Fréttir - Körfubolti

Edin Suljic kemur heim

Körfubolti | 09.08.2011
Edin er á leið heim. Mynd. Halldór Sveinbjörnsson
Edin er á leið heim. Mynd. Halldór Sveinbjörnsson

Enn bætist í leikmannahóp KFÍ fyrir átök vetrarins. Það eru mikil gleðitíðindi að Edin Sulijc sem spilaði með okkur fyrri part síðasta tímabils hefur ákveðið að snúa heim og taka þátt í slagnum í vetur. Edin er eins og allir vita gríðarlega öflugur leikmaður og áður hann meiddist í fyrra var hann að spila mjög vel og var með um 20 stig og 10 fráköst í leik og það á annarri löppinni. Hann fór í aðgerð og þurfti lengri tíma til að ná sér og þurfti því að fara, en nú er kappinn kominn á fulla ferð og hlakkar mikið til að snúa heim til KFÍ.

 

Edin kemur í stað Darco sem hefur verið hjá KFÍ undanfarin ár og skilaði sínu og gott betur. Hann hefur ákveðið að reyna fyrir sér annars staðar og þökkum við honum kærlega fyrir allt sem hann gerði fyrir félagið. Darco var vinsæll innan sem utan vallar og er mikil eftirsjá af drengnum sem sífellt brosti.

Nánar

Nýr leikmaður til KFÍ

Körfubolti | 05.08.2011
Kristján er hér með Sævar Óskarssyni formanni og Pétri Má þjálfara við undirritunina.
Kristján er hér með Sævar Óskarssyni formanni og Pétri Má þjálfara við undirritunina.

Þær góðu fréttir voru að berast að Kristján Pétur Andrésson hafi skrifað undir samning við okkur í KFÍ. Þetta er frábær viðbót í leikmannahóp okkar og ekki aðeins mun hann styrkja meistaraflokkinn, heldur mun Kristján verða frábær viðbót í unglingaflokk félagsins.

 

Kristján spilaði með Snæfell í fyrra og í sameiginlegu liði Snæfells/Borgarnes í unglingaflokk, þar sem hann var ein aðaldrifjöðurin og var með um 20 stig og 7 fráköst í leik. Hann var núna í vor valinn í U-20 landsliðshópinn hjá Benedikt Guðmundssyni.

 

Nú þegar hafa þeir Siggi Haff of Jón Hrafn ritað undir og núna hefur Kristján gert slíkt hið sama. Greinilegt að koma Péturs Más er að skila sér.

 

Við bjóðum Kristján Pétur kærlega velkominn.

 

Áfram KFÍ

Nánar

KFÍ á fulla ferð

Körfubolti | 04.08.2011
Chris er á leiðinni
Chris er á leiðinni

Jæja þá er einn af fréttariturunum kominn til baka og allt að komast á fulla ferð. Pétur Már þjálfari mættur á svæðið og farinn að sparka í rassa. Drengirnir hafa verið duglegir að æfa í sumar undir handleiðslu Péturs og Jón Oddsonar. Núna eru meistaraflokkar KFÍ byrjaðir að æfa og innan tíðar byrja yngri flokkarnir. Sem sagt allt farið á fullt við undirbúning fyrir átök vetrarins.

 

Craig og Chris koma í lok mánaðarins og einnig Jón Hrafn og Siggi Haff og þá ætlar Pétur að skrúfa upp hitann og láta menn svitna. Stefnt er að því að fara í æfingabúðir til Patreksfjarðar með meistaraflokkana og æfingamót eru á dagskrá.

 

Við munum setja reglulega fréttir inn næstu daga, enda margt að segja frá.

 

Áfram KFÍ.

Nánar

Nýr maður í hópinn

Körfubolti | 19.07.2011
Jón Hrafn er greinilega ánægður með að vera kominn vestur
Jón Hrafn er greinilega ánægður með að vera kominn vestur

Um helgina bættist nýr liðsmaður í hópinn.  Jón Hrafn Baldvinsson spilaði með Laugdælum í vetur og ætti því að kannast við Pétur þjálfara.  Jón sem spilar undir körfunni skilaði 14,6 stigum í leik í fyrstu deildinni og tók 6,7 fráköst. 

 

Jón mun klárlega styrkja okkur í baráttunni í vetur og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í hópinn.

Nánar

Lengjubikarinn 2011

Körfubolti | 28.06.2011

Í dag kl. 14.00 var dregið í Lengjubikarnum og er fyrirkomulag þannig að leikið er í riðlum með fjórum liðum og einföld umferð heima og heiman.

 

Við lentum í riðli með Grindavík, Fjölni og Haukum. Þetta er spennandi verkefni þar sem um nýja keppni er að ræða og byrjar keppnin 23. október.

Nánar

Er spennt að fara út til Danmerkur

Körfubolti | 26.06.2011
Sara hér í leik með Val. Mynd valur.is
Sara hér í leik með Val. Mynd valur.is

Sara Diljá Sigurðardóttir er á leið til Danmerkur og er virkilega spennt fyrir því verkefni sem liggur fyrir. Hún hefur spilað fyrir Val og kom í Æfingabúðirnar hjá okkur og sér ekki eftir því. Þetta er það sem stúlkan hafði að segja við heimasíðuna þegar við náðum í hana,

 

,,Ég vissi af Æfingabúðunum fyrir ári síðan en komst ekki þá. Ég var ákveðin í að koma í þetta sinn og sé ekki eftir því. Öll aðstaða var til fyrirmyndar svo og maturinn og þjálfararnir þeir bestu sem hægt var að fá.

 

Þarna gafst mér tækifæri á að kynnast öðrum krökkum, læra nýjar æfingar og svo var frábært að fá alls kyns fræðslu á milli æfinga. Í Æfingabúðunum var mér boðið í körfuboltaskóla í Danmörku í vetur fyrir atbeina Geoff Kotila og ákvað ég að þiggja það og hlakka mikið til.

 

Í Æfingabúðunum voru frábærir erlendir þjálfarar og aldrei að vita hvaða tækufæri bjóðast krökkunum. Ég mæli eindregið með Æfingaúðum KFÍ fyrir krakka sem vilja bæta sig í körfubolta og svona tækifæri sem ég er að fá er algjör bónus ofan á allt það frábæra sem ég fékk frá dvöl minni á Ísafirði"

 

kfi.is þakkar Söru frábær viðkynni og óskar henni velfarnaðar og munum við fylgja henni eftir í vetur og fá fréttir frá henni.

Nánar

Körfuboltabúðirnar hjá KFÍ að skila árangri

Körfubolti | 24.06.2011
Sara er hér í skotkeppni
Sara er hér í skotkeppni
1 af 2

Sara Diljá Sigurðardóttir sem kom að sunnan í Æfingabúðir KFÍ fyrir tveim vikum síðan er á leið til Danmerkur og er það fyrir tilstilli Geoff Kotila hins snjalla þjálfara sem var hér við þjalfun. Sara mun verða ytra við nám og jafnframt mun hún stunda körfubolta við bestu aðstæður hjá þessum frábæra þjálfara og er stúlkan mjög ánægð með hvernig til tókst hér hjá okkur og þakkar þetta Æfingabúðunum KFÍ.

 

Geoff er að fylgjast með fleiri krökkum hér og segir okkur að í Æfingabúðunum hafi verið mikill efniviður sem á framtíðina fyrir sér og vill hann gera sitt til að leyfa þessum krökkum að komast út til að verða enn betri en þau eru í dag.

 

Við óskum Söru innilega til hamingju og sjáum hana hressa í Æfingabúðum KFÍ 2012.

Nánar

Gemlingarnir komu, sáu og sigruðu

Körfubolti | 19.06.2011
Gemlingarnir unnu alla leiki sína.
Gemlingarnir unnu alla leiki sína.
1 af 2

Fimm lið og 15 leikmenn mættu til að taka þátt í Streetball móti KFÍ á sólríkum sunnudegi. Á endanum voru það Gemlingarnir sem stóðu uppi sem sigurvegarar og hlutu verðlaun í boði Hamraborgar.

Nánar

Sigurður Orri Hafþórsson genginn til liðs við KFÍ

Körfubolti | 18.06.2011
Sigurður hér ásamt Pétri þjálfara og Sævari Óskarssyni formanni
Sigurður hér ásamt Pétri þjálfara og Sævari Óskarssyni formanni

Á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga skrifaði Sigurður Orri Hafþórsson undir samning við KFÍ. Drengurinn var ekki lengi að koma sér í gírinn og mætti til vinnu við 17. júní hátíðarhöldin með nýjum félögum sínum úr KFÍ. Sigurður lék á síðasta ári með Laugdælum með Pétri Má þjálfara og eltir hann hingað í sæluna. Hann var með 14 stig í leik á tæpum 30 mínútum og það gleður okkur mjög að fá hann í hópinn. Velkominn í KFÍ Sigurður Orri.

Nánar

Eva Margrét Kristjánsdóttir á leið til Danmerkur

Körfubolti | 15.06.2011
Eva er hér á mynd með U-15. Mynd kki.is
Eva er hér á mynd með U-15. Mynd kki.is

Eva Margrét Kristjánsdóttir heldur utan til Danmerkur með U-15 landsliði Íslands á morgun og er haldið til Farum þar sem keppt verður í Copenhagen Invitational mótinu. Þetta eru fyrstu leikir Evu með unglingalandsliðinu og verður gaman að fylgjast með henni og munum við á kfi.is skrifa um mótið hér á síðunni.

Nánar