Aldrei hafa fleiri iðkendur verið skráðir í Körfuboltabúðir Vestra en þær hefjast í íþróttahúsinu á Torfnesi á morgun, þriðjudag. Búðunum lýkur með veglegri kvöldvöku á laugardagskvöld og gestir halda svo heim á sunnudag. Búðirnar fagna tíu ára afmæli í ár og eru stærstu búðir sinnar tegundar á landinu.
NánarNú er ljóst að Vestri þarf að sjá á eftir þremur lykilleikmönnum síðasta timabils en þeir Adam Smári Ólafsson, Björn Ásgeir Ásgeirsson og fyrirliðinn Nökkvi Harðarson hafa allir ákveðið að söðla um. Við þökkum þessum þremenningum kærlega fyrir framlag þeirra til félagsins. Allir hafa þeir skilað frábæru starfi og er mikil eftirsjá af þeim bæði innan vallar sem utan. Þessir ungu leikmenn hafa allir nýtt tækifæri sín hjá félaginu vel og vaxið mikið sem körfuboltamenn.
NánarStelpurnar í 9. flokki Vestra lögðu land undir fót í síðustu viku þegar þær tóku þátt í stóru norrænu körfuboltamóti, Göteborg Basketball Festival. Árangur liðsins var frábær því stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu B-úrslit mótsins og tóku því glæsilegan bikar með sér heim. Glæsilegur endir á viðburðarríku tímabili hjá þessu frábæra liði!
NánarUppskeruhátíð yngri flokka Kkd. Vestra verður haldin í íþróttahúsinu Torfnesi í dag, fimmtudag, og hefst gleðin kl. 17. Allir yngri iðkendur og aðstandendur þeirra eru boðnir hjartanlega velkomnir en dagskráin verður með hefðbundnu sniði, veittar verða viðurkenningar, farið í leiki og slegið upp pylsuveislu.
NánarUm síðustu helgi fóru fram undanúrslit og úrslit á Íslandsmóti yngri flokka hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þar stóðu Vestramenn, sameiginlegt lið Vestra og Skallagríms, í ströngu og unnu til silfurverðlauna. Þetta er einhver besti árangur sem vestfirskt körfuboltalið hefur náð á Íslandsmóti frá því 1967 þegar 2. flokkur stúlkna hjá KFÍ urðu Íslandsmeistarar.
NánarVestramenn, sameiginlegt lið Vestra og Skallagríms, leika gegn Valsmönnum í undanúrslitum Íslandsmótsins í 10. flokki drengja á laugardaginn kemur, 12. maí, kl. 10:00. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni, íþróttahúsinu í Njarðvík, en síðar um morguninn fer fram undanúrslitaleikur KR og Stjörnunnar. Sigurvegarar viðureignanna eigast svo við í úrslitaleiknum, sem fram fer á sama stað á sunnudagsmorgun kl. 10:00.
NánarHúsasmiðjumótið í körfubolta fer fram í íþróttahúsinu Torfnesi síðdegis á morgun en mótið er innanfélagsmót haldið í samstarfi Kkd. Vestra og Húsasmiðjunnar. Mótið er ætlað krökkum í 1.-6. bekk og eru allir velkomnir, hvort sem þeir æfa körfu eða ekki.
Yngstu krakkarnir sem eru í 1.-2. bekk byrja keppni kl. 17 og spila til 18 en þá taka krakkarnir í 3.-6. bekk við og spila til kl. 19. Ekkert þátttökugjald er á mótinu en allir keppendur fá ís að móti loknu.
Nánar
Í gær var heldur betur handagangur í öskjunni þegar síðasta æfing vetrarins hjá Krílakörfunni svokölluðu var haldin.
NánarTveir iðkendur Körfuknattleiksdeildar Vestra hafa verið valdir í lokahóp U15 ára landsliða KKÍ fyrir sumarið 2018. Það eru þau Helena Haraldsdóttir og Friðrik Heiðar Vignisson.
NánarAðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2018 verður haldinn sunnudaginn 29. apríl. Fundurinn fer fram í félagsheimili Vestra (Vallarhúsinu á Torfnesi) og hefst kl. 17:00. Allir þeir sem koma að starfsemi Körfuknattleiksdeildarinnar, jafnt iðkendur sem sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgjendur eru hvattir til að mæta á fundinn.
Nánar