Fréttir - Körfubolti

Nýliðar Gnúpverja lagðir að velli

Körfubolti | 14.10.2017
Yngvi Gunnlaugsson fer yfir máln með leikmönnum í leikhléi.
Yngvi Gunnlaugsson fer yfir máln með leikmönnum í leikhléi.

Vestri tók á móti nýliðum Gnúpverja í þriðju umferð 1. deildar karla í körfubolta í gær. Leikurinn var fjörugur og mikið skorað. Heimamenn rufu hundrað stiga múrinn og gestirnir voru ekki fjarri því en leiknum lauk með sigri Vestra 105-92.

Nánar

Stelpustuð í Smáranum

Körfubolti | 11.10.2017
Stelpurnar náðust á mynd á útleið úr Smáranum á sunnudag en þá var ein þeirra horfin á braut.
Stelpurnar náðust á mynd á útleið úr Smáranum á sunnudag en þá var ein þeirra horfin á braut.

Minnibolti eldri stúlkna í Vestra fæddar 2006 kepptu á fyrsta Íslandsmóti vetrarins um helgina. Mótið fór fram hjá Breiðablik í Smáranum og tefldi Vestri fram tveimur liðum undir stjórn Nökkva Harðarsonar. þjálfara og meistaraflokksmanns. Mótið tókst í alla staði vel og tóku stelpurnar virkilega á honum stóra sínum gegn miserfiðum andstæðingum.

Nánar

Stelpurnar upp í A-riðil og strákarnir halda sæti sínu

Körfubolti | 10.10.2017
Stelpurnar í 9. flokki ásamt Yngva Páli Gunnlaugssyni þjálfara.
Stelpurnar í 9. flokki ásamt Yngva Páli Gunnlaugssyni þjálfara.
1 af 2

Stelpurnar í 9. flokki unnu sig upp í A-riðil á fjölliðamóti hér heima og strákarnir í 10. flokki héldu sæti sínu í A-riðli eftir leiki helgarinnar.

Nánar

Snerpa og Körfuknattleiksdeildin endurnýja samstarfssamning

Körfubolti | 08.10.2017
Ingólfur Þorleifsson og Jakob Einar við undirritun samningssins.
Ingólfur Þorleifsson og Jakob Einar við undirritun samningssins.
1 af 2

Í hálfleik á fyrsta heimaleik Vestra í 1. deildinni gegn Snæfelli síðastliðinn föstudag var undirritaður endurnýjaður samstarfssamningur Körfuknattleiksdeildar Vestra og tölvu- og netþjónustufyrirtækisins Snerpu á Ísafirði.

Nánar

Flottur sigur á Snæfelli í fyrsta leik

Körfubolti | 06.10.2017
Nemanja Knezevic númer 15 átti stórleik í kvöld með 20 stig og 20 fráköst.
Nemanja Knezevic númer 15 átti stórleik í kvöld með 20 stig og 20 fráköst.

Vestri lagði Snæfell fyrr í kvöld í hörkuleik á Jakanum, lokatölur 76-72. Loftið var rafmagnað fyrir leik og eftirvæntingin skein af leikmönnum og áhorfendum. Stúkan var þétt setin og góð stemmning þótt mikilvægur landsleikur í fótbolta færi fram á sama tíma.

Nánar

Stór körfuboltahelgi framundan

Körfubolti | 03.10.2017
Meistaraflokkur Vestra 2016-2017. Liðið hefur tekið nokkrum breytingum og er um að gera að mæta á Torfnes og sjá piltana.
Meistaraflokkur Vestra 2016-2017. Liðið hefur tekið nokkrum breytingum og er um að gera að mæta á Torfnes og sjá piltana.

Körfuboltatímabilið fer af stað af fullum krafti á næstu helgi. Meistaraflokkur karla hefur leik á Íslandsmótinu með heimaleik á Jakanum gegn Snæfelli á föstudag. Á laugardag og sunnudag spila stúlkurnar í 9. flokki leik í B-riðli Íslandsmótsins. Á sama tíma spila svo strákarnir í 10. flokki í Garðabæ, B-liðið í Hafnarfirði og Álftanesi og minnibolti 11 ára stúlkna í Kópavogi.

Nánar

Daníel og Helgi Snær klárir í slaginn í vetur

Körfubolti | 30.09.2017
Bakverðirnir Daníel Wale (t.v.) og Helgi Snær (t.h.) ásamt miðherjanum Nemanja Knezevic á æfingu í Bolungarvík.
Bakverðirnir Daníel Wale (t.v.) og Helgi Snær (t.h.) ásamt miðherjanum Nemanja Knezevic á æfingu í Bolungarvík.

Á dögunum skrifuðu tveir ungir og efnilegir leikmenn undir samning við Kkd Vestra, þeir Daníel Wale Adeleye og Helgin Snær Bergsteinsson.

Nánar

Miðherjinn Nemanja Knezevic til liðs við Vestra

Körfubolti | 17.09.2017
Nemanja og Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd Vestra.
Nemanja og Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd Vestra.

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Svartfellinginn Nemanja Knezevic um að leika með liðinu. Nemanja er þrítugur 205 sentímetra hár miðherji sem býr yfir góðri tækni og miklum hreyfanleika.

Nánar

Arnarlax bætist í hóp bakhjarla körfunnar

Körfubolti | 14.09.2017
Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd. Vestra og Iða Marsibil Jónsdóttir, skrifstofustjóri Arnarlax handsala samninginn við undirritun með þeim á myndinni eru Birna Lárusdóttir formaður Barna- og unglingaráðs og Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax.
Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd. Vestra og Iða Marsibil Jónsdóttir, skrifstofustjóri Arnarlax handsala samninginn við undirritun með þeim á myndinni eru Birna Lárusdóttir formaður Barna- og unglingaráðs og Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax.

Það var glatt á hjalla á Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í dag þegar fulltrúar Arnarlax og Körfuknattleiksdeildar Vestra undirrituðu samstarfssamning. Þar með bætist Arnarlax í hóp bakhjarla körfuboltans á Vestfjörðum og mun merki fyrirtækisins prýða framhlið allra búninga KKd. Vestra á komandi keppnistímabili.

Nánar

Körfuboltadagur fyrir krakka á Patreksfirði og æfingaferð meistaraflokks

Körfubolti | 07.09.2017
Meistaraflokkur Vestra 2016-2017. Liðið hefur tekið nokkrum breytingum frá síðasta tímabili og verður það kynnt nánar á næstu dögum.
Meistaraflokkur Vestra 2016-2017. Liðið hefur tekið nokkrum breytingum frá síðasta tímabili og verður það kynnt nánar á næstu dögum.

Um helgina heldur leikmannahópur Vestra á Tálknafjörð og Patreksfjörð í æfingaferð. Í tengslum við ferðina mun Körfuknattleiksdeild Vestra bjóða upp á Körfuboltadag fyrir alla krakka á svæðinu. Körfuboltadagurinn fer fram í íþróttahúsinu á Patreksfirði og hefst kl. 14:00 laugardaginn 9. september.

Nánar