Fréttir - Körfubolti

Hugi efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018

Körfubolti | 02.01.2019
Hugi Hallgrímsson, leikmaður Körfuknattleiksdeildar Vestra, efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2018.
Hugi Hallgrímsson, leikmaður Körfuknattleiksdeildar Vestra, efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2018.

Hugi Hallgrímsson, leikmaður körfuknattleiksdeildar Vestra, var á sunnudag útnefndur efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2018 við hátíðlega athöfn sem fram fór í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar stendur árlega fyrir valinu á íþróttamanni ársins ásamt þeim efnilegasta. Elmar Atli Garðarson, leikmaður knattspyrnudeildar Vestra, var útnefndur íþróttamaður ársins og Skotíþróttafélag Ísafjarðar fékk hvatningarverðlaun bæjarins við sama tilefni.

Nánar

Sex leikmenn Vestra á landsliðsæfingum um jólin

Körfubolti | 23.12.2018
Vestrakrakkarnir sex sem boðaðir hafa verið á æfingar yngri landsliða um þessi jól. Aftari röð f.v:: Friðrik Heiðar Vignisson, Hugi Hallgrímsson og Hilmir Hallgrímsson. Fremri röð f.v.: Gréta Proppé, Sara Emily Newman og Helena Haraldsdóttir.
Vestrakrakkarnir sex sem boðaðir hafa verið á æfingar yngri landsliða um þessi jól. Aftari röð f.v:: Friðrik Heiðar Vignisson, Hugi Hallgrímsson og Hilmir Hallgrímsson. Fremri röð f.v.: Gréta Proppé, Sara Emily Newman og Helena Haraldsdóttir.

Það verður lítið um afslöppun milli jóla og nýárs hjá sex liðsmönnum yngri flokka Vestra, sem kallaðir hafa verið til æfinga með landsliðsúrtakshópum Körfuknattleikssambands Íslands. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu og eru þær undirbúningur fyrir landsliðsverkefni sumarið 2019.

Nánar

Jólakarfa Vestra

Körfubolti | 22.12.2018

Hin árlega jólakarfa Vestra verður á sínum stað að venju á aðfangadag. Löng hefð er fyrir því að körfuboltakappar mæti á aðfangadagsmorgun á Torfnes og hiti þannig upp fyrir jólahátíðina. 

Nánar

Góður sigur Vestra í Höfn

Körfubolti | 22.12.2018
Hilmir Hallgrímsson átti sinn besta leik í vetur á Höfn og fyllti skarð læriföðurs síns Nebojsa Knezevic af stakri prýði.
Ljósmynd: Anna Ingimars.
Hilmir Hallgrímsson átti sinn besta leik í vetur á Höfn og fyllti skarð læriföðurs síns Nebojsa Knezevic af stakri prýði. Ljósmynd: Anna Ingimars.
1 af 2

Vestri mætti Sindra í Höfn í Hornafirði í gærkvöldi í 1. deild karla. Þrátt fyrir að stór skörð séu hoggin í lið Vestra létu strákarnir slíkt ekki á sig fá og unnu góðan sigur 66-76. Með sigrinum komst Vestri í þriðja sæti deildarinnar sem verður að teljast fínn árangur fyrir jólafrí.

Nánar

Breytingar á leikmannahópi Vestra

Körfubolti | 17.12.2018
Jure Gunjina og Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra við undirritun samningsins.
Jure Gunjina og Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra við undirritun samningsins.

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við króatíska leikmanninn Jure Gunjina um að leika með liðinu þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný 1. janúar. Jure tók þátt í sinni fyrstu æfingu með liðinu í kvöld og mun dvelja á Ísafirði næstu daga við æfingar. Þá er ljóst að Andre Hughes, sem leikiðh hefur með liðinu í haust, mun ekki snúa aftur eftir áramót.

Nánar

Deildarleikur á föstudag og bikar á sunnudag

Körfubolti | 13.12.2018
Meistaraflokkur karla tekur á móti Selfossi á föstudag í deildinni og úrvalsdeildarliði Hauka í bikarnum á sunnudag.
Meistaraflokkur karla tekur á móti Selfossi á föstudag í deildinni og úrvalsdeildarliði Hauka í bikarnum á sunnudag.

Það verður nóg að gera hjá meistaraflokki karla í körfubolta um helgina. Á föstudag koma Selfyssingar í heimsókn og mæta okkar mönnum í síðasta heimaleiknum í deildinni á þessu ári. Á sunnudag mætir svo úrvalsdeildarlið Hauka á Jakann í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins.

Nánar

Flaggskipið með úthaldssigur á Grundarfirði

Körfubolti | 25.11.2018
"The Sexy Six" sem stálu sigrinum á Grundarfirði

Sex leikmenn Vestra-b gerðu gott strandhögg á Grundarfirði í gær og stálu þar sigrinum eftir tvíframlengdan leik liðanna í 3. deild karla.

Nánar

Fimm leikja ferð hjá stúlknahópi Vestra

Körfubolti | 20.11.2018
Allur hópurinn ásamt Yngva Gunnlaugssyni þjálfara, Örnu Láru og Inga Birni fararstjórum og lukkudýri liðsins, Degi. Ljósmynd: Haraldur Kristinsson.
Allur hópurinn ásamt Yngva Gunnlaugssyni þjálfara, Örnu Láru og Inga Birni fararstjórum og lukkudýri liðsins, Degi. Ljósmynd: Haraldur Kristinsson.

Stelpurnar í stúlknaflokki og 10. flokki stúlkna stóðu í ströngu um helgina en þær léku alls fimm leiki á tveimur dögum. Að þessu sinni var hópurinn sem hélt suður á föstudag fjölmennur. Alls fóru 18 stelpur, ásamt fararstjórum og þjálfara, með í ferðina sem er nálægt því að vera allur æfingahópurinn.

Nánar

Toppslagur í körfunni í kvöld!

Körfubolti | 16.11.2018
Strákarnir eru klárir í slaginn í kvöld! Allir á Jakann! Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Strákarnir eru klárir í slaginn í kvöld! Allir á Jakann! Ljósmynd: Ágúst Atlason.

Vestri mætir Hamri í 1. deild karla í körfuknattleik á Jakanum, föstudaginn 16. nóvember. Leikurinn hefst að vanda kl. 19:15 en fyrir leik verður að sjálfsögðu boðið upp á hina óviðjafnanlegu Vestra-borgara.

Nánar

Frábærir Vestrakrakkar á Sambíómóti

Körfubolti | 05.11.2018
Dagný Finnbjörnsdóttir, þjálfari, með yngstu Vestrastelpurnar.
Dagný Finnbjörnsdóttir, þjálfari, með yngstu Vestrastelpurnar.
1 af 6

Hið árlega Sambíókörfuboltamót íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi fór fram um helgina. Líkt og fjölmörg undanfarin ár fjölmenntu ísfirskir körfuboltakrakkar á mótið undir merkjum Körfuknattleiksdeildar Vestra en alls tóku um 30 Vestrakrakkar á aldrinum 6-9 ára þátt í mótinu í ár og hafa þeir sjaldan verið fleiri. Ætla má að yfir 700 þátttakendur hafi verið skráðir til keppni en leikið var í þremur íþróttahúsum hverfisins; í Dalhúsum, Rimaskóla og Fjölnishöllinni.

Nánar