Sumardagskrá körfunnar er að komast á fulla ferð eftir vel heppnaðar körfuboltabúðir. Eldri iðkendur hófu sínar æfingar í síðustu viku og nú er komið að fyrra sumarnámskeiðinu hjá yngri iðkendum, fæddir 2009-2012.
Fyrra námskeiðið hefst núna á þriðjudag og verður út vikuna 18.-21. júní, kl 13:00-14:30 á Torfnesi. Gert er ráð fyrir því að æfingar fari fram jafnt innan-sem utandyra, ef veður leyfir. Seinna námskeiðið fer fram um miðjan ágúst og verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur.
NánarLeikstjórnandinn Nebojsa Knezevic og miðherjinn Nemanja Knezevic hafa samið við Vestra um að spila með liðinu áfram næsta tímabil. Þeir félagar voru meðal allra bestu leikmanna 1. deildarinnar á síðasta tímabili og hafa verið kjölfestan í liði Vestra undanfarin tvö ár.
NánarElleftu körfuboltabúðir Vestra standa nú yfir á Torfnesi á Ísafirði en búðirnar hófust á þriðjudagskvöld og lýkur með kvöldvöku á laugardagskvöld. Hátt í 130 iðkendur eru skráðir til leiks í stóru búðirnar en samhliða þeim er boðið upp á Grunnbúðir fyrir yngri iðkendur í Bolungarvík og eru nærri 40 iðkendur skráðir í þær.
NánarMargmenni var þegar yngri flokkar Körfuknattleiksdeildar Vestra hnýttu endahnútinn á vetrarstarfið með sinni árlegu Uppskeruhátíð, en hún var haldin á Torfnesi fyrir hálfum mánuði eða mánudaginn 20. maí. Að venju tóku allir iðkendur við viðurkenningum frá þjálfurum sínum og slegið var upp hinni hefðbundnu pylsuveislu körfunnar. Allir fengu síðan íspinna í boði Kjörís að hátíð lokinni.
NánarLokaumferð Íslandsmótsins í MB11 ára í körfuknattleik fór fram á Akureyri um helgina og sendi Kkd. Vestra glæsilegan hóp 19 keppenda til leiks, þrjú lið drengja og eitt lið stúlkna. Hópinn skipa iðkendur fæddir 2007 og 2008. Mótið, sem haldið var af íþróttafélaginu Þór, tókst í alla staði mjög vel en þetta er í fyrsta sinn sem lokamót beggja kynja í þessum aldurshópi er haldið á sama keppnisstað.
NánarLokahóf Körfuknattleiksdeildar Vestra var haldið í beinu framhaldi af aðalfundi deildarinnar þann 24. apríl síðastliðinn. Að þessu sinni var sú nýbreytni viðhöfð að elstu iðkendum deildarinnar í yngri flokkum, frá 9. flokki upp í drengja- og stúlknaflokk, var jafnframt boðið til hófsins.
NánarHin árlega uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar Vestra fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi á mánudag frá 17:30-19:30. Að venju verður slegið upp almennilegri pylsuveislu samhliða því sem þjálfarar veita öllum börnum viðurkenningarskjöl og gera veturinn stuttlega upp. Við hvetjum alla iðkendur körfunnar og aðstandendur þeirra til að fjölmenna og fagna saman eftir góðan körfuboltavetur.
NánarStjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra ásamt barna- og unglingaráði deildarinnar boða til fundar um meistaraflokk kvenna. Fundurinn fer fram í félagsheimili Vestra (Vallarhúsinu), fimmtudaginn 16. maí kl. 18:00. Það er sérstaklega mikilvægt að allir þeir sem áhuga hafa á verkefninu mæti til fundarins og á það bæði við um iðkendur og foreldra en ekki síður aðra áhugasama um verkefnið.
NánarYngvi Páll Gunnlaugsson, yfirþjálfari Körfuknattleiksdeildar Vestra, hefur ákveðið að láta af störfum hjá deildinni og hafa hann og stjórn félagsins náð góðu samkomulagi þar um. Yngvi mun áfram gegna starfinu fram eftir sumri eða þar til nýr þjálfari kemur til starfa. Ástæður brotthvarfs Yngva frá félaginu eru breyttir fjölskylduhagir en hann stefnir suður á höfuðborgarsvæðið með fjölskyldu sína með haustinu.
NánarÞað var svo sannarlega mikið stuð á körfuboltamóti yngstu iðkendanna í Kkd. sem fram fór í íþróttahúsinu Torfnesi á mánudag. Þetta síðasta innanfélagsmót vetrarins er kennt við Húsasmiðjuna, sem er einn af styrktaraðilum körfunnar, en einnig lagði N1 mótshöldurðum lið að þessu sinni. Yngstu aldurshóparnir eru nú farnir í sumarfrí frá hefðbundnum vetraræfingum þótt margt skemmtilegt eigi þó eftir að dúkka upp þegar líður á sumarið.
Nánar