Fréttir - Körfubolti

Hilmir og Hugi valdir í U-16 landsliðið

Körfubolti | 05.04.2018
Hugi t.v. og Hilmir t.h. með U-15 landsliði drengja í Danmörku síðastliðið sumar.
Hugi t.v. og Hilmir t.h. með U-15 landsliði drengja í Danmörku síðastliðið sumar.

Skömmu fyrir páska var tilkynnt um lokahóp U-16 landsliðs Íslands í körfubolta drengja. Vestri á tvo leikmenn í þessum hópi en það eru tvíburarnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir. Frábær árangur hjá þeim bræðrum en þeir tóku einnig þátt í verkefnum með U-15 landsliðinu á síðasta ári.

Nánar

Lönduðu 5. sæti á Scania Cup 2018

Körfubolti | 04.04.2018
Vestramenn, sameiginlegt lið Vestra og Skallagríms, varð í 5. sæti í sínum árgangi á Scania Cup 2018 í Svíþjóð sem fram fór um páskana.
Vestramenn, sameiginlegt lið Vestra og Skallagríms, varð í 5. sæti í sínum árgangi á Scania Cup 2018 í Svíþjóð sem fram fór um páskana.
1 af 2

Sameiginlegt lið Vestra og Skallagríms í 10. flokki drengja í körfubolta tryggði sér 5. sætið á Scania Cup mótinu sem fram fór í Södertalje í Svíþjóð um páskana. Scania Cup er boðsmót félagsliða og þar taka þátt afar sterk lið frá öllum Norðurlöndunum, bæði stúlkna- og drengjalið. Alls tóku 156 lið þátt í mótinu í ár þar af 12 íslensk í ýmsum aldurshópum. Þetta er í fyrsta sinn sem liði frá Ísafirði er boðið til keppni á Scania Cup.

Nánar

Yngvi, Nebojsa og Nemanja áfram með Vestra

Körfubolti | 28.03.2018
Í dymbilvikunni var gengið frá samkomulagi við Nebojsa Knezevic og Nemanja Knezevic um að leika áfram með Vestra og Yngvi Gunnlaugssonstýrir liðnu áfram. Frá vinstir: Yngvi Gunnlaugsson, yfirþjálfari, Birna Lárusdóttir, formaður Barna- og unglingaráðs, Nebojsa Knezevic, Nemanja Knezevic og Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd Vestra.
Í dymbilvikunni var gengið frá samkomulagi við Nebojsa Knezevic og Nemanja Knezevic um að leika áfram með Vestra og Yngvi Gunnlaugssonstýrir liðnu áfram. Frá vinstir: Yngvi Gunnlaugsson, yfirþjálfari, Birna Lárusdóttir, formaður Barna- og unglingaráðs, Nebojsa Knezevic, Nemanja Knezevic og Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd Vestra.

Um síðustu helgi lauk keppnistímabilinu hjá meistaraflokki Vestra. Þótt ákveðin vonbrigði hafi verið að falla úr leik í undanúrslitum getur liðið og allir sem að því standa verið sátt við árangurinn. Aðalmarkmiðin sem stefnt var að fyrir tímabilið náðust og liðið spilaði lengst um frábærlega. Það er því full ástæða til að líta björtum augum til framtíðar og halda uppbyggingarstarfinu áfram.

Nánar

Flaggskipið kafsigldi Eyjar og Álftanes

Körfubolti | 26.03.2018

B-lið Vestra, betur þekkt sem Flaggskipið, hélt áfram sigurgöngu sinni í 3. deild karla á helginni er það mætti ÍBV og Álftanesi suður með sjó.

Nánar

Heimaleikur gegn Breiðabliki

Körfubolti | 16.03.2018

Sunnudaginn 18. mars kemur Breiðablik í heimsókn og mætir Vestra í öðrum leik liðanna í viðureignar þeirra í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta. Blikar unnu fyrsta leikinn síðastliðinn fimmtudag en liðin þurfa að vinna þrjá leiki til að komast áfram í úrslitin.

Nánar

Áttundi flokkur drengja spilar í Bolungarvík

Körfubolti | 16.03.2018
Strákarnir í 8. flokki ásamt Birgi Erni þjálfara.
Strákarnir í 8. flokki ásamt Birgi Erni þjálfara.

Það er mikið um að vera í körfuboltanum hér fyrir vestan um helgina. Meistaraflokkur mætir Breiðabliki í úrslitakeppni 1. deildar á sunnudag kl. 19:15 á Torfnesi í baráttunni um laust sæti í úrvalsdeild. Á laugardag og sunnudag fer einnig fram fjölliðamót í E-riðli Íslandsmótsins hjá 8. flokki drengja í Bolungarvík. Þar mæta heimamenn í Vestra Ármanni-B, Hamri/Fsu og KR-B. Lið Vestra er skipað leikmönnum í 7. og 8. bekk grunnskólanns en þessir strákar hafa æft vel í vetur undir handleiðslu Birgis Arnar Birgissonar og tekið stórstígum framförum.

Við eigum líka lið sem spila á útivelli þessa helgina. Stelpurnar í 10. flokki í B-riðli Íslandsmótsins sem fram fer í Íþróttahúsinu við Frostaskjól og stelpurnar í MB 10 á fjölliðamóti í Rimaskóla.

Mótið í Bolungarvík hefst kl. 16:00 á laugardag með leik Vestra og KR en hefst svo á ný á sunnudagsmorgun kl. 9. Við hvetjum alla til að leggja leið sína í Musteri vatns og vellíðunnar og sjá þessa efnilegu stráka spreyta sig.

Dagskrá mótsins má sjá hér að neðan.

Laugardagur

16:00. Vestri – KR
17:00. Ármann-B – Hamar/Fsu

Sunnudagur

9:00. Ármann-B – KR-B
19:00. Vestri – Hamar/Fsu
11:00. Hamar/Fsu – KR-B
12:00. Vestri – Ármann-B

Nánar

Jakinn TV með beina útsendingu frá Borgarnesi

Körfubolti | 08.03.2018
Þrír af fjórum byrjunarliðsmönnum á Jakinn-TV. Frá vinstri: Þormóður Logi Björnsson, Guðmundur Kort Einarasson og Jakob Einar Úlfarsson. Á myndina vantar þulinn Guðjón M. Þorsteinsson sem trúlega heldur á myndavélinni.
Þrír af fjórum byrjunarliðsmönnum á Jakinn-TV. Frá vinstri: Þormóður Logi Björnsson, Guðmundur Kort Einarasson og Jakob Einar Úlfarsson. Á myndina vantar þulinn Guðjón M. Þorsteinsson sem trúlega heldur á myndavélinni.

Vestri mætir Skallagrími í Fjósinu í Borgarnesi í lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta á morgun föstudaginn 9. mars kl. 19:15. Dugnaðarforkarnir hjá Jakinn-TV ætla að bregða sér í Borgarfjörðinn og sýna beint frá leiknum á YouTube streymi sínu.

Nánar

Frábær stemmning á Nettómótinu

Körfubolti | 08.03.2018
Fríður hópur vaskra Vestrabarna ásamt þjálfurum sínum á verðlaunaafhendingunni á Torfnesi á mánudag.
Fríður hópur vaskra Vestrabarna ásamt þjálfurum sínum á verðlaunaafhendingunni á Torfnesi á mánudag.
1 af 2

Mikil gleði ríkti á hinu árlega Nettómóti í Reykjanesbæ sem fram fór um síðustu helgi en alls kepptu 32 iðkendur Kkd. Vestra á mótinu. Þeir eru á aldrinum 6-10 ára og kepptu í alls sjö liðum, fjórum drengjaliðum og þremur stúlknaliðum. Mótið er stærst sinnar tegundar hér á landi og sannkölluð uppskeruhátíð yngri flokka körfunnar. Skemmst er frá því að segja að krakkarnir okkar stóðu sig með afbrigðum vel og voru sjálfum sér, foreldrum og félagi til mikils sóma. Miklar framfarir mátti sjá í hópunum yfir helgina.

Nánar

Feðgar léku saman í sigri Vestra gegn ÍA

Körfubolti | 06.03.2018
Feðgarnir Ingimar Aron og Baldur Ingi tóku sig vel út í búningi Vestra á sunnudaginn.
Feðgarnir Ingimar Aron og Baldur Ingi tóku sig vel út í búningi Vestra á sunnudaginn.
1 af 2

Vestri lagði ÍA á Akranesi 84-96 í næst síðustu umferð 1. deildar karla síðastliðinn sunnudag. Með fullri virðingu fyrir andstæðingnum má segja að þetta hafi verið skyldusigur enda ÍA án sigurs í deildinni á meðan Vestri er í toppbaráttunni.

Nánar

Körfuboltamaraþon á Þingeyri

Körfubolti | 02.03.2018
Stór hluti krakkanna sem nú taka þátt í maraþoninu stóð einnig fyrir maraþoni í fyrra á Suðureyri til að safna fyrir ferð í æfingabúðir á Spáni. Dugnaðarforkar!
Stór hluti krakkanna sem nú taka þátt í maraþoninu stóð einnig fyrir maraþoni í fyrra á Suðureyri til að safna fyrir ferð í æfingabúðir á Spáni. Dugnaðarforkar!

Krakkarnir í 10. flokki drengja og 9. flokki stúlkna standa fyrir körfuboltamaraþoni á Þingeyri í dag föstudaginn 2. mars og fram á aðfaranótt laugardags. Maraþonið er liður í fjáröflun krakkanna fyrir keppnisferðir til Svíþjóðar í vor.

Nánar