Fréttir - Körfubolti

Öruggur sigur á Ármann í kvöld

Körfubolti | 04.11.2011
Flottir í kvöld strákarnir
Flottir í kvöld strákarnir

Strákarnir hoppuðu upp í flug kl. 17.40 og fóru í góða flugferð sem endaði með örrugum 112-88 sigri á Ármann í kvöld. Chris Miller-Williams fór á kostum og var stigahæstur okkar manna með 36 stig, 8 fráköst (vantar upp á tölfræðina þar) og flottar troðslur. Ari Gylfa heldur áfram að spila frábærlega var með 24 stig og góða nýtingu. Craig kom næstur með 17 stig og stjórnaði eins og herforingi. Siggi Haff var með 13 stig og átti toppleik. Jón Hrafn var með 6, Kristján Pétur 5, Sævar 4 stig, Sigmundur, Hlynur og Hermann settu 2 stig og Jón Kristinn var með 1 stig.

 

Sem sagt. Flott ferð, Pétur leyfði öllum að spila og liðsheildin murraði þetta vel. Nú er að fljúga heim og búa sig undir leik gegn Fjölni á sunnudagskvöld, nema unglingaflokkur sem leikur gegn Breiðablik á morgun kl. 14.00 í Smáranum í Kópavogi.

 

Hér má sjá Myndir sem Tomasz Kolodziejski tók fyrir Karfan.is

Allir biðja að heilsa.

Nánar

Meistaraflokkar okkar og unglingaflokkur á fullu um helgina

Körfubolti | 02.11.2011
Verkefnin eru næg hjá okkar fólki um helgina
Verkefnin eru næg hjá okkar fólki um helgina

Það er óhætt að segja að mikið séum að vera hjá okkur í KFÍ um helgina. Á föstudagskvöld fer mfl. karla í íþróttahús kennaraháskólans og keppir við Ármann í 1. deildinni leikurinn hefst 19.15.

 

Kl.14.00 á laugardag keppa strákarnir í unglingaflokk við Breiðablik í Smáranum, Kópavogi.

 

Kl.16.00 á laugardag keppa stelpurnar í meistaraflokk við Breiðablik í 1. deildinni hér heima á Jakanum !!

 

Kl. 12.00 á sunnudag er seinni leikurinn hjá stelpunum gegn Breiðablik á Jakanum.

 

Kl. 19.15 á sunnudagskvöld taka svo strákarnir í mfl.Karla við liði Fjölnis í Lengjubikarnum á Jakanum.

 

Það er því nóg að gera og hvetjum við alla að koma og styðja við bakið á okkar fólki.

 

Áfram KFÍ

Nánar

KFÍ sigur á IE liði Hauka í Lengjubikarnum

Körfubolti | 31.10.2011
Liðsheild Ehf
Liðsheild Ehf

KFÍ strákarnir lögðu í langferð í dag og keyrðu til Hafnarfjarðar þar sem þeir öttu kappi gegn Haukum í Lengjubikarnum. Þetta var skrautlegur leikur og ekki var að sjá að við værum að landa sigri. Í þriðja leikhluta lentum við 13 stigum undir og misstum Ara Gylfason úr húsi fyrir mótmæli sem áttu alveg við rök að styðjast þar sem brotið var illa á honum en ekkert dæmt. En við þetta mótlæti hertu strákarnir sig og náðu að komast inn í leikinn með góðu spili.

 

Grunnurinn að sætum útisigri í svona baráttuleik liggur í sterkri liðsheild sem er að mótast en á loka mínutunum voru dráttarklárar liðsins þeir: Kristján Pétur, Sir Craig,  Siggi Haff, Jón Hrafn og Chris.  Þegar upp var svo staðið hafði KFÍ landað góðum sigri og lokatölur 76-79.

 

Leikurinn var í járnum fyrstu tvo leikhlutana og skiptust liðin á að hafa forustu, en Haukar komust yfir þegar 9 sekúndur voru eftir og leiddu í hálfleik: 35-34.  

Þriðji leikhluti var skelfilegur af okkar hálfu. Við tókum allt of mörg ótímabær skot sem Haukarnir nýttu sér og áður en Pétur gat tekið tíma var staðan allt í einu orðinn 68-55 og til að toppa þetta var Ara vikið úr húsi eftir að það var brotið illa á honum en "báðir" dómarar leiksins sáu ekki neitt  athugavert og fyrir vikið fauk í pilt og hann rekinn í sturtu. 

 

Þegar þarna var komið við sögu, sögðu piltarnir úr vestrinu einfaldlega: "hingað og ekki lengra" og snéru bara dæminu við og söltuðu Haukana með einu kraftmiklu 24-10 "Skeiðarárhlaupi", og föðmuðust illa í leikslok. Á þessum lokakafla KFÍ hlaupsins foru þeir heldur illa með gestgjafana og í vissum óeiginlegum skilningi var ástandið á Ásvöllum líkt og eftir jökulhlaup og er það mál manna að nú þurfi björgunarstarf heimamanna að hefjast.

 

Það er merkilegt við þennan leik að við spiluðum aftur illa í sókn mesta allan leikinn, en vörnin er alltaf lykilinn og Pétur Már þjálfari kann að setja tappann á gosið.

 

Nú höfum við leikið tvo leiki Í Lengjubikarnum. Keppni sem var ákveðið að manna alla leiki með svokölluðu þriggja dómara kerfi. Rétt að taka fram að okkur finnst það gott framtak. En við höfum ekki enn séð þriðja dómarann. Og er það skrítið þegar við sjáum að í öllum öðrum leikjum í kvöld voru þeir þrír. Hvað er það sem veldur þessu? Vafalaust á þetta sér allt einhverjar eðilegar skýringar, og t.d. grunar okkur að það hafi ekki verið hægt að manna þriðju stöðuna. Það vekur vissar áhyggjur um hvort þessi metnaðarfulla áælun (3 dómarar á öllum leikjum í efstu deildum) sé framkvæmanleg á stórasviðinu.  Einnig hlýtur að vera erfitt fyrir lið eins og KFÍ sem virðist ætla að missa af tækifærinu að keppa með 3ja dómara teymi, og meta ágæti fyrirkomulagsins endanlega, eins og þegar menn þurfa að kjósa um t.d. slíka tillögu á KKÍ þingi. Trúi ekki öðru en að um þetta gildi, allt er þá þrennt er!?

 

Þetta var sigur liðsheildarinnar og erum við greinilega á réttri braut með liðið.  Ætlum ekki að taka neinn einstakan leikmnann út að þessu sinni heldur útnefna: ónefnda varnarmanninn sem mann leiksins, það voru nær allta 5 slíkir inni á vellinum hverju sinni í KFÍ búningi!

 

Stigin í kvöld: Chris 24, stig 12 fráköst. Kristján Pétur 18 stig, 3 fráköst. Ari 16 stig, 6 fráköst. Craig 9 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar. Jón Hrafn 7 stig, 8 fráköst. Siggi Haff 3 stig, 4 fráköst. Hermann Óskar 2 stig, 1 frákast.

 

Hér eru myndir frá leiknum sem myndasmiður karfan.is tók og þökkum við kærlega.

Nánar

Myndir frá leik KFÍ og ÍA

Körfubolti | 31.10.2011
Muna að brosa
Muna að brosa

Benni Hermannsson var á svölunum á leik KFÍ-ÍA s.l. föstudagskvöld eins og venjulega með vélina og hér er afraksturinn 

 

Við þökkum Benna kærlega fyrir

Nánar

Tveir spennandi leikir gegn Grindavík í mfl. kvenna töpuðust naumt

Körfubolti | 30.10.2011
1 af 4

Mfl. kvenna fékk dömurnar frá Grindavík í heimsókn um helgina og var leikið laugardag og sunnudag. Leikirnir voru mjög spennandi og var mikill fjöldi áhorfenda mætt til að styðja við bakið á stúlkunum okkar.

Fyrri leikurinn var jafn alveg fram í þriðja leikhluta, en þá tóku gestirnir ágætis sprett og vorum við að elta þær og ekkert benti til annars en að Grindvíkingar myndu landa sigrinum auðveldlega. En KFÍ dömurnar voru á öðru máli og með mikilli baráttu komust þær inn í leikinn aftur og síðustu mínúturnar voru æsispennandi og dansaði boltinn hringdans beggja meginn vallarins, en ekki vildi hann ofan í þrátt fyrir miklar tilraunir. Fór svo að lokum að gestirnir fóru með sigur af hólmi og lokatölur 46-48.

Stigaskor: Sólveig 12, Anna Soffía 9, Anna Svandís 7,  Hafdís 7, Eva 7 , Vera 2, Lilja 2. 

Seinni leikurinn var í dag og var jafn til að byrja með, en í þetta sinni voru það þriggja stiga skot gestanna sem rötuðu vel í körfur okkar og gerði það gæfumuninn. Lokatölur 47-55 og fóru stelpurnar suður með sjó með 4 góð stig með sér í farteskinu heim. Barátta beggja liða var til fyrirmyndar og sáust góðir taktar og gefur þetta fyrirheit um skemmtilegan körfuboltavetur hjá liðinum.

Stigaskor í dag: Sólveig 14, Anna Svandís 9, Anna Soffía 7, Hafdís 7, Eva 6, Marelle 2, Vera 2.

Það sem vantaði upp á hjá KFÍ var að stíga út og vera grimmari í fráköstin. En þess ber þó að geta að þetta eru fyrstu leikir þeirra og mikill efniviður sem Pétur hefur og enginn örvæntin þar á bæ. Allar stelpurnar börðust vel og með smá heppni hefði annar eða báðir leikirnir hæglega getað orðið eign okkar. En að þessu sinni voru það stúlkurna frá Grindavík sem áttu þessi fjögur stig skilið og óskum við þeim góðrar heimferðar og þökkum heimsóknina vestur.

Nánar

Unglingaflokkur sigraði í spennuleik

Körfubolti | 29.10.2011

Unglingaflokkur KFÍ sigraði Snæfell/Skallagrím í dag, í mjög spennandi og skemmtilegum leik. Lokatölur 74-67.

 

Það var gaman að sjá strákana í báðum liðum. Mikil barátta einkenndi leikinn og óhætt að segja að barist hafi verið um alla lausa bolta á gólfi jafnt sem í lofti. Snæfell/Skallagrímur er með mjög gott lið og höfðu þeir stjórn á leiknum mest allan leikinn, en í lokin kom aukinn kraftur í leik okkar drengja sem voru frábærir í vörninni og tókst þeim með harðfylgni að skjótast fram úr á æsispennandi lokamínútum leiksins og lenda glæsilegum sigri.

 

Þetta var sigur liðsheildarinnar og vörnin enn og aftur að sanna hvað þarf til að vinna leiki.

 

Stig KFÍ. Kristján 16, Hlynur 16, Leó 15, Hermann 9, Sigmundur 6, Óskar 6 og Guðni Jr. 6.

Nánar

Meistaraflokkur kvenna og 10. flokkur hefja leik í dag laugardag

Körfubolti | 29.10.2011
Þá byrjar ballið hjá stelpunum
Þá byrjar ballið hjá stelpunum

Nú er stór stund hjá mfl. kvenna er þær byrja Íslandsmótið í 1.deild með leik gegn Grindavík. Það er mikil spenna hjá stelpunum og reyndar félaginu öllu. Pétur Már er kominn í bílstjórasætið og hlakkar til verkefnisins. Við skorum á alla að koma og sjá leikinn á morgun, en hann byrjar kl. 14.30 og svo er seinni leikurinn gegn Grindavík á sunnudag kl. 13.00.

 

Einnig eru strákarnir í 10.flokk að hefja keppni á Íslandsmótinu og leika þeir gegn Snæfell og Grindavík íþróttahúsinu í Bolungarvík. ÍR átti einnig að vera með, en sáu sér ekki fært að koma. Þess vegna eru leikirnir færðir til og hefjast leikar kl. 13.00

 

Áfram KFÍ

Nánar

Vinnusigur gegn sprækum skagamönnum

Körfubolti | 28.10.2011
Cris var frábær í kvöld
Cris var frábær í kvöld
1 af 2

Kútter Haraldur með áhöfn sína frá Akranesi komu vel stemmdir til leiks í kvöld og gáfu sig alla í leikinn, en því miður voru strákarnir komnir í snjógallann hjá KFÍ og sigldu kútternum í strand í seinni hálfleik. Lokatölur 95-68.

 

Skagamenn voru í góðum málum strax í upphafi og hittu vel úr skotum sínum leiddir af Hallgrím Pálma sem hitti vel í þriggja stiga skotum sínum. Og þeir voru allir að gefa sig í leikinn og staðan eftir fyrsta leikhluta var 16-15 og KFÍ drengirnir seinir í gang að undanskildum Craig sem var sjóðandi heitur. 

 

Sama baráttan hélt áfram í öðrum leikhluta og voru bæði lið að spila ágætlega, en þegar hlaupið var í tedrykkju í hálfleik var staðan 47-39 og svipur Pétur þjálfara sagði ýmislegt sem hann lét örugglega flakka því þegar menn komu til leiks í seinni hálfleik voru menn vel gyrtir og tilbúnir í dans. Þá þegar kom góður sprettur og eftir tveggja mínútna leik var staðan orðinn 52-39 og vönin að þéttast og staðan þegar haldið var til síðasta leikhluta var 69-55. 

 

Fjórði leikhluti var algjörlega eign KFÍ og sáust flott tilþrif frá öllum sem stigu á Jakann. Í endann skildu svo 27 stig liðin af og vinnusigur í höfn.

 

Bestir í kvöld hjá KFÍ voru Craig, Ari og Chris sem sýndi allar sýnar bestu hliðar fyrir utan sniðskot sem hann vill gleyma sem fyrst en fær það ekki. Chris endaði með 27 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar. Ari átti enn einn stórleikinn og var frábær á báðum endum vallarins. Hann lauk leik eð 24 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og ekki má gleyma risavöxnu vörðu skoti sem verður sett á leikbrot.is innan tíðar. Craig fór í gang og stýrði liðinu óaðfinnanlega og endaði með þrefalda tvennu, 19 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar. Siggi Haff ( 5 stig, 6 stoðsendingar), Jón Hrafn ( 10 stig, 4 fráköst og 3 stolnir) og Kristján Pétur voru þéttir í vörn og unnu sem einn maður. Hermann Óskar átti góða innkomu með 6 stig,  sem og Sævar Nonni, Hynur sem setti 2 stig og Gautur Arnar sem skoraði sín fyrstu 2 stig í efstu deild.. Sem sagt sigur heildarinnar og fór vörnin í gang í seinni hálfleik þar sem við héldum skagapiltum í 29 stigum.

 

Hjá drengjunum af skaganum var Mr. Watson með 24 stig og 14 fráköst, Áskell Jónsson átti góðan leik og endaði með 15 stig, Hallgrímur Pálmi setti 9 stig, Birkir Guðjónsson 6, Dagur Þórisson 5 stig og Sigurður Rúnar 4.

 

Maður leiksins að þessu sinni er Chris Miller-Williams. Þennan heiður fær hann fyrir frábæra hittni (71% í tveggja og 16 fráköst) Nokkrum millimetrum á eftir eru þeir Craig og Ari, en annars var liðið að spila vel saman þegar snjósleðinn fór í gang.

 

Góðir dómarar í kvöld voru þeir Hákon Hjartarson og Steinar Orri Sigurðsson

Nánar

Meistaraflokkarnir í Neista á morgun

Körfubolti | 27.10.2011
Þau verða öll á svæðinu
Þau verða öll á svæðinu

Á morgun föstudag á milli 16-17 munu meistaraflokkar KFÍ vera niður í Neista og taka létt spor á göngunum þar. Þetta er "snögg" uppákoma sem er til að vekja athygli á leikjum þeirra hér heima um helgina. Farið verður í skotleik og gefin plaköt með mynd af liðunum og munu þeir sem vilja fá áritun frá leikmönnum og þjálfara.

 

Það er aldrei að vita nema Ari Gylfason fari með ljóð og Siggi Haff og Kristján Pétur taki lagið. Þessir þrir ásamt þjálfara meistaraflokkanna hafa verið að undirbúa sig undir jólahlaðborð KFÍ þar sem þeir munu syngja, dansa og fremja töfrabrögð.

 

Einnig mun formaður KFÍ Sævar Óskarsson prútta fólk með árskort á leikina með hjálp stjórnar.

 

Það er um að gera að skunda niður í Neista og taka þátt í þessari uppákomu og láta koma sér að á óvart.

Nánar

Kristján Pétur Andrésson í ''örmynd''

Körfubolti | 27.10.2011
Kristján Pétur er alltaf brosandi
Kristján Pétur er alltaf brosandi

Fjölnir Baldursson er núna í því að taka ''örmyndir'' þar sem hann tekur leikmenn KFÍ í viðtöl og fyrstur er hinn hæverski og indæli drengtittur Kristján Pétur Andrésson. Hér er viðtalið við kappann.

Nánar