Fréttir - Körfubolti

Eva Margrét fær styrk úr minningarsjóði Þóreyjar Guðmundsdóttur

Körfubolti | 15.03.2011
Eva tekur við styrknum úr hendi ElenborgarHelgadóttur móðir Þóreyjar
Eva tekur við styrknum úr hendi ElenborgarHelgadóttur móðir Þóreyjar
Fyrir leik KFÍ og Laugdæla á laugardag var veittur styrkur úr Minningarsjóði Þóreyjar Guðmundsdóttur.  Eva Margrét Kristjánsdóttir fékk styrk að fjárhæð kr. 50.000. Nánar

Klofningur á Suðureyri styrkir KFÍ myndarlega

Körfubolti | 14.03.2011
Sævar Óskarsson formaður tekir við styrknum úr höndum Þorgerðar Karlsdóttur fulltrúa Klofnings á Suðureyri
Sævar Óskarsson formaður tekir við styrknum úr höndum Þorgerðar Karlsdóttur fulltrúa Klofnings á Suðureyri
Fyrir leik KFÍ og Laugdæla á laugardaginn komu fulltrúar Klofnings á Suðureyri og færðu KFÍ myndarlegan styrk. Það eru styrktaraðilar sem þessir sem halda starfi félaga á landsbyggðinni gangandi.

Stjörn KFÍ þakkar kærlega fyrir höfðinglegan styrk.
Nánar

Tvöfaldur sigur hjá meistaflokki kvenna um helgina

Körfubolti | 13.03.2011
Vera skoraði 10 stig í síðasta leiknum.
Vera skoraði 10 stig í síðasta leiknum.

Stelpurnar tóku á móti Laugdælum um helgina og spiluðu tvo leiki á sama degi. Gekk vel í þessum leikjum sem gáfu okkur tvo góða sigra sem fleytti okkur í 5.sæti deildarinnar.

Fyrri leikurinn fór fram í Bolungarvík og lauk honum 68-54 fyrir KFÍ. Þetta var fínasti leikur og mátti sjá fín tilþrif á köflum, þrátt fyrir að boltinn vildi oft og tíðum ekki rata rétta leið. Allar tóku þátt og skiluðu framlagi í leikinn á sinn hátt. Stigaskorið var: Stefanía 17, Hafdís 16, Lindsey 14, Sirrý 14, Marelle 3, Eva 2 og Sólveig 2.

Nánar

KFÍ, Ísfólkið og Palli bjóða börnum í smá hitting

Körfubolti | 11.03.2011
Palli er eðaldrengur
Palli er eðaldrengur
KFÍ, Ísfólkið og Páll Óskar ætla að bjóða krökkum í Ísafjarðarbæ í smátónleika á morgun laugardag 12. mars  í Krúsinni frá kl. 15-16.30. Palli mun syngja sín vinsælustu lög fyrsta hálftímann og síðan mun hann árita plaköt og stilla sér upp í myndatöku með krökkum sem það vilja. Húsið opnar 14.45.  Þetta mun fara fram í Krúsinni (muna það)

Það kostar ekkert inn og hvetjum við foreldrana að koma með krökkunum sínum og syngja með.

Við viljum þakka Palla og Ísfólkinu kærlega fyrir þetta frábæra boð. Nánar

KFÍ - Laugdælir: 2 leikir á einum degi!

Körfubolti | 11.03.2011 Meistaraflokkur kvenna spilar gegn Laugdælum í íþróttahúsi Bolvíkinga klukkan 12.30 og á Jakanum klukkan 17.30, laugardaginn 12. mars 2011.

Síðustu leikir tímabilsins hjá báðum liðum sem eru jöfn í 5-6. sæti 1. deildar kvenna.

Matarkarfa frá Samkaupum og Flugfélagsskotið fyrir þann sem að hittir í körfuna í hálfleik (Jakanum)
Nánar

Slagsmál gegn Haukum

Körfubolti | 10.03.2011
Pance átti stórleik í kvöld
Pance átti stórleik í kvöld
Stutt útgáfa af leik KFÍ gegn Haukum er sú að allir hafi verið á taugum frá byrjun og töf varð á leiknum vergna tæknilegra vandamála. Leikurinn var mjög skemmtilegur á köflum, en í upphafi fjórða leikhluta fóru tveir leikmenn að berja á hvor öðrum þeir Davíð hjá Haukum og Darco, en við það myndaðist pirringur og menn komu af bekknum til að róa menn. Úr varð mikið moð og urðu dómararnir að fara til þessa að skoða myndabandsupptöku af leiknum "a la NBA" og komu vopnaðir feykilega stórum lista af nöfnum og fóru að tína menn út úr húsi. Svo fór að lokum að átta leikmönnum var vikið úr húsi, fjórir úr hverju liði. 

Þess má geta að hvorki Marko né Craig léku í kvöld vegna meiðslna og munar um minna.

Það er leiðinlegt að svona þurfti að fara því leikurinn var opinn og gat farið á hvorn veginn sem var. En sex menn úr KFÍ þar af þrír græningjar máttu sig lítinn og svo fór að við töpuðum með tuttugu stigum, Ingvar, Leó, Nonni og Gautur spiluðu allir í kvöld og Ingvar var með 100% nýtingu með 5 stig og tvö fráköst. Þeir þurftu að stíga upp á erfiðum tíma og komust vel frá sínu. lokatölur 88-68. Pance bar af í kvöld og var sjóðandi heitur og endaði með 26 stig (6 þriggja), Rich var með 14 stig og 13 fráköst.

Tölfræði leiksins Nánar

Frábær helgi að baki hjá minniboltanum á Nettómótinu

Körfubolti | 09.03.2011 Það var stór stund þegar lagt var af stað suður til að taka þátt í Nettómótinu sem Keflavík og Njarðvík halda saman og er fyrir krakka frá 8-11 ára. Mjög stór hópur fór frá KFÍ en 26 krakkar fóru auk 20 foreldra og er óhætt að segja að allir hafi skemmt sér vel.

Markmið þessa móts er að leyfa krökkum að keppa í helbrigðu umhverfi og láta skemmtanagildi hafa forgang yfir keppni. Á Nettómótinu eru allir sigurvegarar og voru keppendur um 1300 og voru 1000 af þeim í gistingu í skólastofum. Fólkið fyrir sunnan á hrós skilið fyrir frábæra skipulagningu og ef upp komu vandamál voru þau leyst á farsælan hátt.
Nánar

Marko og Craig meiddir

Körfubolti | 09.03.2011
Craig er íþróttamaður ársins hjá KFÍ og ekki að ósekju
Craig er íþróttamaður ársins hjá KFÍ og ekki að ósekju
Glöggir körfuboltaunnendur hafa tekið eftir því að Marko hefur ekki beint náð sér á flug undanfarna leiki, en það er vegna þrálátra bakmeiðsla en kappinn hefur reynt að spila sig í gegn um það án árangurs og verður hann ekki með gegn Haukum í lokaleik okkar í IE á morgun.

Og áföllin stöðvast ekki þar því okkar besti leikmaður Craig Schoen varð fyrir því á æfingu í gær að puttabrotna og verður hann því heldur ekki með gegn Haukum. Hann var nú samt að reyna gera lítið úr þessu og sagðist geta spilað vörn, en svona er þessi litli baráttujaxl innrættur alltaf fyrir liðið sitt fram í það síðasta. En þetta eru lúmsk meiðsli og tekur 6 vikur að ná sér áður en hann getur æft.

Báðir þessir drengir eru  mjög daprir yfir þessu, en svona er körfuboltinn og nú verða menn að stiga upp. KFÍ er ekkert hættir þrátt fyrir að vera fallnir og verður fróðlegt að sjá hvernig aðrir í liðinu bregðast við þessu. Nánar

Grímuball KFÍ á laugardag

Körfubolti | 08.03.2011
Palli er tilbúinn, en þú !
Palli er tilbúinn, en þú !
Hið árlega grímuball KFÍ og Ísfólksins verður haldið n.k. laugardag 12. mars í Krúsinni. Hinn stórkostlegi Páll Óskar Hjálmtýsson mun þeyta skífum og syngja fyrir gesti. Þetta er í 14 sinn sem ballið er haldið og fer ágóðinn í að styrkja KFÍ. Þessi viðburður hefur fengið mikla athygli enda mikið í lagt af gestum til að koma í alls kyns búningum og er óhætt að segja að ímyndunaraflið eflist ár frá ári og er alltaf jafn ótrúlegt hvað fólk leggur á sig til að skemmta sér og öðrum
Vinningar eru ekki af lakari taginu og eru fyrirtækin alltaf jafn yndisleg þegar kemur að því að standa við bakið á okkur og eru frábærir vinningar í boði. Gefin eru verðlaun fyrir 1-4 sæti og fyrir frumlegasta búninginn. Nú er bara að láta hugann reika fyrir þá sem eiga eftir að finna sér búning. Það er ekki á hverjum degi sem þú getur verið annar en þú ert ! 

Dansleikurinn hefst kl. 23 og stendur til 03.00.
Tilkynning frá Palla og Ísfólkinu. Palli byrjar alltaf á slaginu 23.00 !!! Og við veitum verðlaunin fyrir búningana kl. 01.00. Þannig að ef þið viljið skemmta ykkur í botn og eiga séns á að vinna til verðauna, þá mætir þú snemma.

Og hlakkar okkur til að sjá ykkur öll.

Við viljum koma þökkum til eftirtaldra fyrirtækja.

Snyrtistofa Sóleyjar, Jón og Gunna, Hamraborg, J.O.V föt, Konur og Menn, Bókahornið, Ametyst, Netheimar, Gamla Bakaríið, Hafnarbúðin, Samkaup, Birkir Ehf, Gullauga, Hótel Ísafjörður, Efnalugin Albert, Dekurhús Dagnýjar, Thai Koon, Bakarinn, Studio Dan, Snerpa, Þristur/Ormsson, Monro, Húsasmiðjan, Krúsin, Landflutningar Samskip,   
Nánar

Sigur í síðasta heimaleik

Körfubolti | 06.03.2011
Craig fyrirliði leiddi okkur til sigurs í kvöld
Craig fyrirliði leiddi okkur til sigurs í kvöld
KFÍ lagði Njarðvíkinga af velli nú fyrr í kvöld 102-97. Leikurinn var hnífjafn í byrjun og skiptust liðin á að leiða. Um miðjan annan leikhluta nær KFÍ svo forustunni 40-53 og lét hana aldrei af hendi eftir það. Mestur varð munurinn 13 stig í fjórða leikhluta og náðu Njarðvíkingar aldrei að brúa það bil þrátt fyrir skæðadrífu af þriggjastiga körfum í lokin.

Bestur hjá KFÍ var Richard McNutt sem setti 21 stig á einungis 19 mínútum í tvímælalaust sínum besta leik í KFÍ búning. Annars mættu strákarnir til leiks eftir að vera straujaðir í Keflavík. Þeir sýndu að þegar þeir spila sem lið eiga þeir verðskuldað að vera í deild þeirra bestu. Það var gaman að sjá alla leikmennina berjast saman og þá var enginn munur á þeim sem voru inn á hverju sinni eða þeirra sem voru á bekknum. 

Kærar þakkir fyrir frábært kvöld strákar.

Tölfræði leiksins Nánar