Fimmtudaginn 23.febrúar mun KSÍ bjóða upp á fyrirlestur sem ber heitið Einelti, samskipti og forvarnir. Fyrirlesari er Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, en Vanda hefur viðtæka þekkingu og reynslu af viðfangsefninu.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður á efri hæðinni í Vallarhúsinu á Torfnesi. Frítt er á fyrirlesturinn. Tímasetning viðburðar er 17:00 - 19:00
Viðfangsefnið er:
Einelti og samskiptavandi
Jákvæðir og neikvæðir leiðtogar
Liðsandi
Foreldrasamskipti
Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að vera komnir með góða innsýn í:
Hvernig á að koma auga á, fyrirbyggja og taka á einelti og samskiptavanda í knattspyrnuliðum. Hvernig hægt er að efla iðkendur sem jákvæða leiðtoga Hvernig efla má liðsanda Hvernig stuðla má að jákvæðum foreldrasamskiptum.
Þjálfarar með KSÍ/UEFA þjálfararéttindi fá 4 endurmenntunarstig fyrir að sitja fyrirlesturinn. KSÍ hvetur einnig fólk í stjórnum knattspyrnudeilda og barna- og unglingaráða til mæta á fyrirlesturinn.
Óskað er eftir því að áhugsamir skrái sig á viðburðinn hér: https://forms.gle/19s8sBehfwSwcVtS8
NánarVetrafrí yngri hófst núna í gær og stendur fram á sunnudag. Við vonum að allir hafi það gott í fríinu og mæti nedurnærð á æfingar eftur helgi.
Ársþing KSÍ verður síðan haldið hérna á Ísafirði helgina 24-26 febrúar. Það er heilmikil dagskrá í kringum þingið. Þingið sjálft er svo á laugardeginum sem endar með kvöldverði og skemmtun.
Fimmtudaginn 23. Febrúar mun KSÍ bjóða upp á fyrirlestur sem ber heitið Einelti, samskipti og forvarnir. Fyrirlesari er Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, en Vanda hefur víðtæka þekkingu og reynslu af viðfangsefninu.
Fyrirlesturinn verður kl. 17:00-19:00 á efri hæð í Vallahúsi Vestra á Torfunesi. Frítt er á fyrirlesturinn.
Viðfangsefni:
Einelti og samskiptavandi
Jákvæðir og neikvæðir leiðtogar
Liðsandi
Foreldrasamskipti
Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að vera komnir með góða innsýn í:
Þjálfarar með KSÍ/UEFA þjálfararéttindi fá 4 endurmenntunarstig fyrir að sitja fyrirlesturinn. KSÍ hvetur einnig fólk í stjórnum knattspyrnudeilda og barna- og unglingaráða til mæta á fyrirlesturinn .
Hér er skráningarlinkur á viðburðinn - https://forms.gle/19s8sBehfwSwcVtS8
Benedikt Warén kemur aftur vestur!
NánarÍvar Breki Helgason hefur framlengt samning sinn við Vestra um tvö ár.
NánarDeniz Yaldir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Vestra.
NánarVestri og Kórdrengir hafa náð samkomulagi um að félagsskipti Fatai Gbadamosi frá Kórdrengjum til Vestra.
NánarOpið verður í Vallarhúsinu 14. - 16. desember frá klukkan 10:00 - 15:00.
Við bjóðum upp á kaffi, piparkökur og súkkulaði, ýmis spil á borðum, PS5 tölva í salnum, jólapúsl o.fl. Allir velkomnir.
Knattspyrnudeild Vestra hefur einnig til sölu Vestra varning ásamt legghlífum og gripsokkum sem henta sérstaklega vel í jólapakka fótboltabarna.
Hafa má samband við Eyþór Bjarnason á eythor@vestri.is eða í síma 847-8113 ef einhverjar spurningar vakna.
NánarPétur Bjarnason hefur ákveðið að söðla um og flytja til Reykjavíkur og mun því ekki leika með Vestra á næsta tímabil. Stjórn knattspyrnudeildar Vestra vill þakka Pétri fyrir öll þau góðu ár sem hann hefur leikið fyrir félagið og óskum við honum velfarnaðar hjá nýju félagi. Pétur hóf feril sinn árið 2014 þá aðeins 16 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril fyrir vestan. Leikirnir eru orðnir 211 og mörkin 76 talsins. Gangi þér vel Pétur og takk fyrir allt!
NánarÍ dag er opið í Vallarhúsinu frá klukkan 16:00 til 18:00 þar sem hægt er að kaupa legghlífar og gripsokka fyrir fótboltakrakkana.
Einnig er hægt að kaupa Vestra varning til að setja með í jólapakkann fyrir Vestra fólkið. Má þar nefna, Vestra kaffimál, bindisnælur, slaufur o.fl.
Heitt á könnunni, leikur í sjónvarpinu og allir velkomnir :)
NánarFulltrúar frá KSÍ komu vestur föstudaginn 2.desember til að taka út aðstæður fyrir ársþing KSÍ sem haldið verður á Ísafirði þann 25.febrúar 2023.
Það er mikill heiður fyrir Vestra að fá ársþingið hingað vestur, en búist er við því að í kringum 200 manns komi á svæðið í tilefni þess.
Fulltrúar KSÍ voru þau Klara Bjartmarz, Birkir Sveinsson og Ómar Smárason. Dagurinn byrjaði á því að skoða aðstæður á Hótel Ísafirði þar sem miklar endurbætur eru í gangi. Kristján Kristjánsson hótelstjóri tók á móti okkur og sýndi teikningar og framkvæmdirnar. Eftir það var farið í íþróttahúsið á Torfnesi, þar sem ársþingið verður haldið. Þar tók Hafdís Gunnarsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómsundarsviðs Ísafjarðarbæjar á móti hópnum og fór yfir málin.
Að lokum var farið gengið yfir knattspyrnusvæðið á Torfnesi og endað í Vallarhúsinu í rjúkandi kaffi og smákökum.
Fyrir flug var síðan ákveðið að keyra upp á Seljalandsdal og sýna þeim frábæra útsýnið þar, en veðrið lék svo sannarlega við okkur þennan daginn.
Við þökkum þeim kæralega fyrir heimsóknina og hlökkum til samstarfsins og heimsóknarinnar í febrúar n.k. Einnig þökkum við þeim sem tóku á móti okkur í þessari heimsókn, kærlega fyrir góðar móttökur.
Nánar