Körfubolti | 17.03.2011
"birnurnar" okkar ásamt Lindsay þjálfara
Það er óhætt að segja að stúlkurnar okkar í minnibolta KFÍ hafi komið á með látum á Nettómótið í Keflavík. Níu valkyrjur mættu til leiks ásamt hinni frábæru Lindsay þjálfara og stóðu þær sig frábærlega innan sem utan vallar. Það var gaman að sjá baráttu þeirra og er virkilega ánægjulegt að sjá hvað þær hafa náð miklum framförum á stuttum tíma.
Það er mikil gróska hjá félaginu í dag og er mikil aukning í yngstu flokkum. Það er pottþétt að þessar stúlkur munu bara gefa í og mæta sterkar til leik á Patreksfjörð á eins konar Vestfjarðamót (mini) sem er í bígerð. Haldið áfram á þessari braut stúlkur.
1,2,3 KFÍ
Nánar
Körfubolti | 16.03.2011
Craig er hér ásamt formanni KFÍ Sævari Óskarsyni og Guðna Ólafi Guðnasyni gjaldkera
Hinn magnaði leikstjórnandi og fyrirliði KFÍ skrifaði undir nýjan samning við KFÍ núna í morgun. Það þarf ekki að taka fram að allir innan KFÍ eru gríðarlega ánægðir með að fá Craig aftur til okkar, en það verður hans fjórði vetur með félaginu. Það er strax farið að skipuleggja næsta tímabil og von er á fleiri fréttum á allra næstu dögum. Craig vill koma fram þökkum til allra stuðningsmanna KFÍ og hlakkar til að sýna sig og sjá aðra sem allra fyrst.
Áfram KFÍ
Nánar
Körfubolti | 15.03.2011
Eva tekur við styrknum úr hendi ElenborgarHelgadóttur móðir Þóreyjar
Fyrir leik KFÍ og Laugdæla á laugardag var veittur styrkur úr Minningarsjóði Þóreyjar Guðmundsdóttur. Eva Margrét Kristjánsdóttir fékk styrk að fjárhæð kr. 50.000.
Nánar
Körfubolti | 14.03.2011
Sævar Óskarsson formaður tekir við styrknum úr höndum Þorgerðar Karlsdóttur fulltrúa Klofnings á Suðureyri
Fyrir leik KFÍ og Laugdæla á laugardaginn komu fulltrúar Klofnings á Suðureyri og færðu KFÍ myndarlegan styrk. Það eru styrktaraðilar sem þessir sem halda starfi félaga á landsbyggðinni gangandi.
Stjörn KFÍ þakkar kærlega fyrir höfðinglegan styrk.
Nánar
Körfubolti | 13.03.2011
Vera skoraði 10 stig í síðasta leiknum.
Stelpurnar tóku á móti Laugdælum um helgina og spiluðu tvo leiki á sama degi. Gekk vel í þessum leikjum sem gáfu okkur tvo góða sigra sem fleytti okkur í 5.sæti deildarinnar.
Fyrri leikurinn fór fram í Bolungarvík og lauk honum 68-54 fyrir KFÍ. Þetta var fínasti leikur og mátti sjá fín tilþrif á köflum, þrátt fyrir að boltinn vildi oft og tíðum ekki rata rétta leið. Allar tóku þátt og skiluðu framlagi í leikinn á sinn hátt. Stigaskorið var: Stefanía 17, Hafdís 16, Lindsey 14, Sirrý 14, Marelle 3, Eva 2 og Sólveig 2.
Nánar
Körfubolti | 11.03.2011
Palli er eðaldrengur
KFÍ, Ísfólkið og Páll Óskar ætla að bjóða krökkum í Ísafjarðarbæ í smátónleika á morgun laugardag 12. mars í Krúsinni frá kl. 15-16.30. Palli mun syngja sín vinsælustu lög fyrsta hálftímann og síðan mun hann árita plaköt og stilla sér upp í myndatöku með krökkum sem það vilja. Húsið opnar 14.45.
Þetta mun fara fram í Krúsinni (muna það)Það kostar ekkert inn og hvetjum við foreldrana að koma með krökkunum sínum og syngja með.
Við viljum þakka Palla og Ísfólkinu kærlega fyrir þetta frábæra boð.
Nánar
Körfubolti | 11.03.2011
Meistaraflokkur kvenna spilar gegn Laugdælum í íþróttahúsi Bolvíkinga klukkan 12.30 og á Jakanum klukkan 17.30, laugardaginn 12. mars 2011.
Síðustu leikir tímabilsins hjá báðum liðum sem eru jöfn í 5-6. sæti 1. deildar kvenna.
Matarkarfa frá Samkaupum og Flugfélagsskotið fyrir þann sem að hittir í körfuna í hálfleik (Jakanum)
Nánar
Körfubolti | 10.03.2011
Pance átti stórleik í kvöld
Stutt útgáfa af leik KFÍ gegn Haukum er sú að allir hafi verið á taugum frá byrjun og töf varð á leiknum vergna tæknilegra vandamála. Leikurinn var mjög skemmtilegur á köflum, en í upphafi fjórða leikhluta fóru tveir leikmenn að berja á hvor öðrum þeir Davíð hjá Haukum og Darco, en við það myndaðist pirringur og menn komu af bekknum til að róa menn. Úr varð mikið moð og urðu dómararnir að fara til þessa að skoða myndabandsupptöku af leiknum "a la NBA" og komu vopnaðir feykilega stórum lista af nöfnum og fóru að tína menn út úr húsi. Svo fór að lokum að átta leikmönnum var vikið úr húsi, fjórir úr hverju liði.
Þess má geta að hvorki Marko né Craig léku í kvöld vegna meiðslna og munar um minna.
Það er leiðinlegt að svona þurfti að fara því leikurinn var opinn og gat farið á hvorn veginn sem var. En sex menn úr KFÍ þar af þrír græningjar máttu sig lítinn og svo fór að við töpuðum með tuttugu stigum, Ingvar, Leó, Nonni og Gautur spiluðu allir í kvöld og Ingvar var með 100% nýtingu með 5 stig og tvö fráköst. Þeir þurftu að stíga upp á erfiðum tíma og komust vel frá sínu. lokatölur 88-68. Pance bar af í kvöld og var sjóðandi heitur og endaði með 26 stig (6 þriggja), Rich var með 14 stig og 13 fráköst.
Tölfræði leiksins
Nánar
Körfubolti | 09.03.2011
Það var stór stund þegar lagt var af stað suður til að taka þátt í Nettómótinu sem Keflavík og Njarðvík halda saman og er fyrir krakka frá 8-11 ára. Mjög stór hópur fór frá KFÍ en 26 krakkar fóru auk 20 foreldra og er óhætt að segja að allir hafi skemmt sér vel.
Markmið þessa móts er að leyfa krökkum að keppa í helbrigðu umhverfi og láta skemmtanagildi hafa forgang yfir keppni. Á Nettómótinu eru allir sigurvegarar og voru keppendur um 1300 og voru 1000 af þeim í gistingu í skólastofum. Fólkið fyrir sunnan á hrós skilið fyrir frábæra skipulagningu og ef upp komu vandamál voru þau leyst á farsælan hátt.
Nánar
Körfubolti | 09.03.2011
Craig er íþróttamaður ársins hjá KFÍ og ekki að ósekju
Glöggir körfuboltaunnendur hafa tekið eftir því að Marko hefur ekki beint náð sér á flug undanfarna leiki, en það er vegna þrálátra bakmeiðsla en kappinn hefur reynt að spila sig í gegn um það án árangurs og verður hann ekki með gegn Haukum í lokaleik okkar í IE á morgun.
Og áföllin stöðvast ekki þar því okkar besti leikmaður Craig Schoen varð fyrir því á æfingu í gær að puttabrotna og verður hann því heldur ekki með gegn Haukum. Hann var nú samt að reyna gera lítið úr þessu og sagðist geta spilað vörn, en svona er þessi litli baráttujaxl innrættur alltaf fyrir liðið sitt fram í það síðasta. En þetta eru lúmsk meiðsli og tekur 6 vikur að ná sér áður en hann getur æft.
Báðir þessir drengir eru mjög daprir yfir þessu, en svona er körfuboltinn og nú verða menn að stiga upp. KFÍ er ekkert hættir þrátt fyrir að vera fallnir og verður fróðlegt að sjá hvernig aðrir í liðinu bregðast við þessu.
Nánar