Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra var haldinn í Vinnuverinu á Ísafirði síðasta vetrardag, 24. apríl. Kosið var í stjórn og er hún að mestu skipuð fulltrúum sem hafa setið um nokkra hríð í stjórn deildarinnar. Konur eru nú í fyrsta sinn meirihluti stjórnar Kkd. Vestra.
NánarDrengjaflokkur Vestra sigraði í dag hið sterka Scania Cup mót í Svíþjóð í sínum aldursflokki eftir frækilegan sigur á norska liðinu Ulriken Eagles 58-60.
NánarÍ dag hófu liðsmenn úr drengjaflokki Kkd. Vestra keppni á Scania Cup mótinu, sem fram fer í Södertalje í Svíþjóð um páskahelgina. Tveir leikir voru á dagskrá Vestramanna á fyrsta degi mótsins og vannst stór og góður sigur á finnska liðinu Rauma Basket, 102-33, en hinir sænsku AIK Basket komu sterkari til leiks og lönduðu sigri, 74-53.
NánarÍ vikunni fór fram uppskeruhátíð Krílakörfu Vestra en það eru börn sem fædd eru 2013 og 2014. Á bilinu 10-15 krakkar hafa mætt samviskusamlega á æfingar í allan vetur undir stjórn Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, þjálfara og Dagbjartar Óskar Jóhannsdóttur aðstoðarþjálfara.
NánarAðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2019 verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl. Fundurinn fer fram í Vinnuveri, Suðurgötu 9 á Ísafirði og hefst kl. 17:00.
NánarElstu liðsmenn yngri flokka Kkd. Vestra eru svo sannarlega ekki komnir í páskafrí því samtals eru sjö heimaleikir framundan fyrir páska, jafnt hjá stúlkum sem drengjum. Það er því sannkölluð körfuboltaveisla framundan næstu daga hjá yngri flokkunum.
NánarFlaggskip Vestra lék lokaleik sinn í 3. deildinni í gær á Hvammstanga á móti heimamönnum í Kormáki.
NánarKörfuknattleiksdeild Vestra mun eiga fimm liðsmenn í yngri landsliðum Íslands á komandi sumri en í dag tilkynnti Körfuknattleikssamband Íslands um val þjálfara í lokahópa U16 og U18 landsliðanna. Bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir voru valdir í 12 manna hóp U18 karla en þar eru þeir á yngra ári. Helena Haraldsdóttir var valin í 12 manna hóp í U16 kvenna og Friðrik Heiðar Vignisson komst í 12 manna hóp U16 karla. Áður hafði verið tilkynnt um að Gréta Proppé yrði í 18 manna hóp U15 kvenna í sumar.
NánarVestri mætir Fjölni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta á heimavelli, í kvöld þriðjudaginn 26. mars kl. 19:15. Leikurinn átti að fara fram í gærkvöldi en þar sem flug féll niður síðdegis þurfti að fresta um sólarhring. Fjölnismenn og dómarar koma akandi í dag og því er tryggt að leikurinn fer fram.
NánarFyrsti leikurinn í úrslitakeppni 1. deilar karla í körfubolta fer fram í dag. Andstæðingur okkar í undanúrslitum er Fjölnir í Grafarvogi. Leikur kvöldsins fer fram á heimavelli Fjölnis, Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum í Reykjavík kl. og hefst 18:00. Fyrsti heimaleikur viðureignarinnar er svo á mánudaginn kemur, 25. mars, á Jakanum og hefst leikurinn á hefðbundnum tíma kl. 19:15.
Nánar