Það mætti halda að við hefðum verið búnir að sigra leikinn í matarboðinu hjá Gylfa Þorkelssyni og hans kæru frú. Súpan og brauðið reyndust sitja í mönnum sem var einum of góð, enda skylst okkur hér heima að þau hjú hafi setið sveitt við pottinn.
NánarÞað er nóg að gerast hjá KFÍ um helgina. Minnibolti eldri fer til Njarðvíkur og tekur þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti. 7.flokkur stúlkna fer á Hvammstanga og tekur einnig þá í sínu fyrsta Íslandsmóti. 10.flokkur stúlkna fer á Flúðir. Meistaraflokkur karla fer til Selfoss og etur kappi við lið Fsu og síðast en ekki síst fer unglingaflokkur til Njarðvíkur og keppir þar við heimamenn.
Það er því næg verkefni um helgina og er tilhlökkun mikil hjá öllum. Má gera ráð fyrir að um 50-60 frá KFÍ séu á ferðinni þessa helgi.
Áfram KFÍ
NánarÍ gærkvöld rétt fyrir leik KFÍ og Hamar var skrifað undir samning á milli KFÍ og Menntaskóla Ísafjarðar. Fá nemendur menntaskólans 50% afslátt á alla heimaleiki KFÍ í 1. deild karla og kvenna og Lengjubikar KKÍ. MÍ mun kappkosta við að auglýsa leikina vel. Þetta er jákvætt fyrir alla aðila og eru menn sáttir við samninginn.
NánarÞað var ekki hár gæðastuðull á leiknum á Jakanum í kvöld. Bæði lið greinilega að byrja "sesonið" og mistökin í bílförmum. Þetta hafðist þó og það skiptir öllu. Baráttan var til staðar hjá báðum liðum og í nokkur andartök glæddist yfir mönnum og góð tilþrif sáust hjá báðum liðum.
Það var jafnt fram eftir fyrri hálfleik, en Hamar fór þó með tvö stig í gróða í hálfleik. Staðan 30-32 og fór um suma áhorfendur. En í seinni hálfleik fór vörnin hjá Pétri þjálfara og lærissveinum hans að herðast og staðan eftir þriðja leikhluta 64-49 og menn að berjast fyrir sínu. Áfram hélt svo kappið og að lokum var staðan 79-68 og tvö góð stig í hús.
Það er greinilegt að liðin eru bæði að finna sig og sitt tempó. Í liði Hamars eru skemmtilegir strákar leiddir áfram af Lalla þjálfara sem skipti vel inn á og fengu allir tækifæri að sýna sitt andlit. Sumir skiluðu sýnu vel og var þar fremstur á meðal jafningja Louie Kirkman sem endaði með 24 stig og 8 fráköst. Bjarni Lárusson var einnig mjög öflugur þó að hann hafi ekki skorað nema 5 stig þá barðist hann eins og ljón báðum megin á vellinum og tók 13 fráköst og gafst aldrei upp. Terrence Worthy leikstjórnandi Hamars var einum of mikið með boltann í drippli og hægði hann á leik drengjanna frá gerði hveranna. Hann er þó klárlega góður og þarf bara að láta hann dreifa boltanum betur. Svavar var ekki að finna sig og Raggi á nokkuð í land, enda að stíga upp úr erfiðum meiðslum, en hann á eftir að verða erfiður sem og Svavar. Stefán var seigur og Bjartmar hefði að ósekju mátt spila meira. En Hamar kemur sterkt til leiks í næsta leik og á eftir að gera fínan vetur.
Hjá KFÍ voru menn ill skárri. Það væri ósanngjarnt að segja að við hefðum átt stórleik og á ekkert að skafa af þar. EN menn börðust mjög vel og á það við um alla sem inn á fóru. Craig stjórnaði vel var með 17 stig, 4 fráköst, 6 stoðir, og 1 risa varið skot, Jón Hrafn átti fína spretti með 13 stig, 3 fráköst og 3 stolna, Chris þurfti að hafa fyrir sínu stæði en endaði með 14 stig, 16 fráköst, 4 stolna og 3 varin, Ari var traustur með 15 stig (3/4 þriggja) og 5 fráköst, Kristján Andrés var seinn í gang en þegar hann komst í sinn takt var hann góður og endaði með 12 stig, Siggi Haff barðist eins og tuska í vindi og spilaði glimrandi góða vörn, Hlynur var að standa sig og skoraði 4 stig og stjórnaði af röggsemi, Sævar átti fína innkomu, setti 2 stig og spilaði fína vörn.
Lið KFÍ er með góðan mannskap og eiga mikið inni. Það er hins vegar ekki hægt að dæma út frá einum leik og hefur undirbúningstímabilið ekki verið eins og við ætluðum okkur og æfingaleikir fáir. En þetta verður skemmtilegur vetur. Menn eru tibúnir í vinnuna sem er framundan og er mikil tilhlökkun hjá þeim sem og áhorfendum sem fjölmenntu á Jakann í kvöld.
Góðir dómarar í kvöld voru þeir Georg Andersen og Jón Þór Eyþórsson.
Við þökkum fyrir frábæran stuðning og sérstakar þakkir til MÍ sem koma hjálpuðu okkur mikið í kvöld.
NánarÞað vantaði ekkert uppá orkuna hjá krökkunum 25 sem tóku þátt í innanfélagsmóti KFÍ í Bolungarvík í gær. Mótinu var skellt á með stuttum fyrirvara þegar ljóst var á föstudagskvöld að slá þurfi á frest fyrirhuguðu Vestfjarðamóti á Patreksfirði vegna veðurs. Ætlunin var að láta KFÍ krakka á aldrinum 9-12 ára etja kappi við jafnaldra sína í Íþróttafélaginu Herði á Patreksfirði um helgina en það verður að bíða betri tíma.
Eftir tilþrifamikla leiki gærdagsins, þar sem án efa mátti sjá margar af framtíðarstjörnum KFÍ, skellti allur hópurinn sér í sund í boði Bolvíkinga. Hópurinn gisti siðan í Grunnskólanum í Bolungarvík í nótt eftir að hafa m.a. skóflað í sig býsn af pizzum og spilað bingó. Í morgun mættu krakkarnir síðan á sameiginlega æfingu í Víkinni undir stjórn Zeko og Guðna Guðna.
Ferðin gekk því í alla staði mjög vel en hún hefði þó ekki verið möguleg nema vegna dyggrar aðstoðar fjölmargra sem brugðust hratt og vel við með nær engum fyrirvara. Unglingaráð KFÍ vill sérstaklega þakka eftirfarandi aðilum fyrir hjálpina í tengslum við helgina: Starfsfólki Íþróttamiðstöðvarinnar í Bolungarvík, skólastjóra Grunnskólans í Bolungarvík, Íslandssögu, Gamla bakaríinu, Vifilfelli, Samkaup og síðast en ekki síst Sóphusi Magnússyni, sem sá um að koma hópnum til og frá Víkinni.
Krakkarnir fengu virkilega góða æfingu í að spila um helgina og ættu að vera ágætlega undirbúin fyrir Íslandsmótin sem framundan eru en fyrstu túrneringar þessa aldurshóps eru um komandi helgi þegar 7. flokkur stúlkna keppir á Hvammstanga og minnibolti eldri drengja heldur til Njarðvíkur.
NánarStelpurnar snéru dæminu við í dag og unnu báða sína leiki örugglega. Fyrri leikurinn var gegn Þór Akureyri og lokatölur 38-19. Það var mjög góð barátta hjá stelpunum, en hittnin hefði getað verið betri. leikurinn var þó aldrei í hættu.
Seinni leikurinn var svo gegn ÍR og lokatölur 45-19. Meira verður ritað um leikina eftir að þjálfarinn kemur heim. Þá kemur stigaskor og annað krufið hér á síðunni.
Stelpurnar stóðu sig vel í þessari fyrstu turneringu og unnust tveir og tveir töpuðust. Þær eru ákveðnar að gera betur næst og margt sem þær ætla að laga. En það er varla hægt að kvarta. Nú eru þær á leið heim og munu mæta hressar á leik meistaraflokk karla geg Hamri sem hefst kl. 19.15.
Áfram KFÍ
NánarÁ morgun byrjar keppnistímabil hjá meistaraflokk karla KFÍ . Fyrstir til að heimsækja okkur á Jakann eru drengirnir hans Lalla frá Hveragerði. Þeir koma keyrandi eins og sönnum sunnanhetjum sæmir og er leikurinn á morgun 16. október kl. 19.15.
Nú er um að gera að koma á Jakann og öskra strákana áfram. Þetta verður hörkuleikur enda eru bæði þessi lið ákveðin að fara upp í IE deildina að ári.
Áfram KFÍ
NánarStúlknaflokkur eru að spila í Hveragerði og spiluðu tvo leiki í dag. Þær töpuðu báðum leikjunum sem var gegn Hamar 45-34 og svo Breiðablik 47-34. Allar börðust þær þó vel og var það "slúttið" í sókninni sem varð hindrun okkar að þessu sinni.
Tveir leikir eru á morgun gegn Þór Akureyri og ÍR og eru þær ákveðnar í að gera betur en í dag. Þær biðja um kveðjur heim.
Áfram KFÍ
NánarLeikur KFÍ-KR í unglingaflokk sem settur var á í dag var frestað þar sem ekki reyndist unnt að fljúga frá Reykjavík.
Við munum auglýsa leikinn þegar nýr leikdagur finnst.
Áfram KFÍ
NánarÞað var grátið þegar tilkynnt var að ekkert yrði af Vestfjarðamótinu þessa helgina. Hætt var við vegna veðurs og færðar á fjallvegum.
EN unglingaráðið er alltaf með varaáætlun. Farið verður til Bolungarvíkur og haldið innanfélagsmót !! Við ætlum að byrja þar kl. 15.00 og verður gist í Bolungarvík og margt gert til að gleðja krakkana.
Við biðjum því alla foreldra og ættingja að mæta í víkina fögru og taka þátt í að gera daginn sem skemmtilegastan.
Vestfjarðamótið verður svo sett aftur á dagskrá þegar fyrsta tækifæri gefst í samráði við vini okkar á sunnaverðu vestfjörðum.
Nánar