Tony Garbaletto reið á vaðið í morgun með fyrirlestur um vörn gegn "pick-and-roll" sóknarleik (Ball screen defence - phyllosophy & concepts). Þeir sem þekkja til Tony kom ekki á óvart hversu skipulega hann gengur til allra verka og sýndi hann það enn á ný í dag.
NánarSkipulag búðanna og æfinga, ætti að vera orðið nokkuð ljóst eftir lestur fregna síðustu daga og verður væntanlega lítlar breytingar þar á til loka þeirra. Í morgun hófu hópar 1-3 æfingar kl. 08:00 og seinni æfing hjá þeim var svo kl. 16:00. Hópur 4 mætti til leiks kl. 09:30 og svo aftur kl. 17:30.
NánarLaufey Alda Sigvaldadóttir er móðir Sigvalda Eggertssonar, en drengurinn sá arna er nú að koma í æfingabúðirnar á Ísafirði í þriðja sinn og hefur því verið með okkur frá upphafi. Sigvaldi er KR-ingur og æfir undir stjórn m.a. Finns Stefánssonar þar á bæ og hafa þau því lagt verulegt land undir fót. Með þeim mæðginum í för að þessu sinni er félagi hans hjá KR, Alfonso Birgir Gómez Söruson.
NánarFríður hópur skrifaði undir samning við KFÍ á dögunum og er félagið mjög ánægt með samningana. Fyrstur til að setja nafn sitt á blað var yfirþjálfari KFÍ Pétur Már Sigurðsson og er því kominn heim á ný, en nú sem þjálfari, en hann spilaði hér sex tímabil sem leikmaður.
Síðan skrifuðu ellefu leikmenn meistaraflokks undir og eru þeir til tveggja ára. Þar með er undirbúningur fyrir keppnina næsta vetur komið á fullt og eru strákarnir komnir á fullt í æfingar hjá Jóni Oddssyni sem er aðstoðarþjálfari með Pétri og verður æft í allt sumar með örhléi.
Áfram KFÍ
NánarDagurinn byrjaði stundvíslega kl. 08:00 með æfingu hjá hópum 1-3. Sömu þjálfarar stýrðu æfingum hópanna og í gær. Grunnatriði körfuboltans voru á dagskrá allra hópa í dag og þeir sem halda áfram að vinna í þeim í sumar ættu að mæta sterkari til leiks að hausti. Þetta er að sjálfsögðu engin ný vísindi en engu að síður megin skilaboð dagsins.
Geoff Kotila hélt áfram að vinna með hóp 4 og hitaði hann upp fyrir æfingarnar í dag, með 30 min fyrirlestri og spjalli við leikmenn. Útskýrir markmið æfinganna og eftir atvikum langtíma markmið og hvernig hann sér samhengi hlutanna. Góð ákefð í æfingum dagsins hjá þessum hópnum, og reyndar einnig hjá hinum yngri.
NánarAð loknum frábærum málsverði í hádeginu var hvíldartími sem líklega einhverjir hefðu átt að taka aðeins meira bókstaflega. Æfingar hófust sem sagt aftur kl. 16:00 hjá hópum 1-3 og gengu vel fyrir utan væg þreytumerki sem sáust í fyrstu hjá stöku krakka. Það var þó svo að leikgleðin smitaði út frá sér og þegar nokkrar mínutur voru liðnar voru nánast allir orðinir eins sprækir og raun bar vitni í morgun. Æfingunni stýrðu þeir Nebojsa, Pétur, Tony og Hrafn. Þeir Unnþór Jónsson og Sigmundur Helgason voru þeim til aðstoðar.
Hvíldartíminn er einmitt mikilvægt atriði sem við viljum ítreka. Til þess að ná sem mestu út úr hverri æfingu verður íþróttamaður sem tekur hlutverk sitt alvarlega, að mæta vel hvíldur og tilbúinn í átökin hverju sinni. Einbeiting og líkamleg geta líða annars fyrir og æfingin spillist. Því eru hér með strax í upphafi, allir hvattir til þess að taka hvíldartíma alvarlega. Þessi skilaboð fengu krakkarnir frá þjálfurum búðanna.
NánarFyrsta æfing búðanna hófst stundvíslega kl. 10:00 í morgun. Óhætt er að segja að veruleg eftirvænting hafi verið hjá krökkunum og flesta farið að klæja verulega í að komast í boltann. Hrafn, Nebojsa og Pétur hófu æfinguna á því að skipta í tvo hópa sem fóru svo í gegnum einfalda þrautabraut á tíma. Skipt var í lið og keppt nokkra leiki. Þeir Tony og Geoff mættu svo með morgunvélinni og slógust í hópinn fyrir lok æfingar.
NánarÞjálfarar og iðkendur eru að tínast í hús og byrjað er að raða í herbergi og taka upp úr töskum. Útivöllurinn við Jakann er þéttsetinn og greinilegt að körfuboltabúðir eru að hefjast. Dagskrá hefst kl. 10.00 í fyrramálið og þó fyrr hefði verið að mati þeirra sem hanga á hurðarsnerlinum.
Þjálfararnir hafa verið í skoðunarferðum í dag, meðal annars að sjá hinn stórkostlega Dynjanda og svo var farið í fiskiveislu til Suðureyrar.
Nú er bara að setja á sig skóna og byrja ballið
NánarNú er hátíð okkar að byrja innan fárra dag og allt klárt frá okkur. Þjálfarar eru að pakka í töskur sem og iðkendur líka og eru krakkar svo spenntir að margir koma áður en körfuboltabúðirnar byrja. Heilmargir héðan frá KFÍ og foreldrar gesta okkar eru búnir að taka sér sumarfrí til að vinna fyrir okkur alla næstu viku og er það ómetanlegt framlag.
Ætlun okkar er að gera þessa heimsókn eftiminnilega fyrir alla þá sem koma að þessari miklu skemmtun og leggjum við okkur fram við að láta krakkana fara frá Ísafjarðarbæ og Bolungarvík með bros í hjarta og hungur til að koma aftur sem fyrst.
Það verða fréttir daglega frá búðunum og myndir þannig að þeir sem eiga einhvern í búðunum geti fylgst grannt með.
Komið fagnandi og verið hjartanlega velkomin. Og munið að allar upplýsingar eru hér á síðunni ásamt því að Gaui er við símann allan daga og kvöld reiðubúinn til svara. Síminn 896-5111
NánarÞær gleðifréttir bárust í dag þess efnis að snillingarnir landsliðsdrengirnir og liðsfélagarnir úr Fjölni þeir Tómas Tómasson og Ægir Þór Steinarson ætla að koma í Körfuboltabúðir KFÍ og miðla af reynslu sinni til krakkanna. Þeir standa í ströngu við landsliðsverkefna hjá KKÍ og svo eru þeir að fara saman til BNA og munu spila með Newberry háskólanum sem spilar í 2. deild NCAA.
Það er tilhlökkun hjá okkur að fá þá félaga til okkar.
Nánar