Fréttir - Körfubolti

Chris Miller-Williams til liðs við KFÍ

Körfubolti | 14.06.2011
Welcome to KFÍ Chris
Welcome to KFÍ Chris

Á dögunum var skrifað undir samning við bandarískan leikmann að nafni Chris Miller-Williams 24 ára gamlan. Leikmaðurinn er 198 cm á hæð og 107 kg. Hann spilaði síðast í liði Georgia Lions í UBA deidinni í BNA og var þar með 19 stig, 10 fráköst og 2.2 stoðsendingar a.m.t. í leik, var með 51.9% nýtingu úr skotum sínu og var auk þess að vera valinn nýliði ársins í deildinni.

 

Hann er kraftmikill leikmaður sem spilaði í West Georgia State og South Carolina State áður en hann fór í UBA deildina. Sú deild er mjög sterk og stóð hann sig mjög vel. Hann getur spilað nokkrar stöður á vellinum og er einkar góður varnarmaður einnig. Chris er væntanlegur til okkar í ágúst með Craig okkar.

 

Æfingar eru að hefjast með Pétri Má, en núna eru leikmenn á fullu að styrkja sig undir handleiðslu hins frábæra þjálfara Jón Oddsonar sem mun vera aðstoðarþjálfari Péturs.

 

Við bjóðum Chris velkominn í KFÍ. 

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Myndir

Körfubolti | 13.06.2011
Þeir sem sigruðu í keppnum eða hlutu viðurkenningar
Þeir sem sigruðu í keppnum eða hlutu viðurkenningar
1 af 31

Vegna anna náðum við ekki að setja inn nokkrar myndir frá lokadegi búðanna. Þarna má sjá myndir frá úrslitaviðureignum, leik, lokaathöfn og veitingu viðurkenninga.  Einnig eru myndir frá útigrillinu í lok dags.

Nánar

Körfuboltabúðir 2011 - Viðtal: Finnur Stefánsson

Körfubolti | 13.06.2011
Finnur Stefánsson
Finnur Stefánsson

Finnur Stefánsson hefur stýrt þjálfun yngri flokka KR með góðum árangri síðustu misseri. Það var sannarlega fengur að fá hann hingað til okkar í æfingabúðirnar. Hann var að sjálfsögðu gripinn í stutt viðtal í lok búða.

 

Það hefur verið virkilega gaman að fá að koma hingað og fá að taka þátt í þessu með ykkur.  Gaman að vera í kringum frábært fólk, topp þjálfara og góða krakka.  Búðirnar eru einstaklega vel heppnaðar sýnist mér. Kosturinn hér liggur í nálægð íþróttahússins, gistingar og frábærs mötuneytis; allt á einum stað. Við sáum miklar framfarir hjá krökkunum eftir því sem leið á vikuna. Efast ekki um að þau eigi eftir að búa að þeirri reynslu og vona að þau haldi áfram að vera dugleg að æfa sig í sumar.

 

Við þökkum Finni fyrir komuna og óskum honum að loknu sumarleyfi, góðs gengis á næstu leiktíð.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Viðtal: Hrafn Kristjánsson

Körfubolti | 11.06.2011
Hrafn Kristjánsson
Hrafn Kristjánsson

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 hafa nú runnið sitt skeið á enda og vikan verið annasöm.  Ekki síst hefur yfirþjálfari búðanna, Hrafn Kristjánsson haft í mörg horn að líta. Hann var gripinn rétt fyrir brottför og spurður um hvernig honum þætti hafa tekist til og hvað mætti gera betur næst?  Einnig hvort hann hafi einhver sérstök skilaboð til þátttakenda?

 

Í heildina litið finnst mér búðirnar hafa tekist einstaklega vel og heyri ekki annað en að allir sem að komu séu sammála. Það sem skiptir alltaf mestu máli er að sjá að krakkarnir sýni áhuga, hafi gaman af og taki framförum í leik sínum. Í þetta skiptið lögðum við upp með sérstakar áherslur hvað varðar hreyfingar og grunntækni í frjálsum sóknarleik, sem var greinilega farið að skila sér í bættu samspili í leikjum undir lok búðanna.

 

Þá er það alltaf þannig að það má betur gera og við erum strax farin að sjá möguleika til breytinga sem munu skila sér með skilvirkari og skemmtilegri búðum á næsta ári. Þegar eru komnar fram ansi metnaðarfullar og skemmtilegar hugmyndir fyrir næsta ár sem verður gaman að fylgja eftir á næstu mánuðum. Vonandi getum við kynnt þær fljótlega.

 

Vil að endingu þakka öllum krökkunum kærlega fyrir góða samvinnu þessa vikuna, biðja þau um að hafa ráðleggingar þeirra Ægis Þórs og Tómasar Heiðars að leiðarljósi og stundi körfuboltann áfram af iðjusemi og þolinmæði. Geri þau það efast ég ekki um að þau mæti til leiks sterkari að ári.

 

KFÍ þakkar gömlum vini fyrir frábæra viku og gott framlag til búðanna.  Óskum honum góðrar ferðar norður til Akureyrar.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Búðaslit

Körfubolti | 11.06.2011
Tony var frábær dómari :)
Tony var frábær dómari :)

Morgunæfingar hófust hjá hópi 4 kl. 08:00 og stjórnaði Tony Garbelotto æfingunni. Æfingarnar voru fjölbreyttar en meginmarkmið þeirra var einfaldlega að skerpa á sóknarleik, m.a. með því að vanda hlaup og hreyfingar í auðsvæði og hreyfa boltann til í sókninni. Æfingin hjá hópum 1-3 hófst kl 09:30 og stóð yfir til 11:00. Þeir Finnur, Geoff og Nebosja stýrðu hópnum og héldu áfram með æfingar í m.a. knattraki og sendingum.

 

Gert var 30 min hlé að loknum æfingum og hófst svo úrslitakeppni í skotleikjum og 1:1 keppni. Þetta voru spennandi úrslitaviðureignir og gaman að fylgjast með þeim. Að þessu loknu tók við úrslitaleikur í deildarkeppni búðanna og áttust lið þeirra Geoff Kotila og Hrafns Kristjánssonar við í þeim leik. Leikurinn varð gríðarlega spennandi og var jafnt á öllum tölum. Það var rétt í blálokin sem lið Hrafns náði 2ja stiga forskoti og tæplega 9 sekundur dugðu hinum ekki til þess að jafna þrátt fyrir ótrúlega margar skæðar tilraunir. Það sem kannski mun teljast merkilegast í körfuboltasögunni við þennan leik, er að formlegur dómar var enginn annar en Anthony Garbelotto sem tók hlutverk sitt alvarlega (eins og hann gerir líklega ætíð). Þetta kom ekki til af góðu, önnur af dómaraflautum KFÍ var týnd og Tony skilyrti lán sitt á flautinni sem hann á, við það að hann væri sá eini sem blési í hana. 

 

Að þessari skemmtan lokinni tók við hefðbundið útigrill og stóðu þau Elfar Ingason, Þorsteinn Þráinsson og Eva Friðþjófsdóttir vaktina við Murikka pönnurnar. Öllum gestum okkar var boðið upp á pylsur, fiskisúpu og grillaðan steinbít með hrísgrjónum. Það hefðbundnasta við þessa lokaveislu búðanna er góða veðrið sem virðist vera alveg tryggt á þessum degi. Loksins fengum við nefnilega talsverð hlýindi og sól í heiði.

 

Listi yfir viðurkenningar og úrslit keppna:

 

Skotkeppni yngri: Sigvaldi Eggertsson

Vítakeppni yngir: Sigvaldi Eggertsson

 

3ja stiga keppni hópur 3: Ingimar Aron Baldursson

Vítakeppni hópur 3: Hákon Ari Halldórsson

Sigurvegari í 1:1 keppni, hópur 3: Haukur Hreinsson

 

3ja stiga keppni hópur 4: Þröstur Krisjánsson

Vítakeppni hópur 4: Jón Kristinn Sævarsson

Sigurvegari í 1:1 keppni, hópur 4: Sigmundur Ragnar Helgason

 

Mestu framfarir hópur 1: Guðni Rafn Róbertsson

Mikilvægasti leikmaður hópur 1: Orri Stínuson

 

Mestu framfarir hópur 2: Rúnar Ingi Guðmundsson

Mikilvægasti leikmaður hópur 2: Linda Marín Kristjánsdóttir

 

Mestu framfarir hópur 3: Kristín Helgadóttir

Mikilvægasti leikmaður hópur 3: Dýrfinna Arnardóttir

 

Mestu framfarir hópur 4: Sara Diljá Sigurðardóttir

Mikilvægasti leikmaður hópur 4: Jón Kristinn Sævarsson

 

Mestu framfarir Körfuboltabúða KFÍ 2011: Gautur Arnar Guðjónsson

Mikilvægasti leikmaður Körfuboltabúða KFÍ 2011: Sigvaldi Eggertsson 

Nánar

Hápuntur búðanna að hefjast

Körfubolti | 11.06.2011
Það eru allir sigurvegarar
Það eru allir sigurvegarar

Við viljum vekja athygli á að úrslitastund búðanna er að hefjast núna kl. 11.30 og hvetjum við alla að koma og horfa á. Síðan munum við grilla með meistarakokkinum honum Þorsteini Þráinssyni á Muurikka pönnunni frábæru.

 

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Viðtal: Geoff Kotila

Körfubolti | 11.06.2011
Geoff Kotila
Geoff Kotila

Geoff Kotila er körfuboltaáhugamönnum á Íslandi vel kunnur frá því hann þjálfaði lið Snæfells með mjög góðum árangri 2006-2008. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur til Ísafjarðar og hefur hann svo sannarlega sett mark sitt á búðirnar. Okkur lék forvitna á að spyrja Geoff hvaða skilaboð hann hefði til KFÍ og gesta búðanna.

 

Mikilvægast í öllum æfingabúðum er að krakkarnir læri eittvað í skemmtilegu umhverfi. Ungir leikmenn á Íslandi leggja jafn hart að sér í íþrótt sinni og þeir jafnaldrar þeirra erlendis sem eru hvað iðnastir. Það er því ánægjulegt fyrir þjálfara að vinna með þeim.  Það hefur verið stórkostlegt að koma til Íslands aftur og njóta körfuboltans, sem og snjókomu í júní á ný! Að lokum vil ég þakka öllum hjá KFÍ að bjóða mér að taka þátt í æfingabúðunum!

 

Við þökkum Geoff Kotila fyrir frábært framlag í Körfuboltabúðirnar, bæði í þjálfun sem og kennslu á þjálfaranámskeiðinu. Óskum honum góðrar heimferðar síðar í dag og bjóðum hann velkominn aftur við fyrsta tækifæri.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Myndir frá sjötta degi búða

Körfubolti | 10.06.2011

Við fyrri umfjöllun um æfingar dagsins er lítið að bæta, en við birtum þessa frétt sérstaklega til þess að koma að fleiri myndum að, frá æfingum eftir hádegi í dag.  Einnig eru hérna myndir frá leikjum kvöldsins sem voru æsispennandi.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Jón Oddsson og Plyometriskar æfingar

Körfubolti | 10.06.2011

Jón Oddsson fylgdi í dag eftir fyrirlestri sínum, frá því fyrr í vikunni, með sýnikennslu í s.k. Plyometrics æfingum og fengu áhugasamir iðkendur að taka þátt í þeim.  Þetta eru æfingar sem leika stórt hlutverk í því kerfi sem Jón hefur byggt upp við sína þjálfun. Við munum birta við fyrsta tækifæri glærurnar frá fyrirlestri hans en núna látum við myndirnar tala sínu máli.

Nánar

Körfuboltabúðir 2011 - Viðtal: Nebosja Vidic

Körfubolti | 10.06.2011
Nebosja Vidic
Nebosja Vidic

Nú undir lok búðanna fengum við Nebosja í viðtal, en hann er hér í þriðja sinn.  Spurðum við hvernig honum þætti búðirnar þróast og hvað hann hefði frekar að segja okkur um þær.

 

Ég finn til nokkurrar ábyrgðar á búðunum þar sem ég hef verið með ykkur frá upphafi. Mér sýnist þær vera að sækja í sig veðrið með hverju árinu.  Ég hef orðið var við bætingu hjá þeim krökkum sem ég hef fengið að hitta áður.  Greinilegt er að þau sem koma aftur eru ánægð með reynsluna hér.  Einnig er ánægjulegt að sjá mörg ný andlit.

 

Gistingin og mötuneytið sem krökkunum og okkur er boðin er til fyrirmyndar.  Íþróttahúsið er mjög gott fyrir okkar starf. Þetta er góð áskorun fyrir alla krakka sem hafa metnað í körfubolta, að fá að dvelja hér við erfiðar en uppbyggjandi æfingar. Ég tel að við höfum bætt þjálfaranámskeiðin með nýju efni á dagskránni og kollegar mínir þeir Geoff og Tony, sem og íslensku þjálfararnir sem hér eru eiga þakkir skildar fyrir það. Ég hef lært mikið af þessu samstarfi með þeim og það er mjög eftirsóknarvert fyrir þjálfara eins og mig.

 

Það hefur alltaf verið jafn gaman að koma til Ísafjarðar og dvelja hér þessa viku með vinum og félögum, og það er ánægjulegt fyrir mig að vinna með krökkum sem taka vel leiðbeiningum.

Nánar