Vestramenn lögðu Sindra á Höfn í Hornafirði í 32 liða úrslitum Maltbikarsins á sunnudag. Vestramenn höfðu góðan sigur 68-106 og halda því áfram í 16 liða úrslit þar sem þeir mæta KR. B-lið Vestra tók einnig þátt í bikarkeppninni og mætti KR-B en mátti sætta sig við tap á heimavelli.
NánarHéraðssamband Vestfirðinga (HSV) hlaut hvatningarverðlaun UMFÍ 2017 á 50. sambandsþingi UMFÍ sem fram fór á Hótel Hallormsstað um helgina. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, sagði áður en hann afhenti verðlaunin á þinginu að þau væru afhent HSV fyrir öflugar og metnaðarfullar körfuknattleiksbúðir Íþróttafélagsins Vestra á Ísafirði. Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV, tók við verðlaununum í lok þings í gær fyrir hönd HSV.
NánarVestri tók á móti nýliðum Gnúpverja í þriðju umferð 1. deildar karla í körfubolta í gær. Leikurinn var fjörugur og mikið skorað. Heimamenn rufu hundrað stiga múrinn og gestirnir voru ekki fjarri því en leiknum lauk með sigri Vestra 105-92.
NánarMinnibolti eldri stúlkna í Vestra fæddar 2006 kepptu á fyrsta Íslandsmóti vetrarins um helgina. Mótið fór fram hjá Breiðablik í Smáranum og tefldi Vestri fram tveimur liðum undir stjórn Nökkva Harðarsonar. þjálfara og meistaraflokksmanns. Mótið tókst í alla staði vel og tóku stelpurnar virkilega á honum stóra sínum gegn miserfiðum andstæðingum.
NánarStelpurnar í 9. flokki unnu sig upp í A-riðil á fjölliðamóti hér heima og strákarnir í 10. flokki héldu sæti sínu í A-riðli eftir leiki helgarinnar.
NánarÍ hálfleik á fyrsta heimaleik Vestra í 1. deildinni gegn Snæfelli síðastliðinn föstudag var undirritaður endurnýjaður samstarfssamningur Körfuknattleiksdeildar Vestra og tölvu- og netþjónustufyrirtækisins Snerpu á Ísafirði.
NánarVestri lagði Snæfell fyrr í kvöld í hörkuleik á Jakanum, lokatölur 76-72. Loftið var rafmagnað fyrir leik og eftirvæntingin skein af leikmönnum og áhorfendum. Stúkan var þétt setin og góð stemmning þótt mikilvægur landsleikur í fótbolta færi fram á sama tíma.
NánarKörfuboltatímabilið fer af stað af fullum krafti á næstu helgi. Meistaraflokkur karla hefur leik á Íslandsmótinu með heimaleik á Jakanum gegn Snæfelli á föstudag. Á laugardag og sunnudag spila stúlkurnar í 9. flokki leik í B-riðli Íslandsmótsins. Á sama tíma spila svo strákarnir í 10. flokki í Garðabæ, B-liðið í Hafnarfirði og Álftanesi og minnibolti 11 ára stúlkna í Kópavogi.
NánarÁ dögunum skrifuðu tveir ungir og efnilegir leikmenn undir samning við Kkd Vestra, þeir Daníel Wale Adeleye og Helgin Snær Bergsteinsson.
NánarKörfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Svartfellinginn Nemanja Knezevic um að leika með liðinu. Nemanja er þrítugur 205 sentímetra hár miðherji sem býr yfir góðri tækni og miklum hreyfanleika.
Nánar