Fréttir - Körfubolti

Kalt í Hveragerði

Körfubolti | 06.01.2012
Chris var stigahæstur okkar manna
Chris var stigahæstur okkar manna

Það er fátt að segja um leik okkar drengja í kvöld. Fyrsta tap okkar í deildinni staðreynd og sigurinn sanngjarn hjá blómadrengjum Lalla. Við spiluðum einn fjórðung að fullri getu og það var sá síðasti. Þá náðum við að komast einu stigi yfir eftir að vera undir tólf stigum þegr fimm mínútur voru eftir. En það var því miður var þetta of seint og Hamar vann sanngjarnan sigur, lokatölur 81-80. Stigahæstur okkar manna var Chris með 32 stig, Kristján Pétur 19 stig,  Ari 15 (En var með 18), Craig fann sig engan veginn og var með 6 stig, Edin 5 og Siggi Haff 3 stig. Fráköst eru ómarktæk en tölfræðin var hálfundarleg og var liðið okkar til dæmis aðeins skráð með 17 heildarfráköst !! Vanda þarf til verka í tölfræðinni 

 

Það er hollt að tapa enda er best að læra af þeim leikjum þó að ekki sé ætlast til að það sé gert reglulega. Liðið mun læra af þessu og koma sterkir til leiks í næsta leik í deildinni hér heima um næstu helgi (15.janúar)

 

En næsti leikur er gegn Breiðablik í Powerade bikarnum og er á sunnudag í Smáranum í Kópavogi og hefst kl. 14.00 og eru enn fókusaðir fyrir þann leik, þessi er búinn og næsta verkefni bikarinn.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Þá er að byrja árið með útilegu

Körfubolti | 02.01.2012
Here we go
Here we go

Þá byrjar ballið og drengirnir eru á dansæfingum undir stjórn Péturs Más. Smávægileg meisli og felnsa hafa herjar á hópinn, en drengirnir eru komnir í skóna og verða klárir fyrir fyrsta leik sem verður á föstudagskvöldið 6 janúar gegn Hamri í Hveragerði. Síðan verða drengirnir í hörfuðborginni fram á sunnudag og keppa þá við Breiðablik í Powerade bikarnum 8. januar og geta með sigri þar komist í 8 liða úrslit. Það þarf vart að taka fram að bæði þessi lið eru sterk og verður við ramman reip að draga, en við förum í leiki til að sigra og ekkert hefur breyst þar.

 

Við skorum á alla brottflutta Vestfriðinga að mæta á leikina. Leikurinn gegn Hamri er á föstudag kl. 19.15 og leikurinn gegn Breiðablik á sunnudag kl. 14.00 í Smáranum, Kópavogi.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Gleðileg jól frá KFÍ - Happy holidays from KFÍ

Körfubolti | 24.12.2011
Gleðileg jól - Happy x-mas
Gleðileg jól - Happy x-mas

Klikka hér á "Jólakveðju KFÍ" 

 

Click here on "Holiday greetings" from KFÍ

 

 

Meistari Fjölnir Baldursson með cameruna á lofti á jólaboltanum 24. desember.

 

Gleðileg jól frá KFÍ fjölskyldunni


Nánar

Jólabolti á aðfangadag eins og venja er

Körfubolti | 19.12.2011

Þá er komið að skemmtilegustu skemmtun barnanna sem er Jólabolti KFÍ. Við verðum mjög hress og óvæntur gestur mun gleðja "púkana okkar. Þessi skemmtilega æfing verður óhefðbundin og ekki um neinar hefðbundnar æfingar í ræða. Það verður frekar hitt að gert verður eitthvað öðruvísi og verða Craig, Chris, Edin og fleiri úr meistaraflokkum KFÍ á svæðinu til að gleðja enn meira.

 

Við viljum fá alla krakka á Jakann og hefst þetta allt saman á aðfangadag jóla 24. desember kl 11.00 og verður til 12.00. Þetta er skyldumæting fyrir foreldrana einnig (sem komast) því svona atburður fær innra barnið til að gægjast út og ekki veitir stóra mannfólkinu af því, við viljum jú ekki að kötturinn nái okkur...

 

Svo tekur stóra fólkið við frá 12-14 og er það fyrir konur og karla frá 16-100 ára !!

 

Þannig að upp með sokka og inn með jólaskapið. Allir að mæta og enginn í jólaköttinn

Nánar

Tveir ungir frá KFÍ í unglingalandsliðsúrtak

Körfubolti | 19.12.2011
Haukur og Eva með KKÍ
Haukur og Eva með KKÍ

Þau Eva Kristjánsdóttir og Haukur Hreinsson frá KFÍ hafa bæði verið valin í æfingahóp unglingalandsliðs Íslands og er Eva fyrir sunnan á æfingum, en Haukur mun vera á æfingum eftir jólin frá 28-30 desember. Þetta er mikil viðurkenning fyrir þessa ungu og efnilegu krakka og sendum við þeim hlýja strauma að Vestan.

 

Eva og Haukur eru bæði við æfingar með U-15 ára hóp Íslands og er þetta mikil viðurkenning fyrir þau og félagið og er mikil hvatning fyrir aðra að æfa og æfa meira og þá er allt hægt.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Jólagjöfin í ár er liðsheild að hætti Péturs Más

Körfubolti | 17.12.2011
Liðin  okkar hafa unnið sér inn gott jólafrí. Liðsheild Ehf er á siglingu
Liðin okkar hafa unnið sér inn gott jólafrí. Liðsheild Ehf er á siglingu

Það er það staðfest. Við hringjum inn jólin með bros á vör. Gríðarlega góð vörn gjörsamlega tók Borgnesinga út af  jötunni í Fjósinu og þeir áttu engin svör við leik okkar. Lokatölur 71-97.

 

Leikurinn var jafn á fyrstu mínútunum og staðan eftir 5 mínútur var 10-12, en á örskotstundu breytum við stöðunni í 10-20 og leiddum eftir fyrsta leikhluta 16-25. En í öðrum leikhluta tókum við áhlaup og náðum 17 stiga forskoti 20-37 og var Pétur Már duglegur að skipta inn á og allir að leggja af mörkum. Þegar þarna var komið slökuðum við aðeins og mikið á, en vorum samt með 10 stiga forskot þegar hlaupið var til búningsherbergja. Staðan 29-39.

 

Þriðji leikhlutii var okkar og eftir að tæpar 6 mínútur voru liðnar af leiklutanum var staðan orðinn 31-52 og við með öll völd. Við héldum áfram með tangirnar á sköllunum og þegar síðasti leikhluti hóst var staðan 45-70 ! Og vörnin glæsileg sem hefur verið okkar aðalsmerki í vetur.

 

Í fjórða náðum við 30 stiga forskoti á þá 47-77 og héldum leik okkar áfram af krafti og úthald okkar var einfaldlega of mikið fyrir Borgnesinga og ekki fékk Pálmi þjálfari jólagjöfina í ár frá sínum drengjum, heldur var það Pétur Már sem fagnaði ásamt piltum sínum og haldi í jólafrí með bros allan hringinn. Lokatölur 71-97.

 

Liiðsheildin að vestan sem er skrásett vörumerki sá um þennan eins og svo marga aðra í vetur, en Craig sem var með 3 stig í hálfleik stýrði drengjunum og endaði með 27 stig, 7 fráköst, 11 stoðsendingar og 3 stolna.

 

Chris var með 20 stig, 13 fráköst og 4 variin skot og heldur áfram að heilla alla. Ari er bara einfaldlega orðinn frábær og skilaði 19 punktum. Edin kom með 15 stig, 4 fráköst og 2 varin skot. Kristján Pétur 5 stig 6 fráksöt og Siggi Haff elti hann með sama stigafjölda. Leó setti 3 og Jón Hrafn bara´ttujaxl var með sama stigafjölda og bætti við 6 fráköstum. Einnig vöru Hlynur og Hermann Óskar traustir. Framlagstuðull okkar í kvöld var 130 gegn 73 Borgnesinga sem segir eiginlega allt sem gegja þurfti um leikinn.

 

Sem sagt. Jólagjöfin í ár plús gjöfin í alla skó fram að jólum er sigur og förum við taplausir í jólafrí glaðir en einbeittir fyrir verkefnið sem hefst eftir jólafrí. Strákarnir hafa unnið inn fyrir rúmlega vikufríi og erum við öll rosalega stolt af þeim.

 

Áfram KFÍ

 

Nánar

Frábærar vörur frá KFÍ til sölu í Neista næstu daga

Körfubolti | 14.12.2011
Allt fyrir
Allt fyrir "púkana" okkar

Unglingaráð KFÍ mun vera í verslunarmiðstöðinni Neista og selja þar boli, hettupeysur, buff og könnur merktar KFÍ og eru allir hvattir til að kynna sér þessar frábæru vörur.  

Fólkið okkar mun verða þarna fimmtudaginn 15. des frá 16-18, föstudaginn 16. desember frá 16-18 og laugardaginn 17. desember frá 14-16.

 

Þetta er tilvaldar jólagjafir fyrir stóra sem smáa og mælum við með þessu enda klassavarningur.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Mætum Breiðablik í 16 liða úrslitum Powerade

Körfubolti | 13.12.2011
Powerade er mjöðurinn
Powerade er mjöðurinn

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Powerade keppninnar. Við lentum gegn Breiðablik og keppum gegn þeim í Kópavogi eftir áramót, en gert er ráð fyrir að leikurinn sé sunnudaginn 8. janúar. Látum vita um leið og við fáum staðfestinu á því.

 

Nokkrir hörkuleikir eru á dagskrá.

 

KR fær Grindavík í DHL-höllina

Stjarnar fær Snæfell í Garðabæ

Hamar fær Þór Akureyri í blómabæinn

Tindastóll fær Þór frá þorlákshöfn í Síkið

Njarðvík fær Hött í Ljónagryfjuna

Skallagrímur fær Keflavík í Fjósið

Og síðast en ekki síst fá Fjölnismenn Örvar þjálfara með köppunum út Njarðvík-B

 

,,karfan er móðir allra íþrótta"

Nánar

Stelpurnar í meistaraflokk með góðan sigur á Jakanum

Körfubolti | 10.12.2011
1 af 4

Stelpurnar fylgja strákunum eins og skugginn og unnu auðveldan sigur gegn Borgnesingum í dag. Lokatölur 69-39.

 

Leikurinn byrjaði með þriggja stiga körfu beggja vegna vallarins og var mikil barátta hjá báðum liðum. Og greinilegt var að Borgarnes stelpurnar ætluðu að berjast fyrir sínu og var það staðreyndin í fyrsta leihluta. Þær settu upp svæðisvörn sem hefti okkar stelpur í byrjun og mikil frákastabarátta varð strax staðreynd. Staðan eftir þann fyrsta 18-11.

 

Áfram varð sama barátta meðal beggja liða og skoruðu okkar stúlkur 14 stig gegn 11 stigum gestanna og staðan í tepásunni. 32-20.

 

Í byrjun þess þriðja komu gestirnir úr Borgarnesi með flott áhlaup og náðu að vinna sig inn í leikinn með 16-13 og í upphafi þess fjórða var staðan. 45-36 og aftur kominn leikur. En til að gera alnga sögu stutta var úthald okkar stúlkna einfaldlega meira og við unnum öruggan sigur í fjórða og síðasta leikhluta 24-3 og leikinn 69-39.

 

Hjá KFÍ áttu Svandís og Sólveig stórleik.  Svandís var með 17 stig og 15 fráköst og Sólveig með 11 stig og 14 fráköst Anna Fía kom rétt á eftir með 13 stig og 4 fráköst. Sirrí Gaua með 10 stig 5 fráköst, Sunna 6 stig og 6 fráköst, Eva Krisjáns með 4 stig, 6 fráköst, Vera 4 stig, 2 fráköst og Guðlaug og Hafdís með sitthvor 2 stigin og Hafís bætti stórum 6 fráköstum við.

 

Það er ekki slor að skora 69 stig og vera með 67 fráköst ! Og var það málið í dag. Gríðarlegur dugnaður og liðsvinna skóp þennan sigur fyrst og fremst og núna eru stelpurnar í 2. sæti 1. deildar kvenna.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Ekki þurfti neitt nema línuskauta á Jakanum í kvöld

Körfubolti | 09.12.2011
Edin er mættur til leiks!
Edin er mættur til leiks!
1 af 5

KFÍ drengirnir þurftu ekki að sýna stórleik gegn Fsu í Powerade bikarnum og satt að segja var þetta ekki áferðafallegur bolti sem liðin sýndu í kvöld, en sigur var það heillin. Lokatölur 86-52 og við komnir í 16 liða úrslit og verður dregið n.k þriðjudag þar sem við fáum að vita hverjir mótherjar okkar verða.

 

leikurinn hófst fjörlega og snemma sást í hvað stefndi. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-10.  Í öðrum byrjaði Pétur að skipta leikmönnum inn á í gríð og erg og stákarnir að spila ágætlega. þegar skautað var til tehlésins var staðan orðin 44-22 og er það að við höldum met í  fæstum stigum gegn okkur á heimavelli í einum hálfleik.

 

Í þeim þriðja skrúfuðu drengirnir frá krananum og helltu sér hreinlega yfir Fsu piltana og þegar haldið var til fjórða og síðasta leikhluta var staðan 75-32 og fengu ungu strákarnir að klára leikinn í bland með Edin, Craig og. Lokatölur í leiknum urðu sem áður er greint frá 86-52.

 

Það sem stakk mest í kvöld var hve dómarar leiksins dæmdu mikið og fékk leikurinn aldrei að fara á fulla ferð sem gerði þennan leik að hálfgerðum göngubolta og er það ekki það sem fólk kaupir sig til að sjá.

 

Gaman var að sjá Edin aftir í búning, en þessi eðalpiltur var hjá okkur í fyrra en þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. Honum var vel fagnað og hann þakkaði fyrir sig með príðisleik.

 

Vörnin hjá okkur var ágæt, en samt ekki fullkomin og ekki vænlegt að láta lið taka af okkur 13 fráköst í vörninni. En sóknin var að sama skapi fín og margir að leggja til í púkkið sem er flott.

 

Það er eitt sem við viljum kom að. það var engin tölfræði í beinni á netinu nema frá okkur sem er bagalegt og verða menn að taka sig til og gera betur. Við viljum vera sýnileg og til þess þurfa allir að ganga í takt.

 

Stig KFÍ.  Edin 19 sitg 11 fráköst, Ari 18 stig 2 fráköst og 3 stolna, Kristján Pétur 12 stig (4/8 í þriggja), Chris 10 stig, 8 fráköst, Siggi Haff 9 stig, 2 stolna, Jón Hrafn 6 stig, 11 fráköst,  Craig 5 stig, 3 fráköst og 10 stoðir, Hlynur Hreins 5 stig, 2 stolna og Sævar Vignisson 2 stig.

Nánar