Fréttir - Körfubolti

Frábærir Vestrakrakkar á Sambíómóti

Körfubolti | 05.11.2018
Dagný Finnbjörnsdóttir, þjálfari, með yngstu Vestrastelpurnar.
Dagný Finnbjörnsdóttir, þjálfari, með yngstu Vestrastelpurnar.
1 af 6

Hið árlega Sambíókörfuboltamót íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi fór fram um helgina. Líkt og fjölmörg undanfarin ár fjölmenntu ísfirskir körfuboltakrakkar á mótið undir merkjum Körfuknattleiksdeildar Vestra en alls tóku um 30 Vestrakrakkar á aldrinum 6-9 ára þátt í mótinu í ár og hafa þeir sjaldan verið fleiri. Ætla má að yfir 700 þátttakendur hafi verið skráðir til keppni en leikið var í þremur íþróttahúsum hverfisins; í Dalhúsum, Rimaskóla og Fjölnishöllinni.

Nánar

Tveir sannfærandi sigrar á Sindra

Körfubolti | 28.10.2018
Vestri vann Sindra í tveimur leikjum á helginni. Ljósmynd: Anna Ingimars.
Vestri vann Sindra í tveimur leikjum á helginni. Ljósmynd: Anna Ingimars.

Vestri mætti Sindra frá Höfn í Hornafirði í tveimur leikjum um helgina. Vestri vann báða leikina sannfærandi. Þann fyrri 97-70 og þann síðari 96-74. 

Nánar

Risastór helgi í körfunni

Körfubolti | 24.10.2018
Stór helgi framundan. Yngvi Gunnlaugsson og lærisveinar hans lönduðu góðum sigri gegn Selfossi í síðustu umferð en mæta nú Sindra í tveimur leikjum á helginni.
Stór helgi framundan. Yngvi Gunnlaugsson og lærisveinar hans lönduðu góðum sigri gegn Selfossi í síðustu umferð en mæta nú Sindra í tveimur leikjum á helginni.

Helgin framundan er risavaxin körfuboltahelgi með tveimur leikjum hjá meistaraflokki karla í 1. deild, sitthvorum leiknum hjá stúlknaflokki og 10. flokki stúlkna og fjölliðamóti hjá 7. flokki stúlkna.

Nánar

Flaggskipið búið að opna sigurbankann

Körfubolti | 21.10.2018
Flaggskipið vel merkt sínum stærsta styrktaraðila, Ungmennafélagi Bolungarvíkur. Mynd: Guðmundur Kort.
Flaggskipið vel merkt sínum stærsta styrktaraðila, Ungmennafélagi Bolungarvíkur. Mynd: Guðmundur Kort.

Sjálftitlað flaggskip körfuknattleiksdeildarinnar, Vestri-b, vann öruggan sigur á Kormáki frá Hvammstanga í 3. deildinni í gær á Jakanum á Ísafirði.

Nánar

Góður endasprettur hjá 9. flokki drengja

Körfubolti | 16.10.2018
Eftir langt og strangt mót er nauðsynlegt að hlaða batteríin.
Eftir langt og strangt mót er nauðsynlegt að hlaða batteríin.
1 af 2

Strákarnir í 9. flokki héldu suður með sjó um helgina og hófu keppni á Íslandsmótinu í C-riðli sem fram fór í Röstinni í Grindavík. Segja má að skipst hafi á skin og skúrir hjá drengjunum því á laugardeginum töpuðust báðir leikirnir en á sunnudeginum sýndu strákarnir hvað í þeim býr og lönduðu tveimur góðum sigrum.

Nánar

Vestri mætir Fjölni heima

Körfubolti | 11.10.2018
Nebojsa Knezevic, aðstoðarþjálfari og leikmaður Vestra er tilbúinn í slaginn gegn Fjölni.
Nebojsa Knezevic, aðstoðarþjálfari og leikmaður Vestra er tilbúinn í slaginn gegn Fjölni.

Vestramenn leika aftur á heimavelli í annari umferð 1. deildar karla en þá tekur liðið á móti Fjölni úr Grafarvogi. Leikurinn fer fram á Torfnesi föstudaginn 12. október og hefst að vanda kl. 19:15.

Nánar

Heimaleikur í fyrstu umferð

Körfubolti | 04.10.2018
Yngvi Gunnlaugsson þjálfari og lærisveinar hans eru tilbúnir í slaginn! Hvetjum alla til að mæta á Jakann og styðja strákana.
Yngvi Gunnlaugsson þjálfari og lærisveinar hans eru tilbúnir í slaginn! Hvetjum alla til að mæta á Jakann og styðja strákana.

Biðin er á enda. Fyrsti heimaleikur meistaraflokks karla fer fram á Jakanum föstudaginn 5. október kl. 19:15. Grannar okkar úr Stykkishólmi mæta í heimsókn en Vestri og Snæfell mættust einmitt í fyrstu umferð á síðasta tímabili einnig.

Nánar

Æfingatafla körfunnar

Körfubolti | 02.10.2018
Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra leiktímabilið 2018-2019.
Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra leiktímabilið 2018-2019.

Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra er nú komin í endanlegt form en það tekur alltaf nokkurn tíma á haustin að slípa töfluna til og sníða hana eins og hægt er að öllu því fjölbreytilega sem er í boði í frístundum hér á norðanverðum Vestfjörðum. Taflan er þó ávallt birt með fyrirvara um óhjákvæmilegar breytingar.

Nánar

Að byggja upp börn

Körfubolti | 25.09.2018
Kátir krakkar í Grunnbúðum Körfuboltabúða Vestra 2018. Ljósmynd: Matthías Einarsson
Kátir krakkar í Grunnbúðum Körfuboltabúða Vestra 2018. Ljósmynd: Matthías Einarsson

Stuðningur foreldra og forráðamanna við íþróttaiðkun barna er afar mikilvægur og rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi getur haft verulegt forvarnargildi á unglingsárum. Um þetta og fleira fjallar Birna Lárusdóttir, stjórnarmaður í Kkd. Vestra og formaður barna- og unglingaráðs deildarinnar, í aðsendri grein á bb.is í gær. Við leyfum okkur að birtum hana hér í heild sinni:

Ég var að skrolla niður facebook í einhverju letikasti um daginn og rakst þá á skrif sem minntu mig ágætlega á það af hverju ég kýs að styðja við börnin mín í skipulögðu íþróttastarfi. Tilgangurinn blasir kannski ekki alltaf við svona dag frá degi.

Nánar

Gulli, Helgi og Rúnar endurnýja samninga

Körfubolti | 18.09.2018
Frá vinstri: Helgi Bergsteinsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson og Rúnar Ingi Guðmundsson.
Frá vinstri: Helgi Bergsteinsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson og Rúnar Ingi Guðmundsson.

Ísfirðingarnir Gunnlaugur Gunnlaugsson, Helgi Bergsteinsson og Rúnar Ingi Guðmundsson skrifuðu allir undir samning við Vestra á dögunum. Þessir strákar eru allir uppaldir innan okkar vébanda en eiga mis langan feril að baki.

Nánar