Nú er hátíð okkar að byrja innan fárra dag og allt klárt frá okkur. Þjálfarar eru að pakka í töskur sem og iðkendur líka og eru krakkar svo spenntir að margir koma áður en körfuboltabúðirnar byrja. Heilmargir héðan frá KFÍ og foreldrar gesta okkar eru búnir að taka sér sumarfrí til að vinna fyrir okkur alla næstu viku og er það ómetanlegt framlag.
Ætlun okkar er að gera þessa heimsókn eftiminnilega fyrir alla þá sem koma að þessari miklu skemmtun og leggjum við okkur fram við að láta krakkana fara frá Ísafjarðarbæ og Bolungarvík með bros í hjarta og hungur til að koma aftur sem fyrst.
Það verða fréttir daglega frá búðunum og myndir þannig að þeir sem eiga einhvern í búðunum geti fylgst grannt með.
Komið fagnandi og verið hjartanlega velkomin. Og munið að allar upplýsingar eru hér á síðunni ásamt því að Gaui er við símann allan daga og kvöld reiðubúinn til svara. Síminn 896-5111
NánarÞær gleðifréttir bárust í dag þess efnis að snillingarnir landsliðsdrengirnir og liðsfélagarnir úr Fjölni þeir Tómas Tómasson og Ægir Þór Steinarson ætla að koma í Körfuboltabúðir KFÍ og miðla af reynslu sinni til krakkanna. Þeir standa í ströngu við landsliðsverkefna hjá KKÍ og svo eru þeir að fara saman til BNA og munu spila með Newberry háskólanum sem spilar í 2. deild NCAA.
Það er tilhlökkun hjá okkur að fá þá félaga til okkar.
NánarÞá er komið að því. Dagskrá er klár bæði fyrir iðkendur og þjálfara. Það er klárt mál að iðkendur verða uppteknir alla daga fram á kvöld og er dáskráin er þétt og vel skipulögð af Hrafni Kristjánssyni yfirþjálfara.
NánarNú er rúm vika þangað til Körfuboltabúðir KFÍ byrja. Viðtökurnar eru mjög góðar og eru krakkar frá 10 félögum auk okkar búin að skrá sig. Verið er að leggja lokahönd á æfingatöfluna og þjálfaranámskeiðið, en mikið er í lagt til að gera búðirnar sem bestar fyrir krakkana og þjálfarana.
NánarOkkar fyrrverandi þjálfari Tony Garbalotto sem mun þjálfa og kenna við æfingabúðirnar núna í júní var á dögunum valinn þjálfari ársins í BBL deildinni Englandi. Hann gerði sér litið fyrir og vann tvöfalt bæði bikar og deild og má rekja þetta til vatnsins hér þar sem Hrafn Kristjánsson gerði það sama hér heima á fróni.
NánarFrábær fyrirlestur Mörthu Enstsdóttur um mataræði íþróttamanna var haldinn á mánudaginn var.
NánarÞað var góð mæting í uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ s.l föstudag og skein sól inni sem úti. Blandað var í lið og spiluðu eldri iðkendur okkar með þeim yngri og það sást á svið krakkanna hvel vel tókst þar, og sáust frábær tilþrif. Myndir eru komnar inn í myndaalbúm hér til vinstri og einnig hér neðst á síðunni. KFÍ vill þakka Helga Sigmundssyni kærlega fyrir þær.
NánarUppskeruhátíð yngri flokka KFÍ verður haldin n.k. föstudag í íþróttahúsinu Torfenesi frá 16-19.
NánarÞær gleðifréttir bárust heimasíðunni í dag að Íslandsbanki hafði endurnýjað samning við KFÍ og heldur því áfram að vera einn af okkar stærstu styrktaraðilum.
Nánar