Fréttir - Körfubolti

Krakkakarfa á Patró og Bíldudal í boði Arnarlax

Körfubolti | 19.09.2019

Meistaraflokkur karla hjá Körfuknattleiksdeild Vestra  heldur í æfingaferð á sunnanverða Vestfirði um helgina. Fyrirtækið Arnarlax er einn af mikilvægum styrktaraðilum körfunnar og býður fyrirtækið krökkum á svæðinu á á tvær körfuboltaæfingar í tilefni af heimsókninni.

Nánar

Frábær byrjun í körfunni

Körfubolti | 10.09.2019
Körfuboltadagur Kkd. Vestra hefur sjaldan verið fjölmennari en í ár.
Körfuboltadagur Kkd. Vestra hefur sjaldan verið fjölmennari en í ár.

Það var svo sannarlega handagangur í öskjunni í íþróttahúsinu á Torfnesi í gærkvöld þegar á annað hundrað manns - börn og fullorðnir mættu á hinn árlega Körfuboltadag Kkd. Vestra. Dagurinn markar jafnan upphaf körfuboltatímabilsins og hefur hann sjaldan verið fjölmennari. Vel yfir 100 börn sprelluðu í salnum undir stjórn þjálfara yngri flokkanna ásamt leikmönnum meistaraflokks karla og stúlknaflokks. Að því loknu var slegið upp pylsuveislu í boði barna- og unglingaráðs og styrktaraðila deildarinnar og hurfu 200 pylsur eins og dögg fyrir sólu.

Nánar

Körfuboltadagur Vestra

Körfubolti | 06.09.2019
Allir velkomnir á Körfuboltadag Vestra.
Allir velkomnir á Körfuboltadag Vestra.

Hinn árlegi Körfuboltadagur Vestra verður haldinn í íþróttahúsinu Torfnesi á mánudaginn kemur, 9. september kl. 18-19:30. Dagurinn markar upphaf vetrarstarfsins í körfunni þar sem þjálfarar yngri flokka og leikmenn meistaraflokks karla halda uppi stuðinu inni í sal á meðan barna- og unglingaráð undirbýr pylsugrill fyrir alla gesti. Spáný æfingatafla körfunnar liggur frammi og eru áhugasamir nýliðar og foreldrar þeirra boðnir sérstaklega velkomnir að koma og kynna sér starf deildarinnar.

Nánar

Æfingatafla körfunnar tilbúin

Körfubolti | 30.08.2019
Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra veturinn 2019-2020.
Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra veturinn 2019-2020.

Æfingatafla KKd. Vestra fyrir veturinn 2019-2020 er nú tilbúin og hefjast æfingar samkvæmt henni á mánudaginn kemur, 2. september. Boðið er upp á æfingar í öllum aldursflokkum frá 1. bekk og upp í meistaraflokk karla en alls eru æfingahóparnir 14 talsins. Einnig er íþróttaskóli Árna Heiðars starfræktur undir merkjum deildarinnar.  Æfingar yngri flokka eru öllum opnar og eru nýir iðkendur boðnir sérstaklega velkomnir.

Nánar

Króatinn Marko í raðir Vestra

Körfubolti | 10.08.2019
Króatinn Marko Dmitrovic, nýjasti liðsmaður Kkd. Vestra.
Króatinn Marko Dmitrovic, nýjasti liðsmaður Kkd. Vestra.

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Króatann Marko Dmitrovic um að leika með liðinu á næsta tímabili. Marko, sem er þrítugur og 207cm á hæð, getur leikið jöfnum höndum sem framherji og miðherji. Hann ólst upp í körfuboltanum í Zagreb, höfuðborg Króatíu, en þar lék hann upp alla yngri flokka með KK Cibona og síðar KK Cedevita, sem eru tvö af sterkustu liðum Króatíu.

Nánar

Matic Macek til liðs við Vestra

Körfubolti | 02.08.2019
Matic í leik með Haukum síðastliðið haust. Ljósmynd: Karfan.is
Matic í leik með Haukum síðastliðið haust. Ljósmynd: Karfan.is

Slóvenski leikmaðurinn Matic Macek er genginn til liðs við Vestra. Matic er um 190 cm bakvörður sem getur bæði leyst stöðu leikstjórnanda og skotbakvarðar. Á síðasta tímabili lék hann með Haukum í úrvalsdeildinni fyrir áramót en gekk í raðir Sindra í 1. deildinni eftir áramót.

Nánar

U18 landslið karla æfir á Ísafirði um helgina

Körfubolti | 04.07.2019
U18 landslið karla í Kisakallio í Finnlandi þar sem Norðurlandamót yngri landsliða fór fram dagana 26. júní-1. júlí.
U18 landslið karla í Kisakallio í Finnlandi þar sem Norðurlandamót yngri landsliða fór fram dagana 26. júní-1. júlí.

Landslið Íslands í U18 karla, sem vann til bronsverðlauna á Norðurlandamótinu á mánudag, æfir á Ísafirði um komandi helgi. Ein æfinganna verður opin fyrir áhorfendur. Eins og áður hefur komið fram eru tveir liðsmenn Kkd. Vestra í liðinu, bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir. Hópurinn samanstendur af 14 leikmönnum og tveimur þjálfurum en aðalþjálfari liðsins er Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Íslandsmeistara KR.

Nánar

Fjórir fulltrúar Vestra í landsliðum Íslands á NM

Körfubolti | 26.06.2019
Hugi Hallgrímsson, Friðrik Heiðar Vignisson, Helena Haraldsdóttir og Hilmir Hallgrímsson.
Hugi Hallgrímsson, Friðrik Heiðar Vignisson, Helena Haraldsdóttir og Hilmir Hallgrímsson.
1 af 4

Norðurlandamót U16 og U18 landsliða hefst á morgun í Kisakallion í Finnlandi.

Nánar

Pétur Már tekur við meistaraflokki karla

Körfubolti | 24.06.2019
Pétur Már og Ingólfur Þorleifsson við undirritun samningsins.
Pétur Már og Ingólfur Þorleifsson við undirritun samningsins.
1 af 2

Pétur Már Sigurðsson hefur verið ráðinn sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Körfuknattleiksdeild Vestra. Pétur Má þarf vart að kynna fyrir körfuboltaáhugafólki á Vestfjörðum. Hann þjálfaði karla- og kvennalið KFÍ á árunum 2011-2013 og var auk þess leikmaður liðsins á árunum 1996-2000 og aftur 2003-2005.

Nánar

Sumarnámskeið í körfunni

Körfubolti | 16.06.2019
Fyrra sumarnámskeið Kkd. Vestra 2019 hefst á þriðjudag, 18. júní.
Fyrra sumarnámskeið Kkd. Vestra 2019 hefst á þriðjudag, 18. júní.

Sumardagskrá körfunnar er að komast á fulla ferð eftir vel heppnaðar körfuboltabúðir. Eldri iðkendur hófu sínar æfingar í síðustu viku og nú er komið að fyrra sumarnámskeiðinu hjá yngri iðkendum, fæddir 2009-2012.

Fyrra námskeiðið hefst núna á þriðjudag og verður út vikuna 18.-21. júní, kl 13:00-14:30 á Torfnesi. Gert er ráð fyrir því að æfingar fari fram jafnt innan-sem utandyra, ef veður leyfir. Seinna námskeiðið fer fram um miðjan ágúst og verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur.

Nánar