Stelpurnar í 9. flokki Vestra lögðu land undir fót í síðustu viku þegar þær tóku þátt í stóru norrænu körfuboltamóti, Göteborg Basketball Festival. Árangur liðsins var frábær því stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu B-úrslit mótsins og tóku því glæsilegan bikar með sér heim. Glæsilegur endir á viðburðarríku tímabili hjá þessu frábæra liði!
NánarUppskeruhátíð yngri flokka Kkd. Vestra verður haldin í íþróttahúsinu Torfnesi í dag, fimmtudag, og hefst gleðin kl. 17. Allir yngri iðkendur og aðstandendur þeirra eru boðnir hjartanlega velkomnir en dagskráin verður með hefðbundnu sniði, veittar verða viðurkenningar, farið í leiki og slegið upp pylsuveislu.
NánarUm síðustu helgi fóru fram undanúrslit og úrslit á Íslandsmóti yngri flokka hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þar stóðu Vestramenn, sameiginlegt lið Vestra og Skallagríms, í ströngu og unnu til silfurverðlauna. Þetta er einhver besti árangur sem vestfirskt körfuboltalið hefur náð á Íslandsmóti frá því 1967 þegar 2. flokkur stúlkna hjá KFÍ urðu Íslandsmeistarar.
NánarVestramenn, sameiginlegt lið Vestra og Skallagríms, leika gegn Valsmönnum í undanúrslitum Íslandsmótsins í 10. flokki drengja á laugardaginn kemur, 12. maí, kl. 10:00. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni, íþróttahúsinu í Njarðvík, en síðar um morguninn fer fram undanúrslitaleikur KR og Stjörnunnar. Sigurvegarar viðureignanna eigast svo við í úrslitaleiknum, sem fram fer á sama stað á sunnudagsmorgun kl. 10:00.
NánarHúsasmiðjumótið í körfubolta fer fram í íþróttahúsinu Torfnesi síðdegis á morgun en mótið er innanfélagsmót haldið í samstarfi Kkd. Vestra og Húsasmiðjunnar. Mótið er ætlað krökkum í 1.-6. bekk og eru allir velkomnir, hvort sem þeir æfa körfu eða ekki.
Yngstu krakkarnir sem eru í 1.-2. bekk byrja keppni kl. 17 og spila til 18 en þá taka krakkarnir í 3.-6. bekk við og spila til kl. 19. Ekkert þátttökugjald er á mótinu en allir keppendur fá ís að móti loknu.
Nánar
Í gær var heldur betur handagangur í öskjunni þegar síðasta æfing vetrarins hjá Krílakörfunni svokölluðu var haldin.
NánarTveir iðkendur Körfuknattleiksdeildar Vestra hafa verið valdir í lokahóp U15 ára landsliða KKÍ fyrir sumarið 2018. Það eru þau Helena Haraldsdóttir og Friðrik Heiðar Vignisson.
NánarAðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2018 verður haldinn sunnudaginn 29. apríl. Fundurinn fer fram í félagsheimili Vestra (Vallarhúsinu á Torfnesi) og hefst kl. 17:00. Allir þeir sem koma að starfsemi Körfuknattleiksdeildarinnar, jafnt iðkendur sem sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgjendur eru hvattir til að mæta á fundinn.
NánarB-lið Vestra, betur þekkt sem Flaggskipið, mætir heimabæjarliði forseta lýðveldisins, Álftanesi, í úrslitaleik 3. deildarinnar næstkomandi laugardag í Musterinu í Bolungarvík.
NánarSíðastliðinn föstudag var lokahóf meistaraflokks Körfuknattleiksdeildar Vestra haldið á Hótel Ísafirði. Á lokahófinu komu saman leikmenn, þjálfarar, stjórn deildarinnar og stjórn Barna- og unglingaráðs ásamt fleirum sem komið hafa að starfi liðsins í vetur. Það var létt yfir fólki enda náðust sett markmið fyrir tímabilið og full ástæða til að líta yfir farinn veg og gleðjast yfir árangrinum.
Nánar