.

 

Tengt efni

Nánar

ENGINN LEIKUR Í KVÖLD !!!!! Ármann mætir ekki til leiks

Körfubolti | 29.01.2012

Rétt í Þessu var okkur að berast sú frétt að Ármann mæti ekki til leiks í kvöld. Engin skýring er með þessu uppátæki Ármenninga og eru þetta forkastanleg vinnubrögð þar sem ekkert er að færð á landi og í lofti. Leikurinn er eins og alltaf hér massívt auglýstur um allan Ísafjarðarbæ og á fésbókinni.

 

Við munum því miður ekki ná til allra sem ætluðu að mæta og biðjumst við velvirðingar á því, en lítið er hægt að gera með svona skömmum fyrirvara sem þetta er.

 

Nánar

KFÍ-Ármann á sunnudaginn 29. janúar kl. 18.00

Körfubolti | 27.01.2012
Hér er Tómas með
Hér er Tómas með "gömlum" fyrrum hetjum KFÍ, Frikka, Hrafni, Baldri, Söru, Hafdísi, Pétri og Dóra Sveinbjarnar. Með fengu að vera Shiran og Gaui

Þá er komið að góðvin og fyrrm leikmanni okkar Tómas Hermannsson að koma með lærisveina sína úr Ármann í heimsókn. Leikurinn er n.k sunnudag kl. 18.00 á Jakanum og hvetjum við alla að koma og styðja við okkar stráka.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Útileikur gegn Keflavík í fjögurra liða úrslitum Poweradebikarsins

Körfubolti | 27.01.2012
Keflavík-KFÍ hljómar vel
Keflavík-KFÍ hljómar vel

Núna rétt í þessu var verið að draga í fjögurra liða úrslitum Poweradebikarsins og fengum við útileik gegn Keflavík og mun leikurinn verða annaðhvort sunnudaginn 4. febrúar eða mánudaginn 5. febrúar. Það er mikil tilhlökkun hjá strákunum að fara í þetta verkefni.

 

Keflavík er með skemmtilegt lið og verður gaman að kljást við þá.

 

Hugurinn verður settur á fullt í þetta verkefni eftir næstu tvo leiki sem við erum að einbeita okkur að í 1. deildinni þar sem við eigum tvo leiki. Fyrst hér heima gegn Árnann á sunndaginn n.k. kl. 18.00 og svo útileik gegn Þór á Akureyri föstudaginn 3. febrúar. kl.19.15 Það er því nóg að gera hjá drengjunum.

Nánar

KFÍ og Hertz í samstarf

Körfubolti | 25.01.2012
Jóhanna svæðisfulltrúi Hertz og Sævar formaður skrifa hér undir og eru bæði kampakát
Jóhanna svæðisfulltrúi Hertz og Sævar formaður skrifa hér undir og eru bæði kampakát

KFÍ og bílaleigan Hertz hafa gert með sér samstarfssamning sem er til þriggja ára og er óhætt að segja að báðir aðilar séu kátir yfir þessu. Eins og við er að búast er mikil þörf fyrir félag sem okkar að vera með bíla enda þarf að fara oft langt og þá er nauðsynlegt að hafa tryggar bifreiðar til taks fyrirþann fjölda af iðkendum sem við höfum, enda nýtist samningur sem þessi vel fyrir alla aldurshópa okkar og Hertz er með allr stærðir sem henta vel hópum.

 

Við í KFÍ fjölskyldunni þökkum Hertz kærlega fyrir og bjóðum þau velkomin í hóp einna stærstu styrktaraðila okkar.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2012

Körfubolti | 24.01.2012
Nú er hægt að fara hlakka til
Nú er hægt að fara hlakka til

Nú er allt á fullu við að skipuleggja Körfuboltabúðir KFÍ og er dagsetningin kominn, 6-11 júní er það heillin og verðum við með frekari fréttir reglulega. Þessar búðir eru öllum félögum opnar og eins og áður er í boði gisting og fæði í toppaðstöðu með toppþjálfara.

 

Eitt er víst og það er að ekkert verður slakað á í að gera þessar búðir betri en þær voru árið áður og slökum við ekki á þar kröfunum. Það verða þjálfaranámskeið með búðunum og bendum við þeim sem vilja frekari upplýsingar að skrifa til kfibasketball@kfi.is

 

Nánari fréttir koma næstu daga.

Nánar

Eva Margrét Kristjánsdóttir íþróttamaður KFÍ 2011

Körfubolti | 24.01.2012
Eva er hér fjórða frá vinstri í hóp glæsilegra fulltrúa íþrótta ´Ísafjarðarbæ. Við óskum Thelmu Jóhannsdóttur til hamingju með titilinn og einnig öðrum sem tilnefnir voru.
Eva er hér fjórða frá vinstri í hóp glæsilegra fulltrúa íþrótta ´Ísafjarðarbæ. Við óskum Thelmu Jóhannsdóttur til hamingju með titilinn og einnig öðrum sem tilnefnir voru.

Eva tók þátt í kjöri um íþróttamann ársins hjá Ísafjarðarbær og var valin af KFÍ sem okkar fulltrúi enda toppeintak á ferð. Hér er umsögn KFÍ um Evu:

 

 Eva hefur æft frá unga aldri eða síðan 2004 þá 7 ára gömul, með mjög góðum árangri. Eva er ein af efnilegsustu stúlkum á landinu og er árangur hennar eftirtektarverður. Hún spilar með 10. flokk stúlka, unglingaflokk og meistaraflokk kvenna í 1. deild. Á árinu 2011 spilaði hún fimm landsleiki með U-15 ára landsliði Íslands og var valin í úrtakshóp U-16 ára landsliðs Íslands, en var þá 14 ára að aldri. Og er núna í verkefnum með U-16 ára landsliðinu.

 

Eva Margrét er afreksíþróttamaður í landsliðsklassa sem fæir mjög stíft, af alúð og tekur aukaæfingar til þess að ná enn betri árangri, en af sama skapi stendur sig vel í námi og starfi félags síns.

 

Þjálfarar telja það forréttindi að þjálfa Evu og er hún góður vinur og liðsfélagi. 

 

F.H KFÍ

Sævar Óskarsson, Formaður

Nánar