Fréttir - Körfubolti

Tap gegn UMFN

Körfubolti | 04.02.2012
Kristín Erna Úlfarsdóttir setur sniðskot.
Kristín Erna Úlfarsdóttir setur sniðskot.
1 af 6

Njarðvíkingar voru andstæðingar KFÍ stúlkna í síðari leik dagsins.  Eins og í fyrri leiknum í dag virtist lið okkar ekki byrja á fullum krafti og það nýttu þær grænklæddu sér vel.  Þær náðu góðu forskotu og staðan eftir fyrsta fjórðung var 27:7.  Í öðrum leikhluta sáust nokkur batamerki í leik okkar en munurinn var þó enn nokkur í hálfleik, eða 47:19 og ljóst að KFÍ átti erfitt verkefni fyrir höndum.  KFÍ stúlkur höfðu spilað vörnina fulldjarft með höndum og uppskáru því sæg af villudómum á sig, en það átti eftir að reynast ansi dýrkeypt.

 

Þriðji leikhluti hófst af krafti og virtust KFÍ stúlkur hafa náð vopnum sínum.  Mikil barátta og betra skipulag í leiknum, í raun má segja að þær hafi þarna farið að sýna sitt rétta andlit loksins.  Staðan fyrir fjórða leikhluta var 63:36 og eygði KFÍ nokkra von um að laga stöðuna áður en yfir lyki.  Því miður komu núna villurnar í fyrri hálfleik all svakalega í bakið á okkur. Þegar skammt var liðið á lokaleikhlutann misstum við útaf með fimm villur, fyrst Rósu og svo Evu.  Þar var bersýnilega komið skarð fyrir skildi, því eftir stóðu eingöngu fjórir leikmenn KFÍ inni á vellinum.  KFÍ eru nefnilega fáliðaðar að þessu sinni eða eingöngu sex talsins.  Ísfirsku stúklurnar sýndu mikla baráttu í þessu mótlæti og börðust eftir mætti gegn sterkri pressuvörn UMFN.  

 

KFÍ stúlkur eru þreyttar en reynslunni ríkari og við töpuðum engu í dag en vorum sigraðar af sterkum liðum.  Við erum að færast nær þessum liðum jafnt og þétt.  Hlökkum til verkefna morgundagsins en í kvöld verður slappað af og batteríin hlaðin!.

 

Stig KFÍ: Kristín Erna 15, Eva 15,  Málfríður 9 (þristur úr Krísuvík), Lovísa 4, Rósa 2, Lilja 1

Nánar

Sigur í hörkuleik á Akureyri

Körfubolti | 04.02.2012
Edin var frábær í leiknum gegn Þór
Edin var frábær í leiknum gegn Þór

Það var fjör í Höllinni á Akureyri á gærkvöld þegar við öttum kappi við lærlinga Nebo vinar okkar úr Þór. Það var augljóst að þetta lið var alt annað en sótti okkur heim í haust og drengirnir frá Akureyri veittu okkur harða keppni og fór leikurinn í framlengingu 97-97, en þó eftir algjört klæður af okar hálfu þar sem við misstum niður 12 stiga forskot síðustu tvær mínúturnar og jösfnuðu þeir metin. Við áttum þó síðasta skotið til að klára leikinn, en það geigaði og fimm mínútna framlenging framundan og allt flæði með Þórsurum. Það var þó ljóst frá fyrstu mínútunni þar að strákarnir okkar voru meira tilbúnir í að taka leikinn og það varð raunin. Lokatölur 113-104 í stórskemmtilegum leik.

 

Í byrjun leiks voru okkar strákar enn með lappirnar í bílnum og fætur virkuðu þungar í vörn, en sóknin var á sínum stað og kom Hlynur Hreins tilbúinn inn á og lét strax að sér kveða og gerði 7 stig. Jafn á öllum tölum, en Þór með yfirhöndina eftir 1. leikhluta, staðan 30-28 og mikið fjör.

 

Áfram var jafn leikur í þeim þriðja og leiddu liðin til skiptis og voru mörg frábær tilþrif sýnd í vörn og sókn beggja liða Þegar haldið var í djúsherbergið í hálfleik var staðan 49-50 og ljóst að þetta yrði hraður og flottur leikur.

 

Í seinni hálfleik byrjuði Ísdrengirnir að herða tökin en þó aldrei þannig að Þór væri langt undan. Mest náðum við 9 stiga forskoti um miðjan leikhlutann en norðanmenn komu alltaf til baka sterkir. Við höfðum þó 6 stiga forskot þegar haldið var í síðasta leikhluta, staðan 69-75 og menn á því að þetta væri allt að smella saman.

 

Við komust í 73-85 og 82-95 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum, en þá var eins og okkar drengir hafi haldið að þetta væri komið og Þórsarar myndu bara dást að okkur, n svo var alls ekkiað gerast. Með Eric Palm sjóðheitan í broddi fylkingar komu Þórsarar brjálaðir til baka og náðu 15-2 lokakafla og komu þeir sér þar með í framlengingu. Þarna var Craig kominn á bekkinn fræga með 5 villur og fór um menn. En þar kom Hlynur enn inn sterkur og leiddi okkur áfram. Ari tók stjórn á okkar mönnum og fór mikinn ásamt Jón, Edin, Hlyn og Chris og kláruðu þeir leikinn og silgdu okkur í höfn. Lokatölur sem áður er skrifað 104-113 og fögnuður mikill enda voru Þórsarar ekki auðunnir í kvöld og eru á góðu skriði.

 

Stig KFÍ. Edin átti stótleik og var með 34 stig og 12 fráköst, Chris var með tröllatvennu 30 stig og 21 fráköst og varði 2 skot alveg svakalega. Ari heldur áfram að spila frábærlega og endaði með 20 stig (4/8 í þriggja og 4/4 í vítum). Kristján Pétur 9 stig og 5 fráköst. Craig 10 stig 7 stoðsendingar og 5 stolna. Hlynur steig heldur betur upp og var með 7 stig og 3 stosendingar. Jón Hrafn 3 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar og Leó átti góða innkomu.

 

Þreytt en ávallt jafn gaman að segja frá þá var þetta vinnusigur og liðsheild og er það sem sigrar leikina á endanum. 

Nánar

Fall er fararheill!

Körfubolti | 04.02.2012
KFÍ stúlkur voru grimmar í vörninni í seinni hálfleik
KFÍ stúlkur voru grimmar í vörninni í seinni hálfleik
1 af 4

Lið KFÍ í 10. flokki kvenna hóf keppni í A-riðli Íslandsmótsins, en þar eru saman komin fimm bestu lið landsins.  Það eru Grindavíkur, Hrunamanna, Keflavíkur og frá Njarðvík, sem við munum etja kappi við um helgina.  Í fyrsta leik mættum við heimamönnum sem eru með mjög skemmtilegt lið og verður að segjast eins og er að þær voru svo sannarlega heimahagar.  Á meðan hvorki gekk né rak hjá okkar stúlkum virtist allt verða UMFG að vopni í upphafi leiks.  Enda vorum við undir í hálfleik 25:5.  

 

Í seinni hálfleik fóru KFÍ stúlkur að hressast mikið og sýndu flottan leik á köflum.  Vörnin fór að vinna betur og ágætistaktar sáust líka í sóknarleiknum.  Það fór þó svo að þessi bratta brekka sem KFÍ var komið í, reyndist of erfið og sigruðu Grindavíkurstúlkur að lokum 47:24.

 

Það er greinilegt á þeim leikjum sem hafa farið fram nú þegar að á þessu stigi skilur verulega á milli liðanna í t.d. töpuðum boltum, og þær sem ná að takmarka þá, ná hagstæðari úrslitum.  Þetta er eitthvað sem hægt er að vinna í og ætti KFÍ að eiga ágætis möguleika á hagstæðum úrslitum í framhaldinu.  Auk þess verður ekki hjá því komist að minnast á vítanýtingu KFÍ sem var vægast sagt ekki glæsileg, þ.e. eitt af fjórtán skotum ofani og munar öll lið um minna!!!  Þetta er líka eitthvað sem við getum auðveldlega bætt.

 

Fyrir okkar leik höfðu lið Keflavíkur og Hrunamanna mæst í mjög ójöfnum leik, sem lauk með yfirburðasigri Keflavíkur 83:23. Nú er svo hálfleikur hjá Njarðvík og Hrunamönnum og staðan 27:29 fyrir Hrunamenn.

 

Stig KFÍ: Eva 13, Rósa 4, Lovísa 4, Kristín Erna 3, Málfríður og Lilja skiluðu öðrum tölfræðiþáttum skilmerkilega í hús!

Nánar

Poweradebikarinn á sunnudagskvöldið í Keflavík

Körfubolti | 01.02.2012
Á fljúgandi ferð með Flugfélag Íslands
Á fljúgandi ferð með Flugfélag Íslands

Leiktími hefur verið settur á vegna leiks okkar í fjögurra líða úrslitum Poweradebikarsins. Leikurinn er settur á sunnudagskvöldið 5. febrúar kl. 19.15.

 

Vegna leiksins hefur Flugfélag Íslands bætt við nettilboðum og er hægt að fá flug fram og til baka laugardag eða sunnudag og til baka á mánudagsmorgun á 14.040 krónur sem er mjög gott verð og hér LINKUR.

 

Við hvetjum alla sem geta að koma með okkur suður og hvetja drengina áfram gegn gríðar sterku liði Keflvíkinga.

Nánar

Akureyri, Borgarnes, Grindavík, Stykkishólmur, Keflavík og Ísafjörður

Körfubolti | 30.01.2012
Urrrrrrrrrr.....
Urrrrrrrrrr.....

Þá fer að líða að stórri helgi hjá KFÍ og ferðagírinn settur í "Overdrive".

 

Fyrst fer meistaraflokkur karla til vina okkar á Akureyri og mun leikurinn vera á föstudagskvöld 3. febrúar. Síðan verður keyrt heim og gert klárt fyrir leik stúlkanna í meistaraflokks kvenna sem spila gegn Laugdælum hér á Jakanum.

 

Síðan mun meistaraflokkur karla fara til Keflavíkur og spila gegn gríðarsterku liði úr bítlabænum í fjögurra liða úrslitum Poweradebikarsins. Gert er ráð fyrir að leikruinn sé á sunnudagskvöldinu 5. febrúar eða mánudagskvöldinu 6. febrúar. Við munum láta vita um leið og tími er staðfestur.

 

7. flokkur stúlkna fer í Stykkishólm og keppir þar við Hörð, Val og heimastúlkur út Snæfell.

 

10. flokkur stúlkna fer til Grindavíkur og keppir þar við Hrunamenn/Hamar, Njarðvík, Keflavík og heimastúlkur úr Grindavík

 

Minni bolti drengja heldur til Borgarnes og tekur þá í fjölliðamóti og keppa strákarnir við Njarðvík, Sæfell og heimadrengina Skallagrím. 

Nánar

KFÍ og Ármann úrslit ráðin

Körfubolti | 30.01.2012
Þá er bara að einbeita sér að næstu leikjum, enda næg verkefni framundan.
Þá er bara að einbeita sér að næstu leikjum, enda næg verkefni framundan.

Leikurinn sem átti að vera í gær gegn Ármann í 1. deildinni hefur verið útskurðaður sem 20-0 fyrir okkur á stigatöfluna. Ekki er þetta eitthvað sem við vildum enda ekki of margir heimaleikir og drengirnir vilja spila leikina og láta þá úrslitin ráðast á vellinum. En þetta er niðurstaðan og óskum við Ármenningum alls hins besta í framhaldinu.

 

Tengt efni

Nánar

ENGINN LEIKUR Í KVÖLD !!!!! Ármann mætir ekki til leiks

Körfubolti | 29.01.2012

Rétt í Þessu var okkur að berast sú frétt að Ármann mæti ekki til leiks í kvöld. Engin skýring er með þessu uppátæki Ármenninga og eru þetta forkastanleg vinnubrögð þar sem ekkert er að færð á landi og í lofti. Leikurinn er eins og alltaf hér massívt auglýstur um allan Ísafjarðarbæ og á fésbókinni.

 

Við munum því miður ekki ná til allra sem ætluðu að mæta og biðjumst við velvirðingar á því, en lítið er hægt að gera með svona skömmum fyrirvara sem þetta er.

 

Nánar

KFÍ-Ármann á sunnudaginn 29. janúar kl. 18.00

Körfubolti | 27.01.2012
Hér er Tómas með
Hér er Tómas með "gömlum" fyrrum hetjum KFÍ, Frikka, Hrafni, Baldri, Söru, Hafdísi, Pétri og Dóra Sveinbjarnar. Með fengu að vera Shiran og Gaui

Þá er komið að góðvin og fyrrm leikmanni okkar Tómas Hermannsson að koma með lærisveina sína úr Ármann í heimsókn. Leikurinn er n.k sunnudag kl. 18.00 á Jakanum og hvetjum við alla að koma og styðja við okkar stráka.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Útileikur gegn Keflavík í fjögurra liða úrslitum Poweradebikarsins

Körfubolti | 27.01.2012
Keflavík-KFÍ hljómar vel
Keflavík-KFÍ hljómar vel

Núna rétt í þessu var verið að draga í fjögurra liða úrslitum Poweradebikarsins og fengum við útileik gegn Keflavík og mun leikurinn verða annaðhvort sunnudaginn 4. febrúar eða mánudaginn 5. febrúar. Það er mikil tilhlökkun hjá strákunum að fara í þetta verkefni.

 

Keflavík er með skemmtilegt lið og verður gaman að kljást við þá.

 

Hugurinn verður settur á fullt í þetta verkefni eftir næstu tvo leiki sem við erum að einbeita okkur að í 1. deildinni þar sem við eigum tvo leiki. Fyrst hér heima gegn Árnann á sunndaginn n.k. kl. 18.00 og svo útileik gegn Þór á Akureyri föstudaginn 3. febrúar. kl.19.15 Það er því nóg að gera hjá drengjunum.

Nánar

KFÍ og Hertz í samstarf

Körfubolti | 25.01.2012
Jóhanna svæðisfulltrúi Hertz og Sævar formaður skrifa hér undir og eru bæði kampakát
Jóhanna svæðisfulltrúi Hertz og Sævar formaður skrifa hér undir og eru bæði kampakát

KFÍ og bílaleigan Hertz hafa gert með sér samstarfssamning sem er til þriggja ára og er óhætt að segja að báðir aðilar séu kátir yfir þessu. Eins og við er að búast er mikil þörf fyrir félag sem okkar að vera með bíla enda þarf að fara oft langt og þá er nauðsynlegt að hafa tryggar bifreiðar til taks fyrirþann fjölda af iðkendum sem við höfum, enda nýtist samningur sem þessi vel fyrir alla aldurshópa okkar og Hertz er með allr stærðir sem henta vel hópum.

 

Við í KFÍ fjölskyldunni þökkum Hertz kærlega fyrir og bjóðum þau velkomin í hóp einna stærstu styrktaraðila okkar.

Nánar