Fréttir - Knattspyrna

Vestri og Breiðablik í samstarf

Knattspyrna | 29.03.2023

Knattspyrnudeildir Breiðabliks og Vestra skrifuðu undir samstarfssamning í dag.

Samstarfið snýst um að að iðkendur hjá Vestra sem koma suður til lengri eða skemmri tíma geta sótt æfingar hjá hjá Breiðabliki í sínum flokkum.

Nánar

Rafael Broetto gengur til liðs við Vestra!

Knattspyrna | 24.03.2023

Rafael Broetto, 32 ára gamall brasilískur markmaður, hefur gengið til liðs við Vestra.

Nánar

Knattspyrnudeild leitar eftir sjálfboðaliðum í knattspyrnuráð deildarinnar

Knattspyrna | 16.03.2023

Til að halda úti góðu og öflugu íþróttastarfi er mikilvægt að vera með gott fólk með sér, öfluga sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að aðstoða við hin ýmsu verkefni sem til falla. 

Knattspyrnudeild hefur nú ákveðið að stofna svo kallað knattspyrnuráð, en knattspyrnuráð er hópur sjálboðaliða úr öllum áttum sem eru tilbúnir að leggja hönd á plóg. Verkefnin eru eins misjöfn og þau eru mörg. Sem dæmi má nefna er gæsla við heimaleiki, aðstoð við að setja upp auglýsingaskilti að vori og taka þau niður að hausti, bakstur í sjoppu, tiltekt, viðhald, uppbygging og margt fleira. Verkefnin eru fjölmörg og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. . 

Við hvetjum alla áhugasama að taka þátt í þessu með okkur, það er ekki skylda að mæta í hvert einasta verkefni, en mikilvægt að aðstoða þegar mögulegt er. 

Þeir sjálfboðaliðar sem koma til starfa í knattspyrnuráði fá að launum ársmiða á heimaleiki knattspyrnudeildar Vestra og miða á lokahóf félagsins. 

 

Áhugasömum er bent á að óska eftir aðgang í þennan hóp hér https://www.facebook.com/groups/597523871975385/  en þar munu allar upplýsingar koma fram varðandi þau verkefni sem þarf að sinna hverju sinni. 

Gerum þetta saman, áfram Vestri ! 

Nánar

Ganga úr stjórn eftir 15 ára störf fyrir félagið

Knattspyrna | 13.03.2023

Aníta Ólafsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson gengur úr stjórn barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar á aðalfundi deildarinnar í síðustu viku eftir um 15 ára starf. 

Aníta og Kristján hafa unnið ötullt starf í mörg ár fyrir félagið og hafa verið félaginu algjörlega ómisandi síðustu ár. Það er mikill fengur fyrir félagið að hafa notið krafta þeirra og það svona lengi. Það er ekki sjálfgefið að fá svona öfluga sjálfboðaliða og hvað þá að þeir sitji svona lengi í stjórn. 

Er þeim Anítu og Kristjáni þakkað innilega fyrir þeirra störf fyrir knattspyrnuhreyfinguna síðustu ár.

Formaður stjórnar lætur einnig sem af störfum sem formaður, en Jón Hálfdán Pétursson tók við sæti formanns af Tinnu Hrund Hlynsdóttur Hafberg. Kristján Þór er langt í frá hættur að starfa fyrir knattspyrnuna á svæðinu, en hann hefur tekið sæti formanns meistaraflokksráðs kvenna sem er í pípunum hér á svæðinu. 

Stjórnir knattspyrnudeilda eru full skipaðar góðum sjálfboðaliðum, en fyrir það ber að þakka. Félögin ganga ekki án sjálfboðaliða. 

 

 

 

Nánar

Niko heldur heim!

Knattspyrna | 10.03.2023

Að óskum Nicolaj ‘Niko’ Madsen hefur stjórn Vestra samþykkt óskir hans um að losna undan samning við félagið. Niko hefur verið að fást við persónuleg málefni sem gera það að verkum að hann mun ekki eiga heimagegnt vestur í sumar.

Nánar

Ibrahima Baldé til liðs við Vestra

Knattspyrna | 03.03.2023

Ibrahima Baldé, senegalskur leikmaður, hefur gengið til liðs við Vestra.

Nánar

Aurélien Norest ekki með í sumar

Knattspyrna | 01.03.2023

Frenchy fór í aðgerð og verður lengur frá en í fyrstu var talið

Nánar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Vestra

Knattspyrna | 28.02.2023

Aðalfundur knattspyrnudeildar Vestra verður haldinn þriðjudaginn 7.mars klukkan 20:00 á efri hæð Vallarhússins. 

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. 

Nánar

Vel heppnað 77.ársþing KSÍ um liðna helgi á Ísafirði

Knattspyrna | 28.02.2023

77. ársþing KSÍ var haldið á Ísafirði dagana 24. og 25. febrúar sl. Hófst það á málþingi um stöðu knattspyrnunnar á landsbyggðinni og áherslum í starfi landsliða sem var vel sótt og umræður líflegar.

Þingið sjálft hófst síðan kl. 11 laugardaginn 25. febrúar í íþróttahúsinu við Torfnes og voru þinggestir rúmlega 100 talsins sem er óvenju fámennt, en auðvitað gerir fjarlægðin fjöllin blá og langt til Ísafjarðar og hafði það talsverð áhrif á ferðaskrekkta fulltrúa. Þingið fór vel og friðsamlega fram en þar bar helst til fregna að gera þurfti nokkrar lagabreytingar að kröfu UEFA og fór það í gegn án mikilla mótbára. Að öðru leyti voru störf nokkuð hefðbundin og framíköll fá.

Að þingi loknu var haldið samsæti fyrir þingfulltrúa og gesti þar sem fram var reiddur dýrindis matur. Þar bar líka við að í þetta sinn, sem er nokkuð sögulegt, var veittur heiðurskross KSÍ og, eins og Klara Bjartmarz, framkvæmdastýra sambandsins sagði við það tækifæri: Það þarf talsvert til að hljóta slíka vegtyllu. Kom það engum á óvart að loksins var komið að okkar manni, hinum ötula talsmanni knattspyrnunnar á öllum sviðum (og miklu fleiri íþrótta, ef út í það er farið) – Jóhanni Króknes Torfasyni - Jóa Torfa, að taka við gullmerkinu úr hendi formannsins Vöndu Sigurgeirsdóttur. Jói hefur verið óþreytandi í starfi fyrir íþróttina á Vestfjörðum og landsvísu og til marks um sannleiksgildi þessa vals, risu allir viðstaddir úr sætum og hylltu viðtakandann með dynjandi lófataki enda ekki nokkur fótboltaunnandi á Íslandi sem ekki hefur heyrt um Jóa Torfa.

Knattspyrnudeild Vestra vill þakka stjórn og starfsfólki KSÍ það traust að hafa leyft okkur að halda 77. ársþingið hér fyrir vestan og öllum þeim sem heiðruðu okkur með heimsókn hingað og návist meðan á dagskrá þingsins stóð. Við þökkum líka öllum þeim sem að samkomuhaldinu komu. Verkefnið var stórt en í hverju verkefni var vel valið fólk sem sá til þess að allt saman tókst þetta virkilega vel.

Kærar kveðjur frá Stjórn Vestra og þakkir fyrir ánægjulegt þing,  uppörvandi og skemmtileg samskipti og umræður og frábæra skemmtun.

Nánar

Morten, Mikkel og Gustav til liðs við Vestra

Knattspyrna | 27.02.2023

Vestri hefur gengið frá samningum við þrjá danska leikmenn fyrir komandi tímabil, leikmennirnir eru þeir Morten Hansen, Mikkel Jakobsen og Gustav Kjeldsen.

Nánar