Vestri mætti Breiðabliki í 1. deild karla í gærkvöldi á útivelli í Kópavogi. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur á toppi deildarinnar því bæði lið voru jöfn að stigum, aðeins einum sigri á eftir Skallagrími sem vermdi efsta sætið. Það var því mikið í húfi þegar flautað var til leiks en Vestri náði að tryggja sér sætan sigur 92-95.
NánarUm liðna helgi var mikið um að vera hjá yngri flokkum Vestra því alls tóku þrír flokkar þátt í fjölliðamótum Íslandsmótsins. Minnibolti eldri stúlkna lék á Selfossi, 9. flokkur stúlkna spilaði í B-riðli í Hafnarfirði og 10. flokkur drengja í A-riðli í Reykjavík. Það skiptust á skin og skúrir eins og gengur hjá þessum flokkum en allt fer þetta í reynslubankann.
NánarÞað var sannkallaður háspennuleikur á Jakanum í kvöld þegar Vestri mætti Snæfelli í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn var jafn og skemmtilegur en lokasekúndurnar voru eins spennuþrungnar og hægt er að hugsa sér í þessari mögnuðu íþrótt. En þegar klukkan gall stóð Vestri uppi sem sigurvegari og staðan 76-75.
NánarVestri hafði betur gegn toppliði Skallagríms á heimavelli síðastliðinn föstudag 95-89. Í kvöld fer svo fram annar toppbaráttuleikur þegar Snæfell mætir á Jakann en Hómarar eru skammt undan þessum liðum á stigatöflunni og verma nú fimmta sætið. Leikurinn hefst kl. 19:15 og nú verður kátt á Jakanum því áhorfendabekkirnir verða dregnir út í fyrsta sinn síðan nýja gólfið var tekið í notkun.
NánarNú er starfsemi Körfuknattleiksdeildar Vestra komin á fleygi ferð. Framundan er löng körfuboltahelgi með tveimur meistaraflokksleikjum og þremur fjölliðamótum á útivelli hjá yngri flokkum.
NánarKörfuknattleiksdeild Vestra uppskar ríkulega um nýliðna helgi og landaði sigrum í öllum þremur heimaleikjum helgarinnar. Leikirnir fóru fram á nýja gólfiinu á Torfnesi í Musterinu í Bolungarvík. Meistaraflokkur karla tók á móti ÍA í tveimur leikjum í 1. deild á laugardag og sunnudag og „Flaggskipið“, B-lið Vestra, tók á móti Körfuknattleiksfélagi Fjarðabyggðar í Bolungarvík á sunnudag í 3. deild.
NánarFramundan er sannkölluð heimaleikjahelgi í körfunni. Langþráð nýtt gólf í íþróttahúsinu og verður tekið í gagnið í tveimur heimaleikjum gegn Körfuknattleiksfélagi ÍA í 1. deild karla. Fyrri leikurinn hefst kl. 18:00 á laugardag og sá síðari kl. 14:00 á sunnudag. Auk þess sem nýtt gólf verður tekið í notkun verður sömuleiðis nýtt hljóðkerfið tekið í gagnið.
NánarB-lið Vestra sótti fyrsta sigurinn á árinu í 3. deildinni er Kormákur frá Hvamstanga sótti þá heim.
NánarSkráning er nú hafin í tíundu Körfuboltabúðir Vestra sem fram fara dagana 5.-10. júní 2018. Allar helstu upplýsingar um búðirnar má nálgast á heimasíðu þeirra, vestri.is/korfuboltabudir. Í fyrra var fullt í Körfuboltabúðirnar og því er um að gera að tryggja áhugasömum körfuboltakrökkum sæti í búðunum sem fyrst. Skráning fer fram á heimasíðu Körfuboltabúðanna eða með því að smella hér.
NánarSíðastliðinn föstudag voru birtir listar yfir æfingahópa KKÍ fyrir yngri landslið. Vestri á óvenju stóran og glæsilegan hóp þar innanborðs en alls eru 10 krakkar frá félaginu í æfingahópunum. Þessi stóri hópur ber vitni um það öfluga barna- og unglingastarf sem fram hefur farið í deildinni undanfarin ár.
Nánar